Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Þróttur R.
5
3
Magni
Viktor Jónsson '2 1-0
Viktor Jónsson '3 2-0
Daði Bergsson '12 3-0
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson '33
4-1 Jón Alfreð Sigurðsson '44 , sjálfsmark
4-2 Kristinn Þór Rósbergsson '45
Viktor Jónsson '50 5-2
5-3 Gunnar Örvar Stefánsson '61
14.08.2018  -  18:00
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Skýjað en algjört logn
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Viktor Jónsson
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Finnur Tómas Pálmason ('46)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
7. Daði Bergsson (f)
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden ('57)
15. Egill Darri Makan Þorvaldsson
16. Óskar Jónsson ('73)
20. Logi Tómasson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Teitur Magnússon ('46)
6. Birkir Þór Guðmundsson ('57)
8. Aron Þórður Albertsson
11. Emil Atlason
23. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Baldur Hannes Stefánsson
Jamie Paul Brassington
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur vinna þennan frábæra leik 5-3!
Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
93. mín
Daði Bergs neglir honum niðri í fjær en Stubbur með magnaða markvörslu!
92. mín
Ólafur Aron reynir hér sendingu í gegn á Marinó en Kristinn tekur boltann og skýtur rétt framhjá, Marinó hefði verið einn í gegn ef Kristinn hefði látið hann fara!
90. mín
Frábær markvarsla hjá Arnari! Kristinn platar varnarmenn Þróttar upp úr skónum áður en hann rennir boltanum út á Pedda sem skýtur góðu skoti niðri í hornið en Arnar með frábæra skutlu og nær að halda boltanum í þokkabót!
88. mín
Daði býr sér til pláss og kemst í gott skotfæri en neglir honum yfir, þarna hefðu margir þjálfarar öskrað: ,,Halla sér yfir boltann!"
83. mín
Inn:Þorgeir Ingvarsson (Magni) Út:Lars Óli Jessen (Magni)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
83. mín
Inn:Marinó Snær Birgisson (Magni) Út:Ívar Sigurbjörnsson (Magni)
81. mín
Lars reynir að koma honum á Gunna hérna inn í teig en Þróttarar koma honum í horn.
77. mín
Lars með skalla hérna eftir góða sókn en Arnar ver vel.
74. mín
Baldur Hannes sem var að koma inná er fæddur árið 2002 og er því aðeins 16 ára og að spila sinn fyrsta leik fyrir Þróttara!
73. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Óskar Jónsson (Þróttur R.)
Baldur Hannes kemur hér inná fyrir Óskar.
71. mín
Ólafur Aron fer hér frekar fólskulega í Óskar en sleppur við spjaldið, þetta er alltaf gult spjald í mínum bókum.
66. mín
Ég skrifaði hér fyrir leik að Davíð Rúnar væri meiddur en fékk leiðréttingu hér í hálfleik frá Bjarna Áskellssyni pabba hans. Davíð er í vinnuferð í Færeyjum!
61. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Stoðsending: Kristinn Þór Rósbergsson
Þessi leikur ætlar engan endi að taka, nú minnka Magni aftur muninn! Fyrirgjöf inní sem Kristinn framlengir á Gunnar sem tekur eitt touch og setur hann svo í hornið. Gunni kominn með 2 og Magni enn aðeins inn í leiknum.
57. mín
Inn:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.) Út:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
Jasper verið mjög góður en fer hér útaf fyrir Birki.
57. mín
Viktor Jóns skallar hann hér út á Jasper en frábær varnarleikur hjá Pedda sem kemst fyrir hann.
50. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Löng sending yfir vörnina og Viktor skallar hann yfir Stubb og í markið. Viktor kominn með þrennu og klárar þennan leik!
49. mín
Kristinn með mjög gott skot fyrir utan en rétt framhjá.
46. mín
Inn:Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni) Út:Jakob Hafsteinsson (Magni)
Magnamenn gerðu líka einu breytingu í hálfleik, Jakob útaf og Peddi inná.
46. mín
Inn:Teitur Magnússon (Þróttur R.) Út:Finnur Tómas Pálmason (Þróttur R.)
Teitur kemur inn fyrir Finn í hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Svakalegum fyrri hálfleik lokið!
45. mín MARK!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Stoðsending: Lars Óli Jessen
Þá fara Magnamenn upp hinu megin og minnka muninn í 4-2 strax, þvílíkur leikur! Lars Óli með fyrirgjöf á fjær þar sem Kristinn Þór klippir hann inn á lofti!
44. mín SJÁLFSMARK!
Jón Alfreð Sigurðsson (Magni)
Stoðsending: Daði Bergsson
Eins og köld tuska í andlitið fyrir Magna hérna, búnir að eiga leikinn síðasta korterið en fá hér mark á sig. Enn og aftur er það fyrirgjöf, núna frá Daða niðri og Jón Alfreð rennir sér og setur boltann í eigið mark.
42. mín
Leikurinn er Magnamanna þessa stundina, Gunnar Örvar enn og aftur að ógna, leikur sér með hann vinstra megin en kemst aldrei í ákjósanlegt færi og Arnar ver skot hans þægilega.
37. mín
Gunnar Örvar með skot hérna í höndina á Hreini en ekkert dæmt, mér sýndist hann vera með höndina í nátturulegri stöðu en boltinn fer í höndina á honum klárlega. Magnamenn eru brjálaðir en þetta var líklega rétt.
36. mín
Magni hársbreidd frá því að skora aftur, Bjarni með hornspyrnu sem Gunni skallar hársbreidd yfir markið, fáum við spennu í þennan leik?
33. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
Þetta lá í loftinu, Magnamenn minnka muninn. Bjarni og Lars með frábæra skyndisókn þar sem Lars sendir á Bjarna, fær hann aftur í gegn, leggur hann til hliðar á Bjarna aftur sem sendir til hliðar á Gunna sem getur ekki annað en skorað. Game on!
31. mín
Lars fer í skotið fyrir utan á lofti og neglir í varnarmann og í hornspyrnu, það er enn líf í Magnamönnum.
30. mín
Daði með gott hlaup, leggur hann út þar sem Ólafur Aron rennir sér á hann og boltinn fer á Stubb sem tekur hann laglega á kassann og sparkar út. Frábær viðbrögð hjá honum.
26. mín
Viktor Jóns kominn í álitlega stöðu inn í teig en kemur með lélega sendingu beint á Magna, maður á þrennu á bara að skjóta þarna!
24. mín
Daaaauðafæri hjá Magna! Bjarni með frábæra aukaspyrnu á Lars sem skallar hann fyrir Brynjar sem er einn á móti Arnari en setur hann beint á hann. Þetta var sennilega besta færi leiksins þótt Þróttur séu búnir að skora 3 mörk.
21. mín
Vá þessi Pirlo sending núna hjá Palla, lyftir honum yfir Svein Óla beint á Óskar sem er einn á einn en Stubbur vel á verði og ver frá honum.
19. mín
Egill með góða fyrirgjöf en núna kemst Stubbur í hann og slær boltann útúr teig, loksins ekki mark úr fyrirgjöf á Magna.
16. mín
Bjarni með skot fyrir utan í varnarmann og í hornspyrnu.
12. mín MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Jasper Van Der Heyden
Magnamenn eru gjörsamlega steingeldir hérna varnarlega, aftur er það einfalt hjá Þrótti. Jasper kemst upp hægri kantinn og leggur hann til hliðar á Daða sem er aleinn og rennir honum í netið.
11. mín
Ég hef heyrt það að hamborgarinn hér á Þróttaravelli sé frábær, aðstaðan hérna í nýju blaðamannastúkunni er til fyrirmyndar og væri gaman að smakka hamborgarann á eftir.
7. mín
Gunnar Örvar fer hérna niður í teignum í baráttunni við Finn Tómas en ekkert dæmt, fannst vera snerting þarna.
6. mín
Ívar keyrir hér upp vinstri kantinn og kemst inn í teig, reynir að finna sóknarmann í teignum en Þróttarar koma boltanum í innkast.
3. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
Þróttarar skora aftur rúmlega mínútu eftir fyrsta markið! Logi Tómasson kemst upp vinstri kantinn og leggur hann niðri út í teiginn þar sem Viktor rennir honum í markið. Vörn Magna er steinsofandi, þetta var alltof einfalt!
2. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Þróttarar skora strax, Jasper sækir upp hægri kantinn og kemur með fyrirgjöf sem Viktor skallar á markið og skorar. Stubbur virtist ekki alveg vita hvert boltinn væri að fara og hefði að mínu viti átt að verja þetta.
1. mín
Leikur hafinn
Magnamenn byrja þennan leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og það er helst að frétta að Páll Olgeir byrjar sinn fyrsta leik fyrir Þrótt eftir að hafa komið frá 3.deildar liði Augnabliks í glugganum. Egill Makan kom einnig á láni frá FH og byrjar sinn fyrsta leik í kvöld.
Magni byrjar með Jón Alfreð sem er á láni frá Stjörnunni og Brynjar Inga í hafsentum þar sem Ívar Örn er farinn til Bandaríkjana og Davíð Rúnar, bróðir Brynjars er meiddur. Siggi Marinó er heldur ekki með og Jakob Hafsteinsson er á miðjunni í stað hans. Þá er Andrés Vilhjálms aðstoðarþjálfari liðsins á varamannabekknum.
Fyrir leik
Ég held að Þróttur eigi eftir að reynast of stór biti fyrir Magna-menn og vinni þægilegan sigur í kvöld en vonandi skjátlast mér og við fáum hörkuleik.
Fyrir leik
Þróttur er heitasta lið deildarinnar um þessar mundir og geta vel blandað sér í baráttuna um að komast upp ef þeir spila svona áfram.
Magni geta einnig klárlega haldið sér uppi ef þeir spila eins og undanfarið, með sterkum heimavelli og góðri spilamennsku eru þeir í góðum séns.
Fyrir leik
Þróttarar eru á góðu skriði síðan Gulli hreinsaði til í glugganum og hafa unnið 4 af síðustu 5 leikjum og ekki tapað síðan 4.júlí.
Magni byrjuðu tímabilið hrottalega illa en hafa nú unnið 2 af síðustu 3 leikjum sínum og geta komið sér úr fallsæti í kvöld en þeir eru jafnir Selfyssingum af stigum í 11.-12.sætinu.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Magna í 16. umferð Inkassó-deildar karla á Eimskipsvellinum.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
6. Jón Alfreð Sigurðsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson
10. Lars Óli Jessen ('83)
14. Ólafur Aron Pétursson
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Jakob Hafsteinsson (f) ('46)
18. Ívar Sigurbjörnsson ('83)
26. Brynjar Ingi Bjarnason
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
3. Þorgeir Ingvarsson ('83)
7. Pétur Heiðar Kristjánsson ('46)
8. Arnar Geir Halldórsson
19. Marinó Snær Birgisson ('83)
21. Oddgeir Logi Gíslason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Hjörtur Geir Heimisson
Andrés Vilhjálmsson
Gísli Gunnar Oddgeirsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Reimar Helgason
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: