Vivaldivöllurinn
þriðjudagur 21. ágúst 2018  kl. 18:00
2. deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Grótta 3 - 2 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason ('10)
1-1 Arnar Þór Helgason ('19)
1-2 James Mack ('41)
2-2 Pétur Theódór Árnason ('57)
3-2 Pétur Theódór Árnason ('88)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
4. Bjarni Rögnvaldsson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('43)
7. Pétur Theódór Árnason
10. Kristófer Orri Pétursson
17. Agnar Guðjónsson
19. Axel Freyr Harðarson
23. Dagur Guðjónsson
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
8. Daði Már Patrekur Jóhannsson
11. Sölvi Björnsson
15. Halldór Kristján Baldursson ('43)
17. Róbert Darri Jónsson
21. Ásgrímur Gunnarsson
22. Grímur Ingi Jakobsson

Liðstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason
Hlynur Helgi Arngrímsson
Bjarni Már Ólafsson
Bjarki Már Ólafsson

Gul spjöld:
Agnar Guðjónsson ('55)
Óliver Dagur Thorlacius ('78)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
94. mín Leik lokið!
Stórt fyrir Gróttu! Takk fyrir að fylgjast með.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími. Grótta í 2. sæti eins og staðan er núna. 2 stigum á undan Vestra. Kári er að vinna Aftureldingu í leik sem hófst 19.15. Annar toppslagur þar á ferð.
Eyða Breyta
88. mín MARK! Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Pétur með sitt annað mark! Skallamark eftir fyrirgjöf frá hægri. Mikill fögnuður brýst út meðal heimamanna.
Eyða Breyta
88. mín
Óliver Dagur með skot. Beint á Daða. Fáum við dramatískt sigurmark?
Eyða Breyta
86. mín
Vestri með skot yfir eftir góða sókn.
Eyða Breyta
81. mín Hammed Obafemi Lawal (Vestri) Elmar Atli Garðarsson (Vestri)

Eyða Breyta
80. mín
Grótta skallar naumlega framhjá.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)

Eyða Breyta
76. mín
Valtýr Már skallar. Daði rétt nær að blaka boltanum yfir. Heimamenn virka líklegri þessar mínútur.
Eyða Breyta
72. mín
Grótta klúðrar dauðafæri. Skot í slá af 2 metra færi. Kristófer.
Eyða Breyta
69. mín Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri) Hafþór Atli Agnarsson (Vestri)

Eyða Breyta
62. mín
Staðan í leiknum ætti með réttu að vera 6-6.
Eyða Breyta
61. mín
Birkir Már Sævarsson tengdasonur Bolungarvíkur hefur bæst í áhorfendahópinn.
Eyða Breyta
60. mín
Þvílíkt klúður! Fall setur boltann framhjá úr dauðafæri! Hvernig fór hann að þessu?
Eyða Breyta
57. mín MARK! Pétur Theódór Árnason (Grótta), Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
Pétur sleppur aleinn í gegn og klárar frábærlega. Daði úr markinu og Pétur rennir boltanum framhjá honum.
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Agnar Guðjónsson (Grótta)

Eyða Breyta
54. mín
Óliver Dagur í hörkufæri en Daði með rosalega vörslu.

Hinumegin kemst Vestri þrír gegn einum en Fell ákveður að skjóta sjálfur. Framhjá. Liðsfélagarnir ekki sáttir.
Eyða Breyta
52. mín
Mjög vel mætt á leikinn. Guðni Bergs, Gylfi Orra, Benedikt Bóas, Óli Garðars umboðsmaður og Toddi Örlygs meðal vallargesta.
Eyða Breyta
50. mín
Grótta fékk dauðafæri. Axel Freyr skaut framhjá. Dapurt skot.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Stórskemmtilegur og galopinn fyrri hálfleikur að baki.

Rétt fyrir hálfleik fékk Pétur Bjarnason dauðafæri en skallaði framhjá. Hefði getað komið Vestra í tveggja marka forystu.
Eyða Breyta
43. mín Halldór Kristján Baldursson (Grótta) Sigurvin Reynisson (Grótta)

Eyða Breyta
41. mín MARK! James Mack (Vestri), Stoðsending: Sergine Modou Fall
Fall vann boltann eftir slæma sendingu frá Bjarna. Fall lék með boltann inn í teiginn, sólaði mann og annan með danstilþrifum, og lagði boltann á Mack sem skoraði í autt netið.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Hafþór Atli Agnarsson (Vestri)
Fyrir groddaralega tæklingu. Þokkalegur hiti.
Eyða Breyta
35. mín
Óliver í dauðafæri en hitti boltann herfilega. Þarna voru gestirnir heppnir að lenda ekki undir.
Eyða Breyta
32. mín
Óliver Dagur með skot úr aukaspyrnu af löngu færi. Beint í fang Daða.
Eyða Breyta
31. mín Gult spjald: Andy Pew (Vestri)
Fyrir brot.
Eyða Breyta
22. mín
Óliver Dagur með skot eftir flotta sókn Gróttu en Daði í marki Vestra varði frábærlega.
Eyða Breyta
19. mín MARK! Arnar Þór Helgason (Grótta)
Arnar kvittar fyrir mistökin áðan. Reis hæst í teignum og skoraði eftir horn.
Eyða Breyta
18. mín
Zoran Plazonic, leikmaður Vestra, með skot fyrir utan teig. Beint á Hákon í markinu.
Eyða Breyta
16. mín
Grótta hársbreidd frá jöfnunarmarki. Osafo-Badu bjargar á línu! Valtýr Már með skot úr daaauðafæri í teignum.
Eyða Breyta
10. mín MARK! Pétur Bjarnason (Vestri)
Löng stungusending og Pétur miiiiklu sneggri en Arnar Þór. Pétur á miklum hraða og Arnar virkaði í slow motion. Pétur klárar frábærlega með föstu skoti.
Eyða Breyta
9. mín
Mistök hjá Vestra og Daði í markinu tók knöttinn með höndum eftir sendingu samherja. Grótta fékk óbeina aukaspyrnu í teignum. Óliver Dagur með skot í varnarmann og rétt framhjá.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn. Lögregluvarðstjórinn hefur flautað til til leiks. Gróttumenn bláir og Vestramenn dökkbláir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hinn 13 ára Orri Steinn er ekki í leikmannahópi Gróttu í kvöld. Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá hér til hliðar.

Vorum að fá þær upplýsingar að Orri Steinn er úti í Danmörku að æfa og spila með Nordsjælland. Fór í morgun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vestri vann 6-0 sigur þegar liðin mættust í fyrri umferðinni í fyrra. Joshua Ryan Signey, Sergine Modou Fall og Zoran Plazonic gerðu tvö mörk hver.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vestramenn eru harðir í horn að taka undir stjórn Bjarna Jó. Liðin eru með ólíka leikstíla en Grótta var með meðalaldurinn 20,5 ár í byrjunarliðinu í síðust umferð.

Grótta vann þá 5-0 sigur gegn Vestra en leikurinn vakti helst athygli fyrir það að hinn 13 ára Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara, gerði tvö mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Toppbaráttan í 2. deildinni er STURLUÐ! Vestri og Kári eru efstu lið (31 stig) og svo koma Afturelding og Grótta (30 stig). Völsungur í fimmta sæti (28 stig).

Kári og Afturelding mætast í kvöld klukkan 19:15.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan. Hér verður greint frá helstu atriðum úr stórleik Gróttu og Vestra í 17. umferð 2. deildar karla. Atvikunum er lýst úr síma og lýsingin því ekki mjög ítarleg. Athygli er vakin á því.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Hafþór Atli Agnarsson ('69)
6. Daniel Osafo-Badu
7. Zoran Plazonic
9. Pétur Bjarnason
18. Matthías Kroknes Jóhannsson
21. Viktor Júlíusson
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('81)
23. James Mack
27. Sergine Modou Fall
44. Andy Pew

Varamenn:
25. Brenton Muhammad (m)
3. Friðrik Þórir Hjaltason
5. Danny Kabeya
8. Daníel Agnar Ásgeirsson ('69)
9. Hjalti Hermann Gíslason
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Hammed Obafemi Lawal ('81)

Liðstjórn:
Hafþór Halldórsson
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Kristján Huldar Aðalsteinsson
Jón Hálfdán Pétursson

Gul spjöld:
Andy Pew ('31)
Hafþór Atli Agnarsson ('40)

Rauð spjöld: