Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
FH
4
0
KR
Robbie Crawford '11 1-0
Jákup Thomsen '45 2-0
Robbie Crawford '55 3-0
Þórir Jóhann Helgason '86 4-0
02.09.2018  -  17:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn blautur og algjört logn
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Jákup Thomsen
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Cédric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford ('84)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson
15. Rennico Clarke
18. Eddi Gomes ('90)
18. Jákup Thomsen ('67)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Þórir Jóhann Helgason ('84)
11. Atli Guðnason ('67)
11. Jónatan Ingi Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
22. Halldór Orri Björnsson
23. Viðar Ari Jónsson ('90)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('34)
Cédric D'Ulivo ('59)
Jákup Thomsen ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-ingar pakka KR saman 4-0 og jafna þá af stigum!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (FH) Út:Eddi Gomes (FH)
Kennie Chopart tæklaði Gomes sem er núna borinn út á börum og inn kemur Viðar Ari.
88. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
87. mín
Inn:Þorsteinn Örn Bernharðsson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
86. mín MARK!
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Ég skal segja ykkur það, Þórir Jóhann Helgason er búinn að skora sitt fyrsta mark eftir rúmlega mínútu í sínum fyrsta deildarleik! Það kom fyrirgjöf inn í teig sem Aron var næstum búinn að setja í eigið mark en Beitir bjargaði en þá mætti strákurinn ungi og setti hann í markið!
84. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (FH) Út:Robbie Crawford (FH)
Tvö mörk frá Robbie og hann fær mikið klapp þegar hann kemur út fyrir Þóri Jóhann Helgason sem er að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir FH!
77. mín
Skúli með flotta fyrirgjöf á Kennie sem skallar að marki en Gunni ver og svo reynir Kennie að koma honum fyrir aftur en boltinn í Pétur Viðars og út.
75. mín
Atli Guðna fær boltann í gegn inn í teig vinstra megin í mjög góðri stöðu og ætlar að leggja hann út á Lennon en sendingin er léleg og KR koma boltanum frá.
71. mín
Lennon kominn í ágætis færi og skýtur í fjærhornið en Beitir skutlar sér og handsamar boltann.
67. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Jákup Thomsen (FH)
Frábær leikur frá Jákup, mark og stoðsending og var að fara illa með varnarmenn KR. Hann kemur útaf núna og inn kemur reynsluboltinn Atli Guðna.
65. mín Gult spjald: Jákup Thomsen (FH)
Felldi Pablo og fær réttilega gult spjald.
63. mín
Skúli Jón fer í skotið fyrir utan með vinstri en það er gjörsamlega vonlaust hjá honum og fer langt framhjá markinu.
59. mín Gult spjald: Cédric D'Ulivo (FH)
55. mín MARK!
Robbie Crawford (FH)
Stoðsending: Jákup Thomsen
3-0 takk fyrir! Kiddi Steindórs með frábæran bolta innfyrir á Thomsen sem leggur hann út í fyrsta á Crawford og hann þakkar fyrir sig með að setja hann bara í bláhornið! Crawford kominn með 2 mörk og FH þremur mörkum yfir.
49. mín
KR fá hornspyrnu hér sem Óskar setur út á Kidda sem leikur honum aftur á Óskar, hann fer síðan í skotið en neglir boltanum í hliðarnetið.
46. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Arnór fer útaf í hálfleik og inná kemur Pablo sem fer á miðjuna og Skúli Jón fer í hægri bakvörðinn.
46. mín
Leikur hafinn
FH-ingar hefja seinni hálfleikinn með 2-0 forrystu.
45. mín
Hálfleikur
2-0 fyrir FH í hálfleik!
45. mín MARK!
Jákup Thomsen (FH)
Stoðsending: Hjörtur Logi Valgarðsson
Þegar 20 sekúndur eru eftir af venjulegum leiktíma þá skora FH-ingar gríðarlega mikilvægt mark sem kemur FH í 2-0! Hjörtur gaf boltann á Thomsen fyrir utan teig, hann gjörsamlega pakkar Aroni Bjarka saman og fer í gegn og smellir honum í fjærhornið.
43. mín
Jákup Thomsen með hættulegan bolta fyrir sem Lennon er hársbreidd frá því að koma á markið en Aron kemur tánni í boltann á síðustu stundu.
39. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Togar Thomsen niður og stöðvar upphlaup FH-inga, hárrétt hjá Dodda Hjaltalín.
37. mín
KR-ingar eiga leikinn þessa stundina og fer leikurinn alfarið fram á vallarhelmingi FH, FH-ingar þó þéttir og halda enn.
36. mín
Nú er komin ausandi rigning hér í Krikanum og þá gæti nú heldur betur færst fjör í leikinn.
34. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Klókt hjá Pétri, Skúli var kominn framhjá honum með tvo menn með sér gegn Gomes og Pétur klippti hann bara niður og tók á sig spjaldið.
32. mín
Pálmi fær boltann á lofti fyrir utan teig og ætlar að negla honum í markið en hann neglir honum þess í staðinn langt yfir markið.
29. mín
Hvernig skora KR ekki hérna! Kennie dottinn í gegn einn á einn gegn Gunna sem ver stórkostlega frá honum en boltinn fer beint út á Bjögga sem skýtur en Hjörtur Logi hendir sér fyrir boltann og boltinn í horn!
27. mín
Boltinn berst til Kidda Steindórs inní teig og hann þrumar í átt að marki en boltinn í Aron Bjarka, þessi hefði sennilega steinlegið.
24. mín
Kiddi Jóns tekur þríhyrningsspil við Bjögga og fer síðan mjög auðveldlega niður í baráttunni við Cedric, aldrei vítaspyrna.
21. mín
Óskar skýtur yfir vegginn og ætlar að lauma honum í nærhornið en Gunni sér við honum og er mættur í hornið og handsamar boltann.
20. mín
Clarke að brjóta á Chopart vinstra megin rétt fyrir utan teig og Óskar Örn gerir sig kláran í að spyrna þessari aukaspyrnu inná teiginn.
20. mín
Lennon að skora laglegt mark á lofti með vinstri í skeytin fjær en hann var flaggaður rangstæður, frábær afgreiðsla samt sem áður!
18. mín
Óskar Örn með bolta inná teig sem Pétur skallar út á Kennie sem fer í erfitt skot fyrir utan með vinstri sem Gunni ver auðveldlega.
17. mín
Kiddi með fyrirgjöf og Bjöggi stekkur upp í baráttunni við Gunna sem gerir vel og grípur boltann.
11. mín MARK!
Robbie Crawford (FH)
FH-ingar eru komnir yfir hér! Hjörtur Logi fékk boltann upp við endalínu og gaf hann út á Lennon sem skaut og Beitir varði boltann út en þar var Robbie Crawford mættur og hamraði boltann í netið! FH-ingar ætla ekki að kasta inn handklæðinu í baráttunni um Evrópusætið.
5. mín
Kristinn Jónsson með fyrirgjöf sem Óskar Örn skallar frá vítateignum en skallinn langt framhjá markinu.
4. mín
Lennon setur aukaspyrnuna framhjá veggnum en beint á markið og Beitir grípur boltann auðveldlega.
3. mín
Skúli Jón brýtur á Thomsen rétt fyrir utan teig og FH fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
2. mín
Óskar Örn með geggjaða sendingu yfir vörn FH en Pálmi Rafn er rangstæður en Pálmi chippaði boltanum yfir Gunna og setti hann í markið en það stendur ekki.
1. mín
Leikur hafinn
KR-ingar hefja þennan Evrópuslag.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og FH gerir tvær breytingar frá 3-1 sigrinum á Keflavík, Brandur Olsen er í leikbanni og Atli Guðnason fer á bekkinn og inn í byrjunarliðið koma Robbie Crawford og Jákup Thomsen.

KR stillir upp óbreyttu byrjunarliði frá síðustu tveim leikjum enda unnu þeir KA og ÍBV og breyta ekki sigurliði. Daninn Andre Bjerregaard er þó farinn frá KR en hann fékk samningnum sínum rift og ætlar að reyna fyrir sér í heimalandinu.
Fyrir leik
KR eru a góðu skriði með 30 stig í 4.sætinu og unnu 4-1 sigur á ÍBV í síðasta leik, nái þeir stigi eða þremur í dag þá er Evrópusætið nánast gulltryggt.

FH er í 5. sætinu með 27 stig og unnu loksins fótboltaleik í síðustu umferð þegar þeir lögðu botnlið Keflavíkur 3-1 eftir að hafa lent undir. Þeir þurfa nauðsynlega að vinna í dag til að vera í baráttunni við KR þvi þeir eiga svo gríðalega erfitt leikjaprógram eftir. Fyrir hlutlausa væri FH sigur bestu úrslitin til að halda spennu í baráttunni um Evrópusæti.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Evrópuslag FH og KR í 19. Umferð Pepsí-deildar karla á Kaplakrikavelli.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('46)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson ('87)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Albert Watson
8. Stefán Árni Geirsson
16. Pablo Punyed ('46)
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
23. Atli Sigurjónsson
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson ('87)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('39)
Kennie Chopart ('88)

Rauð spjöld: