Alvogenvöllurinn
sunnudagur 16. september 2018  kl. 14:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn glæsilegur og veðrið gott.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 601 manns
Maður leiksins: Pálmi Rafn Pálmason
KR 3 - 1 Keflavík
0-1 Frans Elvarsson ('34)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('35)
2-1 Atli Sigurjónsson ('74)
3-1 Pálmi Rafn Pálmason ('84)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson (f) ('77)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson ('57)
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
1. Oddur Ingi Bjarnason (m)
4. Albert Watson ('77)
7. Jóhannes Kristinn Bjarnason
16. Pablo Punyed ('57)
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
27. Tryggvi Snær Geirsson
28. Hjalti Sigurðsson

Liðstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Jón Hafsteinn Hannesson
Vésteinn Kári Árnason
Magnús Máni Kjærnested

Gul spjöld:

Rauð spjöld:


@kristoferjonss Kristófer Jónsson
90. mín Leik lokið!
Þá flautar Helgi Mikael til leiksloka í þessum leik sem að endar með 3-1 sigri KR.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
90. mín
Einhvernveginn var mættur annar bolti á völlinn sem að Pablo Punyed neglir í markið í miðri sókn KR-inga. Boltastrákarnir ekki að standa vaktina hér á Alvogen.
Eyða Breyta
90. mín
Pálmi svo nálægt því að fullkomna þrennuna. Er hér kominn einn á móti Sindra og reynir að chippa yfir hann. Skotið er hins vegar ekki nægilega gott og fer framhjá markinu. Þremur mínútum er svo bætt við.
Eyða Breyta
86. mín Atli Geir Gunnarsson (Keflavík) Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Síðasta skipting Keflavíkur.
Eyða Breyta
84. mín MARK! Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Jæja þá er það búið.

Óskar Örn nær hér fyrirgjöf sem að Aron Kári að mér sýndist ætlaði að taka á bringuna. Pálmi lætur hann ekki komast upp með það og skorar örugglega. Vond mistök þarna.
Eyða Breyta
80. mín
Aron Kári liggur hér eftir á vellinum og þarf aðhlynningu. Sá ekki hvað gerðist.
Eyða Breyta
79. mín
Dagur Dan reynir hér skot úr aukaspyrnu sem að fer rétt framhjá markinu. Alls ekki galin tilraun.
Eyða Breyta
77. mín
Enn ein sóknin hjá KR. Óskar Örn kemst í gegn en Sindri ver skot hans vel. Boltinn hrekkur hinsvegar á Pálma Rafn sem að neglir honum yfir úr góðu færi.
Eyða Breyta
77. mín Albert Watson (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Arnór virtist eitthvað meiðast áðan.
Eyða Breyta
74. mín MARK! Atli Sigurjónsson (KR), Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞESSU!!!!

Eftir stutt horn spila KR-ingar sig upp að vítateignum. Boltinn er svo lagður út á Atla sem að setur hann örugglega í netið.
Eyða Breyta
68. mín
Pálmi Rafn reynir hér bakfallsspyrnu en Ísak Óli nær að komast fyrir.
Eyða Breyta
67. mín
Óskar Örn í fínu færi en Sindri Kristinn ver skot hans.
Eyða Breyta
66. mín Ágúst Leó Björnsson (Keflavík) Tómas Óskarsson (Keflavík)

Eyða Breyta
64. mín
Leonard Sigurðarson með góða sprett hér upp völlinn sem endar með að hann nær föstu skoti en það fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
61. mín
Pálmi tekur spyrnuna en hún fer beint í fangið á Sindra Kristni í markinu.
Eyða Breyta
60. mín
Ísak Óli hoppar hér uppá Kennie og fær réttilega dæmda á sig aukaspyrnu á hættulegum stað. Enn flaggar Bóas rauða spjaldinu. Alltof hart að mínu mati.
Eyða Breyta
57. mín Pablo Punyed (KR) Björgvin Stefánsson (KR)

Eyða Breyta
54. mín
Gott spil hjá KR-ingum endar með föstu skoti Pálma sem að fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
54. mín
Atli Sigurjóns á hér skot fyrir utan teig sem að fer í hendina á varnarmanni Keflavíkur. Hún var hins vegar upp við líkama hans og því gerir Helgi Mikael rétt að dæma ekkert.
Eyða Breyta
51. mín
Klafs verður eftir hornspyrnuna sem að endar með að boltinn dettur fyrir fætur Pálma Rafns á markteignum en hann nær ekki að hitta boltann nægilega vel og boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
50. mín
KR-ingar halda áfram að halda boltanum betur. Eiga hornspyrnu núna.
Eyða Breyta
48. mín
Kristinn Jónsson með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Kennie Chophart en Sindri Kristinn ver skalla hans.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn að nýju. Engar breytingar á liðunum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Helgi Mikael til hálfleiks í þessum fínasta leik. Staðan er 1-1 eftir að gestirnir komust yfir.
Eyða Breyta
45. mín
Tveimur mínútum bætt við. Kristinn Jónsson á hér skalla rétt yfir markið eftir fyrirgjöf frá Arnóri Sveini.
Eyða Breyta
43. mín
Davíð Snær klobbar Pálma Rafn og reynir svo skot langt fyrir utan teig. Skotið er hinsvegar vonlaust og fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
42. mín
Björgvin dettur hér um boltann og fær þrjá Keflvíkinga í sig. Á einhvern ótrúlegan hátt nær hann að standa upp og halda boltanum. Hann reynir svo skot sem að Sindri á ekki í vandræðum með.
Eyða Breyta
40. mín
Anton Freyr að sýna hérna crazy skills framhjá Atla og Pálma. Þeim til varnar voru þeir vissir að boltinn væri farinn útaf. Tek samt ekkert af Antoni. Þetta var mjög nett.
Eyða Breyta
39. mín
Kennie Chophart reynir hér skot fyrir utan teig en boltinn lullast framhjá markinu.
Eyða Breyta
37. mín
Hér galopnaðist Keflavíkurvörnin. Björgvin Stefánsson fær hér stungusendingu og kemst inná vítateig. Hann sendir boltann til hliðar á Atla sem að rennur til og nær ekki skoti á markið.
Eyða Breyta
35. mín MARK! Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Þetta var ekki lengi gert.

Strax í næstu sókn dettur boltinn fyrir Pálma Rafn á vítateigshorninu sem að þrumar honum í samskeytin fjær.
Eyða Breyta
34. mín MARK! Frans Elvarsson (Keflavík)
KEFLAVÍK ER KOMIÐ YFIR!!!!!!

Aron Bjarki fær hér sendingu tilbaka sem að hann á í mestu vandræðum með að taka á móti. Frans Elvarsson er fljótur að átta sig og skorar auðveldlega framhjá Sindra í markinu.
Eyða Breyta
32. mín Leonard Sigurðsson (Keflavík) Marc McAusland (Keflavík)
Marc McAusland haltrar hér af velli og Leonard kemur inn í hans stað. Hólmar Örn tekur við bandinu.
Eyða Breyta
29. mín
Skemmtileg útfærsla. Atli, Pálmi og Óskar þykjast vera að ræða málin áður en að Atli rennir boltanum fyrir Óskar sem að neglir boltanum framhjá markinu. Skemmtilegt trix.
Eyða Breyta
28. mín
Hér er brotið á Pálma þar sem að hann er hvergi nálægt boltanum. Stórhættulegur staður.
Eyða Breyta
26. mín
KR-ingar eiga hornspyrnu sem að Óskar tekur. Úr verður klafs sem að endar með að boltinn dettur fyrir Atla Sigurjóns sem að neglir boltanum framhjá. Keflavík ekki ennþá átt skot á mark.
Eyða Breyta
22. mín
Flott spil hjá KR-ingum endar með skoti Óskars en það fer beint í Marc McAusland. Nú liggur hann eftir á vellinum og þarf að fá aðstoð sjúkraþjálfara.
Eyða Breyta
20. mín
Hér er Kristinn Jónsson straujaður af tveimur leikmönnum Keflavíkur. Bóas lyftir rauða spjaldinu en það hefði verið fullhart að mínu mati. Aukaspyrna Óskars endar svo aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
18. mín
Keflvíkingar pressa hátt og eiga nú innkast sem að Anton Freyr grýtur inná reiginn. Úr verður klafs en KR-ingar ná að lokum að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
13. mín
Atli Sigurjóns með gott skot hérna rétt fyrir utan teig sem að Sindri þarf að hafa sig allan við að verja.
Eyða Breyta
8. mín
Óskar Örn nær hér lúmsku skoti eftir langt innkast en það er beint á Sindra í markinu. Heimamenn líklegri þessa stundina.
Eyða Breyta
5. mín
Aron Bjarki reynir hér fyrirgjöf sem að endar einhvernvegin sem skot en Sindri er öruggur í sínum aðgerðum og grípur boltann.
Eyða Breyta
3. mín
Kennie Chophart fellur hér í teignum og KR-ingar vilja fá vítaspyrnu. Helgi Mikael er hinsvegar ekki á sama máli og Keflavík fær markspyrnu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá flautar Helgi Mikael leikinn á. Keflavík byrjar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjum á mínútuþögn til heiðurs Harðar Felixsonar sem að lést 29.ágúst síðastliðinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völlinn við fagra HM 98 tóna. KR spilar í sínum röndóttu treyjum á meðan að Keflvíkingar eru rauðir. Þetta verður ruglaður leikur ég finn það á mér.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kannski er ég of kröfuharður en mér finnst vera skammarleg mæting á Alvogenvöllinn þegar að tíu mínútur eru til leiks. Bæði lið þurfa á stuðningi að halda í baráttunni um Evrópu og stoltið. Svo ekki sé minnst á þetta fína veður sem að Ingó og Veðurguðirnir bjóða uppá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Heimamenn gera tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn FH í síðustu umferð. Beitir Ólafsson er ekki í leikmannahópi liðsins en hans í stað stendur Sindri Snær Jensson á milli stanganna. Þá er Skúli Jón Friðgeirsson í leikbanni en Atli Sigurjónsson kemur inn í hans stað.

Þá gera Keflvíkingar einnig tvær breytingar á sínu liði frá 2-1 tapi liðsins gegn Fylki. Sindri Kristinn Ólafsson kemur aftur í mark Keflvíkinga í stað Jonathan Faerber og þá er Lasse Rise meiddur. Hans í stað kemur Tómas Óskarsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Þegar að þessi lið mættust í fyrri umferðinni í Keflavík endaði leikurinn með 4-0 sigri KR. Björgvin Stefánsson, Andre Bjerregaard (sem að nýverið yfirgaf herbúðir KR), Pablo Punyed og Pálmi Rafn Pálmason skoruðu mörkin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þrátt fyrir að Keflvíkingar séu fallnir keppa þeir uppá stoltið sem að er ekki síður mikilvægara. Eftir nítján umferðir hafa Keflvíkingar ekki ennþá unnið leik og ljóst að þeir mæta dýrvitlausir til leiks í dag. Kemur fyrsti sigur þeirra í Vesturbænum í dag?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn í KR sitja í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig og eru í bullandi Evrópubaráttu við FH sem að situr í því fimmta með jafnmörg stig. Þessi lið mættust einmitt í síðustu umferð í Kaplakrika þar sem að Vesturbæjarstórveldið fékk sannkallaða rassskellingu en leikurinn endaði 4-0 fyrir FH. Það er því ljóst að hvert einasta stig og hvert einasta mark mun telja það sem að eftir lifir móts.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og Keflavíkur í 20.umferð Pepsi-deildar karla á Alvogenvellinum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Marc McAusland ('32)
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Ísak Óli Ólafsson
7. Davíð Snær Jóhannsson ('86)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
9. Aron Kári Aðalsteinsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Dagur Dan Þórhallsson
25. Frans Elvarsson
45. Tómas Óskarsson ('66)

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
3. Dawid Jan Laskowski
14. Ágúst Leó Björnsson ('66)
15. Atli Geir Gunnarsson ('86)
18. Cezary Wiktorowicz
22. Leonard Sigurðsson ('32)
23. Einar Örn Andrésson

Liðstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Gunnar Oddsson
Jóhann Birnir Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: