Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
HK
5
1
Fjarðabyggð
0-1 Nikola Kristinn Stojanovic '15 , víti
Ásgeir Marteinsson '21 1-1
Ásgeir Marteinsson '41 2-1
Emil Atlason '42 3-1
Aron Kári Aðalsteinsson '67 4-1
Brynjar Jónasson '71 5-1
01.05.2019  -  14:00
Kórinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Mjög góðar. Rennisléttur blautur gervigrasvöllur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Ásgeir Marteinsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
8. Máni Austmann Hilmarsson
10. Ásgeir Marteinsson ('68)
16. Emil Atlason ('68)
18. Atli Arnarson ('60)
24. Björn Berg Bryde
26. Aron Kári Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
8. Arnþór Ari Atlason ('60)
9. Brynjar Jónasson ('68)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
19. Arian Ari Morina ('68)
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Arnar Freyr Ólafsson ('14)
Máni Austmann Hilmarsson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar klára þetta verkefni af fagmennsku. Fjarðabyggðarliðið gerði góða hluta fyrstu 40 min en svo dró af þeim.

Skellum okkur í viðtöl
89. mín
Arnþór Ari með skot fyrir utan teig framhjá markinu. Það fer að detta í 90 min
88. mín
Arian kemur á ferðinni inní teig en skot hans fer framhjá markinu
86. mín
Brynjar með fínt skot fyrir utan teig en yfir markið. Hann er búinn að koma vel inní þetta hjá heimamönnum
83. mín
Björn Berg með boltann inní teig gestanna, en hælspyrnan hans klikkar. Miðverðir eiga ekki að reyna við svoleiðis. Gestirnir bruna í sókn og Jose í fínum séns en skotið beint á Arnar!
83. mín
Máni með sendingu inní. Jóhann fyrirliði gestanna setur hann í horn. Jóhann búinn að vera fínn í bakverðinum
80. mín
Líkamlega sterkur Jose hjá Fjarðabyggð. Brotið á honum fyrir utan teig. Aukaspyrnan er ekki góð hjá Ruben langt yfir
75. mín
Inn:Jose Luis Vidal Romero (Fjarðabyggð) Út:Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Sóknarmaður út - sóknarmaður inn
74. mín
Þetta gætu orðið langar min fyrir gestina. Farið að draga af þeim og HK-ingar eru ennþá líklegir að skora fleiri
72. mín
Arian með frábæra sendingu inn í teig. DAUÐAFÆRI hjá Mána sem setur hann framhjá
71. mín MARK!
Brynjar Jónasson (HK)
Stoðsending: Leifur Andri Leifsson
Varla búinn að ýta á enter takkann þegar að markið kom. Frábær sending hjá Leif beint á Brynjar sem er nýkominn inná
70. mín
Komnar ferskar fætur í sóknarlínu HK. Þeir eru líklega að fara bæta við mörkum ef fram heldur sem horfir
68. mín
Inn:Brynjar Jónasson (HK) Út:Emil Atlason (HK)
68. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
67. mín MARK!
Aron Kári Aðalsteinsson (HK)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Hornspyrnan beint á skallann á Aroni sem stangaði hann í netið
66. mín
Arnþór með gott skot fyrir utan teig, fer í varnarmann. Hornspyrna. HK-ingar líklegir að bæta við
65. mín Gult spjald: Marinó Máni Atlason (Fjarðabyggð)
Virðist vera fyrir kjaft
65. mín
Emil Atla með skot í hliðarnetið, virðist hafa farið í varnarmann. Hornspyrna
64. mín
Gonzalo er að láta miðverði HK hafa fyrir sér, langt í hjálpina þó hjá liðsfélögum hans. Fljótur leikmaður
62. mín
Máni í fínum skotséns eftir sendingu frá Arnþóri, skotið yfir markið
61. mín
Fín spilamennska hjá HK en Máni er rangstæður.
60. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
Arnþór kemur inná miðjuna
58. mín
Inn:Hákon Huldar Hákonarson (Fjarðabyggð) Út:Guðjón Máni Magnússon (Fjarðabyggð)
Guðjón náði ekki að jafna sig og er tekinn útaf. Hákon fæddur árið 2002
58. mín Gult spjald: Máni Austmann Hilmarsson (HK)
Fer aftan í miðjumann gestanna á miðjunni, hárrétt
56. mín
Filip Sakalul í fínu færi! - flottur sprettur hjá Gonzalo, góð sending inn í teig en skotið framhjá.
54. mín
Guðjón Máni stingur aðeins við og leikurinn stöðvast. Þetta er sprækur strákur. Varamenn Fjarðabyggðar fara að hita upp
52. mín
Máni með skot í varnarmann og í horn. Ekkert verður úr horninu.
49. mín
HK-ingar með skottilraun fyrir utan teig en gestirnir komast fyrir. Ásgeir líklegur, nær hann í þrennuna í dag?
46. mín
Inn:Mikael Natan Róbertsson (Fjarðabyggð) Út:Hafþór Ingólfsson (Fjarðabyggð)
Mikael kemur inn í hægri bakvörðinn
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang aftur. Fínt kaffi í boði í Kórnum, allt til fyrirmyndar hér
45. mín
Hálfleikur
Guðmundur flautar til hálfleiks. Gestirnir áttu flotta byrjun en dró aðeins af þeim og tvö mörk HK á stuttum tíma gera þetta erfitt. Fáum vonandi fleiri mörk í seinni hálfleik. Tökum okkur pásu
45. mín
HK-ingar að tapa boltanum á slæmum stað tvisvar í röð á stuttum tíma en gestirnir ná ekki að nýta sér það
45. mín
Komnar 45 á klukkuna. Eflaust ekki miklu bætt við
43. mín
Skot rétt framhjá úr teignum frá Ásgeiri. Gestirnir að gefa aðeins eftir þessa stundina og HK-ingar að stíga vel upp.
42. mín MARK!
Emil Atlason (HK)
Stoðsending: Atli Arnarson
Atli með sendingu inn í teig af kantinum. Emil klárar þetta mjög vel.
41. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Stoðsending: Bjarni Gunnarsson
Skot frá Bjarna fyrir utan teig fer í varnarmann. Ásgeir tekur frákastið og klárar færið mjög vel.
35. mín
Gonzalo heyrir ekki að leikmenn hans vilja fá boltann útaf. Milos liggur á vellinum. HK menn nánast hættir en sem betur fer er skotið framhjá þar sem menn voru hættir
32. mín
Máni Austmann með sprett upp kantinn, fyrirgjöfin fín en gestirnir koma boltanum í horn. Skallað frá
30. mín
Leikmenn Fjarðabyggðar fórna sér í alla bolta og eru mjög duglegir. Ná þeir að halda Pepsi Max liðinu mikið lengur í skefjum?
27. mín
Bjarni Gunn með sendingu inní teig. Ásgeir með skot sem fer í varnarmann í horn. Emil Atla með skalla eftir hornið sem fer framhjá
22. mín
Ásgeir Börkur að láta finna fyrir sér inná miðjunni, Fjarðabyggð fær aukaspyrnu
21. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Upp úr engu kemst Ásgeir á ferðina inn í vítateig og skýtur góðu skoti niður í fjærhornið, frábært skot. Allt orðið jafnt
18. mín
HK-ingar gefa í eftir markið. Fá hornspyrnu. Ásgeir Marteins með spyrnuna en liðsmenn Fjarðabyggðar eru baráttuglaðir og koma boltanum í burtu
15. mín Mark úr víti!
Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Öryggt víti - fastur uppi. Óvænt í Kórnum
14. mín Gult spjald: Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Fékk gult spjald fyrir brotið á sóknarmanninum. Slapp í gegn og Arnar tók hann niður. Hárréttur dómur
14. mín
VÍTI - Fjarðabyggð fær vítaspyrnu
8. mín
Eins og við mátti búast fellur lið Fjarðabyggðar vel tilbaka varnarlega og byrja að verjast á sínum vallarhelmingi. Fer rólega af stað
4. mín
Fín spilamennska hjá HK. Endar með skoti frá bakverðinum Birki Val framhjá markinu.
2. mín
Bjarni Gunnarsson með skot fyrir utan teig framhjá eftir sendingu frá Mána af vinstri kantinum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið í gang. HK-ingar byrja með boltann og sækja í átt að bílastæðinu
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn. HK-ingar í sínum hefðbundna hvít/rauða búningi og Fjarðabyggð í gulum treyjum. Aðstæður til fyrirmyndar í Kórnum, ný búið að vökva. Allt að verða klárt!

Fyrir leik
Hvorugu liðinu er spá góðu gengi í sumar ef marka má spár. Bikarkeppnin spyr ekkert að því.
HK er spá 12.sætinu í Pepsi Max deildinni
https://fotbolti.net/fullStory.php?action=story&id=273810

Fjarðabyggð er spá 10.sætinu í 2.deildinni samkvæmt spá fotbolta.net
https://www.fotbolti.net/news/24-04-2019/span-style-color-purple-b-spa-thjalfara-i-2-deildinni-b-10-saeti-b-span
Fyrir leik
HK-ingar koma beint inn í 32-liða úrslitin sem Pepsi Max deildar lið. Fjarðabyggð unnu Hött/Huginn í 64-liða úrslitum 0-2. Þar skoraði Guðjón Máni Magnússon tvo mörk á síðustu min leiksins.
Frá þeim leik gerir Dragan þjálfari Fjarðabyggðar eina breytingu á byrjunarliði sínu. Gonzalo Gonzalez kemur inn í byrjunarliðið í stað Stefáns Bjarka Cekic
Fyrir leik
Brynjar Björn gerir 4 breytingar á byrjunarliðinu sína frá tapleiknum við FH í fyrstu umferð deildarinnar. Ásgeir Marteinsson, Máni Austmann, Aron Kári Aðalsteinsson og Ásgeir Börkur koma inn í byrjunarliðið.
Hörður Árnason er ekki í hóp frá síðasta leik. Brynjar Jónasson, Ólafur Eyjólfsson og Arnþór Ari tylla sér á bekkinn.
Björn Berg Bryde er búinn að breyta um númer frá síðasta leik, er nr 5 í dag en var í treyju nr 24 í Kaplakrika
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár hér til hliðar. Leikmenn Fjarðabyggðar voru að hefja sína upphitun og eru því allir byrjaðir á sinni upphitun.

Íslenska deildin í græjunum - okkur líkar vel við það
Fyrir leik
Flautuleikari hér í dag er Guðmundur Ársæll Guðmundsson og honum til aðstoðar eru Atli Haukur Arnarsson og Magnús Garðarsson. Bergur Þór Steingrímsson sér um eftirlitið að þessu sinni.
Fyrir leik
Komið sæl og velkomin til leiks í Kórnum í Borgunarbikarnum á þessum baráttudegi. Pepsi Max deildar lið HK fær 2.deildarlið Fjarðabyggðar í heimsókn í 32-liða úrslitum.
Byrjunarlið:
1. Milos Peric (m)
2. Marinó Máni Atlason
3. Jóhann Ragnar Benediktsson (f)
4. Milos Vasiljevic
7. Guðjón Máni Magnússon ('58)
8. Hafþór Ingólfsson ('46)
8. Nikola Kristinn Stojanovic
9. Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('75)
10. Ruben Ayuso Pastor
16. Dusan Zilovic
17. Filip Marcin Sakaluk

Varamenn:
11. Jose Luis Vidal Romero ('75)
15. Hákon Huldar Hákonarson ('58)
16. Mikael Natan Róbertsson ('46)
18. Hafþór Berg Ríkarðsson
18. Hákon Þorbergur Jónsson
25. Stefán Bjarki Cekic

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Bjarni Ólafur Birkisson
Friðný María Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Marinó Máni Atlason ('65)

Rauð spjöld: