Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Valur
1
0
Stjarnan
Margrét Lára Viðarsdóttir '29 1-0
14.05.2019  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Ágætis aðstæður en blæs nokkuð duglega.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 212
Maður leiksins: Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('59)
4. Guðný Árnadóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('70)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('87)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir ('59)
7. Elísa Viðarsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('87)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('70)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jóhann Emil Elíasson
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bríet hefur flautað þennan leik af og Valur heldur áfram sigurgöngu sinni og eru með fullt hús eftir fyrstu 3. umferðirnar.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld!
90. mín
Valur fær hornspyrnu sem Hallbera ætlar að taka. Spyrnan er frábær en skallinn frá Mist fer framhjá markinu!
90. mín
Hvernig er staðan bara ennþá 1-0?? Ótrúleg tvö færi sem að Valsstelpur fá á loka mínútum leiksins! Fyrst er það Bergdís sem að skýtur í Elín Mettu úr hörkufæri og svo á Elín Metta skot í snúningnum sem að fer frmahjá einnig!
87. mín
Ég á bara ekki til orð. Hversu GEGGJUÐ er Birta í markinu? Hún ver stórkostlega frá Elín Mettu og svo fer seinna skotið frá henni framhjá markinu.

Ég segi bara... Framtíðin er virkilega björt þegar kemur að markmannsmálum á Íslandi!
87. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Fanndís búin að eiga virkilega marga flotta spretti í þessum leik.
87. mín
Þrjár mínútur eftir. Nær Stjarnan að jafna eða sigla Valskonur þriðja sigrinum í höfn?
85. mín
Jasmín Erla reynir langskot sem að fer beint á Söndru í markinu.
84. mín
Stjarnan fær horn sem að Sóley Guðmunds tekur ná þær að jafna?

Svarið er neit því Valskonur koma boltanum í burtu!
82. mín
Stjörnustelpur og Kristján þjálfari eru gjörsamlega brjáluð þegar Bríet dæmir aukaspyrnu fyrir utan vinstra horn vítateigsins!

Fanndís og Hallbera standa við boltann. Fanndóis kemur með geggjaða spyrnu á fjær þar sem Mist skallar boltann en Birta ver stórkostolega í horn!
82. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan)
Þriðja ungstirnið sem að kemur inn á hjá Stjörnunni í þessum leik og ekki er hún síðri en hinar tvær.
79. mín
Valur fær hornspyrnu sem Fanndís ætlar að taka í þetta skiptið. Spyrnan frá henni er ágæt en boltinn virðist fara af Lillý og aftur fyrir í baráttu í teignum og Bríet dæmir markspyrnu.
75. mín
Elín Metta er kominn í hörkufæri þegar hún fær boltann inn á teignum eftir frábæra sendingu en hún dettur í móttökunni og færið rennur út í sandinn.
74. mín
Fanndís mjög nálagt því að bæta við öðru marki Vals en skotið hennar fer rétt framhjá markinu eftir smá barning fyrir utan teig!
72. mín
María Eva þarf á aðhlynningu að halda en hún virðist hafa fengið högg á andlitið
70. mín
Inn:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Dóra kemur útaf fyrir Thelmu Björk.
69. mín
Elín Metta með snúning fyrir utan vítateig gestanna og reynir skot með hægri en Birta var búin að lesa þetta og kominn í hornið og greip boltann.
67. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Stjarnan) Út:Renae Nicole Cuellar (Stjarnan)
Birta og Jana Sól að koma inn á hjá Stjörnunni þær eru fæddar árið 2002 og 2003. Mikill efniviður í Garðabænum en þær eru báðar mjög öflugir leikmenn!
67. mín
Inn:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan) Út:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan)
67. mín
Stjarnan í sókn sem að endar með skoti frá Cuellar en það fer framhjá markinu!
66. mín
Valsur er að þyngja pressuna og eru talsvert líklegar þessar mínúturnar. Ég myndi ekki missa hökuna í gólfið ef að þær skora og kæmi mér lítið á óvart ef það yrði Elín Metta en hún er búin að vera frábær í dag.
63. mín
Núna fer Elín Metta niður eftir tæklingu frá Sigrún Ellu. Þetta hefði frekar getað verið vítaspyrna en Valur fær horn. Dóra María tekur það yfir á fjær en Stjarnan hreinsar boltann aftur í horn. Hallbera tekur það stutt og fær boltann aftur kemur með hann fyrir þar sem boltinn endar hjá Elín Mettu sem að reynir skot en í varnarmann fer boltinn og aftur fyrir. Þriðja hornspyrna Vals í sömu sókninni.
62. mín
Hlín Eiríks fellur niður í teignum eftir 50/50 baráttu við Sóley en Bríet dæmir ekkert. Hárrétt hjá Bríeti
59. mín
Inn:Mist Edvardsdóttir (Valur) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
Ásgerður fer af velli fyrir Mist. Adda átt fínan leik gegn fyrrverandi liðsfélögum sínum.
56. mín
Stjarnan fær hornspyrnu og Sigrún Ella skokkar til að taka hana. Þetta var hinsvegar ein allra versta útfærsla af hornspyrnu sem ég hef séð! Þær taka hana stutt en Sigrún hittir ekki einu sinni samherja!
53. mín
Vááá!! Geggjaður sprettur hjá Elín Mettu fer bara á milli allra varnamanna Stjörnunar inn á teig gestanna og endar svo á geggjuðum snúning þar sem hún skilur alla eftir og er kominn í hörku færi en Birta ver skotið hennar stórkostlega í stöngina! Þetta var geggjað hjá báðum aðilum!
51. mín
Hvað er að gerast í teignum hjá gestunum?? Fanndís Friðriksdóttir var svona í þrígang nálagt því að skora en varnarmenn Stjörnunar komu sér fyrir alla bolta!
49. mín
Seinni hálfleikur byrjar svipað og sá fyrri endaði. Valskonur sækja en Stjörnustelpur eru agaðar í sínum varnarleik.
47. mín
Ég er semi strastrucked hérna Kristín Ýr úr Igore stendur hérna í fjölmiðlaboxinu. Þurfum ekkert að ræða það hversu geggjað lag Kókómalt var með Igore á sínum tíma!
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað, ég lofaði þremur mörkum ég stend við það!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í þennan leik og allir hlaupa inn til að horfa á Hatara sem eru að stíga á svið í Eurovision.
44. mín Gult spjald: Renae Nicole Cuellar (Stjarnan)
43. mín
Valur fær hornspyrnu eftir frábæran sprett frá Fanndísi sem að endar með skoti sem að Birta ver í horn. Valur fær svo aðra hornspyrju i kjölfarið þar sem lillý skallar boltann yfir markið!
41. mín
Geggjuð fyrirgjöf frá Sóley Guðmunds eftir frábært spil setur hún boltann eftir jörðinni inn á teiginn sem að fer í gegnum allan pakkan áður en Hallbera hreinsar í horn hinum megin í teignum.
40. mín
Margrét Lára tekur boltann niður með kassanum fyrir utan vítateig og reynir skot á lofti en það fer yfir og framhjá.
38. mín
Þetta var tæpt. Stjarnan er að beita mikið af löngum boltum sem orsaka það að Sandra þarf að koma út úr markinu en Jasmín nær að pota boltanum framhjá henni en Hallbera hreinsar það upp.
35. mín
Valur eru líklegri til að bæta við marki heldur en Stjarnan að jafna.
32. mín
Málfríður Anna kemur með frábæran bolta inn á teiginn þar sem Lillý rís yfir allt og alla og á skalla en Birta ver í markinu.
31. mín
Þetta er fyrsta markið sem að Stjarnan fær á sig í sumar. Margrét skoraði tvö í síðasta leik og bætir við einu núna, hún virkar sjóðandi í fyrstu umferðum mótsins.
29. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Valur er komið í 1-0!

Elóin Metta gerir virkilega vel þegar hún tekur hlaup aftur fyrir vörnina og fær boltann með Katrínu Ósk í bakinu en snýr hana af sér hleypur upp að endalínu og leggur boltann út í teig á Margréti sem að klárar svona færi 10/10 alltaf! 1-0
28. mín
Stjarnan er ekki að ná að skapa sér nógu mikið á síðasta þriðjung vallarins.

Jasmín Erla vinnur hinsvegar boltann af Öddu á hættulegum stað en reynir við skotið með vinstri fyrir utan teig ser laflaust og Sandra grípur boltann auðveldlega.
25. mín
FÆRI!! Hlín Eiríks gerir frábærlega og keyrir inn á teiginn milli varnarmanna Stjörnunar og rennir boltanum út á Elín Mettu sem að á hörkuskot en Birta ver frábærlega í horn! Sú er búin að vera rosaleg fyrstu 25 mínúturnar.

Það varð ekkert úr horninu.
23. mín
Elín Metta féll í teignum en Bríet dæmir ekkert. Leikmenn Vals kölluðu eftir víti en það var lítið sem nákvamlega ekkert í þessu.
20. mín
Fanndís og Margrét Lára spila vel á milli sín sem að endar með fyrirgjöf frá Margréti frá vinstri kantinum en Birta grípur inn í og handsamar knöttinn.
16. mín
Valskonur að auka pressu og núna á Hlín skot sem að Birta ver!
15. mín
Elín Metta fær boltann aftur inn á teig og kemur sér í skotið en er ekki í nógu góðu jafnvægi og skotið fer yfir markið.
14. mín
Fanndís reynir fyrirgjöf sem að Birta kemur út í og slær í burtu! Adda fær boltann fyrir utan og leggur hann fyrir sig og fer í skot sem að Birta grípur af öryggi. Hún hefur verið frábær í upphafi móts í rammanum hjá Stjörnunni.
12. mín
Vallarklukkan er kominn í lag gefum þeim gott klapp á bakið fyrir að redda þessu!
11. mín
Vallarstarfsmenn Vals eru í smá vandræðum með vallarklukkuna en þær eru að virða hörðum höndum að því að koma henni í gang!
8. mín
Elín Metta líkleg en varnarmenn Stjörnunar komast fyrir boltann á síðustu stundu þegar hún á skot inn í teignum. Þær eru gríðarlega agaðar í varnarleik sínum og verjast á mörgum leikmönnum.
5. mín
Stjarnan byrjar af miklum krafti fyrstu 5 mínúturnar og gefa Valskonum engan tíma á boltanum.
3. mín
Stjarnan fær fyrstu hornspyrnu leiksins þegar Guðný Árnadóttir missir boltann aftur fyrir endalínu.

Sóley Guðmundsdóttir tekur spyrnuna en varnamenn Vals hreinsa frá.
1. mín
Bíddu ha!! Valskonur skjóta bara úr miðjunni og boltinn fer í stöngina!! Dóra María tekur bara skot úr miðjuboganum og yfir Birtu í markinu og beint í stöngina þetta var rosalegt! Mér sýndist Birta slá í boltann
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Valskonur sem að byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Það eru 10 mínútur í leik og áhorfendur eru að koma sér fyrir. Það eru burgerar á grillinu og fólk virðist líka vel! Ég gleymdi hinsvegar alveg að taka með mér eitt stykki inn í fjölmiðlabox og sé verulega eftir því!

Paló aðalstuðningsmaður Stjörnunar er að sjálfsögðu mættur í stúkuna! Það er eitt stykki eðalmaður.
Fyrir leik
Ég tók smá rölt út á völl og ræddi við Pétur Pétursson þjálfara Vals og Eið Benedikt aðstoðarþjálfara Vals. Þeir voru báðir nokkuð rólegir, nefndu það þó sérstaklega hversu erfitt það hefði verið fyrir félagið að fá Boltasækjara í kvöld þar sem það er jú að sjálfsögðu Eurovision í kvöld!

Bæði lið eru hinsvegar mætt til að hita upp og það styttist í leik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Aðeins að veðrinu og aðstæðum.

Aðstæður á Origo-Vellinum í dag eru með ágætum. Grasið lítur alltaf vel út en það blæs duglega í allar áttir miða við þá fána sem eru í kringum völlinn. Það er skýjað en samt sem áður ágætlega hlýtt.

Ég býst við hörkuleik og það kæmi mér verulega á óvart ef við fengum ekki þrjú mörk í kvöld!




Fyrir leik
Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar með 6 stig hvort. Valur er með markatöluna 8-2 og virka gríðarlega sterkar sóknarlega á meðan Stjarnan er með markatöluna 2-0 og er ljóst að handverk Kristjáns er byrjað að sjást á liðinu þegar kemur að öguðum varnarleik!

Það verður gaman að sjá hvernig þessi leikur mun þróast hvort sókn Vals eða varnarleikur Stjörnunar verði aðalstjarna kvöldsins!
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá Hlíðarenda þar sem við eigast lið Vals og Stjörnunar í 3. Umferð Pepsi Max Deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Renae Nicole Cuellar ('67)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('67)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Elín Helga Ingadóttir ('82)

Varamenn:
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('82)
11. Diljá Ýr Zomers
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('67)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('67)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Róbert Þór Henn
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson

Gul spjöld:
Renae Nicole Cuellar ('44)

Rauð spjöld: