Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Keflavík
5
0
Afturelding
Adam Árni Róbertsson '9 1-0
Adam Árni Róbertsson '32 2-0
Adam Árni Róbertsson '44 3-0
Davíð Snær Jóhannsson '49 4-0
Rúnar Þór Sigurgeirsson '58 5-0
17.05.2019  -  19:15
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Adam Árni Róbertsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
2. Ísak Óli Ólafsson ('45)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Adolf Mtasingwa Bitegeko
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('69)
10. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
24. Adam Ægir Pálsson ('61)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
7. Davíð Snær Jóhannsson ('45)
17. Hreggviður Hermannsson
18. Cezary Wiktorowicz
31. Elton Renato Livramento Barros ('69)
38. Jóhann Þór Arnarsson
45. Tómas Óskarsson ('61)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Milan Stefán Jankovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Stórsigur Keflvíkinga staðreynd!
90. mín
Eftir því sem fréttaritari kemst næst var það Hörður Sveinsson sem skoraði síðustu þrennu fyrir Keflavík árið 2013. Arnór Ingvi skoraði einnig þrennu fyrir Keflvíkinga í Lengjubikarnum það ár.
89. mín
Adam Árni er fyrsti leikmaður í karlaliði keflvíkur sem skorar þrennu í 6 ár! Adam Árni fær nafnbótina maður leiksins frá vallarþulinum á Nettó vellinum. 300 manns sem mættu á völlinn í Keflavík í dag.
88. mín
Trausti markvörður Aftureldingar liggur í vítateignum eftir þungt samstuð við Elton Renato. Trausti liggur í smá stund en stendur þó aftur upp en er augljóslega eitthvað illt í höndinni.
86. mín
Afturelding er líklegra liðið til að gera eitthvað eins og er en vindurinn er ekki að hjálpa þeim. Erfitt að koma boltanum fram völlinn og taka hornspyrnur með vindinn í andlitið.
79. mín
Lítið fréttnæmt að ske þessa stundina í Keflavík. Virðist vera að bæði lið séu bara að bíða eftir loka flautinu. Úrslit leiksins eru löngu ráðin.
75. mín
Inn:Skúli E. Kristjánsson Sigurz (Afturelding) Út:Andri Már Hermannsson (Afturelding)
Þriðja og síðasta skipting hjá Aftureldingu í leiknum.
69. mín
Inn:Elton Renato Livramento Barros (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Heiðurs skipting! Adam Árni er búinn að eiga flottan leik og hann fær lófa klapp frá heimamönnum. Inná kemur Elton Renato
68. mín
Keflvíkingar eru farnir að leika sér að Mosfellingum. Flott samspil á vinstri væng þeirra endar með að boltinn berst inn á vítateig Aftureldingar þar sem Tómas Óskarsson reynir hælspyrnu en Trausti í marki Aftureldingar nær að bregðast við.
67. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Afturelding) Út:Djordje Panic (Afturelding)
Tímabær skipting hjá Aftureldingu. Spurning hvort að þetta hafi einhver áhrif.
63. mín
í slánna! Alexander Aron reynir fyrirgjöf af hægri sem varnarmaður Keflavíkur kemst inn í og boltinn dettur ofan á slánna á marki Keflvíkinga.
61. mín
Inn:Tómas Óskarsson (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Skipting hjá Keflvíkingum.
58. mín MARK!
Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Fimmta mark Keflavíkur! Adam Árni fær boltann í gegnum vörn Aftureldingar og rekur boltan í átt að marki og á skot sem Trausti ver vel. Frákastið dettur hins vegar beint fyrir lappir Rúnar Þórs sem þrumar knettinum í netið.
57. mín
Mosfellingar meira með boltann þessa stundina en síðasta sendinginn ekki að ganga
54. mín
Núna er farið að hvessa hressilega í Sunny Kef. Kefvíkingar með vindinn í bakið.
49. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Ekki búinn að vera inn á í meira en 5 mínútur en lætur strax af sér kveða! Davíð Snær tekur vel á móti boltanum við vítateigslínu Aftureldingar og leggur hann snyrtilega í fjær hornið framhjá Trausta. Blaut tuska í andlit Mosfellinga, 4-0.
48. mín
Afturelding kemur að krafti inn í seinni háfleikinn. Þeir eiga tvö frystu færi seinni hálfleiks en Sindri er vel á verði í markinu.
46. mín
Mosfellingar eru allt annað en sáttir með Guðmund núna, þeir vilja meina að boltinn hafi farið í hönd Keflvíkings inn í teig en ekkert dæmt.
45. mín
Inn:Esteve Monterde Torrents (Afturelding) Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
Mosfellingar gera líka eina breytingu í hálfleik
45. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Út:Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Ein breyting á liði Keflavíkur í hálfleik. Davíð Snær kemur inn fyrir Ísak Óla.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn í Keflavík
45. mín
Hálfleikur
Guðmundur flautar til hálfleiks hérna á Nettó vellinum. Keflvíkingar búnir að vera miklu betri í fyrri hálfleik eins og markatalan ætti að sýna.
44. mín MARK!
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Þrenna!! Adam Árni skorar sitt þriðja mark og þriðja mark Keflavíkur eftir enn eina sókn Suðurnesja pilta upp vinstri kantinn!
41. mín
Hættuleg sókn frá Aftureldingu þar sem boltinn dettur fyrir Andra Freyr við vítateigslínu Keflvíkinga. Andri skýtur en boltinn skoppar rétt framhjá marki Keflavíkur.
38. mín
Keflvíkingar með öll völd á leiknum til þessa. Mosfellingar sjá ekki til sólar hérna í Sunny Kef!
35. mín
Rúnar Þór á ævintýrinlegan sprett hérna upp vinstri kantinn hjá Keflvíkingum þar sem hann sólar leikmenn Aftureldingar uppúr skónum hvern á fætum öðrum og skýtur boltanum í slánna á marki Aftureldingar. Hefði átt tilkall í mark tímabilsins hefði þessi endað inni!!
32. mín MARK!
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
2-0!! Adam Ægir á hornspyrnu af vinstri vængnum beint á kollinn á nafna sinn Adam Árna sem stangar boltann í netið af krafti og skorar annað mark sitt í leiknum.
30. mín
Almennileg sókn hjá Keflvíkingum þar sem boltinn berst manna á milli og endar í löppum Adolf Bitegeko sem þrumar knettinum himinn hátt yfir markið.. þessi bolti finnst sennilega ekki aftur!
26. mín
Hornspyrna hjá Aftureldingu. Ásgeir Örn leikmaður Aftureldingar gerir árás að boltanum en endar á því að brjóta á Sindra í marki Keflavíkur og Ásgeir fær orð í eyra frá Guðmundi dómara leiksins.
21. mín
Lítið athugavert í gangi þessa stundina. Keflavík var að taka hornspyrnu sem endar beint í fanginu á Trausta í marki Mosfellinga.
15. mín
Stórhættuleg hornspyrna frá Aftureldingu sem Sindri í marki Keflavíkur nær að blaka yfir rammann!
13. mín
Mosfellingar eru að vakna til lífsins eftir að hafa fengið þetta mark á sig. Eru nú að ná að halda boltanum mun betur innan liðsins þessar mínúturnar.
9. mín MARK!
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Stoðsending: Ingimundur Aron Guðnason
Flott sókn hjá Keflvíkingum sem endar með marki! Dagur Ingi á sendingu inn af hægri kantinum og boltinn barst inn á teig til Ingimundar Arons sem leggur hann lengra á Adam Árna sem skýtur að marki. Boltinn hefur viðkomu við Loic Mbang Ondo, varnarmann Aftureldingar á leið í netið sem kemur engum vörnum við.
5. mín
Langt innkast hérna hægra megin hjá Keflavík frá Rúnari Sigurgeirssyni, boltinn berst til Ingimundar Guðnasonar sem á skot framhjá. Keflvíkingarnir eru sterkari á upphafs mínútunum!
3. mín
Ingimundur Aron kemst upp að vítateig Aftureldingar eftir laglegt samspil Keflvíkinga en skot hans fer rétt framhjá markinu.
2. mín
Keflavík á fyrstu hættulegu sókn kvöldsins. Slæm hreinsun hjá Trausta í marki Aftureldingar en Suðurnesja piltarnir ná ekki að gera sér mat úr þessu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Keflavík byrjar með tuðruna.
Fyrir leik
Liðinn eru að ganga inn á völlinn í fylgd dómara tríó kvöldsins! Guðmundur Ársæll Guðmundsson er á flautunni í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Ragnar Bender og Sævar Sigurðsson.
Fyrir leik
Grár alskýjaður himinn hérna á Suðurnesjum. Völlurinn er blatur eftir rigningu fyrr í kvöld. 5 metrar á sekúndu, 9 gráður og líkur á rigningu. Alveg eins og það á að vera í Sunny Kef!
Fyrir leik
Byrjunarlið kvöldsins eru kominn í hús! Hjá Keflavík er ein breyting frá sigurleiknum gegn Magna úr síðustu umferð. Dagur Ingi Valsson kemur inn fyrir Tómas Óskarsson.
Strákarnir úr pizzabænum koma til leiks með óbreytt lið frá sigrinum gegn Leikni í Mosfellsbæ fyrir viku síðan.
Fyrir leik
Björgvin Stefánsson spáði í 3. umferðina fyrir Fótbolta.net

Keflavík 3 - 1 Afturelding
,,Ótrulegt en satt þá hef ég hvorki starfað fyrir Keflvíkinga, né gestina úr Pizzabænum. Engu að síður vil ég spá Keflavík sigri vegna þess að ég á kunningja þar og bind ég vonir við markaskorun frá þeim báðum. Annars vegar mun Fat Baby Fufura skora og svo hins vegar Tansaníuskollinn Dolli litli eða Adolf Bitegeko. Ég veit ekkert hver skorar fyrir Aftureldingu og mér er svo gott sem sama. Sprækir Keflvíkingar fara með sigur af hólmi."
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Keflavík hefur unnið báða leiki sína til þessa, gegn Fram og Magna, og deilir toppsætinu með liði Þórs sem hefur betri markatölu.

Afturelding tapaði fyrir Þór í fyrstu umferð og vann svo Leikni í síðasta leik. Liðið er í 7. sæti með 3 stig.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn. Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Aftureldingar í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Nettóvellinum í Keflavík.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Alexander Aron Davorsson
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
18. Djordje Panic ('67)
23. Andri Már Hermannsson ('75)
25. Georg Bjarnason ('45)

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
10. Kári Steinn Hlífarsson
11. Róbert Orri Þorkelsson ('67)
12. Hlynur Magnússon
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
15. Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('75)
19. Esteve Monterde Torrents ('45)
20. Tryggvi Magnússon
28. Valgeir Árni Svansson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: