Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Fjölnir
4
1
Magni
Guðmundur Karl Guðmundsson '13 1-0
Albert Brynjar Ingason '26 2-0
Hans Viktor Guðmundsson '50 3-0
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson '56
Sigurpáll Melberg Pálsson '76
Ingibergur Kort Sigurðsson '83 4-1
18.05.2019  -  16:00
Extra völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Elís Rafn Björnsson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Jón Gísli Ström ('67)
14. Albert Brynjar Ingason
23. Rasmus Christiansen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('89)
30. Elís Rafn Björnsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('84)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('67)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('89)
16. Orri Þórhallsson ('84)
21. Einar Örn Harðarson
26. Ísak Óli Helgason
32. Kristófer Óskar Óskarsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Einar Hermannsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('60)
Sigurpáll Melberg Pálsson ('74)
Hans Viktor Guðmundsson ('91)

Rauð spjöld:
Sigurpáll Melberg Pálsson ('76)
Leik lokið!
Einar Ingi flautar hér af.

Sanngjarn sigur Fjölnismanna, skýrsla og viðtöl á leiðinni!
91. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Magni)
Gauti kemur alltof seint í tæklingu og fær verðskuldað gult!
91. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Hansi nælir sér hér í spjald.
89. mín
Áhorfendur í rigningunni á Extra vellinum í dag eru 365 talsins...

Ekki merkileg aðsókn í Grafarvoginum í dag.
89. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
84. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
84. mín
Inn:Marinó Snær Birgisson (Magni) Út:Arnar Geir Halldórsson (Magni)
Hér er ég að sjá eitt það furðulegasta sem ég hef séð, Gunnar Örvar er meiddur eftir atvikið í teignum áðan en Palli Gísla spáir ekkert í það og eyðir sinni síðustu skiptingu í að taka Arnar Geir útaf, á sama tíma fer GÖ útaf með sjúkraþjálfaranum og liðin því bæði orðin 10.

Þetta er hreinlega bara heimskulegt!
83. mín MARK!
Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
MAAAARK!

Fjölnismenn bruna upp í sókn og enginn sparkaði boltanum útaf þó að Gunnar Örvar lægi eftir í teignum, Albert Brynjar leggur boltann út á Inga Kort sem klárar færið auðveldlega.
82. mín
Gunnar Örvar fær boltann inná teignum og fellur við, Magnamenn vilja fá vítaspyrnu en ekkert dæmt.
76. mín Rautt spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Jú, Einar Ingi áttar sig á þessu og gefur Spalla verðskuldað seinna gula.

Mjööög klaufalegt af Sigurpál að brjóta svona af sér þarna.
76. mín Gult spjald: Aron Elí Gíslason (Magni)
Sigurpáll brýtur á Magnamanni á miðjunni og á að mínu mati klárlega að fá seinna gula og Magnamenn brjálast við dómarann og Aron Elí hleypur úr markinu og fær spjald að launum.
74. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
73. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni) Út:Bergvin Jóhannsson (Magni)
Beggi út, Rósi Jr. inn!
72. mín
Nú fær Fjölnir horn, Gummi Kalli og Arnór fara saman að taka.

Boltinn fer í gegnum pakkann en Aron Elí dettur í teignum og Magnamenn brjálaðir að fá ekki brot.
71. mín
Magnamenn fá hér hornspyrnu.

Bjarni ætlar að taka. - Rasmus skallar frá.
67. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Jón Gísli Ström (Fjölnir)
Ström út, Kortarinn inn!
66. mín
Jóhann Árni smellir spyrnunni þokkalega hátt yfir, engin hætta...
66. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
Fjölnir fær aukaspyrnu á mjög álitlegum stað.
65. mín
Gummi Kalli reynir hér skot af svona 30 metrum, fast niðri beint á Aron Elí.
64. mín
Inn:Angantýr Máni Gautason (Magni) Út:Þorgeir Ingvarsson (Magni)
Palli Gísla er farinn að gera breytingar.
62. mín Gult spjald: Guðni Sigþórsson (Magni)
Einar er orðinn spjaldaóður!
61. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna eftir að Jóhann Árni og Gummi Kalli hlupu yfir boltann en smellti honum framhjá.
60. mín Gult spjald: Viktor Már Heiðarsson (Magni)
Fjölnismenn keyra upp í skyndisókn og Albert er að fá boltann í gegn en Viktor með professional foul og brýtur á honum.
60. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Sparkar í Fjölnismanninn Þorgeir!
59. mín
Gummi Kalli kemur með fyrirgjöfina frá hægri núna og Hans Viktor mætir á ferðinni en Magnamenn rétt ná að skalla frá.

Fjölnismenn fá færi eftir færi hérna.
57. mín
Fjölnir fær hornspyrnu sem þeir taka stutt en Arnór Breki fær boltann aftur og er dæmdur rangur.

Rasmus náði þó skallanum sem fór í stöngina en það hefði lítið talið í þessu.
56. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
MAAARK!!

Magnamenn minnka hér muninn.

Þorgeir sótti aukaspyrnu úti vinstra megin sem Bjarni Aðalsteins smellti inn á teiginn, Atli Gunnar fer í eitthvað skógarhlaup út í teig og er hvergi nærri boltanum og boltinn dettur fyrir lappirnar á GÖ sem skorar í autt markið.
54. mín
Elís Rafn með enn eina fyrirgjöfina og þessi var stórhættuleg, rétt yfir kollinn á Ström!
53. mín
Aron Elí í bullinu, kastar boltanum beint á Albert Brynjar en Ívar Sigurbjörns bjargar Aroni þarna.
50. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
MAAARK!

Hlaut að koma að því að Hans Viktor myndi skora.

Arnór Breki fær boltann upp í vinstra hornið og leggur boltann út í teiginn á Hansa sem skorar með vinstri.
49. mín
Magnamenn ná álitlegri sókn sem endar með fyrirgjöf frá Arnari Geir en Rasmus skallar frá.

Magni þarf að byggja upp fleiri svona sóknir ef þeir ætla að fá eitthvað útúr þessum leik.
46. mín
Þetta er komið í gang aftur!

Í þetta skiptið byrja Magnamenn.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lýklur með fínu skoti frá Albert, beint á Aron.

Kaffi og bakkelsi!
44. mín
Aron Elí með svakalegt skógarhlaup!

Gummi Kalli fær langan bolta að teig Magnamanna og ætlar að grípa boltann en grípur í tómt, Gummi Kalli snýr og Aron Elí fer aftan í hann en ég held að Gummi hafi ekki fattað að þetta væri markmaðurinn enda nóg af varnarmönnum í kring líka, annars hefði hann sennilega hent sér niður eða skotið á markið.
41. mín
FJÖLNISMENN KOMAST Í ALVÖRU SÉNS UPPÚR SKYNDISÓKN!

Komast fjórir á tvo eftir hornspyrnu Magnamanna en Ívar Sigurbjörns með geggjaða tæklingu sem bjargar Magnamönnum!

Klaufalegt hjá Fjölni að gera ekki betur úr þessu.
40. mín
Bjarni kemur með fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og afturfyrir, horn.

Bjarni með flottan bolta en Fjölnismenn vinna boltann.
39. mín
Færi!

Boltinn kemur frá hægri til Gumma Kalla fyrir framan teiginn sem tekur skotið með vinstri, Aron Elí ver en Albert Brynjar nær frákastinu en aftur ver Aron og boltinn fer í Albert og afturfyrir.
35. mín
Fínasta sókn hjá Magna, Gunnar Örvar nær að snúa með boltann og koma honum í hægra hornið á Bergvin sem kemur með fyrirgjöfina en Elís skallar frá, Frosti var klár fyrir aftan Elís til að setja þennan í netið!
33. mín
Albert Brynjar snýr með boltann inná teignum og fær smá snertingu en dettur mjög asnalega og ekkert dæmt!
31. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA!

Elís neglir boltanum fyrir frá hægri og Hans Viktor er aleinn fyrir framan markið, neglir boltanum á markið en Aron Elí ver þetta á einhvern ótrúlegan hátt!

Hansi má naga sig í handabakið að vera ekki búinn að skora í þessum leik.
26. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Stoðsending: Rasmus Christiansen
MAAARK!

Fjölnir fékk hornspyrnu og Arnór Breki tekur spyrnuna, beint á kollinn á Rasmus sem skallar boltann niður, í löppina á Albert og þaðan lekur hann inn!
25. mín
DAUÐAFÆRI!

Arnór Breki með geggjaðan bolta inn á teiginn og Ström hefur hreinlega of mikinn tíma á boltanum þannig hann tekur móttöku og bíður og bíður þangað til að hann tekur skotið í varnarmann.
23. mín
Hver haldiði? - Jú Elís renndi boltanum í gegn á Hans Viktor sem keyrir inn á teiginn en Viktor með geggjaða tæklingu og potar boltanum í horn.
21. mín
Hvaða bull er í gangi? - Elís með enn eina fyrirgjöfina og núna fær Albert gott færi en Magnamenn rétt ná að henda sér fyrir.

Held að Elís sé ekki búinn að eiga misheppnaða fyrirgjöf hérna þessar fyrstu 20 mínútur!
21. mín
Enn einn gullboltinn frá Elís! - Smellir boltanum fyrir og Gummi Kalli tekur flikkið en boltinn beint í belginn á Viktor Má.
17. mín
Aftur Elís með frábæra fyrirgjöf! Beint í svæðið milli varnarlínu og markmanns en bæði Alli og Ström stoppuðu til að fá hann út. Þetta á bara að vera assist á Elís þarna en senterarnir klikkuðu á hlaupinu.
15. mín
HANS VIKTOR HVAÐ ERTU AÐ GERA?!?

Elís kemur með fyrirgjöf fasta niðri og Hansi er aleinn inná teignum og á bara að klára þetta í fyrsta en tekur lélegt touch og þarf að leggja boltann út á Gumma Kalla, alveg sama staða og Gummi var að skora úr en núna reyndi hann utanfótar hægri frekar en að gera það nákvæmlega sama og áðan en skotið hátt yfir.
13. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
MAAARK!!!

Fjölnismenn eru komnir yfir! - Gummi Kalli vinnur skallabolta fyrir framan teig Magnamanna, boltinn hrekkur þaðan af varnarmanni og beint á vinstri löppina á Gumma Kalla sem smellti boltanum með vinstri fæti í vinstra horn, viðstöðulaust!
10. mín
Fjölnir fær horn!

Aron Elí grípur. - Er fljótur að koma boltanum í leik og Frosti er eldsnöggur, en missir boltann aðeins frá sér og Atli bjargar.
9. mín
Hinumegin fær Magni flottan séns uppúr skyndisókn en Beggi bjargar á síðustu stundu!
8. mín
Fjölnismenn fá gott færi!

Jóhann Árni laumar boltanum inn á Ström sem að reynir skot utanfótar með hægri frekar en að klára bara easy með vinstri, boltinn framhjá!
4. mín
Frábær skyndisókn hjá Fjölni! - Gummi Kalli tekur á móti skalla frá Begga við vítateig Fjölnis og lúðrar boltanum upp í vinstra hornið þar sem Alli vinnur kapphlaup við Gauta og sendir fyrir á Hans Viktor sem tekur afleitt touch og boltinn afturfyrir!
2. mín
Jóhann Árni með skemmtilega sendingu inná Albert Brynjar sem reynir að senda fyrir markið en Magnamenn koma boltanum í horn.

Arnór með spyrnuna og Gauti skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!

Fjölnismenn byrja með boltann og sækja í átt að Foldahverfinu.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl á eftir Einari Inga og hans kollegum.

Hatari ómar í græjunum, alvöru Eurovision þema hjá DJ Voldemort!
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp, varamenn úlpuklæddir að leika sér. Það er svolítill kuldi í þessu í dag.
Fyrir leik
Það er frábært fótboltaveður fyrir leikmenn, smá dropar, blautt og lítill vindur. Það fellur þó ekki jafn vel í kramið á stuðningsmönnum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Elís Rafn kemur beint inn í byrjunarlið Fjölnis, en hann kom á láni frá Sjörnunni.

Þorgeir Ingvars byrjar hjá Magnamönnum en hann er uppalinn Fjölnismaður.
Fyrir leik
Fjölnir er með 3 stig eftir sigur gegn Haukum og tap gegn Fram og sitja í 7. sæti eins og er. Með sigri gætu þeir hinsvegar hoppað upp í 3. sæti.

Magnamenn eru með 0 stig eftir töp gegn Leikni og Keflavík og sitja á botni deildarinnar, eina liðið sem hefur ekki fengið stig hingað til. Sigur getur hinsvegar komið þeim upp í 6. sæti.
Fyrir leik
Liðunum er spáð mjög ólíku gengi en Fjölni er spáð þráðbeint upp eftir að hafa fallið úr Pepsi deildinni síðasta sumar.

Magnamönnum er hinsvegar spáð niður, en það voru heilar 13 mínútur sem þeir voru ekki í fallsæti Inkasso deildarinnar í fyrra og dugði það til að bjarga sætinu. Magnamenn eru líka að kroppa í leikmenn núna á síðustu stundu eftir frekar erfitt undirbúningstímabil.

Það er aldrei að vita hvernig Palli Gísla nær að gíra sína menn upp í þennan leik.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Magna!
Byrjunarlið:
23. Aron Elí Gíslason (m)
Bergvin Jóhannsson ('73)
Frosti Brynjólfsson
Gauti Gautason
3. Þorgeir Ingvarsson ('64)
8. Arnar Geir Halldórsson ('84)
9. Gunnar Örvar Stefánsson
9. Guðni Sigþórsson
18. Ívar Sigurbjörnsson
26. Viktor Már Heiðarsson
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
10. Lars Óli Jessen
11. Tómas Veigar Eiríksson
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('73)
19. Marinó Snær Birgisson ('84)
21. Oddgeir Logi Gíslason
99. Angantýr Máni Gautason ('64)

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Anton Orri Sigurbjörnsson
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:
Viktor Már Heiðarsson ('60)
Guðni Sigþórsson ('62)
Bjarni Aðalsteinsson ('66)
Aron Elí Gíslason ('76)
Gauti Gautason ('91)

Rauð spjöld: