Þór/KA
1
4
Breiðablik
0-1 Hildur Antonsdóttir '28
0-2 Agla María Albertsdóttir '34
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53
Sandra Mayor '68 1-3
1-4 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '81
21.05.2019  -  18:30
Þórsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sól, 12 stiga hiti og fallega grænn völlur
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 314
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
Saga Líf Sigurðardóttir ('55)
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Andrea Mist Pálsdóttir
9. Sandra Mayor
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir ('21)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir ('64)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
22. Iris Achterhof ('21) ('64)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('55)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Johanna Henriksson
Anna Catharina Gros
Christopher Thomas Harrington

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('22)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('60)
Sandra Mayor ('66)
Bianca Elissa ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!!

Breiðablik sýndi gæði sín hér í dag. Markatalan í deild 13 - 2 og sitja áfram í toppsætinu. Llíta hrikalega vel út.
90. mín
+2

Það er svona að fjara undan þessu í rólegheitum.
90. mín
Þessu fer að ljúka hér á Þórsvellinum. Komið fram í uppbótartíma sem er þrjár mínútur.
88. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Fær spjald fyrir kjaftbrúk. Þetta eru svo dýr spjöld.
87. mín
Þór/KA fær aftur aukaspyrnu og nú utarlega hægra meginn við vítateig. Þórdís stendur yfir boltanum og setur hann á fjær en þær ná ekki að gera sér mat úr því.
86. mín
Andrea Mist skýtur úr aukaspyrnunni en boltinn er langt yfir markið.
85. mín
Nú á Þór/KA aukaspyrnu á góðum stað.
84. mín
Karen með gott skot sem Sonný þarf að hafa sig alla við að verja. Hornspyrna sem Þór/KA á en er illa framkvæmd og ekkert verður úr henni.
83. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Síðasta verk Áslaugar var að skora þetta geggjaða mark!
81. mín
Blaut tuska í andlitið á heimakonum sem hafa átt góðan kafla.
81. mín MARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Ég skal segja ykkur það!! Glæsileg aukaspyrna frá Áslaug í fjærhornið, frábært mark!
80. mín
Heiða brýtur á Öglu Maríu rétt fyrir utan vítateig. Aukaspyrna á hættulegum stað!
79. mín
Inn:Sóley María Steinarsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Selma búinn að vera dugleg fyrir Blika inn á miðjunni.
79. mín
Kraftur í Þór/KA þessar mínútur. Þær gætu hæglega set mark númer tvö allavega búnar að vera koma sér í ákjósanlegar stöður og eru hreyfanlegar.
76. mín
Fínt spil frá Þór/KA sem endar með skoti frá Þórdís Hrönn fyrir utan teig. Gott skot en Sonný gerir vel í markinu.

Þetta er fljótt að gerast. Selma Sól kominn upp í horn hinum meginn og með boltann fyrir en Agla María nær ekki til hans.
72. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Breiðabliks í leiknum.
71. mín
Þór/KA ákveðnar eftir markið. Mayor með bolta upp í hornið á Andreu Mist en fyrirgjöfin í kjölfarið ekki góð.
70. mín
Mayor við það að sleppa í gegn aftur en Karólína sér við henni. Mayor fellur við en Bríet dæmir ekkert. Líklega var þetta líka ekkert.
68. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir
Þetta gerir Mayor svo vel!! Fær góða sendingu inn fyrir vörnina. Hlaupið hárnákvæmt og vel klárað. 3-1!
66. mín Gult spjald: Sandra Mayor (Þór/KA)
Fyrir að mótmæla aukaspyrnu sem var dæmd út á velli.
65. mín
Þórdís Hrönn heppinn að fá ekki sitt seinna gula eftir brot á Áslaugu Mundu upp við vítateig.

Breiðablik með aukaspyrnu utarlega vinstra meginn sem Agla tekur en það er himinhátt yfir markið. Veit ekki hvort þetta var fyrirgjöf eða sending en vindurinn greip allavega aðeins í boltann.
64. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Út:Iris Achterhof (Þór/KA)
Þetta var síðasta verk Iris inn á vellinum. Hún kom inn á völlinn á 20 mínútu og er farinn út af. Var ekki meidd en hefur lítið náð að hjálpa liðinu.
63. mín
Hulda Björg með fínan bolta á fær þar sem Iris er en boltinn beint á Sonný.
60. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA)
Uppsafnað og fer í bókina.
59. mín
Andrea Mist reynir skot utan af velli hinum meginn en Sonný grípur þann bolta.

Þór/KA er ekki að fá neinn opinn færi og allar tilraunir koma utan af velli.
58. mín
Þórdís Hrönn brýtur á Öglu út á velli. Eitt brot í viðbót og hún fer í bókina. Selma Sól með bolta inn á teig úr aukaspyrnunni á kollinn á Berglind en Bryndís grípur þennann.
55. mín
Inn:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Út:Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)
Þór/KA gerir aðra breytingu í leiknum. Saga Líf virðist hafa meitt sig.
54. mín
Breiðablik með aukaspyrnu utarlega vinstra meginn við teiginn. Agla setur hann innarlega en það er Bryndís sem er fyrst á boltann og grípur hann.
53. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Berglind bætir við þriðja markinu!! Frábær undirbúningur frá Öglu Maríu sem er búinn að vera frábær í leiknum. Setur boltann inn í teig á Berglindi sem er með Huldu í bakinu en er sterkari. Snýr Huldu af sér og neglir þessum í markið.
51. mín
Þór/KA fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Boltinn fínn frá Andreu Mist inn á teiginn en Breiðablik grimmari. Þær keyra svo í kjölfarið upp í skyndisókn sem Agla María fer fyrir. Hún setur boltann út á Alexöndru en Þór/KA búið að loka á frekari sendingar og ekkert verður úr þessu.
49. mín
Karólína kemst upp að endamörkum, með fastan bolta niðri á fjær. Reiknaði væntanlega með Berglindi þar en hún var búinn að færa sig á nærstöngina. Þessi hefði legið inn ef einhver hefði verið á mætt á fjær.
48. mín
Mayor reynir að prjóna sig í gegnum vörnina en það gengur ekki.
47. mín
Andrea Mist með skot utan af velli, voru betri kostir í stöðunni en það. Boltinn framhjá markinu.
46. mín
Þór/KA mætir ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Ætla sér mark sem og þær þurfa. Saga með fyrirgjöf inn í teig sem Iris skallar framhjá úr þröngu færi.
45. mín
Leikurinn er hafinn aftur og nú eru það heimastúlkur sem sparka leiknum í gang.
45. mín
Hálfleikur
+2

Kominn hálfleikur á Þórsvellinum þar sem gestirnir leiða með tveimur.
45. mín
+1
Áslaug Munda situr eftir inn í teig Þór/KA en getur svo haldið áfram leik sem er vel.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við hálfleikinn.
44. mín
314 áhorfendur mætir á þennan leik.
43. mín
Agla keyrir aftur inn á miðjan völlinn og nær skoti en það yfir markið. Þór/KA stúlkur eiga í mestu vandræðum með að stoppa hana.
42. mín
Hildur með flottan bolta í gegnum vörn Þór/KA en Berglind nær ekki valdi á boltanum. Markspyrna en sá bolti fer beinustu leið út af og Breiðablik á innkast.
40. mín
Þór/KA leitar að marki en finna fáar glufur og Breiðabliksvörninni.
39. mín
Mayor við það að sleppa í gegn en Sonný kemur út úr teignum og er fyrst í boltann.
37. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.

Áslaug Munda hins vegar með lélega hornspyrnu sem fer beint í hliðarnetið.
34. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Gestirnir eru komnir tveimur mörkum yfir! Agla María með laglegt hlaup af kantinum inn á miðjan völlinn með boltann og lætur vaða langt utan af velli og þessi syngur í netinu.

Saga Líf átti í mestu vandræðum með að stoppa hana.
33. mín
Þórdís Hrönn sækir á Blikavörnina. Setur svo boltann til hægri við sig þar sem Andrea Mist er mætt. Hún fer framhjá Heiðdísi og á fínasta skot á markið en inn fór boltinn ekki.
31. mín
Spurning hvernig Þór/KA svarar þessu en þær hafa ekki ennþá fengið færi í leiknum.
28. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Breiðablik er komið yfir hér á Þórsvellinum!! Þór/KA nær ekki að hreinsa almennilega frá marki eftir fyrirgjöf. Hildur fær hann við vítateigslínu og bombar honum í þverslánna og inn. Laglegt var það!
27. mín
Andrea Mist misreiknar boltann inn á miðjunni. Alexandra lætur ekki segja sér það tvisvar og leggur af stað í átt að vítateig. Arna Sif leyfir henni hins vegar ekki að fara framhjá sér.
26. mín
Agla með fínan bolta á fjærstöninga þar sem Karólína er búinn að staðsetja sig. Bryndís nær hins vegar að blaka boltanum í burtu en fer í leiðinni í andlitið á Karólínu. Óviljaverk en hefur ekki verið þægilegt.
24. mín
Eina alvöru markfærið í þessum leik kom á 7 mínútu. Liðin eru bæði vel skipulögð og verjast afskaplega vel.
22. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Þór/KA)
Aðeins farið að hitna í kolunum. Lára brýtur á Selmu Sól.

Áslaug tekur aukaspyrnuna sem er utarlega á vellinum en boltinn fer yfir allan pakkann.
21. mín
Inn:Iris Achterhof (Þór/KA) Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Margrét getur ekki haldið leik áfram.
20. mín
Bianca sparkar boltanum inn í teig úr aukaspyrnunni. Arna Sif nær að flykka boltanum lengra en Breiðablik nær svo til boltans og setur hann út af. Þór/KA á innkast.
18. mín
Selma Sól brýtur á Margréti við miðjubogann. Aukaspyrna sem Þór/KA. Margét virkar sárþjáð og þarf að fara útaf.
18. mín
Agla María reynir skot fyrir utan teig en þægilegur æfingabolti fyrir Bryndísi.
17. mín
Bianca með hættulegt move inn í eigin teig. Fíflar Öglu María og kemst upp með þetta. Vel gert hjá henni en ég hefði ekki boðið í það ef hún hefði misst boltann þarna.
15. mín
Eftir góða pressu frá Breiðablik í upphafi er Þór/KA farið að ná að spila betur úr sínu og skapar sér fínar stöður.

Færin eru samt ekki að koma á færibandi hjá hvorugu liðinu.
13. mín
Margrét með góðan bolta yfir vörn Breiðabliks. Mayor tekur á móti honum utarlega í teignum og reynir skot sem fer framhjá markinu. Erfitt skot en mátti reyna.
11. mín
Fínasta barátta hjá báðum liðum. Það fær enginn tíma á boltann.
8. mín
BRYNDÍS LÁRA! Berglind Björg allt í einu kominn ein í gegn eftir góða sendingu og gerir allt rétt en markvarslan hjá Bryndísi er mögnuð. Spurning um rangstöðu þarna samt en línuvörður veifaði ekki og við treystum því.
7. mín
Sandra Mayor kominn upp að teig Breiðabliks og ætlar að setja boltann inn á Þórdís Hrönn en snertingin svíkur hana.
7. mín
Fyrsta skipti sem Þór/KA kemst aðeins upp völlinn. Sandra Mayor rýkur upp en Ásta verst vel. Þór/KA á innkast hátt á vellinum sem þær ná ekki að gera sér mat úr.
4. mín
Ásta með frábæran bolta fyrir en það nær enginn Bliki að setja hausinn í þetta.

Blikarnir búnir að vera sterkari þessar fyrstu mínútur. Pressa hátt og Þór/KA á í vandræðum með að spila úr pressunni.
2. mín
Alexandra reynir skot utan af velli, smá bjartsýni í þessu. Markspyrna.
1. mín
Kristín Dís reynir langan bolta upp í horn á Hildi en hann er of langur.
1. mín
Þetta er farið af stað!

Gestirnir hefja leikinn.
Fyrir leik
Liðin rölta inn á völlinn.

Allt klárt fyrir þennan stórleik!
Fyrir leik
Fanta aðstæður fyrir fanta fótbolta á Þórsvellinum í dag. Sól, 12 stiga hiti og iðagrænn völlurinn. Biðjum ekki um meira.

Landsliðþjálfarinn mætur sömuleiðis að fylgjast með.

Nú má bara hefja þessa veislu!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn inn og má sjá hér til hliðar.

Engar breytingar eru á liði Breiðabliks frá síðasta leik.

Ein breyting er hins vegar hjá Þór/KA. Hulda Ósk er ekki í hóp í dag. Í hennar stað kemur inn í liðið Þórdís Hrönn. Þórdís kom á láni frá Kristianstad í síðustu viku. Frábær liðsstyrkur fyrir Þór/KA að fá þessa landsliðskonuna í sinn hóp og verður forvitnileg að fylgjast með henni hér í dag.
Fyrir leik
Liðin mætust síðast í í lok apríl. Breiðablik urðu þá meistarar meistaranna með því að skora fimm mörk gegn engu. Væntanlega ekki eitthvað sem Þór/KA vill bjóða upp á í dag.

Sé litið til fyrri viðureigna liðanna sem hafa verið 51 síðan árið 2000 er búið að skora í þeim hvorki meira né minna en 207 mörk! Þór/KA hefur unnið 15 þessara leikja, Breiðablik 31 og 5 sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Fyrir leik
Breiðablik hefur farið hrikalega vel af stað í deildinni unnið ÍBV, Keflavík og Selfoss og eru með markatöluna 9-1 í toppsætinu.

Heimakonur byrjuðu deildina á að tapa 5-2 fyrir Val en hafa síðan unnið Fylkir og ÍBV. Þær eru í þriðja sæti deildarinnar með 6 stig. Þremur stigum á eftir Breiðablik og Val.

Það er því ansi mikilvægt fyrir Þór/KA að taka stigin þrjú í dag annars er Breiðablik komið með sex stiga forskot á þær.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Velkominn í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Breiðabliks í 4. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Risaleikur og risastór þrjú stig í boði hér í dag.

Þótt skammt sé liðið á deildina er þessi leikur ótrúlega mikilvægur í toppbaráttunni. Hvorugt liðið er líklegt til að tapa mörgum stigum í sumar og þess vegna mikilvægt að næla í þessi þrjú.
Byrjunarlið:
Ásta Eir Árnadóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('72)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('83)
21. Hildur Antonsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('79)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir ('79)
14. Berglind Baldursdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('83)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: