Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Þróttur R.
1
3
Fylkir
0-1 Ásgeir Eyþórsson '5
0-2 Geoffrey Castillion '14
0-3 Valdimar Þór Ingimundarson '45
Rafael Victor '86 1-3
30.05.2019  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 10/10 - Sól og blíða
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 361
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarson - Fylkir
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Sindri Scheving
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Rafael Victor
10. Rafn Andri Haraldsson
24. Dagur Austmann
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('61)
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Árni Þór Jakobsson
11. Jasper Van Der Heyden ('61)
14. Lárus Björnsson
23. Guðmundur Friðriksson
25. Archie Nkumu

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Nadia Margrét Jamchi
Halldór Geir Heiðarsson
Ágúst Leó Björnsson
Alexander Máni Patriksson
Magnús Stefánsson

Gul spjöld:
Birkir Þór Guðmundsson ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á mánudaginn.
90. mín
Uppbótartími.
86. mín MARK!
Rafael Victor (Þróttur R.)
Þróttur minnkar muninn! Rafael Victor skorar með skalla! Flottur skalli hjá honum en þetta mark kemur of seint.
78. mín
Lítil spenna hér í gangi og nokkur deyfð yfir leiknum.
71. mín
Talsvert fækkað hérna á VIP-svölunum hjá Þrótti. Sólin farin og þá er fljótt að kólna. Einhverjir farnir að sinna öðrum mikilvægum erindum.
64. mín
Valdimar Þór nálægt því að skora fjórða mark Fylkis en Arnar Darri ver virkilega vel.
63. mín Gult spjald: Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
61. mín
Inn:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.) Út:Páll Olgeir Þorsteinsson (Þróttur R.)
60. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Andri Þór Jónsson (Fylkir)
56. mín
Arnór Gauti í hörkufæri en skýtur rétt framhjá!
55. mín
Fylkismenn í hættulegri sókn. Frábær sending inn í teiginn og Valdimar var nálægt því að komast í boltann en það gekk ekki.
51. mín
Daði Bergsson sólar tvo og kemur sér í hörkufæri! Skotið framhjá markinu.
49. mín
Páll Olgeir með skot af löngu færi. Vel framhjá markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Fylkismenn ráða ferðinni frá A-Ö.
45. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
GLÆSILEGT skot! Valdimar klíndi þessum í fjærhornið. Hann hefur verið öflugur í þessum fyrri hálfleik og nokkrum sinnum komist nálægt því að skora. Nú kom markið.
43. mín
Páll Olgeir með skot yfir. Vel yfir.
41. mín
Daði Bergsson með góða skottilraun fyrir utan teig! Frábæra segja sumir. Vel verið hjá Aroni í marki Fylkis.
39. mín
Ágætis barátta í leiknum en tíðindalitlar síðustu mínútur.
31. mín
Sindri Scheving með lipur tilþrif! Fer framhjá varnarmönnum og kemur sér inn í teiginn þar sem hann fellur! Þróttarar í stúkunni kalla eftir víti en röggsamur dómari leiksins gerir rétt með því að dæma ekki.
29. mín
Þróttarar reyna að skapa sér eitthvað en komast lítt áleiðis.
23. mín
Jæja, Þróttur með fína sókn sem endar með því að Aron Þórður á skot naumlega framhjá.
21. mín
Það hefur verið ákveðið vandamál hjá Þrótti það sem af er tímabili að byrja leikina almennilega, þeir hafa verið að fá á sig mörk snemma og það vandamál heldur áfram.

Í þessum skrifuðu orðum á Valdimar Þór skot framhjá marki Þróttar.
18. mín
Fylkismenn halda áfram að vera með völdin. Talsverður gæðamunur á liðunum það sem af er leiknum.
14. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Fylkir)
HRIKALEG MISTÖK HJÁ ÞRÓTTI!

Castillion klárar með snyrtilegu innanfótarskoti í hornið úr teignum. Hann komst inn í misheppnaða sendingu í aðdragandanum, óð að markinu og kláraði vel.
13. mín
Fyrsta færi Þróttar í leiknum.

Daði Bergsson skallar yfir úr fínu færi. Aron Þórður með fyrirgjöfina.
11. mín
Fylkir heldur áfram að vera með völdin í leiknum. Árbæingar halda boltanum mun betur en Þróttarar.
5. mín MARK!
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Helgi Valur Daníelsson
FYLKIR KEMST YFIR!

Kolbeinn með hornspyrnu frá hægri, boltinn fer fjær í teiginn þar sem Helgi Valur kemur honum á Ásgeir sem skorar af stuttu færi.

Miðvörður Fylkismanna með sitt annað mark í sumar.
4. mín
Valdimar Þór Ingimundarson með skot af löngu færi, boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu. Fylkismenn öflugri í byrjun leiks.
3. mín
Fylkismenn með fyrirgjöf, Aron Þórður kemur boltanum í hornspyrnu. Ekkert merkilegt verður úr horninu.
1. mín
Leikur hafinn
Jæja þá er Guðmundur Ársæll búinn að flauta leikinn á. Fylkismenn byrjuðu með knöttinn.
Fyrir leik
Gunni Helga var mættur í pizzatjaldið góða hjá Þrótturum til að lesa upp úr bók sinni, Barist í Barcelona, hérna fyrir leik. Sólin skín í Laugardalnum og óhætt er að segja að létt sé yfir fólki. Þá sérstaklega Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, sem hefur greinilega tekið lit í sólinni í dag.
Fyrir leik
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, gerir fjórar breytingar frá síðasta leik liðsins sem var 2-2 jafntefli gegn FH í Pepsi Max-deildinni.

Andri Þór Jónsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Leonard Sigurðsson og Geoffrey Castillion koma inn í liðið.

Ólafur Ingi Skúlason, Andrés Már Jóhannesson, Ragnar Bragi Sveinsson og Hákon Ingi Jónsson fara úr byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og hægt er að sjá til hliðar.
Fyrir leik
Þróttarar hafa lagt Reyni Sandgerði (2-0) og Ægi frá Þorlákshöfn (4-0) í bikarnum til þessa en ljóst að það er strembið verkefni framundan fyrir Þórhall Siggeirsson, ungan þjálfara Þróttar, og hans menn.

Fylkismenn unnu nauman sigur gegn Gróttu 2-1 í 32-liða úrslitum. Leikurinn var mikil skemmtun en Arnór Gauti Ragnarsson, sem kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil, skoraði bæði mörkin.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt Uppstigningarkvöld!

Velkomin með með mér í Laugardalinn þar sem Þróttur og Fylkir eigast við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Þróttarar eru í 8. sæti Inkasso-deildarinnar en Fylkir er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar!
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Andri Þór Jónsson ('60)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
20. Geoffrey Castillion
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
22. Leonard Sigurðsson
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
8. Ragnar Bragi Sveinsson
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('60)
16. Ólafur Ingi Skúlason

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld: