Magni
1
1
Haukar
Kristinn Þór Rósbergsson '55 1-0
Bjarni Aðalsteinsson '90
1-1 Daði Snær Ingason '90
30.05.2019  -  16:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Kuldi og strekkingsvindur úr norðri
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Daði Snær Ingason
Byrjunarlið:
23. Aron Elí Gíslason (m)
Bergvin Jóhannsson ('84)
Gauti Gautason
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('79)
9. Guðni Sigþórsson
15. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('75)
18. Jakob Hafsteinsson (f)
18. Ívar Sigurbjörnsson
26. Viktor Már Heiðarsson
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
4. Sveinn Óli Birgisson
8. Arnar Geir Halldórsson
10. Lars Óli Jessen ('75)
11. Tómas Veigar Eiríksson
99. Angantýr Máni Gautason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Anton Orri Sigurbjörnsson
Frosti Brynjólfsson
Áki Sölvason
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Guðni Sigþórsson ('24)
Bjarni Aðalsteinsson ('40)
Ívar Sigurbjörnsson ('77)

Rauð spjöld:
Bjarni Aðalsteinsson ('90)
Leik lokið!
+4

Dramatískt jafntefli á Grenivík!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín MARK!
Daði Snær Ingason (Haukar)
+2

HAUKAR JAFNA!

Dramatík á Grenivík! Daði Snær treður boltanum í gegnum varnarmúr Magnamanna eftir klafs í teignum. Aron Elí sá boltann seint eða aldrei og gat engum vörnum komið við.
90. mín Rautt spjald: Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
+1

Bjarni fær hér sitt annað gula spjald fyrir að labba með boltann í burtu þegar Haukar áttu aukaspyrnu á miðjunnii! Vont fyrir Magna að missa hann síðustu mínúturnar en Bjarni verið mjög flottur í dag.
90. mín
+1

Magnamenn með flotta skyndisókn sem endar með skoti frá Áka. Skotið er laust og lekur framhjá markinu.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma. 4 mínútum bætt við.
89. mín
Haukamenn skoruðu þarna mark eftir gjörsamlega geggjaða sókn en Steinar Gauti á línunni bjargaði Magnamönnum með að flagga rangstöðu!
88. mín
Haukamenn betri aðilinn þessa stundina og núna fékk Ísak boltann óvænt í teig Magna. Skot hans þó beint á Aron sem varði vel.
84. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Magni) Út:Bergvin Jóhannsson (Magni)
Síðasta skipting leiksins. Frosti kemur inn fyrir Bergvin.
79. mín
Inn:Áki Sölvason (Magni) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Gunnar Örvar skilaði ágætis dagsverki í dag.
78. mín
Magnamenn með öll völd á vellinum þessa stundina og sækja mikið. Nú mátti engu muna að Guðni kæmist í dauðfæri en fyrirgjöf Bergvins aðeins of innarlega svo Guðni náði ekki til boltans.
77. mín Gult spjald: Ívar Sigurbjörnsson (Magni)
Fyrir brot á Ísaki.
76. mín
Viktor fékk hörkufæri eftir hornið en skot hans úr teignum yfir markið!
75. mín
Inn:Lars Óli Jessen (Magni) Út:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Fyrsta skipting Magna. Markaskorarinn af velli.
75. mín
Ásgeir Þór skallar aukaspyrnu Bjarna aftur fyrir. Horn.
74. mín
Magni fær horn og Alexander Freyr lætur Elías dómara heyra það. Hann verður að passa sig þar sem hann er á gulu spjaldi.

Ekkert verður úr horninu en Magnamenn vinna boltann strax aftur og fá aukaspyrnu á ákjósanlegum stað á hægri kantinum.
72. mín
Inn:Birgir Magnús Birgisson (Haukar) Út:Hafþór Þrastarson (Haukar)
Tvöföld skipting hjá Haukum.
72. mín
Inn:Þorsteinn Örn Bernharðsson (Haukar) Út:Fareed Sadat (Haukar)
71. mín
Daði Snær er hér dæmdur brotlegur og er vægast sagt ósáttur. Ég skil hann ágætlega, þetta var ódýrt.
68. mín
Ósköp lítið að frétta eftir þetta mark. Svipað og í fyrri hálfleik þar sem liðunum gengur hálf illa að halda boltanum.
62. mín
Mikil hætta í teignum eftir hornið þar sem heimamenn náðu ekki að hreinsa en gestirnir náðu ekki að koma sér í færi og gera sér mat úr þessu.
62. mín
Haukar fá hér fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiks.
60. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Fyrsta skipting leiksins er gestanna.
55. mín MARK!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
Bjarni vann boltann hægra megin á vallarhelmingi Hauka. Kristinn tók strax hlaupið innfyrir, Bjarni fann hann og Kristinn kláraði vel undir Óskar í markinu.
53. mín
Bjarni með fínan sprett en skotið hans slakt og Óskar í engum vandræðum með að verja.
49. mín
Hörkufæri!

Bergvin keyrði upp hægri vænginn, gaf fyrir og Kristinn reyndi bakfallsspyrnu en hitti ekki boltann sem datt fyrir fætur Guðna á fjær. Guðni átti ágætis skot sem Óskar varði vel í horn.

Hornspyrnan fór svo beint aftur fyrir endamörk.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný!
45. mín
Þá eru liðin komin út á völl aftur og ætti leikurinn að fara að hefjast á ný.
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi flautar hér til hálfleiks. Markalaust!
44. mín
Enn bætir í vindinn og Aron Elí er farinn að eiga í smá vandræðum með markspyrnurnar sínar.
42. mín
Fallhlífarbolti á fjær sem Gunnar Örvar á ekki í vandræðum með að skalla frá.
42. mín
Haukar fá hér hornspyrnu. Spurning hvort þeir nýti hana betur en þá síðustu.
40. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
Bjarni er allt í öllu þessa stundina og fær hér gult spjald fyrir brot á Þórði á miðjunni. Var of seinn í tæklinguna og getur lítið mótmælt.
39. mín
Bjarni fær leyfi til að koma inná aftur og ætlar að reyna að halda leik áfram.
37. mín
Bjarni haltrar af velli, virðist vera eitthvað meiddur á hægri fæti. Vonum að hann geti haldið leik áfram.
36. mín
Bjarni liggur hér eftir. Spurning hvort það sé eftir brotið hjá Alexander áðan. Þetta er áhyggjuefni fyrir Magna.
34. mín Gult spjald: Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Braut á Bjarna á miðjunni. Réttur dómur.
29. mín
Sólin er farin að skína á Grenivík en vindurinn aðeins aukist í staðinn. Haukamenn eru því með ágætis vind í bakið í fyrri hálfleik.
26. mín
Þarna kom færi!

Aukaspyrnan frá Bjarna var ekki frábær en datt fyrir fætur Guðna sem var einn í teignum. Skot hans fer þó yfir markið og veldur Óskari í rammanum ekki vandræðum.
25. mín
Magni fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað við vítateigshorn. Guðni tekinn niður eftir flottan sprett.
24. mín Gult spjald: Guðni Sigþórsson (Magni)
Guðni fær hér fyrsta spjald leiksins. Hugsa að allir á vellinum séu jafn hissa á þessu og ég. Ekki nokkur leið að sjá fyrir hvað þetta spjald var.
20. mín
Lítið að frétta hvað varðar færi þessar fyrstu 20 mínútur. Eins og áður segir einkennist leikurinn af mikilli baráttu.
16. mín
Hornið er slakt og Magnamenn hreinsa.
15. mín
Haukar fá aðra hornspyrnu.
12. mín
Svakaleg barátta hérna hjá báðum liðum og gífurlegt magn af aukaspyrnum út á velli á þessum fyrstu mínútum. Greinilegt að bæði lið mæta vel stemmd til leiks.
10. mín
Mikið klafs í teignum eftir hornið sem endar með því að Aron Elí á hörku skot yfir mark Magna. Fínasta tilraun frá bakverðinum.
9. mín
Haukar fá hér fyrstu hornspyrnu leiksins.
5. mín
Ísak með spyrnuna á nærstöng en Daníel Snorri náði einungis að teygja sig í boltann og setti hann vel framhjá markinu.
4. mín
Haukar fá hér aukaspyrnu á hættulegum stað við hægra vítateigshorn.
3. mín
Sýnist Haukamenn vera í sama kerfi.
Óskar
Daníel-Alexander-Hafþór-Aron Elí
Ásgeir-Þórður Jón
Aron Freyr-Sadat-Ísak
Arnar
2. mín
Magnamenn virðast stilla upp í 4-2-3-1.
Aron Elí
Hjörvar-Viktor-Gauti-Ívar
Jakob-Bjarni
Bergvin-Guðni-Kristinn
Gunnar
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Magnamenn sem byrja með boltann og sækja til norðurs, í átt að bænum.
Fyrir leik
Þá mæta liðin til leiks! Enn jafn langt labb hér á Grenivík en búningsaðstaða liðanna er í Sundlauginni enn sem komið er. Það styttist þó í að glæný búningsaðstaða verði klár í nýju húsi hér við völlinn.
Fyrir leik
Þá eru einungis nokkrar mínútur í leik og ættu leikmenn að fara að láta sjá sig fljótlega. Ég á von á hörkuleik enda til mikils að keppa fyrir bæði lið!
Fyrir leik
Aðstæður hér á Grenivík eru ágætar. Skýjað og smá vindur. Ekkert sem ætti að gera leikmönnum erfitt fyrir þó.
Fyrir leik
Haukamenn gera einnig 3 breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Þrótti. Sean De Silva er væntalega meiddur en hann er utan hóps þrátt fyrir að gera 2 mörk í síðasta leik. Út fara einnig þeir Kristinn Pétursson og Þorsteinn Örn Bernharðsson. Inn í þeirra stað koma Hafþór Þrastarson, Þórður Jón Jóhannesson og Fareed Sadat.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin inn!

Magnamenn gera 3 breytingar frá jafnteflinu við Fram. Jakob Hafsteinsson, Hjörvar Sigurgeirsson og Bergvin Jóhannsson koma allir inn fyrir Þorgeir Ingvarsson, Arnar Geir Halldórsson og Frosta Brynjólfsson. Fyrirliðinn Sveinn Óli Birgisson er enn meiddur og er Ívar Sigurbjörnsson því með bandið í dag.
Fyrir leik
Nú eru um 20 mínútur í að byrjunarliðin detti í hús. Þau munu birtast hér til hliðar um leið og leikskýrslan kemur inn.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Elías Ingi Árnason. Honum til aðstoðar verða Akureyringarnir Birgir Þór Þrastarson og Steinar Gauti Þórarinsson.
Fyrir leik
Sindri Snær Magnússon, fyrirliði Pepsi deildar liðs ÍBV spáði í 5. umferð Inkasso deildarinnar hjá okkur á Fótbolta.net. Þetta hafði hann að segja um leik dagsins:

Magni - Haukar
Haukarnir verða frábærir á þessum Uppstigningardegi, þar sem Búi tryggir sér starfið út maí. Magnaðir Magnamenn komast þó yfir í bráðfjörugum leik.
Fyrir leik
Haukar eru einnig búnir að gera jafntefli við Fram og gerðu líka jafntefli við Víkinga. Þeir sitja því í næst neðsta sætinu með tvö stig. Töp Hauka í deildinni í sumar komu gegn Fjölni og Þrótti.
Fyrir leik
Magnamenn sóttu sitt fyrsta stig í sumar síðasta laugardag þegar Framarar komu í heimsókn á Grenivík. Í fyrstu þremur umferðunum töpuðu þeir fyrir Leikni, Keflavík og Fjölni.
Fyrir leik
Gestirnir mæta til leiks með nýjan mann í brúnni. Kristján Ómar Björnsson óskaði eftir að láta af störfum eftir síðasta leik og til bráðabirgða var ráðinn Búi Vilhjálmur Guðjónsson, sem hefur þjálfað 4. deildar lið KÁ í Hafnarfirði þar sem af er tímabili.
Fyrir leik
Liðin sitja í neðstu tveimur sætum deildarinnar svo það má með sanni segja að þetta sé sex stiga leikur, þrátt fyrir að ekki meira sé búið af mótinu.
Fyrir leik
Komið þið blessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Magna og Hauka í 5. umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson ('72)
2. Aron Elí Sævarsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson
8. Ísak Jónsson (f)
9. Fareed Sadat ('72)
11. Arnar Aðalgeirsson ('60)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
2. Kristinn Pétursson
10. Daði Snær Ingason ('60)
14. Sean De Silva
16. Birgir Magnús Birgisson ('72)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson ('72)
17. Kristófer Jónsson
24. Frans Sigurðsson

Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Jón Erlendsson
Ríkarður Halldórsson
Kristján Huldar Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Alexander Freyr Sindrason ('34)

Rauð spjöld: