Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Leiknir R.
2
0
Víkingur Ó.
Sólon Breki Leifsson '60 1-0
Nacho Heras '70 2-0
31.05.2019  -  19:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: skýjað og kalt
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ignacio Heras Anglada
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson ('80)
2. Nacho Heras
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
7. Stefán Árni Geirsson ('45)
8. Árni Elvar Árnason
10. Ingólfur Sigurðsson ('71)
20. Hjalti Sigurðsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('71)
10. Sævar Atli Magnússon ('45)
15. Kristján Páll Jónsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('80)
19. Ernir Freyr Guðnason
26. Viktor Marel Kjærnested

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Stefán Gíslason (Þ)
Valur Gunnarsson
Guðni Már Egilsson
Diljá Guðmundardóttir

Gul spjöld:
Stefán Árni Geirsson ('29)
Sólon Breki Leifsson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-0 sigur heimamanna sem fara í 9 stig
90. mín
+2

Leikur Víkinga búinn að einkennast af misheppnuðum sendingum og virkilega slæmum fyrstu snertingum. Heimamenn í Leikni fá mikið hrós fyrir þennan leik en fáir leikmenn liðsins hafa stigið feilspor í leiknum
90. mín
3 mínútum bætt við
88. mín
Virkilega leiðinlegt atvik. Boltasækjari leiksins lætur Ívar Örn labba til sín til að sækja boltann og kastar honum svo frá honum. Þetta fór ekki vel í Ejub og hans menn
85. mín
Allir leikmenn vallarins nema Franko Lalic á vallarhelming Leiknis um þessar mundir. Víkingar ná hins vegar ekki að búa til nein færi
83. mín
Eli Keke að brjóta afskaplega heimskulega af sér. Víkingar búnir að vinna boltann aftur og á leið í sókn þegar hann togar Gyrði niður. Virkilega heimskulegt brot
82. mín
Eins gott og þetta Víkingslið var í síðasta leik þá eru þessi leikur eins og svart og hvítt borið saman við síðasta leik
80. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Síðasta breyting þessa leiks. Markaskorarinn farinn af velli
79. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Jacob Andersen (Víkingur Ó.)
Jacob arfaslakur í dag. Ungur heimamaður inn
78. mín
Emir Dokara með sína þriðju rispu upp völlinn í seinni hálfleiknum. Virðist enginn geta tekið boltann af honum þegar hann leggur af stað. Ekki góður varnarlega í dag en frábær sóknarlega. Nú þarf fyrirliðinn bara að fá liðsfélaga sína með sér að sækja
75. mín Gult spjald: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Virkilega rauð lykt af þessu spjaldi. Mistök aftur í vörninni og Sólon kom sér framfyrir Eli sem var aftastur. Togaði hann niður fyrir utan teiginn
71. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Leiknir R.)
Ingó fékk að taka aukaspyrnuna áður en hann fór af velli. Virkilega sterkt move hjá Stefáni þar sem skiptingin var orðin klár fyrir
70. mín MARK!
Nacho Heras (Leiknir R.)
Stoðsending: Ingólfur Sigurðsson
HONUM TÓKST ÞAÐ SEM HANN ÆTLAÐI SÉR!

Eins og copy af markinu sem var dæmt af. Ingó með boltann fyrir markið og Nacho aleinn í teignum. Aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma rangstöðu en flaggaði ekki
69. mín
Emir Dokara í spretthlaupi við Sólon og hafði hann betur. Stálheppinn að Sólon skyldi ekki komast inn í sendinguna til baka en Eli Keke var mættur til að bjarga málunum
66. mín
Michael kominn í hægri bakvörðinn. Tók rispu upp völlinn og fann Harley. Kom sér inná völlinn í skotstöðu en skotið arfaslakt
64. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Bætir í sóknarleikinn með leiknum miðjumanni fyrir bakvörð
64. mín
Inn:Sallieu Capay Tarawallie (Víkingur Ó.) Út:Martin Cristian Kuittinen (Víkingur Ó.)
Tvöföld skipting. Slakur leikur hjá Martin
63. mín
Ingólfur Sig með magnað skot utan af vinstri vængnum. Virkilega fast og Franko þurfti að hafa sig allan til til þess að verja þetta
60. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í LEIKINN!!!

Sólon hrissti Michael af sér áður en hann lét vaða fyrir utan teig. Þéttingsfast skot í vinstra hornið. Set spurningarmerki við Franko en frábærlega gert hjá Sólon engu að síður
58. mín Gult spjald: Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Togaði hressilega í treyjuna á Eli Keke sem fór illa með hann
55. mín
Víkingar í smáfæri. Sorie Barrie, Martin og Ívar léku sín á milli úti vinstra megin. Barrie kom boltanum svo á Grétar sem tók stærstu skæri sem ég hef séð, náði að plata Bjarka en flikkið framhjá honum fór svona 5 metra og auðvelt fyrir Ósvald að hrifsa af honum boltann
54. mín
Nacho Heras liggur eftir á miðju vallarins eftir kröftuga lendingu. Víkingar koma boltanum strax útaf svo hægt sé að hlúa að þeirra fyrrum samherja
51. mín
Sit hérna mitt á milli varamannaskýlanna með góða yfirsýn yfir Stefán og Ejub. Fjorði dómarinn sennilega búinn að ferðast jafn mikið og markmenn liðanna en Ejub og Sævar vilja oft fá að ræða við hann.
48. mín
Víkingar fá innkast ca 5 metrum frá endalínunni. Ívar ætlar að grýta þessu langt inná teiginn.

Yfir fyrstu menn og þar kom Eli Keke í baráttuna en missti af boltanum. Boltinn fór svo í Ingó og heimtaði Ejub vítaspyrnu. Aldrei víti að mínu mati
46. mín
Heimamenn ekki lengi að næla sér í hornspyrnu. Held að það hafi verið búnar 7 sekúndur. Hornspyrnan hjá Ingó hinsvegar ekki góð og gestirnir koma boltanum frá
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn að nýju
45. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
Skipting í hálfleik hjá heimamönnum. Stefán á spjaldi af velli
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik. Staðan ætti að sjálfsögðu að vera 1-0 fyrir heimamenn eftir að Nacho kom boltanum í netið en það var ranglega dæmt af
45. mín
Víkingar að næla í aukaspyrnu hjá horninu.

Harley Willard með afleita fyrirgjöf sem Nacho skallar auðveldlega frá
43. mín
Víkingar í mjög góðri skyndisókn en aftur var það Martin sem missti boltan of langt frá sér. Sá síðasta leik hjá Víkingum þar sem hann var frábær. Ekki alveg að sýna það sama og þá
41. mín
Stefán virkilega heppinn að sleppa við seinna gula núna. Missti boltann frá sér og fór með sólann á undan sér í Grétar Snæ. Helgi dæmdi aukaspyrnu en ákvað að sleppa því að spjalda Stefán
40. mín
Martin Kuittnen gerði frábærlega til að losa sig við tvo menn, var í þann mund að sleppa í gegn áður en Nacho Heras tæklaði boltann frábærlega frá honum
37. mín
Talaði um það fyrir leik að það væri einn fyrrum leikmaður Víkings í liði heimamanna en þeir eru að sjálfsögðu tveir. Ingólfur Sig spilaði í Ólafsvík í eitt sumar og var magnaður með liðinu þegar þeir komust upp í Pepsi-deildina
35. mín
Eli Keke með frábæra björgun á síðustu stundu en Vuk var að fara sleppa í gegn
33. mín
Heldur betur líflegur leikur. Mikill hiti í mönnum og Helgi hefur nóg að gera
30. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Þá er Vignir kominn með 4 gul spjöld og á leið í leikbann
29. mín Gult spjald: Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
Fyrir dýfu
28. mín
Aftur vilja Leiknismenn fá vítaspyrnu. Stefán var aftur maðurinn sem féll í teig Víkinga og aftur sér Helgi ekki heyra um vítaspyrnu minnst
25. mín
Alls ekki góð mæting á leiknum.. það verður bara að viðurkennast. Stúkan er mjög tómleg
23. mín
Leiknismenn með góð tök á leiknum um þessar mundir
20. mín
Var að sjá myndir úr sjónvarpinu. Markið sem Nacho skoraði var kolrangur dómur hjá aðstoðardómaranum. Nacho var aftar en amk þrír varnarmenn Víkings þegar aukaspyrnan var tekin af Ingólfi. Hrikalega vont í ljósi þess sem þetta er í annað skipti sem mark er ranglega dæmt af Leikni
17. mín
Víkingar eru að reyna háar sendingar á Jacob sem er tæplega 1,70 á hæð að ég held og í gæslu tveggja varnarmanna sem eru vel hærri en hann
15. mín
Martin með skemmtilega rispu úti á vinstri kantinum. Reyndi við fyrirgjöf í tvígang eftir að sú fyrri skilaði sér strax aftur til hans. Sú síðari kýldi Eyjó frá
12. mín
Nacho Heras skoraði eftir frábæra fyrirgjöf Ingólfi. Fagnaði markinu ekki en stuttu síðar lyfti aðstoðardómarinn flaggi sínu. Sá ekki héðan hvort dómurinn hafi verið réttur eða ekki
9. mín
Smá vítaspyrnulykt þegar Stefán Árni sótti upp vinstri kantinn. Komst loks framhjá Michael og Eli Keke komst samsíða við hann áður en Stefán féll til jarðar. Frá mínu sjónarhorni var þetta ekki víti og var Helgi dómari sammála

Stuttu síðar komst Harley inná völlinn í skotstöðu en skot hans rétt framhjá
8. mín
Fínn bolti fyrir markið en Michael skallaði frá
7. mín
Heimamenn eiga aukaspyrnu rétt hjá vítateigshorninu eftir að Emir missti Sólon frá sér og rakst í hælinn á honum
5. mín
Michael Newberry byrjar þennan leik af krafti. Heimamenn verða að fara mixa aðeins upp og reyna að sækja hinum megin frá því Micheal er búinn að hrifsa boltann af þeim þrisvar núna auðveldlega
3. mín
Víkingar eiga fyrstu sókn þessa leiks. Martin Kuittnen átti mjög laglega stungusendingu á Grétar sem náði ekki sendingunni fyrir markið
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir frá Ólafsvík sjá um að koma þessu af stað og sækja þeir í átt að sundlauginni í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru að gera sér ferð inná leikvanginn og er því allt að verða klárt að fara byrja þennan leik
Fyrir leik
Fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvíkur og góðvinur minn Nacho Heras Anglada er í byrjunarliði heimamanna í dag. Ég náði smá spjalli við hann fyrir leik og gaf hann það upp að hann væir að fara skora í leiknum en hann ætlar samt ekki að fagna markinu.

Nacho er á sínu þriðja ári á Íslandi en hann lék alls 43 leiki í deild og bikar með Víkingum
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 14 sinnum í næst efstu deild síðan þau mættust fyrst árið 2007. Leiknir hefur unnið 4, Víkingur 3 og 7 sinnum hafa leikirnir endað með jafntefli.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gestirnir frá Ólafsvík hafa farið vel af stað á Íslandsmótinu eru í 2.sætinu með jafnmörg stig og topplið Keflavíkur, 10 stig. Þeir hafa unnið fyrstu þrjá leikina sína og gert eitt jafntefli.

Heimamenn í Leikni eru í 5. sætinu með 6 stig eftir tvo sigra og tvö töp.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik leiknis og Víkings Ólafsvíkur í 5. umferð Inkasso-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Leiknisvelli í Breiðholti.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic
2. Ívar Örn Árnason
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
7. Grétar Snær Gunnarsson
8. Martin Cristian Kuittinen ('64)
9. Jacob Andersen ('79)
10. Sorie Barrie
11. Harley Willard
13. Emir Dokara
22. Vignir Snær Stefánsson ('64)

Varamenn:
12. Baldur Olsen (m)
6. James Dale
7. Ívar Reynir Antonsson ('79)
14. Sallieu Capay Tarawallie ('64)
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Pétur Steinar Jóhannsson
23. Stefán Þór Pálsson ('64)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Einar Magnús Gunnlaugsson
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hilmar Þór Hauksson

Gul spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('30)
Emmanuel Eli Keke ('75)

Rauð spjöld: