Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Augnablik
1
2
Tindastóll
0-1 Vigdís Edda Friðriksdóttir '25
Rebekka Ágústsdóttir '76 1-1
1-2 Bryndís Rut Haraldsdóttir '85
02.06.2019  -  14:00
Fífan
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Breki Sigurðsson
Maður leiksins: Bryndís Rut Haraldsdóttir
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir
2. Ásta Árnadóttir
4. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('33)
5. Elín Helga Karlsdóttir ('63)
7. Sandra Sif Magnúsdóttir
8. Ragna Björg Einarsdóttir
11. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('66)
14. Hildur María Jónsdóttir
15. Fanney Einarsdóttir
22. Helga Marie Gunnarsdóttir

Varamenn:
1. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
4. Brynja Sævarsdóttir
17. Birta Birgisdóttir ('63)
19. Birna Kristín Björnsdóttir
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir ('66)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Rebekka Ágústsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Tinna Harðardóttir
Ragna Björg Kristjánsdóttir
Thelma Karítas Halldórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
94. mín
Augnablik er brjálað út í dómarann og endar dómarinn á að gefa aðila á bekk Augnabliks rautt spjald, ekki sá ég hver það er en það virðist ekki hafa verið leikmaður.
Leik lokið!
Svakalegur leikur!

Tindastóll kemst áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
93. mín
Murielle nýtur allan þann styrk sem hún hefur og fiskar aukaspyrnu við hornfánan.

Tindastóll tekur allan þann tíma sem þær geta í þessa aukaspyrnu.
91. mín
Augbablik á hornspyrnu sem Lauren nær í annari tilraun.

Tíminn er að renna út fyrir Augnablikskonur.
89. mín
Tindastóll vinnur hornspyrnu og taka þær sér tíma að taka hana.

Ekkert verður úr spyrnunni hinsvegar.
85. mín MARK!
Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastóll )
Fyrirliði Tindastóls skorar með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu.

81. mín
Sandra á góða fyrirgjöf en Lauren slær boltann vel frá og kemst Tindastóll í skyndisókn.

Tindastóll vinnur hornspyrnu.
80. mín
Augnablik vill fá vítaspyrnu. Það virðist vera brotið á Ástu. Línuvörðurinn virðist flagga en dómarinn segir að það hafi ekkert verið á þetta. Stuðningsmenn og leikmenn Augnabliks virkilega ósáttir. Frá mínu sjónarhorni virtust Tindastól konur vera virkilega heoonar að fá ekki á sig dæmt vítaspyrnu.
76. mín MARK!
Rebekka Ágústsdóttir (Augnablik)
Stoðsending: Fanney Einarsdóttir
Glæsileg fyrirgjöf hjá Fanney sem fer í gegnum allan pakkann og á fjarstöng þar sem Rebekka mætir og er ekki í neinum vandræðum með að klára í nánast autt markið.
72. mín
Augnablik á virkilega góða sókn en Tindastóll verst virkilega vel.
Það er ótrúlegt að Augnablik sé ekki búið að nýta eitthvað af þessum færum sem þær eru búnar að fá.
68. mín
Inn:Hrafnhildur Björnsdóttir (Tindastóll ) Út:Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll )
Hrein skipting. Miðjumaður inn fyrir miðjumann.
67. mín
Helga Marie á geggjaða sendingu inn fyrir vörn Tindastóls og á Fanney sem er komin ein á móti Lauren en Lauren lokar virkilega vel á Fanney.
66. mín
Inn:Hildur Lilja Ágústsdóttir (Augnablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Augnablik)
Hildur Lilja kemur inn á miðjuna á Fanney færir sig út á kantinn.
65. mín
Inn:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll ) Út:Jóna María Eiríksdóttir (Tindastóll )
Hugrún kemur inn á kantinn
65. mín
Sandra Sif með hornspyrnu á nærstöng þar er Valdís og á hún fínt skot sem endar í stönginni. Það liggur mark í loftinu.
63. mín
Inn:Birta Birgisdóttir (Augnablik) Út:Elín Helga Karlsdóttir (Augnablik)
Ásta færir sig þá aftar á völlin og Birta á hægri kantinn
61. mín
Bergþóra á skiot fyrir utan teig en Lauren er ekki í neinum vandræðum með þetta.
Augnablik er að gera sig líklegar.
60. mín
Inn:Kolbrún Ósk Hjaltadóttir (Tindastóll ) Út:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Tindastóll )
Vigdís virðist hafa meiðst þegar hún átti skotið yfir áðan og neyðist Tindastóll að gera breytingu.
Vigdís er búin að vera afar hættuleg og því svekkjandi fyrir Tindastól að hún þurfi að fara útaf.
52. mín
Sandra Sif á lúmskt skot langt utan af velli sem endar í slánni. Held að nánast enginn á vellinum hafi búist við þessu þá sérstaklega Sandra sem var byrjuð að svekkja sig verulega á misheppnuðu skoti.
51. mín
Þar sem Augnablik er mjög framalega geta Tindastóll komið í skyndisóknir.
Murielle á góðan sprett og sendir hann svo inn í á Vigdísi en hún þrumar honum yfir.
50. mín
Augnablik stúlkur koma virkilega sterkar út í seinni hálfleik. Þær ætla sér greinilega ekki að tapa þessum leik.
49. mín
Augnablik fær aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Bergþóra tók spyrnuna en fór hún vel yfir.
48. mín
Ásta tekur góðan sprett upp hægri kantinn og setur boltann inn í en þar er engin liðsfélagi hennar
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Hvorugt liðið gerir breytingu.
45. mín
Hálfleikur
Virkilega skemmtilegum hálfleik lokið þar sem Augnablik er búið að eiga fleiri hættuleg færi en ekki búnar að ná að að nýta þau á meðan Tindastóll þurfti ekki nema eitt færi og þær nýttu það vel.
Spennandi að sjá hvernig liðin koma ti leiks í seinni hálfleik.
45. mín
Murielle kemst ein í gegn en skýtur framhjá. Ekki oft sem maður sér hana klúðra færi.
43. mín
Frábær sókn hjá Augnabliki! Fanney tekur góðan snúning á miðjunni og kemur með frábæra sendingu inn fyrir vörn Tindastóls á Helgu sem á skot sem fer í Lauren og þaðan berst boltinn á Rebekku sem skýtur framhjá úr dauðafæri.
42. mín
Vigdís vinnur aukaspyrnu við miðlínuna og Jacqueline tekur spyrnuna, boltinn bert út úr teignum og þar vinnur Tindastóll aðra aukaspyrnu sem Jacqueline tekur aftur en er spyrnan beint í fangið á Telmu.
40. mín
Vigdís tekur gott hlaup bak við vörn Augnabliks og fer inn á teigin, þar klobbar hún Valdísi en Telma lokar markinu afar vel.
34. mín
Við skiptinguna hjá Augnabliki virðast þær vera komnar í fimm manna varnalínu þar sem Ásta og Rebekka eru kantbakverðir.
33. mín
Inn:Rebekka Ágústsdóttir (Augnablik) Út:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Augnablik)
Kristjana virðist hafa meiðst og neyðist Vilhjálmur að gera breytingu.
Rebekka kemur inn á vinstri bakvörð, Ragna færir sig yfir í hafsent og Elín Helga færir sig yfir í hægri bakvörð.
30. mín
Ásta á aftur geggjaðan sprett og kemur boltanum fyrir á Fanneyju Einarsdóttur en Lauren lokar virkilega vel í marki Tindastóls.
27. mín
Þetta mark kom pínu eins og þruma úr heiðskýru lofti þar sem Augnablik voru búnar að liggja á Tindastóli í smá tíma en Tindastólsstelpur eru afar sterkar fram á við og þurfa bara eitt færi.
25. mín MARK!
Vigdís Edda Friðriksdóttir (Tindastóll )
Stoðsending: Kristrún María Magnúsdóttir
Geggjuð fyrirgjöf frá hægri kanti Tindastóls inn á teigin þar er Vigdís alveg ein og er hún í engum vandræðum og skallar boltann fallega í netið.
25. mín
Góð fyrirgjöf úr hægri bakverði Augnabliks en það er vandræðagangur í vörn Tindastóls og endar boltinn í hornspyrnu sem verður ekkert úr.
Augnabliks stelpurnar eru ekki alveg að ná að nýta föstu leikatriðin nógu vel.
20. mín
Bergþóra tekur góðan sprett og vinnur aukaspyrnu fyrir Augnablik á miðjum vallarhelming Tindastóls.
Sandra Sif ákveður að skjóta úr aukaspyrnunni en fer hún framhjá. Ekki mikil hætta þar á ferð.
17. mín
Vel gert hjá Murielle! Tekur góðan sprett upp kantinn, notar líkaman vel til að skýla boltanum og vinnur hornspyrnu. Ekkert varð úr þeirri spyrnu.
Tindastóll að vakna
16. mín
Jacqueline kemur með góða fyrirgjöf inn á teig Augnabliks en það vantaði nokkra sentimetra upp á það að Vigdís nái að skalla boltann.
11. mín
Ásta kemur með hættulegan bolta inn á teigin en Helga Marie nær ekki að reka stóru tánna í boltann,

Augnablik eru að verða líklegri og líklegri.
10. mín
Sandra Sif með geggjaða aukaspyrnu inn á teig Tindastóls en engin úr Augnablik gerir árás á boltann.
7. mín
Augnablik fær hornspyrnu. Sandra Sif kemur með góðan bolta inn á teiginn en Ásta skallar framhjá.

Augnablik er farið að halda boltanum betur.
5. mín
Ekki er mikið að gerast fyrstu mínúturnar, boltinn er mikið í kringum miðjusvæðið. Leikmenn eru ennþá að finna taktinn.
1. mín
Tindastóll fer í skyndisókn er Telma ver vel í markinhu frá Vigdísi Eddu. Ekki mikil hætta á ferð.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Augnablik byrjar með boltann.
Fyrir leik
Gaman er að sjá að reynsluboltinn Ásta Árnadóttir er í byrjunarliði Augnabliks í dag.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er leikinn inni í Fífunni. Þar er veðrið alltaf gott og má búast við því að vindur mun ekki setja strik í reikningin í dag.
Toppaðstæður og má búast við virkilega skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Bæði lið spila í Inkasso deildinni. Augnablik er í þriðja sæti en Tindastóll í því áttunda. Bæði lið koma hungruð í sigur í þennan leik þar sem bæði lið töpuðu í síðustu umferð Inkasso deildarinnar. Tindastóll tapaði gegn toppliði Þróttar í hörkuleik og Augnablik tapaði gegn Haukum í baráttuleik.
Fyrir leik
Góða daginn!
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Augnabliks og Tindastóls í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
1. Lauren Amie Allen (m)
Kristrún María Magnúsdóttir
Bergljót Ásta Pétursdóttir ('68)
Guðrún Jenný Ágústsdóttir
2. Jóna María Eiríksdóttir ('65)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('60)
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld
21. Krista Sól Nielsen
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
12. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
11. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir ('60)
16. Eyvör Pálsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Hrafnhildur Björnsdóttir
Ágúst Eiríkur Guðnason
Skúli Vilhjálmur Jónsson
Snæbjört Pálsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: