Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Selfoss
0
1
Þór/KA
0-1 Sandra Mayor '11
05.06.2019  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Allt upp á tíu!
Dómari: Helgi Ólafsson
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Sandra Mayor
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('86)
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('65)
19. Eva Lind Elíasdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
9. Halla Helgadóttir
23. Darian Elizabeth Powell
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('86)
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Óttar Guðlaugsson ('87)
Hólmfríður Magnúsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Game over!

Þór/KA fer með þrjú stig með sér á Akureyri. Mikið jafnræði með liðunum í leiknum en mark Mayor í upphafi leiks skilur liðin að.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA)
Kemur í veg fyrir það að Selfoss nái að taka aukaspyrnu hratt. Búin að gera þetta tvisvar í leiknum.
90. mín
Þór/KA fær hornspyrnu um leið og níutíu mínútur eru liðnar. 3-4 í uppbót.
90. mín Gult spjald: Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Fríða fær gult spjald fyrir brot úti á velli.
89. mín
Mayor leggur boltann á Andreu Mist sem er í góðu færi. Skotið frá Andreu hinsvegar afleitt og fer hátt yfir.
87. mín Gult spjald: Óttar Guðlaugsson (Selfoss)
Óttar mótmælir þessu mikið og fær að launum gult spjald. Aðstoðarþjálfari Selfoss.
86. mín
Hér eru Selfyssingar gjörsamlega brjálaðir og heimta vítaspyrnu!

Karitas fellur innan vítateigs en Helgi bregður á það ráð að dæma aukaspyrnu á Hólmfríði en hún á að hafa hindrað varnarmann Þórs/KA.
Furðuleg ákvörðun.
86. mín
Inn:Halldóra Birta Sigfúsdóttir (Selfoss) Út:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)
Varnarmaður út fyrir miðjumann.
85. mín
Selfyssingar virðast vera búnir á því. Ákvarðanatakan í sóknarleiknum alveg hörmuleg.
83. mín
Gestirnir eru afskaplega lengi að öllu núna. Fer hálf mínúta í innkast. Helgi rekur á eftir þessu.
81. mín
Íris ekki lengi að láta til sín taka.

Á hér strax skot á markið sem að Kelsey ver.
80. mín
Inn:Iris Achterhof (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Önnur skipting gestanna.
79. mín
Við höfum ekki fengið sama fjörið hér í síðari hálfleik eins og var í þeim fyrri.
76. mín
Grace Rapp og Bianca Elissa eiga í einhverju orðaskaki.

Helgi skerst í leikinn og allir sættast. Fallegt.
75. mín
Fríða með skot langt utan af velli.

Máttlaust og Bryndís ekki í vandræðum.
74. mín
Donni eitthvað að láta Helga dómara heyra það.

Helgi verið með allt upp á tíu hér í dag.
71. mín
Selfyssingar verið í sókn nokkuð lengi en eru ekki að komast í gegnum þétta vörn Þórs/KA.
69. mín
Selfoss-stúlkur farnar að færa sig aðeins ofar á völlinn og Akureyringar eru tilbúnir í að refsa.
67. mín
Mayor með fína tilraun.

Tekur boltann upp fyrir utan teig Selfyssinga og reynir hálfgerða klippu. Framhjá markinu.
65. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Magda út - Fríða inn.
64. mín
Anna María með glæsilega fyrirgjöf, Magdalena kemur sér í boltann og nær skallanum á markið en Bryndís gerir vel og ver.

Selfyssingar halda áfram að skapa sér færi.
62. mín
Þóra Jónsdóttur kemur sér fyrir Mayor sem er á sprettinum, hreinsar boltann í horn.

Selfyssingar verjast síðan horninu.
61. mín
Cassie stálheppin að skora ekki sjálfsmark hérna!

Fær boltann í sig, nokkuð fast, en sem betur fer fyrir hana og Selfyssinga fer boltinn aftur fyrir endamörk.
58. mín
RÉTT FRAMHJÁ!

Eva Lind með sendingu á Barbáru sem er búin að staðsetja sig vel, lætur vaða en boltinn rétt framhjá af mjög svo stuttu færi!
57. mín
Anna María freistar þess að skjóta í stað þess að koma með fyrirgjöf.

Skotið laflaust og Bryndís grípur boltann.
56. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Þór/KA)
Lára Kristín sú fyrsta sem að fer í svörtu bókina.

Brýtur á Evu Lind og Selfyssingar fá aukaspyrnu á góðum stað.
55. mín
Mayor með geeeeeeggjaðan sprett upp vinstri kantinn en hangir kannski aðeins of lengi á boltanum og Wys kemur út og hirðir boltann af henni.

Varnarmenn Selfoss ráða ekkert við hana þegar hún fer af stað.
53. mín
Flott hornspyrna frá Önnu en að lokum ná gestirnir að bæja hættunni frá.
52. mín
Fyrsta hornspyrna síðari hálfleiksins er Selfyssinga.
52. mín
Þórdís Hrönn með frábæra sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga ætlaða Huldu Ósk en Wys er fljót að hugsa, kemur út og næra að hreinsa boltann burt.
49. mín
Rólegt í upphafi síðarí hálfleiks.

Alli sendir hér sína varamenn að hita upp.
47. mín
Sólin er farin að láta sjá sig. Virðist skína á Bryndísi í marki gestanna.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er kominn af stað.

Bæði lið óbreytt, fyrir utan auðvitað skiptinguna sem að Þór/KA þurfti að framkvæma í fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Ansi fjörugur fyrri hálfleikur að baki. Bæði lið fengið fullt af færum en það er mark Mayor sem að skilur liðin að.

Nóg eftir, sjáumst í síðari!
45. mín
Fjörtíu og fimm á klukkunni.

Fáum þessa klassísku einu mínútu í uppbót grunar mig.
44. mín
Barbára Sól með skot hátt, hátt yfir markið eftir flottan undirbúning frá Magdalenu Önnu.
42. mín
Jafnræði með liðunum þessar síðustu mínútur í fyrri hálfleiknum.
39. mín
Fín hornspyrna hjá Önnu á fjærstöngina. Magdalena skallar boltann fyrir markið en gestirnir negla boltanum burt.
38. mín
Fyrsta hornspyrna Selfyssinga kemur hér.

Anna María með fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem fer aftur fyrir með viðkomu í varnarmanni Þórs/KA.
36. mín
Stórskotahríð Selfyssinga!

Löng og ansi hættuleg sókn Selfyssinga og gekk gestunum ekkkert að koma boltanum frá. Grace Rapp féll í jörðina og heimtuðu Selfyssingar vítaspyrnu en Helgi Ólafsson ekki alveg á þeim buxunum.
34. mín
Andrea Mist með skot á mark. Engin hætta á ferð. Beint á Wys.
31. mín
Þórdís Hrönn í daaaauðafæri en Karitas kemur á ögurstundu og hreinsar boltann í hornspyrnu.
29. mín
Þóra missir boltann en neglir til baka og vinnur hann um leið. Geggjuð vinnsla í Þóru Jónsdóttur.
27. mín
Stuttur bolti frá Þórdísi en Cassie tekur enga áhættu og skallar þennan afturfyrir.

Þór/KA fær hornspyrnu sem að þær ná ekki að nýta sér.
27. mín
Cassie brýtur af sér á hættulegum stað. Þórdís Hrönn stillir sér upp og ætlar að spyrna þessu.
24. mín
Það vantar ekki færin í þetta, ónei.

Hulda Ósk tekur hér varnarmann Selfyssinga á og lætur vaða á markið. Wys með þetta allan tímann.
22. mín
Selfyssingar eru að skapa sér fullt, fullt af færum.

Magdalena kemur upp vinstri kantinn, snýr inn á teig, fer framhjá varnarmanni Þórs og skýtur á markið en skotið rétt framhjá.
22. mín
Gestirnir fá hornspyrnu sem að Selfyssingar verjast auðveldlega.
20. mín
Magdalena Anna Reimus með flott skot á mark og Bryndís þarf að taka á honum stóra sínum!
19. mín
Mayor er að koma langt niður á völlinn til þess að sækja og skila boltanum.
17. mín
Aftur kemst Grace Rapp í flott skotfæri á vítateigslínunni en aftur ver Bryndís frá henni. Selfyssingar að sækja í sig veðrið.
16. mín
Þórdís Hrönn með geggjaðan sprett upp hægri kantinn.

Klobbar Önnu Maríu áður en að hún fer framhjá Þóru og lætur síðan vaða á markið. Skotið laust og Wys hirðir boltann.
15. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Út:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Arna Sif getur ekki haldið leik áfram.

Karen kemur inn í hennar stað.
14. mín
Barbára enn og aftur að valda usla!

Kemur upp hægri kantinn og á fasta sendingu meðfram jörðinni inná Grace Rapp sem að skýtur á markið en Bryndís Lára fljót að hugsa og ver!
13. mín
Arna Sif liggur hér í grasinu og fær aðlhynningu sjúkraþjálfara. Vonum að hún geti haldið áfram.
11. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
MAAARK!

Gestirnir eru komnir yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik!

Lára Kristín Pedersen á hér sendingu inn fyrir á Mayor sem að stingur varnarmenn Selfoss af og setur boltann framhjá Wys í marki Selfoss. Geeeeeeeggjaður leikmaður!
10. mín
Fyrsta hornspyrna gestanna kemur hér.

Þórdís Hrönn tekur spyrnuna en Magdalena Anna skallar burt.
10. mín
Barbára með flottan sprett upp hægri kantinn.

Fer framhjá tveimur leikmönnum Þórs/KA og reynir fyrirgjöfina sem að fer aftur fyrir endamörk.
9. mín
Þór/KA að reyna mikið af háum boltum innfyrir vörn Selfyssinga þessar fyrstu mínútur.

Hefur ekki enn gengið. Auðvelt að verjast þessu.
7. mín
Selfyssingar ekki hræddir að pressa gestina sem eiga í vandræðum með það að spila sig út úr pressunni.
5. mín
Grace Rapp reynir hér skotið fyrir utan teig.

Engin nálægt henni en skotið þrátt fyrir það afleitt og var nær því að fara í innkast en á markið.
4. mín
Andrea Mist með langa sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga sem að hittir beint á Mayor sem reynir skotið en það rétt yfir.
3. mín
Barbára við það að komast í fínt skotfæri fyrir utan teig en hikar í skotinu og varnarmaður gestanna kemst í boltann.
3. mín
Rólegar upphafsmínútur.

Bæði lið að þreifa fyrir sér og sjá hvernig boltinn rúllar.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Selfyssingar sem að hefja leik með boltann og sækja í átt að Eyrarbakka.
Fyrir leik
Þá ganga liðin út á völlinn.

Selfyssingar í sínum vínrauðum treyjum á meðan Akureyringar eru í sínum varabúningum, svartar að lit.
Fyrir leik
Hér ganga liðin til búningsklefa til þess að rífa af sér upphitunarsettið áður en að leikurinn sjálfur hefst.

Helgi Ólafsson er dómari leiksins og honum til aðstoðar eru þeir Sveinn Tjörvi Viðarsson og Jakub Marcin Róg.
Fyrir leik
Liðin mættust á undirbúningstímabilinu í vetur. Leikurinn fór fram þann 23. mars og endaði hann með 6-0 sigri Þórs/KA.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í fyrra en Þór/KA vann síðari leikinn, 2-0.
Fyrir leik
Bæði lið mætt út í upphitun. Allir hressir og kátir. Tilhlökkun í mannskapnum enda eitt stykki Kóteletta um helgina!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús!

Hjá Selfyssingum byrjar að sjálfsögðu Barbára Sól Gísladóttir, einn besti leikmaður Íslandsmótsins hingað til. Hólmfríður Magnúsdóttir og Brynja Valgeirsdóttir báðar á varamannabekknum.

Borgarstjórinn byrjar að sjálfsögðu hjá Þór/KA en Akureyringar eru bara með sex varamenn í dag.
Fyrir leik
Veðrið hefur heldur betur leikið við Sunnlendinga undanfarnar vikur og á því er engin breyting í kvöld.

Völlurinn lítur glæsilega út, hitastigið er flott og sólin kíkir inn á milli.
Fyrir leik

Fyrir leik
Þór/KA fór illa með Völsung þegar liðin mættust í bikarnum um helgina. Lokatölur 7-0. Þór/KA mætir Val í 8-liða úrslitum.

Í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar sigraði Þór/KA lið Keflavíkur, 1-2, þar sem að Mayor skoraði bæði mörk liðsins. Akureyringar sitja í þriðja sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Selfoss sigraði Stjörnuna í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins um helgina. Frábær 2-3 útisigur. Liðið mætir síðan HK/Víking í 8-liða úrslitum bikarsins.

Selfyssingar sitja í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með sex stig þegar fimm umferðir eru búnar af mótinu. Liðið mætti Val í síðustu umferð á Hlíðarenda þar sem að Valskonur voru ekki í neinum vandræðum og endaði sá leikur 4-1.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi. Klukkan 18:00 eigast við Selfoss og Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna.
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f) ('15)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('80)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('15)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
22. Iris Achterhof ('80)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('56)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('90)

Rauð spjöld: