Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
2
1
HK
Atli Hrafn Andrason '10 1-0
1-1 Ásgeir Marteinsson '26
Erlingur Agnarsson '37 2-1
Júlíus Magnússon '90
14.06.2019  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sturlaðar aðstæður. Sól hæg gola 20 stiga hiti og glænýtt rennislétt teppi
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 1285
Maður leiksins: Erlingur Agnarsson
Byrjunarlið:
32. Fran Marmolejo (m)
Sölvi Ottesen
3. Logi Tómasson ('45)
5. Mohamed Dide Fofana
7. Erlingur Agnarsson ('70)
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
21. Guðmundur Andri Tryggvason
23. Nikolaj Hansen (f) ('45)
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason

Varamenn:
12. Emil Andri Auðunsson (m)
7. James Charles Mack
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Rick Ten Voorde ('45)
11. Dofri Snorrason ('45)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('70)
18. Örvar Eggertsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Mohamed Dide Fofana ('38)
Júlíus Magnússon ('78)

Rauð spjöld:
Júlíus Magnússon ('90)
90. mín Rautt spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
+4 Fékk sitt annað gula spjald.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leik lokið!
+7 Leiknum er lokið fyrsti sigur Víkinga staðreynd. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld
90. mín
+6 Halldór Smári með suddalega tæklingu á vítateigslínunni sem HK menn eru ósáttir við en ekkert dæmt.
90. mín
+6 enn er leikið
90. mín
+5 langt innkast sem Fran grípur eru Víkingar að landa sigri?
90. mín
+4 skot Ásgeirs Marteins í þverslánna!!!!!!!!!!
90. mín
+ 3:30 HK fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
90. mín
Dauuuuuuðafæri hjá gestunum sem breika hratt. Ásgeir setur hann á Valgeir hægra meginn í teignum en skot hans framhjá.

Það er að færast hiti í þetta +5 í uppbót
89. mín
Fran sækirþ arna aukaspyrnu og tíma. Bíður lengi með að taka upp boltann og tekur höggið frá Valgeir. Liggur svo aðeins til að mjólka mómentið.
85. mín
Víkingar að bjóða hættunni heim og bakka undan gestunum.

Þá er Fran eitthvað að kveinka sér í marki heimamanna.
Sá ekki hvað gerðist.
83. mín
Aðeins aukin kraftur að færast í gestina en ekkert skapað sér ennþá.
78. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Aulalegt spjald að fá. Sparkar boltanum í burtu eftir að dæmt er.
78. mín
Ásgeir með skot úr aukaspyrnu en hún framhjá.
75. mín
Inn:Valgeir Valgeirsson (HK) Út:Emil Atlason (HK)
75. mín
Aftur hætta nú Ásgeir með skot sem Fran slær frá. Víkingar bruna upp og Guðmundur Andri í fínni stöðu en of lengi að athafna sig og færið rennur frá honum.
73. mín
Hætta við mark Víkinga eftir fyrirgjöf frá hægri en það vantar alla grimmd fram á við frá HK
72. mín
Skot á mark Mohamed með það en það er laust og hættulítið.
70. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Elli með glæsimark í dag.
70. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
Tekur Dofra niður út við hliðarlínu.
69. mín
Einmitt það. Þetta er eiginlega drepleiðinlegur leikur þessar mínúturnar.
62. mín
1285 manns hér í Víkinni í kvöld
59. mín
Bjartsýnisverðlaun dagsins fær Sölvi Geir. spretturinn góður og gabbhreyfingin flott en skotið af 40 metrum lélegt í besta falli.
53. mín
Rólegt eins og er en heimamenn halda bolta vel og eru að byggja upp í rólegheitum.
49. mín
Emil í færi fyrir gestina efir mistök Rikka TV en skalli hans framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur farin af stað heimamenn hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Rick Ten Voorde (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
tvær breytingar hjá Víkingum í hálfleik.
45. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik lokið. Glæsimörk og klaufamörk barátta og læti. Allt eins og eðlilegt er.

Komum til baka að vörmu spori.
45. mín
uppbótartími í fyrri hálfleik er 1 mínúta.
42. mín
Hvernig fórstu að þessu drengur!!!!!!!!!!!

Guðmundur Andri vinnur boltann af harðfylgi og kemur sér inn í teig finnur Atla Hrafn í hlaupinu með Arnar út úr markinu en Atli setur boltann framhjá fyrir opnu marki.
40. mín
Víkingar að gefa í Atli í fínu færi en Arnar ver í horn. Sölvi skallar svo hornið yfir markið.
38. mín Gult spjald: Mohamed Dide Fofana (Víkingur R.)
HK reynir að svar en Emil með lélegt skot framhjá.

Egill spjaldar svo Momo. Fyrir hvað hef ég ekki hugmynd um.
37. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Litla markið maður!!!!!!!!!!!!

Atli Hrafn fer vel með boltann og tíar hann upp fyrir Erling við vítateigslínu vinstra meginn og Erlingur smyr hann í sammarann.

Glæsilegt mark!
36. mín
Erlingur með skalla eftir prýðilegan undirbúning Davíðs en nær engum krafti í hann og Arnar ekki í vandræðum.
34. mín
Áiiii Hansen fær boltann beint í trýnið af stuttu færi og steinliggur. Egill kallar beint á Ísak sjúkraþjálfara Víkinga en Hansen er í lagi.
32. mín
Heilt yfir ekki ósanngjörn staða. Leikurinn verið i járnum en heimamenn kannski ögn meira ógnandi en alltof mistækir eins og svo oft áður í sumar.
26. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Stoðsending: Kári Pétursson
Kári með fyrirgjöf eftir að klobbað að mér sýndist Loga. Pakkinn í teignum er þéttur en mér sýnist Ásgeir Marteins pota honum yfir línuna,
25. mín
Ásgeir Marteins með skot en Fran með þetta á hreinu,
21. mín
Smá netvesen á mér. Ásgeir Börkur þó á síðasta séns hér. Búinn að brjóta nokkrum sinnum af sér og er vel gíraður að því er virðist.
13. mín
Gestirnir breika en Halldór Smári fastur fyrir og kemur boltanum í horn.
10. mín MARK!
Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
Maaaaaark!!!!!!!

Hápressa Víkinga skilar árangri. Vinna boltann hátt á vellinum og Hansen fljótur að hugsa sendir Atla Hrafn sem gerir vel og klára fram hjá Arnari í marki gestanna.
7. mín
Víkingar vinna horn eftir fyrirgjöf Atla frá hægri.
3. mín
Barningur hér í upphafi en gestirnir eiga fyrsta skotið að marki Víkinga Atli Arnarson með það
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Völlurinn vígður Kári Árna mættur í stúkuna og allt klárt. Byrjum þetta partý.
Fyrir leik
Skemmtileg stund hér fyrir yngri flokka Víkinga sem raða sér hér upp við hliðarlínuna við stúkuna og fá að taka þátt í formlegri vígslu vallarins. Framtíð félagsins á fyrstu sporin á nýjum velli.
Fyrir leik
Frábært að sjá að enn eru um 15 mín í leik en stöðugur straumur fólks liggur í stúkuna. Það er vonandi að hún verði þétt setin í kvöld.
Fyrir leik
Það er auðvitað ekki hægt að tala um þennan leik án þess að minnast á hinn mikla meistara Viktor Bjarka Arnarson aðstoðarmann Brynjars Björns hjá HK

Viktor er auðvitað algjört legend hér í Víkinni enda fyrrum leikmaður hér og uppalinn hjá félaginu.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús og má sjá hér til hliðar. Mesta athygli vekur líklega að Þórður Ingason er ekki í liði Víkinga í kvöld. Sennilegast er um meiðsli hjá þessum góða markverði að ræða en í stað hans stendur Fran Marmolejo sem kom frá nöfnum Víkinga frá Ólafsvík fyrir tímabilið. Jafnframt snýr Sölvi Ottesen aftur í lið Víkinga eftir að hafa tekið út leikbann.






Fyrir leik
Spámaður þessarar umferðar er hinn geðþekki bakvörður úr Hafnarfirði Böðvar Böðvarsson en um leikinn sagði hann

Víkingur 0 - 2 HK (19:15 í kvöld)
Gaui phsyco er aðstoðarþjalfari minna manna í Vikes og þeir munu liklega hlaupa yfir mína menn í HK en það breytir engu því Brynjar Jónasar skorar bæði mörkin í 2-0 sigri HK.
Fyrir leik
Fótbolti.net fór á ferðina í dag og spjallaði við Harald Haraldsson um vígsluna og þýðingu vallarins fyrir félagið fyrr í dag en viðtalið má sjá hér

Einnig heyrðum við í Arnari Gunnlaugssyni þjálfara Víkings en um það má lesa hér
Fyrir leik
Hér áður fyrr var þetta grannaslagur enda aðeins nokkur hundruð metrar úr Víkinni yfir í Fagralund þar sem aðalaðstaða HK var um árabil.

Liðin hafa mæst alls 20 sinnum í mótum á vegum KSÍ frá árinu 1994.

Víkingur hefur haft sigur 11 sinnum 5 leikjum hefur lokið með jafntefli og HK sigrað 4 sinnum. Markatalan er 39-24 Víkingum í vil
Fyrir leik
Fallslagur myndu sumir segja um leikinn í kvöld sem er eflaust rétt greining en leikurinn er stór af öðrum ástæðum. Vígsluleikur á nýju og stórglæsilegu gervigrasi þeirra Víkinga og munar nú um minna eftir vallarfíaskóið í Fossvoginum síðasta vor.

Fótbolti.net óskar Víkingum að sjálfsögðu til hamingju með daginn og með nýja völlinn.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og HK í Pepsi Max deildinni.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson
14. Hörður Árnason
16. Emil Atlason ('75)
17. Kári Pétursson
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
8. Máni Austmann Hilmarsson
9. Brynjar Jónasson
17. Valgeir Valgeirsson ('75)
19. Arian Ari Morina
21. Andri Jónasson
26. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Bjarni Gunnarsson
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('70)

Rauð spjöld: