Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
KR
3
2
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '16
0-2 Ólafur Karl Finsen '49
Pálmi Rafn Pálmason '57 1-2
Alex Freyr Hilmarsson '62 2-2
Pablo Punyed '78 3-2
19.06.2019  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 2280
Maður leiksins: Tobias Thomsen
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('45)
7. Finnur Tómas Pálmason
7. Tobias Thomsen
17. Alex Freyr Hilmarsson ('90)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('90)
11. Kennie Chopart ('45)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Pablo Punyed ('58)
18. Aron Bjarki Jósepsson
28. Valdimar Daði Sævarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Hilmarsson ('21)
Arnþór Ingi Kristinsson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri hefur flautað til leiksloka!

Þvílíkur endukomusigur KR-inga á heimavelli eftir að hafa lent 2-0 undir í upphafi seinni hálfleiks.

KR-ingar fara á toppinn með 20 stig á meðan Valur er enn með sjö stig í 9. sætinu.
93. mín
Lasse Petry með fyrirgjöf en Beitir fer út í teiginn og grípur boltann.
92. mín
Valsmenn þjarma að KR-ingum núna.
91. mín
Birkir Már kemst inní teig KR-inga með því að leika á varnarmann KR, á síðan sendingu fyrir markið en svo virðist vera eins og Birnir Snær hafi ekki hitt boltann og KR-ingar hreinsa frá.
90. mín
Uppbótartíminn er: 3 mínútur
90. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (KR) Út:Alex Freyr Hilmarsson (KR)
Síðasta skipting leiksins.
89. mín
Birkir Már er í dauðafæri innan teigs eftir fyrirgjög frá vinstri. Birkir var aleinn á fjær en Beitir gerir vel, kemur út á móti og minnkar skotrammann og ver.
87. mín
Birkir Már með skot rétt framhjá markinu innan teigs eftir smá pressu frá Valsmönnum.
85. mín
Kristinn Freyr með aukaspyrnu yfir allan pakkann og boltinn aftur fyrir.
84. mín
Óskar Örn með skot með hægri á markið en Hannes þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu. Frábær móttaka eftir sendingu frá Arnóri Sveini.
83. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Síðasta skipting Vals.
78. mín MARK!
Pablo Punyed (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Pablo Punyed. Sláin inn. Flóknara var það ekki.

Pablo rétt töltir að boltanum, síðan bara spyrnan góð sláin inn!

Þvílíka markið!
77. mín
Atli Sigurjónsson keyrir upp völlinn, veit ekkert hvað hann á að gera við boltann. Það skiptir ekki máli. Eiður Aron keyrir inn í hann og Ívar Orri dæmir aukaspyrnu, meter fyrir framan vítateig Vals.

Stórhættulegur staður!
76. mín
Eiður Aron hreinsar frá eftir að Hannes hafi ekki náð að halda boltanum eftir hornspyrnu Atla.
76. mín
KR-ingar hafa verið í sókn núna síðustu mínútur en Pablo átti nú rétt í þessu skot utan teigs í varnarmann og KR fær horn.
75. mín
KR-ingar eru miklu líklegri til að bæta við marki.
73. mín
Lasse Petry brýtur á Atla Sigurjóns. á miðjum vallarhelmingi KR.
72. mín
Atli með háa fyrirgjöf á fjær en Hannes gerir vel og grípur boltann á hæsta punkti í baráttunni við Tobias.
70. mín
Hannes með svakalega vörslu og blakar boltanum yfir á síðustu stundu. Tobias á skot sem fer í varnarmann og þaðan yfir Hannes en hann réttnær ða blaka boltann yfir markið.
68. mín
Ívar Örn með fyrirgjöf frá vinstri en Beitir kemur út og nær boltanum.
66. mín
Alex Freyr stígur á Lasse Petry en Valsmenn halda boltanum. Ívar Orri virðist ekki sjá þetta en Alex Freyr er stálheppinn þar sem hann er á gulu spjaldi.

Lasse Petry lá eftir brotið.
65. mín
Sigurður Egill fór af velli hjá Val á 55. mínútu í stöðunni 2-0 fyrir Val. Núna 10 mínútum síðar er staðan orðin jöfn 2-2.
63. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Brýtur á Óskari Erni.
62. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (KR)
Stoðsending: Tobias Thomsen
KR-ingar eru búnir að jafna og það verður allt vitlaust í stúkunni KR-megin!

Kennie Chopart með frábæra sendingu inn í teiginn þar sem Tobias "kassar" boltann út á Alex Frey sem hefur allan tímann í heiminum innan teigs og þrumar honum viðstöðulaust í markið!
62. mín
Ólafur Karl dæmdur brotlegur en liggur sjálfur eftir. Brýtur á Finn Tómasi og aukaspyrna dæmd.
58. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Önnur skipting KR í leiknum.
57. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!

KR-ingar hafa minnkað muninn. Atli Sigurjónsson með hornspyrnu á nærstöngina, Arnþór Ingi fleytir boltanum að markinu og þar kemur Pálmi á fjærstöngina og stýrir boltanum í netið!
57. mín
Tobias Thomsen með skalla að marki eftir hornið en Ívar Örn er á fjærstönginni og skallar í horn. Áttunda horn KR.
56. mín
Atli með hættulega aukaspyrnu sem Valsmenn skalla aftur fyrir. Hornspyrna. Sjöunda hornspyrna KR í leiknum.
56. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
Réttur dómur. Brýtur á Alex Frey.
55. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Önnur skipting Vals í leiknum.
55. mín
Kristinn Jóns með fyrirgjöf frá vinstri en boltinn er skallaður út fyrir teiginn. Þar kemur Arnþór Ingi og hreinlega tæklar boltann í átt að markinu en rétt framhjá fer boltinn.
52. mín
Ívar Örn er að gera sig kláran til að koma inná og Pablo Punyed hjá KR.
49. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
Valur 2-0!

Hræðileg mistök Finns Tómasar og KR-ingum er refsað! KR-ingar voru með boltann í öftustu varnarlínu og voru að spila boltanum á milli sín. Kristinn Freyr setur síðan smá pressu á Finn sem á herfilega sendingu fram á við beint í fæturnar á Andra Adolpssyni sem á sendingu strax á Ólaf Karl Finsen.

Óli Kalli gerði vel, hélt boltanum frá Finn Tómasi sem var í baráttunni við Óla. Óli sneri sér við og hafði nægan tíma, skaut í fjærhornið framhjá Beiti og inn fór boltinn!
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Inn:Kennie Chopart (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Kennie kemur inn í bakvörðinn og Arnór Sveinn í miðvörðinn.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri hefur flautað til hálfleiks.

Gunnar Þór varnarmaður KR fer beint til Ívars og lætur hann aðeins heyra það.
45. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Arnþór Ingi brýtur á Kristni Frey við hliðarlínuna og það verður allt brjálað í stúkunni.
Svona 30 sekúndum seinna ákveður Ívar Orri að spjalda Arnþór og ekki minnkar baulið úr stúkunni í kjölfarið.
45. mín
Vá! Óskar Örn með skot utan teigs með hægri rétt framhjá fjærstönginni.
45. mín
Gunnar Þór með marktilraun eftir hornspyrnu frá Alex Frey en boltinn beint á Sigurð Egil sem er á fjærstönginni. Sigurður Egill ver semsagt á línu. Ekkert flóknara en það.
45. mín
Hannes ver af stuttu færi eftir hornspyrnuna og Valsmenn hreinsa í horn. Enn ein hornspyrna KR-inga.
45. mín
Atli fær boltann fyrir utan vítateig Vals, hann á viðstöðulausa sendingu á Tobias sem reynir skot við vítapunktinn en boltinn í Hedlund og aftur fyrir.
44. mín
Stutt horn KR fjarar út í sandinn. Atli sendir á Alex Freyr sem framlengir boltann á Kristinn Jóns. sem er aftastur KR-inga, hann reynir að koma boltanum inn í teiginn, en víðsfjarri og boltinn aftur fyrir.
43. mín
Atli með fyrirgjöf frá vinstri kantinum á fjærstöngina sem Bjarni Ólafur skallar aftur fyrir. KR fær horn.
42. mín
Finnur Tómas með slæma spyrnu úr öftustu línu beint í fæturnar á Sigurði Agli sem á stungusendingu frá miðsvæðinu á Kristin Frey. Kristinn Freyr nær hinsvegar ekki að nýta sér mistök Finns og á slæma sendingu á Andra til hægri og sókn Vals fjarar út.
40. mín
Hannes Þór gerir vel, fer út í hornspyrnu Atla Sigurjónsson og handsamar boltann.
40. mín
Óskar Örn sem hefur lítið verið í boltanum finnur Tobias í fætur inn í teig en Tobias er með Hedlund í bakinu sem nær boltanum og sparkar honum aftur fyrir.
38. mín
Valsmenn keyra hratt upp völlinn, Ólafur Karl rennir boltanum á Kristin Frey sem á viðstöðulaust skot beint á Beiti í markinu.
36. mín
Alex Freyr finnur Tobias inn í teig sem gerir vel og sendir boltann út á Pálma Rafn. Pálmi reynir að sneiða boltann á Óskar Örn á fjær sem nær ekki til boltans.

Þarna munaði litlu hjá KR-ingum.
32. mín
Kristinn Jónsson gjörsamlega labbar framhjá Lasse Petry við vítateigslínuna, á síðan skot sem Hedlund kemst fyrir. Hræðilegur varnarleikur hjá Lasse í aðdragandanum.
30. mín
Vá! Einar Karl með góða aukaspyrnu á fjærstöngina þar sem Eiður Aron nær að stanga boltann að markinu af stuttu færi en Beitir gerir frábærlega og ver í horn.

Ólafur Karl á hornið á nærstöngina sem Óskar Örn skallar frá.
28. mín
Alex Freyr liggur eftir, eftir baráttu við Eið Aron en Ívar Orri dæmir ekkert. Leikurinn er hinsvegar stöðvaður í kjölfarið. Alex Freyr stendur upp í kjölfarið og leikar geta haldið áfram.
25. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll þarf að yfirgefa völlinn vegna höfuðmeiðsla.

Bjarni Ólafur tekur við fyrirliðabandinu.
25. mín
VÁ! Atli Sgurjónsson með þetta líka svakalega skot utan teigs sem fer rétt framhjá nærstönginni og endar í hliðarnetinu. Það héldu 70% áhorfenda að boltinn hafi endað inni en svo var ekki.

Þetta var svakalegt. Atli lék á Bjarna Ólaf og komst í frábært skotfæri og nýtti sér það vel en óheppinn að boltinn hafi ekki ratað á markið.
23. mín
Eiður Aron einn og óvaldaður á fjærstönginni eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli en Eiður nær ekki til boltans og boltinn endar framhjá fjærstönginni.
23. mín
Birkir Már stingur Kristin Jónsson af og er skyndilega kominn inn í teig KR, hann rennir boltanum út í teiginn en Arnþór Ingi tæklar boltann í horn.

Þetta var hættulegt!
22. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Alltof seinn í tæklingu og brýtur á Tobias á miðlínunni. Þetta var eins auðvelt og það verður fyrir Ívar Orra að lyfta gula spjaldinu.
21. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (KR)
Stöðvar skyndisókn Vals með því að brjóta á Kristni Frey.
21. mín
Alex Freyr reynir að renna boltanum til Óskars fyrir utan teig, boltinn liggur illa fyrir Óskar en boltinn endar þó hjá Atla sem er í betri skotstöðu. Hann á skot utan teigs en auðvelt fyrir Hannes í markinu.
19. mín
Svakalegar þrjár mínútur.

KR-ingar eiga skot í þverslá og Valsmenn bjarga á línu en það eru hinsvegar gestirnir í Val sem skora á þessum kafla. Svona getur fótboltinn verið óútreiknanlegur.
18. mín
EIÐUR ARON VER Á LÍNU FRÁ TOBIASI! Hvað er að gerast hér!

KR-ingar fengu hornspyrnu sem endar með því að boltinn endar hjá Tobiasi innan teigs sem á skot framhjá Hannesi en Eiður Aron er réttur maður á réttum stað og fær boltann í sig á marklínunni.
16. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
Valsmenn eru komnir yfir!

Þvílík skyndisókn sem Kristinn Freyr og Andri sáu alfarið um!

Kristinn Freyr keyrði upp völlinn, fann síðan Andra. Kristinn Freyr hélt hlaupinu áfram og fékk boltann innan teigs hægra megin og á skot í fjærhornið framhjá Beiti.
15. mín
Heyriði, Haukur Páll er kominn aftur inná.
15. mín
Atli með hornið sem Óli Kalli skallar frá. KR-ingar halda þó boltanum, boltinn endar hjá Kristni Jónssyni sem á HAMMER í þverslánna af einhverjm 25-30 metra færi. Þetta var svakalegt.
14. mín
Löng sending frá Finn Tómasi sem Eiður Aron skallar aftur fyrir, eftir einvígi gegn Atla Sigurjóns. KR-ingar fá horn.
13. mín
Einar Karl er á leiðinni inná. Haukur Páll er meiddur!
13. mín
Haukur Páll er staðinn upp en hann þarf meiri aðhlynningu. Þetta er ekkert spes fyrir Valsmenn.
12. mín
Haukur Páll liggur eftir, eftir aukaspyrnuna frá Atla. Haukur virtist fá boltann í andlitið og liggur eftir. Það þarf að kalla inn sjúkraþjálfara Vals, Einar Óla.

Einar Karl Ingvarsson fer strax að hita upp.
12. mín
Atli Sigurjónsson með spyrnuna en KR-ingar eru dæmdir rangstæðir. Klaufalegt.
12. mín
Sebastian Hedlund fer aftan í hælana á Tobias Thomsen og KR-ingar fá aukaspyrnu við hornfána Valsmanna hægra megin.
11. mín
Önnur spyrna frá Óla Kalla sem Beitir slær í burtu.
11. mín
Ólafur Karl tekur hornspyrnuna, boltinn á nærstöngina og Beitir þarf að hafa sig allan við til að slá boltann aftur fyrir.
10. mín
Valsmenn fá hornspyrnu. Lasse Petry á sendingu á Sigurð Egil sem missir boltann frá sér en Arnór Sveinn sparkar knettinum aftur fyrir.
9. mín
Pálmi Rafn með laust skot utan teigs sem fer beint á Hannes í markinu.
8. mín
Eiður Aron er í basli í byrjun leiks. Hann hefur átt tvær herfilegar sendingar upp völlinn sem hefur ekki ratað á liðsfélaga auk einvígisins sem hann tapaði gegn Alex Frey áðan.
6. mín
Kiddi Jóns með fyrirgjöf en Hannes Þór grípur boltann auðveldlega.
5. mín
Gunnar Þór með sendingu upp völlinn. Eiður Aron reynir að skýla boltanum aftur fyrir en Alex Freyr nær á einhvern ótrúlegan hátt boltanum og Eiður Aron dettur í grasið. Alex rennir boltanum út á Atla Sigurjónsson sem á mislukkaða sendingu aftur fyrir endamörk.
2. mín
Alex Freyr liggur eftir á vellinum en stendur upp eftir örstutt stop.

Bóas stuðningsmaður KR veifar rauða spjaldinu í stúkunni. Það er eins og það er.
1. mín
Leikur hafinn
Valsmenn sækja í átt að Frostaskjólinu.
Fyrir leik
,,Þú velur alltaf þitt besta lið," sagði Leifur Garðarsson. ,,Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að Hannes var fenginn til liðsins var það að hann er betri stjórnandi fyrir aftan vörnina en Anton."
Fyrir leik
,,Stressaðasti maðurinn á vellinum hlýtur að vera Hannes. Ef þessi leikur tapast þá er þetta farið að líta mjög illa út með Hannes í markinu, með allri virðingu fyrir því. Við skulum segja blessunarlega er Hannes ekki meiddur því ef Anton hefði tekið þennan leik og hann hefði endað með sigri, þá væri landsliðsmarkvörðurinn líklega orðinn varamarkvörðurinn í Val," sagði Máni Pétursson á Stöð2Sport.
Fyrir leik
Fimm mínútur í þennan risaslag!
Fyrir leik
,,Það hefði verið áhætta að láta Hannes spila síðasta leik," sagði Óli Jó. í viðtal við Gumma Ben fyrir leik.
Fyrir leik
Ólafur Helgi Kristjánsson er mættur í stúkuna en KR og FH eigast við á sunnudaginn.
Fyrir leik
Vöffluvagninn er mættur og hamborgarar til sölu í KR-heimilinu. Svo sé ég fólk ganga með pítsusneiðar og popppoka. Það er allt til alls.
Fyrir leik
Geir Ólafsson er mættur í stúkuna. Gleðefni.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn í kvöld. Stórt verkefni fyrir Ívar Orra.
Fyrir leik
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er tilbúinn í slaginn og er í marki Vals í kvöld.
Fyrir leik
Það rignir vel þessa stundina og völlurinn því vel blautur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin detta inn 18:15.
Fyrir leik
Valur er hinsvegar tíu stigum á eftir KR og því mikilvægt fyrir liðið að ná sigri í kvöld. Útlitið yrði ansi svart fyrir rauða Valsmenn tapi þeir leiknum í kvöld.
Fyrir leik
Með sigri í kvöld geta KR-ingar endurheimt toppsætið í deildinni. Blikarnir skutust á toppinn með 3-1 útisigri á Stjörnunni í gærkvöldi.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Meistaravelli í Vesturbænum þar sem framundan er Reykjavíkurslagur KR og Vals.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('25)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('55)
17. Andri Adolphsson ('83)
18. Lasse Petry
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('55)
4. Einar Karl Ingvarsson ('25)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
18. Birnir Snær Ingason ('83)
20. Orri Sigurður Ómarsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('22)
Lasse Petry ('56)
Birkir Már Sævarsson ('63)

Rauð spjöld: