Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Grindavík
0
0
FH
0-0 Steven Lennon '60 , misnotað víti
01.07.2019  -  19:15
Mustad völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Vladan Djogatovic
Byrjunarlið:
24. Vladan Djogatovic (m)
Marinó Axel Helgason ('85)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
23. Aron Jóhannsson (f) ('79)
33. Sigurður Bjartur Hallsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('88)

Varamenn:
6. Viktor Guðberg Hauksson
11. Símon Logi Thasaphong
18. Jón Ingason ('88)
19. Hermann Ágúst Björnsson ('79)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
26. Sigurjón Rúnarsson ('85)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic
Hjörtur Waltersson

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('56)
Marc Mcausland ('62)
Rodrigo Gomes Mateo ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
0-0 niðurstaðan!
96. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
94. mín
Jesús! Grindavík kemst allt í einu í fjórir á tvo skyndisókn en sendingin er skelfing og beint á Brynjar Ásgeir.
93. mín
Frábært spil FH endar á þrumuskoti Brands, sem endar í öðru póstnúmeri.
92. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
91. mín
Sigurður Bjartur með fyrirgjöf sem Daði rétt grípur, Jón Inga var einn bakvið markmanninn.
90. mín
Vladan grípur langan bolta um það bil að tilkynnti að sex(!) mínútum verður bætt við.
88. mín
Inn:Jón Ingason (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
87. mín
OG HINUM MEGIN! Vladimar brunar upp kantinn og reynir að finna Alexander einan á fjær kantinum, en vörnin heldur.
86. mín
Atli Guðna á að skora þarna!!! Hár bolti inn í markteig og Atli fyrstu í hann en Vladan fyrir. Þeir skella saman og markmaðurinn þarf aðhlynningu.
85. mín
Inn:Sigurjón Rúnarsson (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
83. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
82. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
81. mín
Nú er það Gummi Kristjáns sem lætur vaða af 30 metrum, FH-ingar að missa þolinmæðina.
80. mín
Bara tíu eftir, tekst öðru liðinu að stela öllum þrem punktum?
79. mín
FH-ingar með efnilega skyndisókn sem endar í að Jónatan Ingi skýtur framhjá.
79. mín
Inn:Hermann Ágúst Björnsson (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
78. mín
Brandur með bjartsýnisskot leiksins, skoraði reyndar, en því miður fyrir hann var það í markið á æfingarvellinum bakvið mark heimamanna.
76. mín
Fyrst algjör stjörnuvörn hjá Marc, þegar Jakup er að sleppa í gegn og svo skyndisókn hjá Grindavík, sem rennur út í sandinn.
75. mín
Vladan liggur og þarf aðhlynningu, skal játa að sá ekki hvað gerðist.
74. mín
Inn:Jákup Thomsen (FH) Út:Halldór Orri Björnsson (FH)
69. mín
JEDÚDAMÍA!!!!! Vladimar sleppur framhjá varnarlínu FH eftir stungusendingu Arons og skítur framhjá Daða... en rééééétt framhjá.
68. mín
Brandur þarf aðhlynningu eftir samstuð þegar hann stoppaði skyndisókn Grindavíkur.
65. mín
Björn kemur boltanum í mark Grindavíkur en löngu búið að dæma Lennon, sem átti stoðsendingua, rangstæðan.
62. mín Gult spjald: Marc Mcausland (Grindavík)
Braut á Halldóri rétt við miðlínuna. Brandur sendir háan bolta inn í teig sem skopar rétt fyrir framan Vladan, frábær viðbrögð að verja yfir en markið hefði ekki gilt vegna rangstöðu.
61. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (FH)
VLADAN VER SPYRNUNA! Halldór Orri er við að ná frákastinu og Vladan rekst í löppina á honum, FH-ingurinn fer alltof auðveldlega niður og er spjaldaður fyrir dýfu.
60. mín Misnotað víti!
Steven Lennon (FH)
!!!
59. mín
Víti! Brotið á Birni alveg við vítateiglínuna.
57. mín
Jóhann Ingi stíar mönnum aðeins í sundur fyrir horn FH. FH fær tvö innköst með stuttu millibili, annað var tæpt, hitt bara rangt.
56. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Taktískt brot á Halldóri Orra.
55. mín
Björn Daníer gerir heiðarlega tilraun til að hlaupa dómarann niður.
51. mín
Elias með góðan sprett upp vinstri kantinn og fyrirgjöf sem Guðmundur hreinsar.
50. mín
Hendi dæmd á Vladimar sem var að komast í skyndisókn eftir að Grindvíkingar höfðu legið í vörn í nær stanslaust fyrir fimm mínútur hálfleiksins. Hendurnar voru útréttar en hann var greinilega að verja á sér andlitið.
49. mín
Steven Lennon með skalla yfir.
48. mín
FH-ingar byrja að halda boltanum í góðan tíma.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Aron Jóhannesson með lokaorðið í hálfleiknum, nær skalla beint á Daða. Jafn leikur, bæði liðin með góða spretti.
43. mín
FH með annan kafla þarr sem þeir ná uppi stuttu spili í kringum teig Grindavíkur en vantar aðeins upp á lokasendinguna.
41. mín
Grindvískir áhorfendur klappa hátt og kaldhæðnislega fyrir aukapspyrnudóm.
40. mín
Jónatan Ingi með stórhættulega fyrirgjöf úr aukaspyrnu, vantaði bara að einhver næði að koma tá í boltann.
38. mín
Guðmundur Kristjánson tekur hlaup framhjá þrem Grinvíkingum og sendir út á Halldór Orra sem nær ekki góðri fyrirgjöf.
35. mín
FH-ingar með laglegt spil sem endar á skoti Hjörts Loga, varið í horn. Sýndist vera brotið á Vladan í horninu en ekkert dæmt og Brynjar Ásgeir skítur yfir.
33. mín
Grindvík með horn, Alxander fyrstur í boltann en nær ekki að stýra á samherja.
30. mín
Alexander Veigar reynir að stinga sér framhjá Jónatan Inga sem vinnur boltann.
27. mín
Alexander Veigar með skot fyrir utan teiginn eftir horn Grindavíkur. Heimamenn búnir að vinna sig mjög vel inn í leikinn eftir að FH-ingar höfðu öll völd.
25. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Glæfraleg tækling, straujaði Gunnar Þorstein alveg.
23. mín
Stuðningsmenn Grindavíkur vilja eldrautt á Guðmund Kristjáns. Aron braut á Guðmundi sem flaug fram fyrir sig. Eftir að flautan gellur er eins og þeir flækist saman og Aron heldur um lærið á sér.
21. mín
Aron með sturlaða sendingu á Josip Zepa sem reynir loftfimleika til að stýra boltanum yfir Daða, en vantar aðeins upp á að þetta heppnist.
20. mín
Lexi með snúning og klobba inn í teig FH en Hjörtur Logi nær að koma í veg fyrir skot.
17. mín
Grindvíkingar spila hratt upp völlinn, Elías reynir að stinga boltanum á samherja af vinstri kantinum en varið í horn. Aron reynir að skrúfa boltan í markteiginn en vindurinn tekur hann yfir.
15. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Brynjar Ásgeir nær geggjuðum skalla eftir horn, yfir vörnina og í átt að fjær horninum þar sem Zeba bjargaði á síðustu stundu.
14. mín
Halldór Orri kemst í færi og virðist vera að koma boltanum í netið en Vladan kemur putta í hann og horn. Það er hamagangur í teignum eftir hornið, Björn Daníel nær lausu skoti en Grinvíkingar hreinsa að lokum.
10. mín
Dauðafæri! Alexander Veigar vinnur boltann við teig FH og Grindvíkingar eru komnir tveir á einn. Það var eins og hann fattaði ekki hversu mikið pláss og tíma hann hafði, reynir að skrúfa í fjærhornið en skítur yfir.
8. mín
Rodrigo kemst í álitlegt færi eftir hornið og nær skoti en varnarmaður fórnar sér fyrir.
7. mín
Pétur Viðars með glæfralega sendingu til baka á Daða, Grinvíkingar vinna horn.
6. mín
Davíð Þór með Hollywood sendingu út á Björn Daníel á hægri kantinum. FH reyna að skapa eitthvað í teignum en að lokum markspyrna.
4. mín
Vladimir Tufegdzic dæmdur rangstæður, það var tæpt.
2. mín
Leikur stöðvaður. Daði Freyr var að hreinsa boltann og þrumaði boltanum í höfuðið á Guðmundur Kristjánsyni. Það er í lagi með hann.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með bolta og sækja frá sjónum.
Fyrir leik
Þetta er að bresta á. Liðin ganga inn á völlinn. Fyrir leik er mínútu þögn til heiðurs Björgvini "Venna" Gunnarsyni, heiðursfélaga í Grindavík.
Fyrir leik
Liðin farin inn í klefa, korter í leik.
Fyrir leik
Það er glampandi sól hér í Grindavík, smá vindur þvert á völlinn. Stuðningsmenn farnir að tínast í stúkuna og það er hamborgaralykt í loftinu.
Fyrir leik


Fyrir leik
Óli gerir eina breytingu, Guðmann Þóris fær sé sæti á bekknum og Guðmundur Kristjáns kemur inn.
Fyrir leik
Tufa gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu síðan í síðasta leik, Sigurjón Rúnars víkur fyrir Sigurði Bjarti Hallsyni.
Fyrir leik


Fyrir leik
Ef Hafnfirðingar eru að velta fyrir sér hvort þeir nenni hingað, þá tekur nákvæmlega þrjátíu mínútur að keyra frá Suðurbæjarlaug og inn á bílastæðið á Mastad vellinum.
Fyrir leik
Hvorugt liðið er þar sem það vill vera í deildinni, FH-ingar eru í áttunda sæti með aðeins tólf stig eftir níu umferðir, Grinvíkingar með tíunda með tíu. Með sigri myndu Grinvíkingar reyndar vænka stöðu sína verulega, fara upp fyrir eftir og búa til fimm stiga gjá milli sín og HK í fallsæti. FH-ingar stefna á Evrópu sæti og geta huggað sig við að deildin er mjög þétt, með sigri hoppa þeir upp í fimmta sæti og væru aðeins þrem stigum frá þriðja með leik til góða.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast á fimmtudaginn var í bikarnum, í leik þar sem Grinvíkingar sáu aldrei til sólar í. FH komst í 5-0 í fyrri hálfleik og Vladimir Tufegdzic fékk rautt spjald eftir hálftíma leik. Lokatölur voru 7-1 fyrir FH. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig liðin koma inn í þennan leik, hvort FH-ingar ofmetnist ekki og sjá hefndarhuginn í heimaliðinu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan og velkomin á Mustad völlinn þar sem Grindvíkingar taka á móti FH-ingum í tíundi umferð Pepsi-Max deildar karla.
Byrjunarlið:
2. Daði Freyr Arnarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson ('92)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('83)
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Halldór Orri Björnsson ('74)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cédric D'Ulivo
8. Kristinn Steindórsson
8. Þórir Jóhann Helgason
11. Atli Guðnason ('83)
18. Jákup Thomsen ('74)
21. Guðmann Þórisson ('92)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('25)
Halldór Orri Björnsson ('61)
Guðmann Þórisson ('96)

Rauð spjöld: