ÍA
2
0
Fylkir
Tryggvi Hrafn Haraldsson '13 1-0
Viktor Jónsson '80 2-0
06.07.2019  -  14:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Albert Hafsteinsson (ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('82)
8. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('78)
17. Gonzalo Zamorano ('61)
93. Marcus Johansson

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
8. Hallur Flosason ('82)
10. Steinar Þorsteinsson ('61)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('78)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Anna Sólveig Smáradóttir
Hlini Baldursson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Kjartan Guðbrandsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Pétur flautar af og Skagamenn vinna langþráðan sigur!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
92. mín
Ragnar Bragi reynir skot fyrir utan teig en Árni ekki í neinu veseni.
90. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
88. mín
Bjarki Steinn fær boltann í gegn en er réttilega dæmdur rangstæður.
87. mín
Valdi með skemmtilega sprett, klobbar Hall Flosa en Steinar stoppar hann inná teignum.
82. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
82. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað en spyrnan slök og Skagamenn hreinsa.
80. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MAAAAAARK!!!!

Viktor Jónsson fær boltann inn á teiginn eftir frábæra fyrirgjöf frá Alberti Hafsteins, Viktor tekur vel á móti honum og renni honum framhjá Kristófer í markinu!!!

Gríðarlega mikilvægt mark fyrir Skagamenn.
78. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
77. mín
DAUÐAFÆRI!!

Viktor Jóns sleppur einn í gegn og hefur alltof mikinn tíma til að hugsa, Kiristófer nær að loka á hann en boltinn fer útfyrir teiginn á Tryggva Hrafn sem hamrar í fyrsta en boltinn framhjá markinu.

Þarna á Viktor hreinlega bara að skora!
76. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
76. mín
Fylkir með frábæra skyndisókn!

Valdimar, Kolli og Castillion eru 3v2 og Valdi kemur sér í frábæra skotstöðu og hamrar boltanum að vinklynum fjær en Árni búinn að lesa það og grípur boltann auðveldlega!

Hefði veruð gullfallegt mark ef Árni væri ekki svona góður markmaður.
73. mín
Valdi brýtur klaufalega á Arnari Má utarlega við miðjuna.

Tryggvi sendir boltann fyrir en Fylkismenn skalla frá... Þetta er svolítið saga leiksins, annað liðið sendir fyrir og varnarliðið skallar frá.
71. mín
Albert gerir vel í að vinna seinni boltann, sendir á Tryggva sem reynir að lauma honum aftur á Alber en Fylkismenn hreinsa í horn.

Spyrnan er skölluð frá og Arnar Már bombar í Fylkismann og í innkast.
71. mín
Arnar Már fellur í teignum og Pési flautar.
70. mín
Daði Ólafs sendir fyrir og Marcus sendir í horn.

Eintómar feilsendingar...
69. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Sam Hewson (Fylkir)
Sóknarskipting hjá Helga, hleypir vonandi smá lífi í þetta.
69. mín
Fylkir fær horn sem Hewson tekur en Einar Logi skallar frá.

Lítið að frétta hérna...
65. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu við varamannabekk sinna manna, Jón Gísli ætlar að taka þessa.

Spyrnan góð, Viktor flikkar en beint í hendurnar á Kristófer.
62. mín
Gott spil hjá Fylkismönnum!

Valdi færir boltann út til vinstri á Daða sem sendir boltann fyrir á kollinn á Hákoni sem skallar boltann beint upp í loftið og Marcus hreinsar.
61. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Gonzalo Zamorano (ÍA)
Og það var alveg laukrétt hjá mér.
60. mín
Steinar Þorsteinsson er að gera sig kláran, ég tippa á að Gonzi komi útaf...
58. mín
Fylkismenn koma sjálfum sér í vesen hérna og Skagamenn vinna boltann í pressu en Gonzi tapar honum svo í vænlegri stöðu.
56. mín
Hornspyrnan var góð en Fylkismenn ná að hreinsa.
55. mín
FÆRI!!

Albert sólar tvo Fylkismenn í einni hreyfingu og rennir boltanum á Tryggva sem tekur skotið en í varnarmann og í horn.
54. mín
Viktor Jóns pressar Kristófer sem fær smá hnjask á ökklann og Pétur stoppar leikinn.

Skagamenn eiga innkast sem Höddi ætlar að kasta langt.
52. mín
Fylkir fær aukaspyrnu vinstra megin við miðjuna sem Hewson neglir inná teig en Skagamenn koma boltanum frá.
50. mín
Fyrsta alvöru sókn seinni hálfleiks kom hérna, Tryggvi keyrði inn á teiginn og reyndi skot með vinstri en Ari Leifs kom sér fyrir.
46. mín
Þetta er komið af stað aftur!

Ný byrja Skagamenn.
45. mín
Hálfleikur
Pétur flautar liðin inn til búningsklefa.
45. mín
Nú er brotið á Viktori Jóns rétt fyrir framan miðjuboga, Tryggvi tekur þessa spyrnu.

Spyrnan flott inn á teiginn og Marcus flikkar en þaðan hreinsa Fylkismenn.
41. mín
Albert stuggar við Kolla þegar boltinn fer í aðra stefnu og Kolli dettur, Pétur flautar og Jói Kalli missir sig.

Pétur mætir og lætur Jóa heyra það en spjaldar hann ekki.

Árni grípur spyrnuna frá Kolla.
40. mín
Spyrnan frá Tryggva er geggjuð - boltinn dettur niður inná teignum og Kristófer gerir vel í að taka boltann áður en Skagamenn pota honum yfir línuna.
40. mín
Gonzi setur boltann fyrir og Kristófer í smá veseni og blakar boltanum í horn.
39. mín
Góð spyrna frá Hewson en Viktor Jóns skallar í innkast.
38. mín
Höddi stígur aðeins inn í Castillion þegar hann hoppar upp í skallabolta og línuvörðurinn flaggar og Jói Kalli tryllist aftur.

Kolli með spyrnuna og Arnar Már skallar í horn.
35. mín
Daði neglir boltanum að teignum og þar mætir Valdi og stangar boltann frá vítateigslínunni á markið en Árni er rúmlega ágætur markvörður og grípur þetta. Góður skalli hjá Valda samt.
33. mín
Skagamenn fá horn.

Réttfættur Tryggvi smellir boltanum vel fyrir með vinstri - sturluð gæði...

Fylkismenn skalla þó frá.
32. mín
Hinumegin hamrar Hákon á markið en boltinn aftan í hælana á Castillion sem var rangur.
31. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Skagamenn bruna upp í skyndisókn, Gonzi og Tryggvi koma tveir á móti tveimur Fylkismönnum og Gonzi gefur ekki boltann og Orri Sveinn nartar aftan í hann og fær verðskuldað spjald.

Þarna hefði Gonzi átt að senda miklu fyrr á Tryggva.
30. mín
Daði hamra boltanum fyrir og Einar setur hann í horn.

Hewson tekur þessa spyrnu - sendir út á Kolla sem skýtur í Arnar Má.
29. mín
Jói Kalli er ennþá reiður yfir þessari aukaspyrnu, farinn að rífast við aðstoðardómarann og Gunnar Odd fjórða dómara.
28. mín
Arnar Már fer aðeins í bakið á Castillion sem hendir sér niður og Jói Kalli trompast við Pétur og biður hann að dæma þetta í báðar áttir.

Kolli neglir spyrnunni í Skagamann og þaðan berst boltinn á Helga Val sem neglir með vinstri beint á Árna.
25. mín
Fylkismenn halda boltanum vel og ná að þvinga Skagamenn niður í eigin vítateig en svo berst boltinn á Hákon sem er flaggaður rangur.
23. mín
Arnar Már skallar hornið útúr teignum og Hewson hleður í skot sem fer í Einar Loga sýndist mér og Fylkismenn heimta hendi! - Ég er sammála Pétri þarna í að dæma ekki neitt.
22. mín
Fylkismenn fá horn eftir fínt spik upp hægra megin.

Kolli spyrnir sem fyrr... - Held að hann hafi tekið útspark, spyrnan fór svo hátt upp í loftið, og Skagamaður flikkar í innkast hinumegin.
19. mín
Núna eiga Skagamenn að fá horn en Pétur dæmir brot á Tryggva...

Tryggvi stuggaði aðeins við Ara Leifs sem touchaði boltann í horn. Ekki mikið brot í þessu!
17. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Gonzi keyrði af stað útúr teignum og Valdi neglir hann niður.
17. mín
Hákon Ingi tekur skot sem fer af Óttari og í horn.

Kolli tekur spyrnuna á fjær þar sem boltinn fer í þvögu og þaðan berst boltinn til Gonzi.
13. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
MAAAARK!!!

Þetta gerist ansi hratt og ég var að skrifa um markið sem var dæmt af Gonzi þegar Höddi er alltíeinu mættur í fyrirgjafastöðu og hamrar boltann niðri á Tryggva Hrafn sem potar boltanum inn!

Velkomnir á Írska daga kæru Fylkismenn.
12. mín
Árni Snær er fljótur að lúðra boltanum upp hægra megin þar sem Jón Gísli sendir boltann fyrir á Gonzi sem klára snyrtilega upp í samúel en en flaggaður rangur!
12. mín
Kolli tekur aukaspyrnu alveg uppvið varamannabekk Skagamanna og neglir boltanum á fjær þar sem Helgi Valur hoppar hæst og skallar rétt framhjá.
10. mín
Skagamenn spara ekkert hér í dag og skarta besta boltasækjara Pepsi Max deildarinnar þetta tímabilið, Haukur Haraldsson sinnir sínum störfum fagmannlega í dag, en hann er sonur Hadda Ingólfs.
6. mín
Mikill hraði í þessu!

Tryggvi sækir aukaspyrnu úti vinstra megin og tekur spyrnuna sjálfur, hengir boltann í loftið þar sem Marcus mætir en nær ekki að gera sér mat úr þessu.
6. mín
Fyrirgjöf frá Daða Ólafs ratar á heitasta mann deildarinnar um þessar mundir en Valdimar nær ekki krafti í tilraunina og Árni nær boltanum.
5. mín
Bolitnn berst út á Tryggva Hrafn vinstra megin sem keyrir á Ara Leifs og fer framhjá honum, en sendingin fyrir með vinstri ekki nógu góð.
3. mín
Kolli sendir spyrnuna beint afturfyrir hinumegin...
3. mín
Fylkismenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
JÁÁ!

Boltinn berst út til vinstri frá teignum á Daða Ólafs sem hamrar boltann í fyrsta en rétt yfir slánna. Þetta var ekki galin tilraun.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!

Fylkismenn byrja með boltann og sækja í átt að Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Liðin labba til vallar á eftir lögreglumanninum, Pétri Guðmundssyni.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn, 8 mín í leik...

Það styttist í þetta! - Fólk hrúgast í brekkuna enda skín sólin skært þangað, en ekki í stúkuna.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp á meðan að sólin baðar þá vallargesti sem eru mættir og Scooter ómar í græjunum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar!

Albert kemur inn í Skagaliðið í fjarveru Stefáns Teits sem er í banni.

Óli Ingi er á bekknum hjá Fylki, Aron og Andrés ekki klárir í slaginn...
Fyrir leik
Veðrið er ekki afsökun fyrir því að mæta ekki á leikinn.

Það er bongó!
Fyrir leik
Fylkir þurfti að gera þrjár breytingar vegna meiðsla gegn KA, spurning hvort þeir séu allir orðnir klárir í dag, þeir Aron Snær, Andrés Már og Ólafur Ingi.
Fyrir leik
Það skiptir Skagamenn öllu máli að liðið vinni hér í dag svona fyrir framhaldið á bæjarhátíðinni, þannig ég reikna með smá extra púðri frá heimamönnum í dag.
Fyrir leik
Skagamenn hafa ekki riðið feitum hesti undanfarið en í síðustu 5 leikjum þeirra eru fjögur töp og eitt jafntefli.

Fylkismönnum hefur gengið aðeins betur undanfarið, en þeir hafa bara tapað einum af síðustu 5 deildarleikjum sínum.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin á Írska daga!

Hér fer fram bein textalýsing frá leik ÍA og Fylkis.
Byrjunarlið:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
Daði Ólafsson ('76)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson ('69)
9. Hákon Ingi Jónsson ('90)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
20. Geoffrey Castillion
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Leó Ernir Reynisson
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('69)
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('76)
16. Ólafur Ingi Skúlason
17. Birkir Eyþórsson
22. Leonard Sigurðsson ('90)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('17)
Orri Sveinn Stefánsson ('31)

Rauð spjöld: