Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
62' 1
0
Valur
Fylkir
3
0
ÍBV
Kolbeinn Birgir Finnsson '12 1-0
Ásgeir Eyþórsson '45 2-0
Geoffrey Castillion '84 3-0
21.07.2019  -  16:00
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Létt gola, sólin glennir sig annað slagið og 19 stig á mælinum. Er það ekki fullkomið fótboltaveður bara?
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 810
Maður leiksins: Kolbeinn Finnsson
Byrjunarlið:
32. Stefán Logi Magnússon (m)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson ('74)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
6. Sam Hewson ('85)
10. Andrés Már Jóhannesson ('62)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Ólafur Ingi Skúlason
20. Geoffrey Castillion
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
3. Leó Ernir Reynisson
5. Orri Sveinn Stefánsson ('74)
9. Hákon Ingi Jónsson
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('62)
17. Birkir Eyþórsson ('85)
28. Helgi Valur Daníelsson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðtöl og skýrslan á leiðinni.
90. mín
+2

Allt tempóið horfið. Þessum lýkur svona.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.


88. mín
Daði með skemmtilega tilraun af miðjulínunni, sá Veloso framarlega og neglir að marki, rétt framhjá.
85. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Sam Hewson (Fylkir)
Fyrsti deildarleikur Birkis fyrir Fylki.

Hann er bróðir Ásgeirs hafsents.
84. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Fylkir)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Game Over.

Daði á stóran hlut hér, byrjar á nettri vippu yfir Preh og veður framhjá vörninni eiginlega allri. Er að munda skotfótinn þegar ÍBV komast inní hlaupið en boltinn dettur á Valdimar sem er einn í gegn, Veloso kemur og lokar en Valdimar leggur á Castillion sem rennir í autt markið.
78. mín
Geggjuð varsla Stefán!

Fyrsta snerting Prah er skot úr teignum eftir geggjaðan undirbúning sem lauk með gullsendingu í gegnum vörnina á Benjamín sem er aleinn í gegn. Stefán stendur og stendur og ver að lokum með höfðinu.
77. mín
Inn:Benjamin Prah (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
Like for like.
76. mín
Ef Castillion hefði ekki klippt táneglurnar í gær væri staðan 3-0!

Arnór vinnur sig upp vænginn og sendir inní. Castillion teygir og nær snertingu en ekki nægilegri, boltinn endar hjá Arnóri sem á skot sem Veloso ver.
74. mín
Inn:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Orri fer í bakvörð og Arnór Gauti orðinn vængmaður.

Þetta er svokölluð "Rafa-skipting", aðeins að hræra upp í kollum manna. Arnór var fínn þessar mínútur í bakverðinum.
73. mín
ÍBV að ná upp pressu hérna þessar mínúturnar.

Færast nær marki bara.
71. mín
Sindri tekur þríhyrning við Martin og fær skotfæri, hörkunegla að marki en rétt framhjá.
70. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
Fer á kantinn.
67. mín
Valdimar sleppur hér í gegn eftir sendingu frá Castillion en skaut langt framhjá.

"Hvað varstu að gera drengur" glumdi úr stúkunni, heimildarmenn mínir benda á að líklega hafi það verið rödd móður hans...
66. mín
Inn:Sindri Björnsson (ÍBV) Út:Priestley Griffiths (ÍBV)
Like for like skipting.
64. mín
Castillion snýr boltann rétt yfir úr aukaspyrnunni.
63. mín
Felix brýtur klaufalega af sér og býr til skotfæri.
62. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Sýnist Arnór bara detta í bakvörðinn!
61. mín
Valdimar leikur inn í teiginn og neglir boltanum í slána.
60. mín
Daði með góða sendingu inní og Ragnar skallar yfir.
58. mín
Geggjað hlaup Kolbeins upp nær allan völlinn endar í skotfæri sem Veloso ver.

20 sekúndum síðar vinnur hann boltann af Felix með frábærri tæklingu.
57. mín
Þemað hér í síðari hálfleik er annað en hingað til.

ÍBV fá núna að vera með boltann á meðan Fylkismenn verjast.
55. mín
Glenn rétt sloppinn í gegn en enn á ný er Ari snöggur að átta sig og hreinsar í horn sem ekkert kemur úr.
52. mín
Upp úr horninu kom annað og upp úr því kom skotfæri fyrir Felix sem hann negldi yfir markið af 30 metrunum.
51. mín
Þung pressa upp úr aukaspyrnu Eyjamanna en Fylkismenn björguðu í horn.
50. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Þarna sleppur enginn. Ragnar tæklar Coelho og uppsker spjald.
50. mín
Valdimar hendir sér í tæklingu á Sindra en sleppur við spjald.
48. mín
Fyrsta færið er Eyjamanna, Castanheira fær skotfæri eftir fína sókn upp hægra megin en Fylkismenn komast fyrir skotið og úr verður horn sem ekkert verður úr.
46. mín
Leikur hafinn
Komið aftur af stað í Árbænum.
45. mín
Hálfleikur
Guðmundur flautar bara leikinn af á miðpunktinum.
45. mín MARK!
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Jæja já!

Besti kafli ÍBV í leiknum síðustu mínútur en Fylkir skora úr hornspyrnu.

Sú fór á fjær þar sem skallað var að marki en ÍBV komust fyrir það en boltinn datt fyrir Ásgeir, hann skaut að marki en vörnin aftur fyrir, boltinn datt aftur fyrir hann og þá voru engin mistök gerð.
45. mín
Vel varið Veloso!

Valdimar nær góðum skalla úr markteignum sem Veloso slær yfir í horn.
44. mín
Vel varið Stefán!

Enn skyndisókn ÍBV, Sindri ber boltann upp og á góða sendingu á Gary Martin sem vinnur hann inn í markteiginn og neglir svo á nær.

Reynslan hjá hanskamanninum taldi þarna, beið vel og lengi og sló hann í horn sem svo hann hirti bara stuttu síðar.
42. mín
Vel gert hjá Ara, stunga innfyrir og hann vinnur kapphlaupið við Gary Martin og hreinsar í innkast.

Mikilvægt augnablik.
41. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Fyrirliðinn eitthvað að ergja sig á aukaspyrnu sem Guðmundur flautaði og fær spjald að launum.
40. mín
Vestmanneyingar aðeins að vakna hérna.

Komnir ofar á völlinn og náð að skapa sér sóknarfæri sem hafa þó ekki búið til alvöru ógn ennþá, en fullt af krossum inn í teiginn.
37. mín
Færi hjá Fylki, núna frá vinstri.

Daði kemst ofarlega á völlinn og sendir inní. Ragnar Bragi neglir að marki en Garner kemst fyrir og bjargar í horn sem ekkert verður úr.
35. mín
Hewson nær neglu á markið utan teigs, Veloso ver út í teig þar sem Valdimar setur hann yfir fyrir opnu marki.

Hann var líklega sáttur við AD2 sem var búinn að lyfta flagginu.
34. mín
Skot!

Griffiths lætur vaða af 25 metrunum og þessi var ekkert langt framhjá, langbesti möguleiki ÍBV hingað til.
31. mín
Fylkir beint upp völlinn og komast í góða stöðu.

Ragnar ákveður að skjóta úr teignum með Kolbein í betra færi við hlið sér. Veloso fer létt með að verja skotið.
30. mín
Sentershlaup hjá Martin, sekúndu of snemma þó.

Góð sending innfyrir vörnina en strákur rangstæður. Smá lífsmark.
25. mín
Tempóið aðeins dottið niður í leiknum síðustu mínútur.

Uppsetningin enn sú sama. Fylkir með boltann og ÍBV verjast og reyna að sparka langt og búa til skyndisóknir þar sem Glenn og Martin eru að berjast gegn fjögurra manna varnarlínu.
20. mín
Fylkismenn rétt sloppnir í gegn enn á ný hér hægra megin, Ragnar lætur boltann fljóta framhjá sér og til Castillion sem nær honum ekki og útspark verður úr.

Ragnar var aleinn og hefði getað snúið sér við og skotið.
19. mín
Ég veit ekki hvort það er til marks um óþol fyrir frammistöðunni hingað til en allir varamenn ÍBV hafa verið sendir til að hita upp...
18. mín
Fylkismenn halda sama ryþmanum í leiknum, fá mikil svæði til að rúlla boltanum sín á milli á miðsvæðinu.
14. mín
ÍBV ná að komast á bakvið Daða í vinstri bakverðinum, Franks með fasta sendingu inn í teiginn sem Stefán slær duglega út úr teignum.
12. mín MARK!
Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Komið mark.

Vinstri vængur ÍBV bara getur ekki varist og það hlaut að koma að skoti á rammann.

Alvöru skot var það, Ragnar leggur á Kolbein á vítateigslínunni og hann klínir boltann upp undir slána, Veloso nær ekkert að gera við þessu.
10. mín
Fylkismenn eru stanslaust í sókn hérna fyrstu mínúturnar.

ÍBV liggja djúpt á vellinum.
7. mín
ÍBV eru að stilla upp í 4-3-3

Veloso

Felix - Jackson - Garner - Coelho

Sindri - Griffiths - Castanheira

Franks - Martin - Glenn.
6. mín
Bjargað á línu!

Enn fara Fylkismenn upp hægra megin, Ragnar leggur út í teig þar sem Castillion á laust skot sem Felix bjargar á línu og upp úr því ná ÍBV að hreinsa.
5. mín
Fylkismenn eru í sínu 4-2-3-1

Stefán

Andrés - Ari - Ásgeir - Daði

Ólafur - Sam

Ragnar - Kolbeinn - Valdimar

Castillion.
4. mín
ÍBV ná að skella sér í skyndisókn og Franks ekki langt frá því að hirða sendingu frá Coelho.
3. mín
Fylkismenn fá annað horn eftir sókn upp hægri.
2. mín
Strax komið færi, Ragnar Bragi fær góða sendingu upp hægra megin en góð sending hans er send í horn sem ekkert verður úr.
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað í Árbænum.
Fyrir leik
Fylkir vinna uppkastið og ákveða að sækja í áttina að Árbæjarskóla, verja sundlaugina sína í fyrri hálfleik.

ÍBV sparka fyrst.
Fyrir leik
Liðin labba inná. Hefðbundnir búningar á liðunum.

Íslenskir dómarar eru augljóslega kolfallnir fyrir ljósbláu stuttermabúningunum.

Enda eru þessir gaurar heltanaðir...nema Eðvarð. Greinilega ekki mikil sól í akureyska Þorpinu þetta árið!
Fyrir leik
Guðmundur Magnússon er ekki í hóp hjá ÍBV í dag...gárungar á svæðinu segja hann hafa fengið skilaboð um að geta farið núna í glugganum.

Tékkum á því í viðtalinu eftir leik.
Fyrir leik
Liðin halda til klefans og allt að verða klárt.

Enn laust í stúkunni. Stökkva af stað!!!


Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús.

ÍBV eru með 2 menn í leikbanni, Víðir Þorvarðar og Sigurð A. Magnússon, Nýi maðurinn Jackson kemur inn ásamt Jonathan Glenn.

Ein breyting hjá Fylki. Andrés Már kemur inn og Orri Sveinn dettur út.
Fyrir leik
Liðin tvö koma ekki inn á neinni sigurbraut.

Fylkismenn hafa fengið 1 stig í síðustu 2 leikjum, unnu síðast 30.júní.

ÍBV hafa hins vegar tapað í síðustu 5 leikjum - unnu síðast fótboltaleik 2.júní.


Fyrir leik
Svona á meðan að við bíðum eftir byrjunarliðunum þá get ég fullvissað fólk um að Wurth-völlurinn verður klár í slaginn. Verið er að gera allt klárt, búið að kveikja á grillunum, kaffið komið í könnur og verið að rennbleyta völlinn. Það er sko heldur betur ástæða til að hvetja fólk til að rúlla í Árbæinn og slaka á yfir fótboltaleik!
Fyrir leik
Guðmundur Ársæll Guðmundsson stjórnar flautunni í dag, honum til aðstoðar með flögg og í sambandi gegnum hljóðkerfið eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson.

Fjórði dómarinn er Gunnþór S. Jónsson og í eftirlitinu að þessu sinni verður Frosti V. Gunnarsson.

Allt undir kontról hér.
Fyrir leik
Í hópi Fylkismanna hefur Arnór Gauti Ragnarsson leikið í alhvíta Eyjabúningnum og í leikmannahópi ÍBV voru Jonathan Glenn og Víðir Þorvarðarson einu sinni appelsínugulir. Víðir mun þó ekki leika þennan leik í dag, er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik.
Fyrir leik
Þessi lið hafa leikið 51 innbyrðis leik í efstu deild karla frá því þeir mættust í fyrsta sinn sumarið 1993.

Í dag er árangurinn nákvæmlega jafn, 17 sigrar á hvort lið og 3 jafntefli.

Undanfarið hafa þó hinsvegar Fylkismenn algert grettistak á ÍBV. Í síðustu 9 leikjum hafa Árbæingar unnið 8 leiki gegn 1 sigri ÍBV. Þessi eini sigur Vestmanneyinga á síðustu leiktímabilum var í Árbænum 2016, 0-3 sigur.
Fyrir leik
Fyrir leiki dagsins þá sitja heimamenn í 7.sæti deildarinnar með 16 stig. Sigur fyrir þá í dag væri mikilvægur í baráttunni fyir a.m.k. 4.sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti.

Eyjamenn eru langneðstir í deildinni með 5 stig og heil 8 stig í öruggt sæti. Þeir einfaldlega VERÐA að fara að ná í sigra!
Fyrir leik
Við gætum fengið að sjá nýjasta leikmann ÍBV í fyrsta sinn hér í dag.

Oran Egypt Jackson, kemur frá MK Dons í Englandi. Um er að ræða 20 ára varnarmann sem ætlað er að stoppa lekann í mörkum fengin á sig, nokkuð sem er lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða var í fyrstu umferð deildarinnar, Fylkismenn fóru út í Eyjar og unnu 0-3.

Ásgeir Eyþórsson og Sam Hewson skoruðu auk þess sem að Eyjamenn gerðu sjálfsmark.
Fyrir leik
Leikurinn markar upphaf 13.umferðar deildarinnar, í kjölfar hans verða þrír leikir í dag og henni lýkur svo á morgun með tveimur í viðbót.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og bara hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og ÍBV í PepsiMax-deild karla.
Byrjunarlið:
93. Rafael Veloso (m)
Jonathan Glenn ('70)
Matt Garner
3. Felix Örn Friðriksson
8. Priestley Griffiths ('66)
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin
11. Sindri Snær Magnússon
18. Oran Jackson
77. Jonathan Franks ('77)
92. Diogo Coelho

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
6. Sindri Björnsson ('66)
17. Róbert Aron Eysteinsson
19. Breki Ómarsson ('70)
19. Benjamin Prah ('77)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Márcio Santos

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('41)

Rauð spjöld: