Mustad völlurinn
fimmtudagur 25. júlí 2019  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Milt veður með smá golu.
Dómari: Magnús Garðarsson
Maður leiksins: Shannon Simon
Grindavík 1 - 1 Augnablik
1-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('52)
1-1 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('71)
Byrjunarlið:
1. Veronica Blair Smeltzer (m)
2. Ástrós Lind Þórðardóttir
4. Shannon Simon
7. Borghildur Arnarsdóttir ('68)
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f)
10. Una Rós Unnarsdóttir ('83)
13. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir
14. Birgitta Hallgrímsdóttir ('66)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
29. Írena Björk Gestsdóttir

Varamenn:
12. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir (m)
6. Katrín Lilja Ármannsdóttir
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir ('83)
16. Sigurbjörg Eiríksdóttir
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir
21. Nicole C. Maher ('66)
26. Unnur Stefánsdóttir ('68)

Liðstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Vilborg Rós Vilhjálmsdóttir
Inga Rún Svansdóttir
Petra Rós Ólafsdóttir
Sreten Karimanovic
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@lovisafals Lovísa Falsdóttir
90. mín Leik lokið!
1-1 lokastaða hér á Mustad-vellinum.

Takk fyrir samfylgdina!
Eyða Breyta
90. mín
Nicole fellur full harkalega eftir smá snertingu frá Valdísi. Magnús Garðarsson dómari hristir hausinn en Grindavíkurstúkan alls ekki sammála!
Eyða Breyta
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn. Undirrituð missti af því hver uppbótartíminn er. Það er ekki mikið eftir, svo mikið er víst.
Eyða Breyta
90. mín
Shannon reynir fast skot af löngu færi, ekkert svo heimskulegt en endar þó í fanginu á Telmu.
Eyða Breyta
89. mín
Spennustigið hátt þessar lokamínútur. Hiti í stúkunni sem beinist að dómaranum, ekkert nýtt af nálinni þar. Nú hallar aðeins á Grindavíkurkonur finnst fólki.
Eyða Breyta
87. mín Birta Birgisdóttir (Augnablik) Þórdís Katla Sigurðardóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
86. mín
Tinna Hrönn með öflugan sprett upp vinstri kantinn, Kristjana hreinsar í horn.

Shannon með öfluga hornspyrnu, Telma æðir út en nær ekki til boltans, Grindavíkurkonur ná þó ekki að nýta sér það.
Eyða Breyta
83. mín Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík) Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
79. mín
Kristjana með fína fyrirgjöf sem endar hjá Söndru Sif sem á skot framhjá marki.
Eyða Breyta
78. mín
Augnablikskonur mikið meira með boltann og mikið ákveðnari en Grindavíkurkonur þessa stundina.
Eyða Breyta
76. mín Brynja Sævarsdóttir (Augnablik) Hildur Lilja Ágústsdóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
72. mín Birna Kristín Björnsdóttir (Augnablik) Fanney Einarsdóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
71. mín MARK! Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Augnablik), Stoðsending: Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Eftir þessa lélegu hreinsun ná Augnablikskonur boltanum, Valdís með frábæra fyrirgjöf á ennið á Bergþóru sem skallaði hann í hægra hornið framhjá Veronicu. Keimlík mörk hjá liðunum hér í dag.
Eyða Breyta
71. mín
Augnablikskonur fá horn. Smá reikistefna í vörn Grindavíkur og þær hreinsa illa.
Eyða Breyta
68. mín Unnur Stefánsdóttir (Grindavík) Borghildur Arnarsdóttir (Grindavík)
Inn á kemur efniviðurinn Unnur Stefánsdóttir sem er á leiðinni með U15 til Hong Kong í lok ágúst.
Eyða Breyta
66. mín Nicole C. Maher (Grindavík) Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík)
Fyrsta skipting leiksins.
Eyða Breyta
63. mín
Magnús duglegur með flautuna þessa stundina. Yfirleitt á kostnað Augnablikskvenna, þær eru ekki par sáttar.
Eyða Breyta
60. mín Gult spjald: Ragna Björg Einarsdóttir (Augnablik)
Ragna Björg brýtur harkalega af sér og missir sig örlítið eftir það, ýtir Grindavíkurstelpu í kjölfarið og uppsker gult spjald fyrir þetta.
Eyða Breyta
57. mín
Augnablikskonur fá horn. Endar í fanginu á Veronicu.
Eyða Breyta
55. mín Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Augnablik) Elín Helena Karlsdóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
52. mín MARK! Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík), Stoðsending: Shannon Simon
MAAAAAAAAAARK!!!

Shannon með fyrirgjöf og Helga Guðrún skorar með skalla í hægra hornið framhjá Telmu í markinu!
Eyða Breyta
52. mín
Haka í gólf. Grindavíkurkonur að fá horn.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Staðan er 0-0 hér á Mustad-vellinum þegar Magnús dómari flautar til leikhlés.
Eyða Breyta
44. mín
Skot frá Söndru Sif af löngu færi sem Veronica þarf að hafa sig alla við til að verja hann við slánna. Hún dettur, Augnablikskonur ná frákastinu en Veronica nær að fóta sig rétt áður og ver það eins og henni einni er lagið. Þær ná síðan öðru frákasti en Hildur Lilja á þá skot yfir. Veronica uppsker mikið lófatak úr stúkunni.
Eyða Breyta
42. mín
Aukaspyrna dæmd, Shannon tekur spyrnuna. Þorbjörg Jóna dettur í teignum en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
39. mín
Þórdís Katla með fínt skot sem Veronica ver. Örlítið fastar og hann hefði líklega verið inni.
Eyða Breyta
34. mín
Brotið á Elínu Helgu rétt fyrir framan miðju, Sandra Sif með góða aukaspyrnu sem endar í lúkunum á Veronicu.
Eyða Breyta
30. mín
Frábært spil hjá Augnablikskonum, Bergþóra kemst í ágæta stöðu gefur boltann út á Hildi Lilju sem var alein en hún skýtur yfir. Augnablikskonur sterkari þessa stundina.
Eyða Breyta
24. mín
Írena Björk með hættulega sendingu til baka, Þórdís Katla kemst næstum því á milli. Veronica var sekúndubroti á undan henni. Þar skall hurð nærri hælum.
Eyða Breyta
21. mín
Shannon er búin að tjalda við hornfánann. Sjötta hornið. Telma kýlir hann aftur í burtu.
Eyða Breyta
18. mín
Enn eitt hornið hjá Grindavíkurkonum. Þær breyta til og uppskera skot á mark, Telma þarf að hafa sig alla við til þess að kýla hann í burtu.
Eyða Breyta
14. mín
Aukaspyrna dæmd á Írenu Björk tveimur metrum fyrir utan teig. Sandra Sif með flott skot en Veronica ver í horn. Ekkert kom út úr horninu.
Eyða Breyta
12. mín
Fjórða horn Grindavíkurkvenna á 12 mínútum. Nýta það ekki vel.
Eyða Breyta
11. mín
Shannon nálægt því að skora úr hornspyrnu, aftur rétt framhjá líkt og í aukaspyrnunni.
Eyða Breyta
10. mín
Bæði lið byrja af krafti, lítur út fyrir að þetta verði hörkuleikur.
Eyða Breyta
5. mín
Elín Helena brýtur á hættulegum stað meter fyrir utan teig, Shannon nálægt því að skora úr aukaspyrnunn. Þær fá síðan horn en nýta það ekki nógu vel.
Eyða Breyta
1. mín
Augnablik hefja leik, þær sækja í suðurátt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná undir ljúfum en drungalegum Game of Thrones tónum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið áttust við í fyrstu umferð Inkasso deildarinnar í Fífunni í vor. Sá leikur fór 3-1 fyrir Augnablikskonum. Byrjunarlið beggja liða hafa þó breyst talsvert síðan þá, því er erfitt að nota þann leik til þess að spá fyrir um úrslit kvöldsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavíkurkonur hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum. Í síðustu umferð töpuðu þær gegn toppliði Þróttar á lokasekúndum leiksins, eftir að þær fengu dæmda á sig vítaspyrnu sem Þróttarar nýttu sér, rétt fyrir leikslok.

Augnablikskonur töpuðu sömuleiðis í síðustu umferð. Þær léku gegn Fjölniskonum á Extra-vellinum og töpuðu þar 3-1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leik er aðeins eitt stig sem skilur liðin að í töflunni. Augnablik situr í 6. sæti með 12 stig á meðan Grindavík er í því 8. með 11 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld, verið velkomin í beina textalýsingu úr leik Grindavíkur og Augnabliks í Inkasso deild kvenna.

Leikurinn hefst kl. 19:15 á Mustad-vellinum í Grindavík. Dómari leiksins er Magnús Garðarsson.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir
2. Ásta Árnadóttir
5. Elín Helena Karlsdóttir (f) ('55)
7. Sandra Sif Magnúsdóttir
8. Ragna Björg Einarsdóttir
11. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
14. Hildur María Jónasdóttir
15. Fanney Einarsdóttir ('72)
21. Þórdís Katla Sigurðardóttir ('87)
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir ('76)

Varamenn:
12. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
4. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('55)
4. Brynja Sævarsdóttir ('76)
6. Hugrún Helgadóttir
17. Birta Birgisdóttir ('87)
19. Birna Kristín Björnsdóttir ('72)

Liðstjórn:
Rebekka Ágústsdóttir
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Ragna Björg Kristjánsdóttir
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)

Gul spjöld:
Ragna Björg Einarsdóttir ('60)

Rauð spjöld: