Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 30. júlí 2019  kl. 18:00
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Þéttskýjað en hlýtt og þurrt.
Dómari: Baldvin Már Borgarsson
Maður leiksins: Murielle Tiernan (Tindastóll)
FH 4 - 4 Tindastóll
0-1 Murielle Tiernan ('2)
0-2 Murielle Tiernan ('39)
1-2 Birta Georgsdóttir ('51)
1-3 Jacqueline Altschuld ('63)
1-4 Laufey Harpa Halldórsdóttir ('66)
2-4 Maggý Lárentsínusdóttir ('70)
3-4 Þórey Björk Eyþórsdóttir ('76)
4-4 Birta Georgsdóttir ('82)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Margrét Sif Magnúsdóttir ('80)
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('71)
8. Nótt Jónsdóttir ('62)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir ('74)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('71)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('71)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('80)
15. Birta Stefánsdóttir ('71)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('62)

Liðstjórn:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Björk Björnsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
+4

Jafntefli í miklum markaleik!

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín
+2

Ussss!

Fyrirgjöf fyrir mark Tindastóls þar sem mikil hætta virtist vera að skapast en Lauren grípur inn í og hirðir boltann.
Eyða Breyta
90. mín
+1

Murielle aftur með fyrirgjöf og Jacqueline skallar en Aníta Dögg ver örugglega.
Eyða Breyta
90. mín
Við erum komin á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Það er vel mætt hér í kvöld og stuðningsmenn FH láta vel í sér heyra og hvetja stelpurnar áfram síðustu mínúturnar.
Eyða Breyta
89. mín
Murielle með boltann fyrir markið og Laufey og Vigdís hoppa báðar upp og missa af boltanum. Ætlar annað liðið að skora sigurmark??
Eyða Breyta
88. mín Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll ) Eva Rún Dagsdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
87. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig hægra megin.

Jacqueline tekur spyrnuna en FH fær markspyrnu.
Eyða Breyta
86. mín
Klafs í teignum eftir hornspyrnu og Tindastóll í erfiðleikum með að koma boltanum burt. Boltinn berst til Maggý á fjærstönginni en hún hittir ekki boltann. Úfffffff!!
Eyða Breyta
86. mín
FH fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
85. mín
Birta Georgs fær boltann aftur inn fyrir en Lauren ver vel.
Eyða Breyta
85. mín
Murielle fær háa sendingu inn fyrir og tekur skotið en það fer yfir markið. Var að sleppa ein í gegn og hefði mátt fara nær, en sýnist hún vera orðin þreytt og eitthvað er að angra hana í fætinum.
Eyða Breyta
83. mín
Aftur keyra FH upp og Helena á skot sem Lauren þarf að hafa mikið fyrir að verja. FH fær hornspyrnu og ná skalla sem fer framhjá markinu!
Eyða Breyta
82. mín MARK! Birta Georgsdóttir (FH)
FH jafna!!

FH keyra upp eftir hornspyrnu Tindastóls og eftir gott spil Aldísar Köru og Birtu setur Birta hann laglega í netið!!
Eyða Breyta
81. mín
Tindastóll fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
80. mín Rannveig Bjarnadóttir (FH) Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)

Eyða Breyta
78. mín
Dauðafæri!!

Misskilingur í vörninni hjá FH og Kolbrún er allt í einu komin með boltann ein fyrir framan markið en skot hennar framhjá!
Eyða Breyta
77. mín Kolbrún Ósk Hjaltadóttir (Tindastóll ) Anna Margrét Hörpudóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
76. mín MARK! Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH)
3-4!!

Klafs fyrir utan teig þar sem Þórey hefur betur en hinar og tekur skot sem hafnar í netinu!

Ég held að þetta sé ekki síðasta mark leiksins!
Eyða Breyta
74. mín Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)

Eyða Breyta
71. mín Birta Stefánsdóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
Tvöföld skipting hjá heimakonum.
Eyða Breyta
71. mín Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)

Eyða Breyta
70. mín MARK! Maggý Lárentsínusdóttir (FH)
FH minnkar muninn!

FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Tindastóls, sending inn á teig þar sem er mikil þvaga og boltinn fer af Maggý og í markið!
Eyða Breyta
68. mín
Murielle liggur og þarf aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún kemur út fyrir og sjúkraþjálfari FH hjálpar til.
Eyða Breyta
66. mín MARK! Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll )
Jahérna!

Það var klafs fyrir utan teiginn en boltinn leggst svona fínt fyrir Laufey Hörpu sem hleður í skot og aftur er Aníta Dögg framarlega í markinu og boltinn fer yfir hana!
Eyða Breyta
63. mín MARK! Jacqueline Altschuld (Tindastóll )
1-3!!

Guðrún Jenný hirðir boltann af Evú Núru, alveg spurning með brot þarna. Dómarinn dæmir ekkert og leikurinn heldur áfram, Guðrún kemur boltanum á Jacqueline sem er með Murielle hægra megin við sig en sér að hún hefur nóg pláss og lætur sjálf vaða á markið. Aníta Dögg er framarlega í markinu svo boltinn svífur yfir hana og í markið!
Eyða Breyta
62. mín Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Nótt Jónsdóttir (FH)

Eyða Breyta
59. mín
FH halda áfram að halda boltanum betur og stjórna svolítið leiknum en Tindstólskonur eru stórhættulegar þegar þær komast í skyndisóknir.
Eyða Breyta
55. mín
Vóóó!

Kristrún með sendingu upp á Murielle sem er sterk sem fyrr og rífur sig í gegnum miðverði FH og skotið svífur í átt að markinu yfir Anítu en hún nær að bjarga á línu! Þetta var tæpt!
Eyða Breyta
54. mín
Selma með boltann inn fyrir á Birtu sem er að sleppa ein í gegn en er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Birta Georgsdóttir (FH)
FH minnka muninn!!

Klaufagangur í vörninni hjá gestunum þar sem Margrét Sif ætlar að leggja hann til baka á Lauren en Birta kemur á blindu hliðina og er á undan í boltann og leggur hann svo snyrtilega í stöngina og inn.

Spurning hvort það hefðu mátt vera betri samskipti á milli leikmanna Tindastóls þarna en Birta gerir vel þarna og refsar!
Eyða Breyta
49. mín
Margrét Sif er komin aftur inn á og virðist klár í slaginn á ný.
Eyða Breyta
48. mín
FH fær aukaspyrnu rétt fyrir innan miðju. Andrea Marý kemur með háan bolta inn á teig og það myndast klafs en rangstaða dæmd.
Eyða Breyta
47. mín
Margrét Sif liggur út á miðjum velli og heldur utan um ökklann að mér sýnist. Fær aðhlynningu sjúkraþjálfara og töltir með henni út af vellinum.
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er komið aftur af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Baldvin Már flautar til hálfleiks.

Tindastóll fer með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. FH verið sterkari heilt yfir en það eru mörkin sem telja!
Eyða Breyta
45. mín
Tindastóll keyrir hratt upp og Murielle fær boltann og nær að stinga sér fram úr Andreu Marý en skotfærið er erfitt og Aníta Dögg ver.
Eyða Breyta
44. mín
FH fær aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
42. mín
FH fær hornspyrnu.

Boltinn berst aftur út úr teignum og Selma kemur honum aftur fyrir en enginn nær til boltans svo hann lekur út til Nótt sem kemur honum aftur fyrir. Þar er engin FH-ingur mætt en gestunum gengur þó illa að hreinsa en á endanum tekst það.
Eyða Breyta
42. mín
Murielle með fyrirgjöf eða jafnvel skot og boltinn hafnar ofan á þverslánni!
Eyða Breyta
39. mín MARK! Murielle Tiernan (Tindastóll ), Stoðsending: Kristrún María Magnúsdóttir
0-2!!

Kristrún María með háa sendingu inn á Murielle sem er sterk og nær að snúa af sér varnarmann og leggur boltann svo framhjá Anítu í markinu. Algjörlega gegn gangi leiksins!
Eyða Breyta
39. mín
Nótt reynir skot að löngu færi sem fer yfir markið.
Eyða Breyta
38. mín
Leikurinn fer þessa stundina aðallega fram á vallarhelmingi Tindastóls. FH liggja í sókn og það gengur ekkert hjá Tindastól að komast framar á völlinn.
Eyða Breyta
35. mín
Úffff!

Birta vinnur boltann og kemur honum fyrir markið þar sem Selma og Nótt eru og reyna að teygja sig til boltans en hann er of framarlega.
Eyða Breyta
34. mín
FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Tindastóls.

Margrét tekur spyrnuna og Maggý nær að setja hausinn í boltann en Lauren grípur örugglega.
Eyða Breyta
33. mín
Uss!

Valgerður Ósk kemur upp hægra meginn og fær boltann og lætur vaða á markið og boltinn smellur í þverslánni!
Eyða Breyta
31. mín
FH halda áfram að sækja grimmt. Eru oft við það að komast í dauðafæri en síðustu snertingarnar eru ekki nógu góðar.
Eyða Breyta
27. mín
Dauðafæri!

Nótt er komin yfir á vinstri kantinn og gerir frábærlega þegar hún fíflar Sólveigu og kemur með fastan bolta fyrir markið, þar er Margrét Sif mætt og nær góðri snertingu en boltinn fer hárfínt yfir slánna. Þarna mátti mjög litlu muna!
Eyða Breyta
25. mín
Birta fær sendingu inn fyrir og er komin fremst en snertingin klaufaleg og hún missir hann of langt frá sér. Hún nælir sér á endanum í hornspyrnu fyrir FH.
Eyða Breyta
24. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu rétt yfir miðju, Jacqueline tekur spyrnuna en Aníta Dögg í markinu hjá FH grípur þennan bolta.
Eyða Breyta
23. mín
FH meira með boltann síðustu mínútur og pressa hærra. Gestirnir eru þó að ná að verjast ágætlega og koma í veg fyrir galopin færi.
Eyða Breyta
22. mín
Nótt með góða sendingu inn fyrir varnarlinuna á Birtu en Bryndís Rut gerir vel og Tindastóll fær markspyrnu.
Eyða Breyta
21. mín
Það er ekkert gefið eftir inn á vellinum og stuðningsmenn í stúkunni láta líka vel í sér heyra.
Eyða Breyta
18. mín
Helena Ósk með sendingu inn fyrir á Birtu sem er í ágætri stöðu en þó þröngri, hún tekur skotið en það fer langt framhjá, alveg í innkast.
Eyða Breyta
16. mín
Tindastóll fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
14. mín
FH fær hornspyrnu eftir flotta sókn. Loksins láta þær boltann ganga vel á milli sín og ná að opna hægri kantinn þar sem Erna Guðrún kemur með góðan bolta fyrir markið.
Eyða Breyta
12. mín
Tindastóll fær aðra hornspyrnu.

FH koma þessu frá.
Eyða Breyta
10. mín
Liðin skiptast á að halda boltanum og reyna að komast upp bakvið bakverðina.
Eyða Breyta
6. mín
Dauðafæri!

Birta sleppur ein í gegn og fer laglega framhjá Guðrúnu inn í teig en Guðrún gefst ekki upp og nær að koma sér fyrir skotið.
Eyða Breyta
5. mín
Gestirnir virðast vera að mæta tilbúnari til leiks hérna á upphafsmínútunum.
Eyða Breyta
2. mín MARK! Murielle Tiernan (Tindastóll ), Stoðsending: Jacqueline Altschuld
Jahá!!

Tindastóll eru komnar yfir á annari mínútu leiksins!

Jacqueline tekur hornspyrnuna og Murielle skallar hann í netið í mikilli þvögu í teignum.
Eyða Breyta
2. mín
Tindastóll fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
1. mín
FH byrjar á hápressu og það gengur illa hjá Tindastól að koma boltanum fram. Lauren nær að taka boltann upp á endanum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað, það eru gestirnir sem koma þessu af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og leikmenn ganga til búningsklefa að stilla saman strengi sína fyrir komandi átök.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH gerir eina breytingu frá sigrinum gegn ÍA í síðustu umferð, Andrea Marý kemur inn fyrir Ingibjörgu Rún.

Hjá Tindastól koma Sólveig Birta og Anna Margrét inn fyrir Kolbrúnu Ósk og Bergljótu Ástu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er ágætis veður hérna í Hafnarfirðinum. Þéttskýjað og frekar grátt en 17 stiga hiti og léttur vindur. Fínasta fótboltaveður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH eru á góðri siglingu og eru búnar að vinna 6 leiki í röð í deildinni. Það er spurning hvort Tindastóll nái að stoppa sigurgöngu FH í kvöld!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í fyrri umferðinni þann 19. maí var nóg af mörkjum en FH fór með 4-6 sigur.

Jacqueline Altschuld, Murielle Tiernan, Guðrún Jenný og Vigdís Edda skoruðu mörk Tindastóls í leiknum en hjá FH var Nótt með þrennu, Helena Ósk setti tvö og Margrét Sif eitt.

Ætli við séum að fara að fá annan markaleik?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í síðustu umferð tóku FH á móti ÍA og unnu 3-1 sigur. Tindastóll töpuðu 0-1 á Króknum þegar þær fengu Hauka í heimsókn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH er á toppi deildarinnar með 25 stig en Tindastóll er í þriðja sæti með 18 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu úr Kaplakrikanum.

Klukkan 18:00 hefst leikur FH og Tindastóls í 11. umferð Inkasso deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Lauren Amie Allen (m)
0. Guðrún Jenný Ágústsdóttir
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Vigdís Edda Friðriksdóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir
10. Jacqueline Altschuld
15. Anna Margrét Hörpudóttir ('77)
20. Kristrún María Magnúsdóttir
23. Eva Rún Dagsdóttir ('88)
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
2. Jóna María Eiríksdóttir
11. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir ('77)
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('88)
19. Birna María Sigurðardóttir

Liðstjórn:
Snæbjört Pálsdóttir
Eyvör Pálsdóttir
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Ágúst Eiríkur Guðnason
Aron Geir Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: