Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fram
4
1
Magni
Fred Saraiva '54 1-0
Helgi Guðjónsson '61 2-0
Alex Freyr Elísson '71 3-0
Helgi Guðjónsson '77 4-0
4-1 Kristinn Þór Rósbergsson '89 , víti
31.07.2019  -  18:00
Framvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Helgi Guðjónsson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
3. Heiðar Geir Júlíusson ('72)
4. Stefán Ragnar Guðlaugsson
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Fred Saraiva
11. Jökull Steinn Ólafsson
20. Tiago Fernandes ('78)
71. Alex Freyr Elísson ('72)

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
10. Orri Gunnarsson ('78)
11. Magnús Þórðarson
13. Alex Bergmann Arnarsson
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('72)
23. Már Ægisson ('72)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Lúðvík Birgisson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Ingi flautar leikinn af.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
92. mín
Svanhvít vallarþulur tilkynnir að Tiago sé valinn maður leiksins, ég er bara mjööög sammála því, ekkert eðlilega góður leikmaður þar á ferð.
91. mín
152 áhorfendur hér í dag, ég hefði viljað fá allavega 98 í viðót!
90. mín
Helgi tekur góðan sprett upp vinstra megin og sækir hornspyrnu.

Spyrnan frá Fred er góð en Magnamenn koma boltanum frá.
89. mín Mark úr víti!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
MARK!

Smá sárabót fyrir gestina, Krissi Rós með flott víti ofarlega í vinstra hornið, Hlynur í rétt horn en var ekki alveg nógu nálægt þessu.
89. mín
Magni fær víti!!

Ég sé ekki hverjum er brotið á enda sit ég hérna í Framheimilinu og þetta gerist alveg á hinum enda vallarins...

En ég sé að Krissi Rós ætlar að taka spyrnuna.
86. mín
Frábær sprettur upp hægra megin hjá Magna, boltanum er rúllað í gegn á Frosta sem kemst einn gegn Hlyn í þröngri stöðu, Frosti klobbar Hlyn í skotinu en boltinn lekur í hliðarnetið.
84. mín
Annað horn, aftur slök spyrna en Magnamenn koma boltanum ekki frá og Helgi kemst í skotfæri, þaðf er í varnarmann og aftur í horn.

Þessi spyrna er send út á Unnar Stein sem tekur móttöku og hamrar svo á markið en framhjá.
82. mín
Fram að spila alveg ótrúlega vel hérna í dag, núna rúlla þeir boltanum frá hægri yfir til vinstra á Halla sem finnur Fred í fyrsta og Fred keyrir á milli tveggja Magnamanna inn á teiginn og hleður í skotið en það fer af Svein Óla og afturfyrir.

Hornspyrnan slöpp og hreinsuð af Aroni á nærsvæðinu.
78. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
Tiago búinn að leika sér nóg í dag.
77. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Jökull Steinn Ólafsson
Frammarar eru bara farnir að leika sér hérna!

Láta boltann ganga vel og þægilega, boltanum spilað upp í hægra hornið á Jökul sem neglir boltanum fyrir á Helga sem smellir boltanum fast í hornið og Stubbur kemur engum vörnum við.
74. mín Gult spjald: Kian Williams (Magni)
Kian fljótur að sækja sitt fyrsta gula spjald hér á Íslandi, tók ekki nema 7 mínútur...
72. mín
Inn:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
72. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Heiðar Geir Júlíusson (Fram)
71. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
MAAAARK!!

Fram er að ganga frá þessum leik hér, Tiago er með boltann í góðri skotstöðu en Ívar mætir á siglingunni og tæklar boltann frá honum en þaðan fer boltinn beint á Helga Guðjóns sem er með Alex með sér tveir gegn Stubb og Helgi er gjafmildur og sendir á Alex fyrir opnu marki.
68. mín
Magnamenn spila sig vel upp vinstra megin, Aron Péturs með geggjaða sendingu upp í hornið og þar mætir Ívar á svona 50km/h en nær ekki að gera sér mikinn mat úr þessu og Jökull setur boltann í innkast.
67. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Magni) Út:Guðni Sigþórsson (Magni)
Tvöföld breyting hjá Magna.
67. mín
Inn:Kian Williams (Magni) Út:Áki Sölvason (Magni)
66. mín
ÚFF! - Fram rúllar boltanum vel sín á milli og Tiago fær svo boltann úti vinstra megin, sólar þrjá á ferð sinni um teiginn og nær svo skotinu rétt framhjá markinu!
64. mín
Magni fær aukaspyrnu á miðjum vellinum við litla hrifningu Frammara, Aron Péturs neglir boltanum út til hægri á Bergvin sem sendir fyrir og Krissi Rós fær boltann á fjær og reynir skotið en það endar bara sem léleg sending til baka á Bergvin sem nær ekki valdi á boltanum og í innkast.
61. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
MAAAARK!!!

Helgi neglir boltanum niðri í markmannshornið, þarna má setja spurningamerki Stubb að klára ekki sitt horn.
60. mín
Núna fær Fram aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt við vítateig Magna.

Heiðar Geir og Helgi Guðjóns standa yfir boltanum.
58. mín
Frammarar eru virkilega klókir og þolinmóðir, búnir að halda boltanum síðan að þeir skoruðu og byggja sóknina upp hægt og rólega, færa boltann og enda á að komast í flotta stöðu vinstra megin þar sem Halli og Fred spila einnar snertinga bolta í kringum Magnamenn þangað til að Fred leggur boltann út á Tiago sem tekur battaspil með Alex og hamrar svo yfir.
54. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
MAAARK!!!

Það hlaut að koma að því, enn eina ferðina rúllar Tiago boltanum í gegn og í þetta skiptið á Fred, sem er klókari en samherjar sínir í sömu færum og sólar Stubb og rúllar boltanum í autt markið!
52. mín
DAUÐAFÆRI!!

Enn og aftur er Tiago að rúlla samherja sína í gegn í dauðafæri, núna er það Alex sem fær geggjaða sendingu inn á teiginn og hann er aleinn gegn Stubb sem að vera frá Alex og grípur svo frákastið!

Þarna verður Alex bara að skora, tvö svona dauðafæri í leiknum...
50. mín
Núna á Fred tilraun fyrir utan teig, virkilega föst og rétt yfir markið!
49. mín
Frábært spila hjá Fram!

Jökull kemst í fyrirgjafastöðu úti hægra megin og reynir að negla boltanum fyrir en Magnamenn koma þessu frá, þetta var stórhættulegt!
48. mín
Tiago rúllar boltanum í flott hlaup hjá Alex inn á teiginn en Alex rennur og nær ekki til boltans...
46. mín
Jóhann Ingi flautar til seinni hálfleiks.
46. mín
Inn:Bergvin Jóhannsson (Magni) Út:Hjörvar Sigurgeirsson (Magni)
Palli gerir breytingu!
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi flautar sig í korters pásu.
45. mín
Halli með fallhlífarbolta fyrir markið og Stubbur ekki í neinu veseni frekar en fyrri daginn, grípur þetta og lúðrar boltanum upp völlinn eins og honum einum er lagið.
41. mín
Spyrnan frá Aroni er góð og Gauti nær skallanum á fjær!

Boltinn fer af stuttu færi í höndina á Frammara og afturfyrir en Þórður Arnar er rosalega óviss á línunni og flaggar markspyrnu, þetta var ekki víti að mínu mati en þetta var pjúra horn og þetta á Þórður að sjá, vonlaust fyrir Jóhann Inga að sjá þetta...
40. mín
FÆRI!!

Frábær sókn hjá Magna! - Áki nær að snúa og keyra á vörnina hjá Fram og rúllar boltanum í gegn á Krissa sem er einn gegn Hlyn með boltann á vinstri og í skotinu kemur geggjuð tækling frá Jökli og boltinn í horn!
37. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Tiago rúllar boltanum í gegn í frábært hlaup hjá Alex sem hefur allan tímann í heiminum til að rúlla boltanum framhjá Stubb, sem hann svosem gerir en alveg langt framhjá með því!

Guð minn almáttugur hvað þetta var lélegt...
35. mín
Magni með ágætis sókn, Krissi Rós reynir fyrirgjöf sem var reyndar afleit en heimamenn í veseni með að hreinsa, boltinn berst á Louis sem platar tvo og býr sér til pláss til að skjóta sem hann gerir en boltinn yfir markið.

Magni verður að nýta þessa sénsa aðeins betur miðað við hvernig leikurinn er að spilast allavega.
34. mín
Uss!

Tiago vippar boltanum á fjær og þar mætir Fred en hittir ekki boltann, vantaði einhverja 4cm þarna...
33. mín Gult spjald: Ívar Sigurbjörnsson (Magni)
Ívar fær spjald fyrir að stoppa Fram í að taka aukaspyrnu hratt.
29. mín
Magni nær hér ágætis sókn sem endar með skoti frá Louis en það fer framhjá markinu, Magnamenn að ná aðeins meiri takt í sóknarleikinn.
26. mín
Fram fær horn, tekið stutt og svo rúllað út á Jökul sem vippar boltanum á fjær og þar er enginn Frammari til að stanga boltann inn.
25. mín
Frábær sókn hjá Fram!

Tiago og Unnar Steinn spila einnar snertinga fótbolta í gegnum miðjuna hjá Magna, endar með að Tiago kemst í færi en Gauti rennir sér fyrir hann, ef Tiago hefði fengið snertinguna þarna og dottið hefði það verið pjúra víti, en þeir ná einhverju skítaskoti úr erfiðri stöðu og Stubbur ekki í neinu veseni.
23. mín
Aftur sleppur Helgi aleinn í gegn en núna er hann réttilega flaggaður rangstæður.

Fram er að ógna svolítið á bakvið og Magnamenn sofa aðeins á verðinum hvað það varðar.
22. mín
Áki Sölva reynir hér skot úr efiðri stöðu og framhjá.

Ég væri til í smá meiri sóknarþunga frá Magnamönnum.
20. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Fred gerir fáránlega vel í að vippa boltanum inn á Helga sem er ekki rangstæður, með boltann skoppandi þægilega fyrir framan sig á leiðinni inn á teiginn og ákveður að bomba þegar Stubbur mætir honum í staðinn fyrir að vera rólegur og klára af yfirvegun.

Boltinn fer í hliðarnetið og afturfyrir, þarna átti Helgi að koma Fram í 1-0, en gerði það svo sannarlega ekki...
19. mín
Magnamenn fara loksins framyfir miðju en sóknin rennur út í sandinn, eða réttara sagt afturfyrir endalínuna...
17. mín
Fín sókn hjá Fram endar með fyrirgjöf og Helgi Guðjóns nær rétt að pota í boltann en framhjá fer hann, engin hætta.
13. mín
Fram fær aðra hornspyrnu, aftur fara þeir tveir til að taka.. kemur stutt?

Nei langt er það og smá þvaga inná teignum en Magnamenn koma boltanum frá.
10. mín
Fred ákveður að sóla mann og annan þarna úti vinstra megin áður en hann neglir boltanum fyrir en hann fer í varnarmann og afturfyrir.

Hornið taka heimamenn stutt en Magnamenn komast inní spilið en ekkert verður úr skyndisókninni.
8. mín
VÁ! - Fram heldur boltanum vel og færir hann milli kanta og eru þolinmóðir, þangað til að Jökull Steinn kemst í fyrirgjafastöðu og smellir boltanum á fjær, þar mætir Halli á fullri ferð og hamrar boltann í fyrsta á lofti en Stubbur grípur boltann! Þetta var fast og hrikalega vel útfært hjá Fram en Stubbur er enginn smásmíði að sigra enda gælunafnið algjör kaldhæðni.
6. mín
Stubbur tekur hér markspyrnu, sem er ekkert markvert, annað en að hann skartar sínu fegursta í dag, svona fallega bleikur og flottur!

Það eitt að sjá Stubbinn bleikan er ástæða til að kíkja í Safamýrina á leikinn.
5. mín
Fram kemur boltanum upp í vinstra hornið í hlaup hjá Halla sem sendir boltann fyrir en Aron Péturs kemur boltanum frá.
2. mín
Núna brýtur Unnar Steinn á Áka Sölva úti hægra megin, Aron Péturs stillir boltanum upp til að taka spyrnuna.

SENDINGIN ER FRÁBÆR! - Gauti Gauta kemur sér á boltann en nær ekki marktilraun en þaðan hrekkur boltinn til Jordan sem skýtur í slánna úr dauðafæri!!!

Jordan samt dæmdur rangstæður...
1. mín
Fred keyrir á vörn Magnamanna og er sparkaður niður við vítateigshornið vinstra megin.

Fred tekur spyrnuna sjálfur en yfir markið.
1. mín
Magnamenn byrja með boltann og sækja í átt að Framheimilinu.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn á eftir Jóhanni Inga.

Þetta fer að bresta á!
Fyrir leik
Eftirlitsmaður í dag er enginn annar en Ólafur Ingi Guðmundsson, stórdómari af Skaganum og toppmaður!
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp og dóttir Valtýs Björns er eitthvað að fikta í tónlistinni, snúruvesen í Safamýrinni!
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar.

Stefán Ragnar kemur inn í liðið hjá Fram.

Ólafur Aron byrjar sömuleiðis hjá Magna.
Fyrir leik
Fram hefur fengið Gunna Gunn og Hlyn Örn í leikmannaglugganum á meðan að Magnamenn hafa breytt Grenivík í bresku nýlenduna Grenedorm og sótt sér þrjá Englendinga og Ólaf Aron Pétursson.

Ég held að það sé þokkaleg innspýting í Magnaliðið.
Fyrir leik
Veður-Þóra er búin að lofa geggjuðu veðri svo áhorfendur hafa enga ástæðu til að mæta ekki á völlinn, ég reikna með stappfullri stúku hérna í Safamýrinni!

Fram er búið að tapa þremur leikjum í röð og verður hreinlega að vinna til að koma sér nær topp pakkanum og eiga einhverja möguleika á að komast þangað aftur.

Magni er búið að vera að berjast fyrir tilverurétt sínum í deildinni í allt sumar og með stigi geta þeir kastað sér uppúr neðsta sætinu í að ég held fyrsta skipti í sumar. Þeir þurfa hinsvegar að vinna til að koma sér aftur upp í þennan pakka með Aftureldingu og Haukum.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn gott fólk!

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Fram og Magna í Safamýrinni, ég hvet fólk miklu frekar til þess að mæta á völlinn og horfa á leikinn í staðinn fyrir að lesa mína textalýsingu, ef þið hinsvegar ómögulega komist ekki verður þetta að nægja.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Gauti Gautason
Áki Sölvason ('67)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
7. Jordan William Blinco
9. Guðni Sigþórsson ('67)
14. Ólafur Aron Pétursson
15. Hjörvar Sigurgeirsson ('46)
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Ívar Sigurbjörnsson
99. Louis Aaron Wardle

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
8. Arnar Geir Halldórsson
10. Lars Óli Jessen
18. Jakob Hafsteinsson
19. Kian Williams ('67)
26. Viktor Már Heiðarsson
99. Angantýr Máni Gautason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Bergvin Jóhannsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Frosti Brynjólfsson
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:
Ívar Sigurbjörnsson ('33)
Kian Williams ('74)

Rauð spjöld: