Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fylkir
3
2
ÍBV
Marija Radojicic '23 1-0
1-1 Cloé Lacasse '24
Berglind Rós Ágústsdóttir '34 2-1
Stefanía Ragnarsdóttir '66 3-1
3-2 Cloé Lacasse '77
31.07.2019  -  18:00
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Logn, skýjað, hlýtt.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 210
Maður leiksins: Stefanía Ragnarsdóttir
Byrjunarlið:
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
3. Kyra Taylor
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
8. Marija Radojicic
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('46)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Hulda Sigurðardóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
13. Amy Strath
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
24. Ísabella Anna Húbertsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Bryndís Arna Níelsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!

Þrír sigurleikir í röð hjá Fylki og liðið komið upp í 5. sæti með 16 stig!

Frábær viðsnúningur hjá þeim en það er ekki langt síðan það virtist ansi dökkt yfir í Árbænum.

Eyjakonur eru í 7. sæti með 12 stig en aðeins einn sigur í fimm síðustu leikjum.
92. mín
Síðasti séns hjá ÍBV.

Þær fá aukaspyrnu rétt utan teigs sem þær taka stutt. Marija kemst fyrir fyrirgjöf og ÍBV fær horn.

Emma Rose tekur hornið. Finnur Sísí í teignum en hún finnur ekki skotið.

Sóknin heldur þó áfram og boltinn berst út á Cloé sem reynir skot rétt utan teigs sem Cessa má hafa fyrir því að verja!
90. mín
Þetta er að fjara út. Leikurinn er stopp eftir að Berglind Rós fékk högg á höfuðið og þarf aðhlynningu. Hún jafnar sig.
85. mín
BRENNA!

Með ágætt skot úr teignum, beint á Cessu sem missir boltann aðeins frá sér en reddar sér í annari tilraun.
83. mín
Marija vinnur horn fyrir Fylki. Þórdís Elva tekur að vanda. Spilar stutt á Mariju og reynir fyrigjöf en Eyjakonur skalla frá.
82. mín
Lúmsk tilraun!

Bryndís með skot rétt framhjá eftir flotta fyrirgjöf Stefaníu frá hægri.
80. mín Gult spjald: Óskar Rúnarsson (ÍBV)
ÍBV vildi fá aukaspyrnu þegar Brenna féll við í baráttu við Sæunni. Óskar þjálfari er brjálaður. Fer langt út fyrir boðvanginn og lætur Helga Mikael heyra það. Uppsker að sjálfsögðu gult spjald.
77. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
Stoðsending: Caroline Van Slambrouck
Þessi kona!

Caroline á sendingu í gegn. Cessa er komin af stað út úr markinu. Cloé vinnur kapphlaupið, ein hreyfing framhjá markmanninum og klárun úr þröngu færi.

Týpísk Cloé. Hún lætur þetta líta út fyrir að vera svo einfalt!
76. mín
Þórdís tekur horn fyrir Fylki. Setur hættulegan bolta út í teig. María Björg rétt missir af honum og ÍBV brunar í skyndisókn...
75. mín
Inn:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Út:Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV)
74. mín
Aftur reynir Hulda Hrund skot rétt utan teigs en setur boltann rétt framhjá.
72. mín
Fylkiskonur hafa látið kné fylgja kviði og halda áfram að sækja eftir þriðja markið. Það lítur allt út fyrir að þær séu að fara að vinna þriðja leikinn í röð.

Á ÍBV einhver trix uppi í erminni? Þær verða þá að fara að sýna þau. Tíminn vinnur með Fylki.
66. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Það er ekki eftir neinu að bíða. Sóknarsinnuð skipting hjá ÍBV-liðinu sem þarf aldeilis að spíta í lófana.
66. mín MARK!
Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Ída Marín Hermannsdóttir
Maaaark!

Stebba slúttar sendingu Ídu Marínar vel úr teignum.

Flott klárun og fyrsta mark Stebbu fyrir Fylki.
62. mín
Skemmtileg barátta Ingibjargar og Kyru við hornfánann skilar ÍBV horni. Þær taka stutt og Cloé reynir svo skot eða fyrirgjöf sem Cessa gerir svo vel í að grípa.
59. mín
Fínt uppspil hjá Fylki sem endar á hættulegri fyrirgjöf út í teig frá Stefaníu. Þar er enginn samherji, bara Sísí sem var búin að vinna vel til baka og batt enda á sóknina.
57. mín
Hulda Hrund er að komast í stuð. Klobbar Sísí og laumar boltanu svo inn á Bryndísi sem nær ekki að temja boltann. Flott tilþrif hjá Huldu sem er á góðum degi algjör skemmtikraftur.
55. mín
Bamm, þvílík negla!

Boltinn skoppar utarlega í teignum án þess að leikmenn geri árás á hann. Allt í einu birtist Hulda Hrund á ferðinni og bombar að marki. Rétt framhjá!
53. mín
Þarna munar litlu að Cloé sleppi í gegn. Hún er í baráttunni við Berglindi Rós sem fellur við og Helgi Mikael dæmir Cloé brotlega.
50. mín
Stöðubarátta og bæði lið setja í lás á sínum aftasta þriðjungi. Við bíðum því spennt eftir fyrstu færum í seinni hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er farinn af stað.
46. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Ein breyting hjá Fylki í hálfleik. Bryndís fer uppá topp.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks.

Heimakonur byrjuðu leikinn miklu betur og stýrðu honum þar til þær komust yfir á 23. mínútu. Þá var eins og Eyjakonur vöknuðu og Cloé Lacasse skoraði strax í næstu sókn.

Fylkiskonur náðu forystunni svo 10 mínútum síðar og fara með eins marks forskot inn í hálfleikinn.

Við tökum okkur kaffispásu og sjáumst aftur eftir korter.
42. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á álitlegum stað, rétt utan teigs hægra megin, þegar Marija brýtur á Ingibjörgu Lúcíu.

Emma Rose setur góðan bolta inn á teig og mér sýnist það vera Mckenzie sem skallar framhjá. Fín tilraun og flottar spyrnur hjá Emmu Rose.
37. mín
Það er annars komin niðurstaða í dularfulla Jóns Óla málið. Hann ku vera staddur á Spáni með knattspyrnuskóla en þessi leikur er frestaður og átti ekki að vera í dag. Það eru því allar líkur á að Jón sé við sundlaugarbakkann og fylgist með textalýsingunni. Sendi góðar kveðjur.
34. mín MARK!
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Margrét Björg Ástvaldsdóttir
2-1!

Berglind Rós skorar með skoti frá hægra vítateigshorninu í kjölfar þess að hún og Margrét Björg tóku stutt horn saman.

Skotið á nærstöng og að því er virtist ekki hættulegt en það smýgur inn!

Guðný markvörður og nærstöngin ekki vinkonur þessa dagana en hún fékk á sig tvö mörk á nær í síðasta leik og eitt klaufalegt komið í dag.
31. mín
Jöfnunarmarkið hefur kveikt í ÍBV. Nú var Emma Rose að reyna skot utan teigs en það fer rétt yfir.

Bæði lið eru með í þessu núna.
29. mín
ÍBV fær annað horn og aftur er Sísí ALEIN í teignum. Fylkiskonur heppnar að hún finnur ekki skotið. Ótrúlegt að skilja hana svona eina eftir.
28. mín
Meðbyr með Eyjakonum sem eru nálægt því að bæta við marki eftir horn!

Berglind Rós bjargar skoti Mckenzie Grossman á línu!
24. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
Stoðsending: Brenna Lovera
Ókey Cloé!

Það er ekki liðin mínúta og Cloé er búin að jafna fyrir ÍBV!

Ein sókn, eitt mark. Frábær svörun.

Cloé fékk stungu inn fyrir Fylkisvörnina og kláraði framhjá Cessu.
23. mín MARK!
Marija Radojicic (Fylkir)
Stoðsending: María Björg Fjölnisdóttir
Þetta lá í loftinu!

Marija er búin að koma Fylki yfir. Kláraði með stóru tánni framhjá Guðný eftir að hafa fengið geggjaða stungu inn fyrir varnarlínuna hjá ÍBV sem var komin ansi hátt.
18. mín
Eyjakonur aðeins farnar að láta finna fyrir sér en bíða enn eftir fyrstu alvöru sókninni.

Enn er Jón Óli ekki fundinn í stúkunni en landsliðsþjálfarateymið er mætt. Nýji íslendingurinn Cloé Lacasse væntanlega undir smásjánni.
14. mín
Þetta er algjör einstefna. Aftur reynir Marija langskot. Kröftugt skot en það er vel yfir.

Það er afskaplega lítið að frétta hjá ÍBV. Cloé hefur ekkert komist í boltann og liðinu gengur ekkert að byggja upp spil.
13. mín
Fylkir vinnur sitt annað horn. Þórdís Elva skokkar til að taka.

Spilar stutt á Berglindi Rós, fær hann aftur og setur snúningsbolta á nær. Þar er Stefanía mætt og skallar hárfínt framjá!

Er reyndar dæmd rangstæð svo markið hefði ekki staðið ef það boltinn hefði endað inni.
10. mín
Það vekur annars athygli að Jón Óli þjálfari ÍBV er ekki á skýrslu og við erum ekki búin að koma auga á hann í stúkunni ennþá. Andri Ólafsson er í liðsstjórn ásamt Óskari Rúnarssyni sem er skráður þjálfari á leikskýrslu og Richard Matthew Goffe aðstoðarþjálfara.
8. mín
Fylkir var að fá sitt fyrsta horn. Eyjakonur ná að hreinsa en ná þær að hægja aðeins á heimakonum sem hafa mætt mjög ákveðnar til leiks og átt þessar fyrstu mínútur.
4. mín
Aftur skapast hætta í vítateig ÍBV. Nú átti Stefanía fyrirgjöf á fjær þar sem Ída var í baráttunni við Helenu um boltann en ekkert varð úr þessu.

Stuttu síðar reyndi Marija skot utan teigs. Fín tilraun en boltinn af varnarmanni og Guðný átti ekki í vandræðum með að handsama hann.
2. mín
Vel varið Guðný!

Fyrsta færið er komið og það er Ída Marín sem fékk það. Fylkiskonur létu boltann ganga laglega á milli sín áður en Margrét Björg flengdi boltanum á fjær, á milli Mckenzie og Helenu, þar sem Ída Marín var mætt. Hún fann skotið en Guðný var komin vel út á móti og varði.
1. mín
Leikur hafinn
Let's go! Brenna Lovera sparkar þessu af stað fyrir gestina sem leika í átt að Hraunbænum.
Fyrir leik
Leikurinn hér á eftir er frestaður leikur úr 8.umferð. Liðin hafa því ekki mæst fyrr í sumar.

Rut Kristjánsdóttir er mætt í stúkuna en hún gerði á dögunum félagaskipti frá ÍBV og aftur yfir í uppeldisfélagið. Hún er kynnt hér sem heiðursgestur af vallarþuli kvöldsins.
Fyrir leik
Það styttist í leik. Flott fótboltaveður. Logn, skýjað en nokkuð hlýtt.

Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Kjartan gerir eina breytingu frá 2-0 sigrinum á KR í síðustu umferð. Sæunn kemur inn fyrir Amy Strath.

Hjá ÍBV er ein breyting frá 5-1 tapinu gegn Þór/KA. Ingibjörg Lúcía kemur inn í byrjunarliðið fyrir Sesselju Líf.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og ÍBV í Pepsi Max deildinni.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir ('75)
4. Caroline Van Slambrouck
5. Mckenzie Grossman
9. Emma Rose Kelly
10. Clara Sigurðardóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('66)
20. Cloé Lacasse
24. Helena Jónsdóttir
33. Brenna Lovera

Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir ('75)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('66)
15. Hafdís Bára Höskuldsdóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Berglind Sigmarsdóttir
Richard Matthew Goffe
Márcio Santos

Gul spjöld:
Óskar Rúnarsson ('80)

Rauð spjöld: