Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 13. ágúst 2019  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: 8 m/s eða svo úr norðri en 11°C og sól. Lægði þegar á leið.
Dómari: Sigurður Schram
Maður leiksins: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
FH 3 - 0 Grindavík
1-0 Birta Georgsdóttir ('41)
2-0 Valgerður Ósk Valsdóttir ('79)
3-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('90)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Margrét Sif Magnúsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('75)
8. Nótt Jónsdóttir ('65)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir ('62)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('72)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('75)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('75)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('75)
13. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir ('62)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('65)

Liðstjórn:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Björk Björnsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
90. mín Leik lokið!
Leik lokið með 3-0 sigri FH.

Skýrsla og viðtöl koma inn eins fljótt og auðið er.
Eyða Breyta
90. mín
Una Rós að mér sýndist með mjög gott skot sem fór rétt framhjá markinu, Aníta var ekki viss þarna.
Eyða Breyta
90. mín
Boltinn berst útfyrir teig og þar eiga FHingar fína marktilraun en boltinn þó eilítið framhjá marki Grindavíkur.
Eyða Breyta
90. mín
Komið inn í uppbótartíma og FH fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
Fær hér flotta sendingu innfyrir frá að mér sýndist Rannveigu og klárar vel framhjá Veronicu. Varamenn FH að sigla þessu heim.

3-0 og sigurinn algjörlega í höfn fyrir FH.
Eyða Breyta
89. mín
FHingar nálægt því að bæta við þriðja markinu en boltinn framhjá marki Grindavíkur.
Eyða Breyta
88. mín
Lítið spennandi að gerast hér þessa stundina. Nokkrir stuðningsmenn kalla inn á og aðrir gera meira og styðja sitt lið.
Eyða Breyta
86. mín
Grindvíkingar aðeins legið eftir undanfarið, þreyta í löppum leikmanna og svo sem ekkert óeðlilegt við það.
Eyða Breyta
83. mín Unnur Guðrún Þórarinsdóttir (Grindavík) Unnur Stefánsdóttir (Grindavík)
Unnur út og Unnur inn.
Eyða Breyta
82. mín
Margrét Sif við það að ná boltanum í kjörstöðu en boltinn féll ekki fyrir hana og varnarmaður Grindavíkur komst fyrir.
Eyða Breyta
79. mín MARK! Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Varamaðurinn með fínt skot sem Veronica ræður ekki við í markinu. Skotið svolítið fyrir utan teig og yfir Veronicu.
Eyða Breyta
76. mín
FH nálægt því að skora hér af stuttu færi eftir hornspyrnu. Varnarmaður Grindavíkur liggur eftir í kjölfarið.
Eyða Breyta
75. mín Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
FH gerir hér tvöfalda breytingu áður en liðið tekur hornspyrnu.
Eyða Breyta
75. mín Rannveig Bjarnadóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)

Eyða Breyta
75. mín
Þokkaleg mæting hér í Kaplakrika í kvöld þó ég sé ekki með uppgefinn áhorfendafjölda.
Eyða Breyta
73. mín
Andrea nær að kýla þessa burt.
Eyða Breyta
72. mín Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Þriðja breyting FH í leiknum. Grindavík á hér hornspyrnu.
Eyða Breyta
71. mín
Leikur hafinn að nýju og smá hiti kominn í leikmenn sem vilja annars vegar jafna og hins vegar bæta í forystuna.
Eyða Breyta
70. mín
Andrea liggur hér aðeins eftir hjá FH og þarf á aðhlynningu að halda.
Eyða Breyta
69. mín
Shannon nælir hér í þriðju hornspyrnu Grindavíkur. FHingar ná að hreinsa í burtu.
Eyða Breyta
69. mín Borghildur Arnarsdóttir (Grindavík) Írena Björk Gestsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
68. mín
Margrét fellur í teignum og FHingar vilja vítaspyrnu en mér fannst lítið víti í þessu.
Eyða Breyta
66. mín Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík) Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík)
Tinna verið lífleg í kvöld og Birgitta kemur inn í hennar stað.
Eyða Breyta
65. mín Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Nótt Jónsdóttir (FH)

Eyða Breyta
64. mín
Grindavík er búið að breyta um leikkerfi og er núna í 4-5-1 eða 4-3-3. Írena Björk fer úr því að vera vinstri vængbakvörður í það að vera hægri kantmaður.
Eyða Breyta
62. mín Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Birta Stefánsdóttir (FH)
FH gerir fyrstu skiptingu leiksins. Vinstri bakvörður út og vinstri bakvörður inn.
Eyða Breyta
60. mín
Góð hornspyrna á fjærstöngina og Grindavík MJÖG nálægt því að ná skoti á markið sem hefði líklegast endað í netinu en framhjá fór boltinn.
Eyða Breyta
60. mín
FH hreinsaði frá en Grindavík vann boltann aftur og voru aftur nálægt því að komast í gott færi. Grindavík að spila vel hér fyrsta korterið. Fá svo aðra hornspyrnu sína núna.
Eyða Breyta
59. mín
Grindavík fær hér fyrstu hornspyrnu sína.
Eyða Breyta
57. mín
Boltinn flottur á fjær og berst svo til Unnar sýndist mér sem hitti hann illa í kjörstöðu fyrir framan mark FH og boltinn fór framhjá. Góður séns þarna hjá Grindavík!
Eyða Breyta
56. mín
Helga Guðrún krækir í aukaspyrnu og Shannon býr sig undir að taka hana.
Eyða Breyta
55. mín
Vindinn hefur heldur betur lægt hér með tímanum og hreyfast fánarnir við völlinn nánast ekkert þessa mundina.
Eyða Breyta
52. mín
Lífleg byrjun á seinni hálfleiknum og er ég viss um að við fáum fleiri mörk í þennan leik.
Eyða Breyta
50. mín
Grindavík fær svo strax gott færi i í kjölfarið en mér sýndist það vera Helga Guðrún sem renndi boltanum framhjá Anítu og markinu í góðu færi.
Eyða Breyta
49. mín
DAUÐA DAUÐA færi. Birta S. sýndist mér fær boltann vinstra meginn í teignum og er með opið mark fyrir framan sig en skýtur yfir. Vont að sjá hver átti skotið með sólina í augunum hér í stúkunni.
Eyða Breyta
47. mín
Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn. FH sem leiðir hefur leikinn. Þær leika í hvítum treyjum og svörtum stuttbuxum svo það sé tekið fram.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sigurður flautar til hálfleiks. Enginn uppbótartími.
Eyða Breyta
45. mín
Erna með eitraða fyrirgjöf sem Helena kemst í en boltinn hrekkur af henni og ekki nægilega fast því Veronica nær boltanum og kemur í veg fyrir mark.
Eyða Breyta
44. mín
Margrét renndi boltanum út á Selmu sem nær ekki góðu skoti og Grindvíkingar hreinsa frá.
Eyða Breyta
43. mín
Nótt fær hér aukaspyrnu hátt uppi á vellinum hægra meginn. Margrét býr sig undir að taka spyrnuna.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Birta Georgsdóttir (FH), Stoðsending: Selma Dögg Björgvinsdóttir
Selma með glæsilegan sprett og á svo sendingu til vinstri á Birtu G. sem kemst framhjá einum varnarmanni og skýtur svo í slána og inn af stuttu færi. Gífurlega vel útfærð skyndisókn og vel kláruð.
Eyða Breyta
39. mín
Selma Dögg með laglegan einleik og á svo sendingu á Birtu G. sem er við það að komast í dauðafæri en Veronica mætir henni og nær boltanum af henni. Mjög vel gert hjá Selmu í aðdragandanum!
Eyða Breyta
38. mín
Nótt með flotta sendingu inn á Birtu G. inn á teignum. Birta reynir að gefa boltann fyrir en fær hann aftur. Grindavíkurvörnin gerir svo í kjölfarið vel að þjarma að henni og að lokum er dæmt útspark fyrir Grindavík.
Eyða Breyta
34. mín
Birta G. gerir mjög vel hægra meginn við teig Grindavíkur og á fína fyrirgjöf en vantaði FHing til að ráðast á þennan bolta.
Eyða Breyta
33. mín
FH nálægt þarna!!! Mikill atgangur en Grindvíkingar ná að hreinsa í burtu. FH fær aðra hornspyrnu leiksins í kjölfarið en Grindvíkignar hreinsa hana einnig í burtu.
Eyða Breyta
31. mín
Helena með fína tilraun en Veronica grípur. Eva Núra átti flottan sprett upp völlinn í aðdraganda þessarar skottilraunar frá Helenu.
Eyða Breyta
29. mín
Tinna með tilraun en Aníta grípur laust skot hennar.
Eyða Breyta
28. mín
Dauðafæri hjá Grindavík!!! Sýndist það vera Helga Guðrún sem slapp í gegn og fór framhjá Anítu í markinu en setti boltann framhjá úr þröngri stöðu. Grindavík aðallega ógnað með skyndisóknum og voru nálægt í þetta skiptið!
Eyða Breyta
27. mín
Guðni þjálfari ræðir hér aðeins við Nótt og vill fá meira frá henni.
Eyða Breyta
26. mín
Birta G. með skottilraun sem Veronica heldur.
Eyða Breyta
24. mín Gult spjald: Ástrós Lind Þórðardóttir (Grindavík)
Tapar boltanum til Birtu G. og rífur í að mér sýndist hár hennar, klárt spjald.
Eyða Breyta
23. mín
Nótt nálægt því að ná til fyrirgjafar frá vinstri en boltinn eilítið of hár.
Eyða Breyta
21. mín
Tinna með flottan snúning á miðjunni og er við það að komast inn á teiginn en Eva Núra gerir vel og nær boltanum af henni.
Eyða Breyta
19. mín
Birta G. labbar framhjá Ástrós inn í teig og ætlar að renna boltanum út en Veronica les það og Ástrós hreinsar svo frá.
Eyða Breyta
17. mín
Unnur, Tinna og Helga eru duglegar að skipta um stöður fremst hjá Grindavík. Þá eru Nótt og Margrét Sif einnig duglegar að skipta um stöður hægra meginn hjá FH.
Eyða Breyta
16. mín
Margrét með flotta fyrirgjöf frá hægri vængnum en vantaði smá bit í framherja FH að ná í boltann.
Eyða Breyta
15. mín
Grindavík með álitlega skyndisókn þar sem Helga og Unnur unnu saman. Sendingin inn á Unni frá Helgu við teiginn aðeins of aftarlega fyrir Unni.
Eyða Breyta
13. mín
Erna með flotta takta og nær að koma sér í fína skotsköðu en Veronica ver laust skot hennar.
Eyða Breyta
11. mín
Þarna átti held ég Grindavík að fá vítaspyrnu. Ingibjörg misreiknar bolta á miðjunni og fer hann yfir hana. Helga Guðrún keyrir inn á teig og mér sýnist hún fá varnarmann FH í sig en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
8. mín
FH sækir meira upp hægra meginn og Nótt og Erna vinna þar vel saman. Enn ekkert hættulegt færi komið.
Eyða Breyta
6. mín
Helena með tilraun en vel framhjá marki Grindavíkur.
Eyða Breyta
4. mín
Sýnist Grindavík vera að spila einhverskonar 3-4-3 með vængbakvörðum.
Eyða Breyta
3. mín
Margrét tók spyrnuna og Ingibjörg vann skallaeinvígið en skallaði yfir.
Eyða Breyta
3. mín
FH fær hér fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
1. mín
Grindavík byrjar að krafti og er þegar búið að eiga skot á mark FH. Aníta Dögg hélt skotinu og því lítil hætta.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Grindavík í gulu og bláu hefur leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH-ingar heiðra fyrirliða sinn því Erna Guðrún Magnúsdóttir er í kvöld að leika sinn 100. leik fyrir FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og Ingibjörg er númer þrjú í röðinni og er því í miðverðinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er Ingibjörg Rún í miðverðinum við hlið Andreu Marý en í tísti FH hér að neðan er Maggý í miðverðinum. Læt ykkur vita þegar liðin ganga inn á völlinn hvað er rétt í þessu.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er smá gola á Kaplakrikavelli í kvöld. 11°C og léttskýjað, sólin skín á leikmenn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ray Anthony Jónsson hefur verið þjálfari kvennaliðs Grindavíkur frá því í nóvember árið 2017 og Nihad Hasecic hefur aðstoðað hann frá þeim tíma.

Guðni Eiríksson tók við liði FH í október á síðasta ári.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, gerir einnig tvær breytingar á sínu liði frá 3-3 jafntefli liðs síns gegn ÍA á heimavelli í síðustu umferð.

Tinna Hrönn Einarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir koma inn fyrir þær Nicole C. Maher, sem er ekki í hóp í kvöld vegna þess að hún fékk rautt spjald í leiknum gegn ÍA, en Birgitta Hallgrímsdóttir er á varamannabekknum.

Tinna og Unnur eru báðar á 15. aldursári og eru að leika sinn sjötta og fimmta leik fyrir Grindavík í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 0-7 útisigri síns liðs gegn Fjölni í síðustu umferð.

Maggý Lárentsínudóttir er í liðstjórn FH í kvöld en Valgerður Ósk Valsdóttir er á varamannabekknum.

Inn í liðið koma þær Birta Stefánsdóttir og Andrea Marý Sigurjónsdóttir sem er á sextánda aldursári. Leikurinn í kvöld er sjöundi leikur Andreu á leiktíðinni og sá ellefti hjá Birtu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rúmur klukkutími í leik og byrjunarliðin fara að detta inn. Það má sjá byrjunarliðin og varamenn liðanna með því að smella á Heimalið og Gestir hér í textalýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þær Birta Georgsdóttir og Helena Ósk Háldánardóttir hafa báðar skorað átta mörk fyrir FH í deildinni í sumar. Þá hefur Nótt Jónsdóttir skorað sex.

Hjá Grindavík eru þrjár markahæstar með fjögur mörk. Það eru þær Shannon Simon, Margrét Hulda Þorsteinsdóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík vann síðast 3. júlí þegar liðið lagði ÍR, 3-0 á heimavelli. Liðið tapaði næstu þremur leikjum sínum eftir ÍR sigurinn og gerði svo þrjú jafntefli í röð, sex leikir alls án sigurs. Liðið hefur ekki unnið á útivelli í sumar, tapað þremur leikjum og gert þrjú jafntefli á útivelli.

FH ert taplaust síðan 6. júní. Þá tapaði liðið einmitt fyrir Grindavík, 2-1 á útivelli. Í kjölfarið á því tapi sigraði FH liðið sex leiki í röð, gerði svo 4-4 jafntefli gegn Tindastól og vann þá 0-7 stórsigur á Fjölni í síðustu umferð, átta leikir í röð án taps. Liðið hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli á heimavelli í sumar. Eina tap liðsins á heimavelli kom í Mjólkurbikarnum þegar ÍA sótti sigur þar snemma í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 13. umferð deildarinnar en alls eru leiknar 18 umferðir.

Heimakonur í FH sitja í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, stigi frá toppliði Reykjavíkur Þróttara og níu stigum fyrir ofan Aftureldingu sem situr í 3. sæti deildarinnar.

Grindavík er í 6. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik FH og Grindavík í Inkasso-deild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli FH.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Veronica Blair Smeltzer (m)
2. Ástrós Lind Þórðardóttir
4. Shannon Simon
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f)
10. Una Rós Unnarsdóttir
13. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir ('66)
16. Sigurbjörg Eiríksdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Unnur Stefánsdóttir ('83)
29. Írena Björk Gestsdóttir ('69)

Varamenn:
12. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir (m)
6. Katrín Lilja Ármannsdóttir
7. Borghildur Arnarsdóttir ('69)
14. Birgitta Hallgrímsdóttir ('66)
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir ('83)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir

Liðstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Vilborg Rós Vilhjálmsdóttir
Inga Rún Svansdóttir
Alexander Birgir Björnsson
Bjartey Helgadóttir
Signý Ósk Ólafsdóttir
Petra Rós Ólafsdóttir
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Ástrós Lind Þórðardóttir ('24)

Rauð spjöld: