Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Augnablik
1
7
Þróttur R.
0-1 Lauren Wade '3
0-2 Margrét Sveinsdóttir '24
0-3 Andrea Rut Bjarnadóttir '29
0-4 Jelena Tinna Kujundzic '33
0-5 Margrét Sveinsdóttir '43
Ásta Árnadóttir '63 1-5
1-6 Linda Líf Boama '82
1-7 Katrín Rut Kvaran '83
13.08.2019  -  20:00
Kópavogsvöllur
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Flott fótboltaveður. Nánast logn en pínu kuldi. Kópavogsvöllur glæsilegur að vanda.
Dómari: Tómas Úlfar Meyer
Maður leiksins: Andrea Rut Bjarnadóttir
Byrjunarlið:
1. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
Rebekka Ágústsdóttir ('48)
2. Ásta Árnadóttir
4. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
4. Brynja Sævarsdóttir ('67)
5. Elín Helena Karlsdóttir
7. Sandra Sif Magnúsdóttir
14. Hildur María Jónasdóttir
18. Eyrún Vala Harðardóttir ('77)
19. Birna Kristín Björnsdóttir ('77)
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir ('83)

Varamenn:
2. Laufey Jörgensdóttir (m)
9. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir
10. Ísafold Þórhallsdóttir ('67)
11. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('77)
13. Ísabella Arnarsdóttir
17. Birta Birgisdóttir ('48)
17. Eva Alexandra Kristjánsdóttir
23. Hugrún Helgadóttir ('77)
28. Eydís Helgadóttir

Liðsstjórn:
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Tinna Harðardóttir
Ragna Björg Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld
93. mín
Þróttur fær hornspyrnu. Líklega síðasta spyrnan í leiknum.
Nei Tómas leyfir leiknum að halda áfram
89. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað, 7 metrum framan við markteig eftir laglega sókn hjá Augnablik. Sandra tekur. Hræðileg aukaspyrna, hvorki skot né sending og fer hátt hátt yfir markið.
87. mín
Skemmtilegt samspil á milli Birtu og Vigdísar sem endar með ágætis skoti frá Birtu sem fer í hliðarnetið.
85. mín
Inn:Eva Bergrín Ólafsdóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
83. mín
Inn:Þórdís Katla Sigurðardóttir (Augnablik) Út:Hildur Lilja Ágústsdóttir (Augnablik)
83. mín MARK!
Katrín Rut Kvaran (Þróttur R.)
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA, Þróttarar að ganga á lagið. Andrea tekur hornspyrnuna. Slakur varnarleikur hjá Augnablik og gefa boltann beint á Katrínu sem tekur skemmtilega við boltanum og frábært skot sem endar í netinu
82. mín MARK!
Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Sjötta mark gestanna komið! Rakel Sunna á skot á markin sem Bryndís reynir á óskiljanlegan hátt að verja með fótunum, missir hann frá sér og Linda Líf er fyrst á boltann og klárar örugglega
80. mín
Gestirnir sækja núna. Katrín Rut með flotta sendingu á Rakel Sunnu sem á flott skot en Bryndís ver vel í markinu
77. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Út:Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)
77. mín
Inn:Hugrún Helgadóttir (Augnablik) Út:Birna Kristín Björnsdóttir (Augnablik)
77. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Augnablik) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)
Vigdís er fædd 2005 og er að spila annan leik sinn í sumar. Mikið efni
75. mín
Þróttarar ósáttir eftir að hafa ekki fengið aukaspyrnu þar sem brotið var á Andreu. Hún liggur eftir í smá stund en stendur loks upp. Ekkert að henni
70. mín
Inn:Gabríela Jónsdóttir (Þróttur R.) Út:Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.)
68. mín
Þróttarar loksins að vakna til lífsins hér í seinni hálfleik. Margrét heldur boltanum vel og á góða sendingu inn fyrir vörnina á Katrínu en varnarmenn Augnabliks ná fyrr til boltans.
67. mín
Inn:Ísafold Þórhallsdóttir (Augnablik) Út:Brynja Sævarsdóttir (Augnablik)
66. mín
Hér heyrum við fyrstu ummerki um líf í stúkunni en stuðningsmenn Þróttara hvetja nú sínar stúlkur áfram.
65. mín
Inn:Rakel Sunna Hjartardóttir (Þróttur R.) Út:Lauren Wade (Þróttur R.)
63. mín MARK!
Ásta Árnadóttir (Augnablik)
Stoðsending: Sandra Sif Magnúsdóttir
ÞARNA KOM ÞAÐ. Augnablik nær að koma boltanum í netið. Sandra Sif með sendingu sem ratar beint á kollinn á Ástu sem stýrir honum laglega í fjærhornið.
62. mín
Það er eins og það hafi önnur lið komið í seinni hálfleikinn. Allt annað að sjá til Augnabliks, þær eru miklu ákveðnari en í fyrri hálfleik. Mér finnst eins og það liggi mark í loftinu.
58. mín
Og þær fá annað horn. Það kemur ekkert úr horninu nema það að fyrsta rangstaðan er dæmd í leiknum
57. mín
Þróttarar fá horn. Mikill darraðardans upphefst í markteig Augnabliks. Jelena Tinna á að lokum skalla sem fer rétt framhjá markinu.
55. mín
Ásta með takta! tekur hér tvöföld skæri og kemst inn fyrir vörn heimakvenna en nær ekki klára færið
53. mín
Andrea með enn einn sprettinn upp vinstri vænginn og nær sendingu inn í teig en Katrín Rut kemst ekki í boltann
50. mín
Aftur flott sókn hjá heimakonum. Laglegt spil milli Hildar Lilju og Birtu sem endar með skoti frá Eyrúnu rétt yfir markið. Augnablik hafa byrjað seinni hálfleikinn betur!
48. mín
Inn:Birta Birgisdóttir (Augnablik) Út:Rebekka Ágústsdóttir (Augnablik)
48. mín
Rebekka liggur eftir í teig Þróttara eftir samstuð við Agnesi Þóru. Hugsa að hún haldi ekki áfram
47. mín
AUGNABLIK Í FÆRI!! Sandra Sif með frábæra sendingu út á kantinn þar sem Birna tekur laglega við boltanum og sendir frábæra sendingu fyrir markið þar sem Rebekka hefði hæglega getað skorað en Agnes Þóra kemur í veg fyrir það. Þarna hefðu Augnablik átt að gera betur og hefði mark strax í upphafi skipt sköpum fyrir heimakonur
46. mín
Þá er þetta farið aftur af stað. Ætli við fáum fleiri mörk í seinni hálfleik?
45. mín
Hálfleikur
Þvílíkir yfirburðir hjá Þrótturum í kvöld. Það kemur engum á óvart að þetta lið sé í fyrsta sæti í deildinni. Gæðamunurinn á liðunum er mjög mikill. En það væri gaman að sjá Augnablik aðeins vakna í seinni hálfleik og vonandi sýna þær sitt rétta andlit þar.
43. mín MARK!
Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)
Úff þetta var vont fyrir Augnablik. Samskiptaleysi milli varnarmanna og markmanns Augnabliks en Margrét kemur auga á að nú er markamínútan mikla og er fyrst manna að átta sig á og kemur boltanum í markið. Þær eru að ganga frá þeim.
43. mín
Þróttarar fá horn. Þær hafa verið hættulegar í þeim. Það kemur þó ekkert úr því í þetta sinn
38. mín
Þróttarar eru gjörsamlega að sundurspila Augnablik hérna. Það eru nákvæmlega engar líkur á því að Augnablik sé að fara að gera eitthvað í þessum leik ef þær ætla að halda svona áfram. Þær ná varla 5 sendingum innan liðs og hafa ekki náð að mynda álitlega sókn hingað til.
En verð að fá að hrósa Þrótturum, þær eru að spila virkilega flottan bolta hér í kvöld.
33. mín MARK!
Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.)
Upp úr horninu er mikil ringulreið í teig Augnabliks og endar með að Jelena Tinna stingur tánni í boltann sem endar í netinu.
32. mín
Þróttarar í bullandi sókn. Fyrst var mikill darraðardans inni í teig Augnabliks en þær ná að bjarga. Svo átti Lauren skot sem Bryndís varði meistaralega yfir markið. Þróttur fær horn.
31. mín
Inn:Katrín Rut Kvaran (Þróttur R.) Út:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Já, hér gera Þróttarar sínu fyrstu breytingu. Þetta hljóta bara að vera meiðsli þó ég hafi reyndar ekki séð nein ummerki um það
29. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Margrét Sveinsdóttir
VÁVÁVÁ ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS. Algjörlega geggjað mark hjá Andreu. Hún fær boltann rétt fyrir utan teig, tekur gullfallegan snúning með boltann og slengir honum ofarlega í vinstra hornið.
24. mín MARK!
Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
ÞRÓTTARAR TVÖFALDA HÉR FORYSTU SÍNA. Flott spil hjá þeim upp völlinn, Linda Líf fær svo boltann og Elín Helena reynir að sparka hana niður. Linda stendur þó í lappirnar og þær fá horn. Andrea tekur hornið og Margrét hamrar boltann í netið með frábærum skalla! Ekkert sem Bryndís í markinu gat gert í þessu.
21. mín
GEGGJAÐ SPIL HJÁ ÞRÓTTURUM. Sóknin endar svo með skoti frá Andreu sem hún hamrar í þverslánna. Sú hefur verið spræk í kvöld. Þarna munaði litlu.
18. mín
Þá er komið að Þrótti en Andrea keyrir upp vinstri vænginn og kemur með sendingu fyrir en missir boltann útaf. Margrét var þó ekki búin að sjá flaggið hjá aðstoðardómaranum og kláraði snyrtilega í markið. Þetta telur ekki fyrir Þrótt
18. mín
Augnablik að sækja núna. Hildur María á geggjaða stungusendingu inn fyrir vörnina á Eyrúnu en Bryndís nær fyrst til boltans. Svo reynir Sandra Sif skot rétt framan við miðju en það er yfir markið.
13. mín
Þróttur sækir hér horn eftir laglegan sprett hjá Andreu
12. mín
Linda Líf fær hér stungusendingu inn fyrir vörn Augnabliks og á fast skot en það endar í stönginni og þaðan út fyrir endalínu. Lagleg sókn hjá Þrótturum.
9. mín
Sandra á hér flottan sprett upp vinstri kantinn en klárar sóknina á skoti sem fer hátt yfir markið. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem Augnablik fer yfir miðju í leiknum
3. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
MARK! Þetta tók þær ekki langan tíma! Lauren Wade fær boltann fyrir utan teig, tekur boltann á kassann og skýtur háu skoti sem fer yfir Bryndísi í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Augnablik byrjar með boltann og sækja í átt að Sporthúsinu
Fyrir leik
Jæja þá eru liðin að labba á völlinn. Þetta er alveg að hefjast!
Sandra Sif, fyrirliði Augnabliks, labbar inn á völlinn með fyrirliðabandið en um leið og liðin hafa tekist í hendur rífur hún bandið af sér og hendir út af vellinum. Hún vill greinilega ekki hafa neitt band til að trufla sig. Kannski einhver hjátrú í gangi?
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin inn og þau má sjá hér til hliðanna eins og venjulega.

Guðjón gerir 3 breytingar á sínu liði frá síðasta leik þegar Augnablik tapaði 2:0 fyrir Haukum.
Bryndís Gunnarsdóttir kemur inn fyrir Thelmu Ívarsdóttur sem fékk rautt spjald í síðasta leik. Þá koma Ásta Árnadóttir og Eyrún Vala Harðardóttir inn fyrir Birtu Birgisdóttur og Þórdísi Kötlu Sigurðardóttur.

Nik Anthony Chamberlain gerir einnig 3 breytingar á sínu liði sem burstuðu Tindastól 7-0 í síðustu umferð.
Agnes Þóra Árnadóttir kemur inn fyrir Friðriku Arnardóttur sem fékk líka rautt spjald í síðasta leik. Þá koma Jelena Tinna Kujundzic og Margrét Sveinsdóttir inn fyrir Gabríelu Jónsdóttur og Rakel Sunnu Hjartardóttur
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í deildinni fór fram 6. júní þar sem Þróttur sigraði örugglega 3:0. Liðin mættust þó líka á undirbúningstímabilinu en þá sigruðu stelpurnar í Augnabliki 4:2.
Fyrir leik
Aðeins um markahæstu menn liðanna:

Linda Líf Boama er ekki aðeins markahæst hjá Þrótti heldur markahæst í deildinni með 15 stykki! Næst kemur Lauren Wade með 12 mörk.

Helga Marie Gunnarsdóttir er markahæst hjá Augnablik með 3 mörk.
Fyrir leik
Augnablik situr í 7. sæti deildarinnar með 14 stig og aðeins 2 stigum frá fallsæti.

Gengið í síðustu leikjum hefur ekki verið nægilega gott hjá Augnabliki og í síðustu 5 leikjum hafa þær aðeins unnið einn leik sem var spilaður 15. júlí gegn ÍA. Þær töpuðu í síðustu umferð 2-0 gegn Haukum og í umferðinni þar á undan gerðu þær 0-0 jafntefli við langneðsta lið deildarinnar, ÍR, þar sem ÍR fékk sitt fyrsta stig í deildinni. Augnablik þarf því nauðsynlega á sigri að halda hér í kvöld.
Fyrir leik
Þróttur situr í efsta sæti deildarinnar með 30 stig, einu stigi meira en FH. Þá hefur Þróttur skorað flest mörkin í deildinni ásamt því að hafa fengið fæst mörk á sig.

Þróttur hefur unnið síðustu 5 leiki sína í deildinni, síðast var það stórsigur gegn Tindastóli þar sem þær sigruðu með 7 mörkum gegn engu.
Fyrir leik
Já góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Augnabliks og Þróttar í Inkasso-deild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður spilaður á Kópavogsvelli.
Byrjunarlið:
31. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('70)
4. Hildur Egilsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('31)
11. Lauren Wade ('65)
13. Linda Líf Boama
14. Margrét Sveinsdóttir ('77)
15. Olivia Marie Bergau
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('85)

Varamenn:
31. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
6. Gabríela Jónsdóttir ('70)
17. Katrín Rut Kvaran ('31)
20. Eva Bergrín Ólafsdóttir ('85)
22. Rakel Sunna Hjartardóttir ('65)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: