Nettóvöllurinn
föstudagur 16. ágúst 2019  kl. 18:00
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Suðurnesjastrekkingur og sól. hiti 14 stig
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Dagur Ingi Valsson
Keflavík 2 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Adolf Mtasingwa Bitegeko ('23, víti)
1-1 Harley Willard ('30, víti)
2-1 Dagur Ingi Valsson ('71)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ísak Óli Ólafsson
6. Adolf Mtasingwa Bitegeko
7. Davíð Snær Jóhannsson ('93)
13. Magnús Þór Magnússon
14. Dagur Ingi Valsson
15. Þorri Mar Þórisson ('58)
16. Sindri Þór Guðmundsson
19. Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson ('80)
24. Rúnar Þór Sigurgeirsson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('80)
11. Adam Ægir Pálsson ('58)
18. Cezary Wiktorowicz
28. Ingimundur Aron Guðnason ('93)
31. Elton Renato Livramento Barros
38. Jóhann Þór Arnarsson

Liðstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Ómar Jóhannsson
Milan Stefán Jankovic

Gul spjöld:
Magnús Þór Magnússon ('32)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
Keflavík vinnur sætan heimasigur í Víkingum í rokinu í Keflavík.
Eyða Breyta
93. mín Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)

Eyða Breyta
91. mín
Gummi með skalla úr teignum en hann er laus og Sindri grípur.
Eyða Breyta
89. mín
Úff Gummi Magg og Magnús Þór skalla saman og Magnús steinliggur. Leit alls ekki vel út svona í fyrstu.

Magnús dæmdur brotlegur og Víkingar fá aukaspyrnu.
Eyða Breyta
87. mín
Sindri í bullinu. missir fyrirgjöf fyrir fætur Ólsara en nær að krafla sig úr því og verja. Víkingar reyndar dæmdir brotlegir líka,
Eyða Breyta
86. mín
Franko kýlir hornið frá og Keflvíkingar dæmdir brotlegir.
Eyða Breyta
85. mín
hætta í teig Víkinga en pakkinn er þéttur og skotin hrökkva af varnarmönnum. hornspyrna.
Eyða Breyta
82. mín Martin Cristian Kuittinen (Víkingur Ó.) Vidmar Miha (Víkingur Ó.)

Eyða Breyta
82. mín Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Kristófer Jacobson Reyes (Víkingur Ó.)

Eyða Breyta
81. mín
Víkingur fær horn.
Eyða Breyta
80. mín Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík) Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson (Keflavík)
Anton fer á miðjuna.
Eyða Breyta
80. mín
Ísak með skalla framhjá úr þröngu færi.
Eyða Breyta
79. mín
Rúnar staðsetur sig illa og hleypir Sallieu á sprettinn, sá leikur inn að teignum og á skot en það endar í varnarmanni og hættan líður hjá.
Eyða Breyta
76. mín Sallieu Capay Tarawallie (Víkingur Ó.) Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)

Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Frekar soft spjald á Vigni eftir brot en að því er ekki spurt.
Eyða Breyta
72. mín
Víkingar nálægt því að jafna. Sorie Barrie með skot úr teignum sem Sindri ver í stöngina og afturfyrir.
Eyða Breyta
71. mín MARK! Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Frábært Mark!!!!!!

Fær boltann á 30 metrum til fyrir miðju marki, tekur einn Víking á og leggur boltann fyrir sig og setur hann þéttingsfast neðst í hornið,
Eyða Breyta
70. mín
Hornspyrna frá Keflavík og darraðadans í teignum en heimamenn ná ekki að gera sér mat úr því.
Eyða Breyta
68. mín
Vá þvílíkt skot frá Magnúsi Þór!!!!!!

Með boltann lengst úti á kanti og lætur bara vaða. Boltinn í þverslánna og aftur fyrir. Hefði orðið gull af marki ef og hefði.
Eyða Breyta
66. mín
Keflavík skorar en flaggið á loft og það stendur ekki.
Eyða Breyta
65. mín
Í þeim orðum kemst Dagur Ingi í fínt færi í teignum en skot hans framhjá.
Eyða Breyta
64. mín
Þetta er voðlega mikið klafs og barningur eitthvað. Ekki skemmtilegt áhorfs en aðstæður spila þar mikið inní.
Eyða Breyta
59. mín
Rúnar aftur með góðan sprett en engin Keflvíkingur nógu grimmur í boxinu.
Eyða Breyta
58. mín Adam Ægir Pálsson (Keflavík) Þorri Mar Þórisson (Keflavík)

Eyða Breyta
57. mín
Dugnaður í Rúnari sem brýst upp vinstri vænginn en Vikingar komast fyrir og boltinn í horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
53. mín
Gummi Magg í færi hægra meginn í teignum en færið er þröngt og Sindri gerir vel í að verja.
Eyða Breyta
52. mín
Gunnólfur með skalla að marki eftir fínan sprett en hann er máttlítill og Franko með þetta allt á hreinu.
Eyða Breyta
48. mín
Keflavík fær horn.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Eftir ítarlega greiningu mætra manna á vítaspyrnudómum fyrri hálfleiks er ég komin á þá skoðun að Guðmundur hafi haft þetta allt upp á 10. Vidmar fór klárlega niður með tilþrifum en snertingin virðist vera klár og víti því rétt niðurstaða.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Guðmundur flautar til hálfleiks. Tvær vítaspyrnur og liðin ganga jöfn til búningshergbergja.
Eyða Breyta
41. mín
Adolf með snyrtilegt utanfótarskot eftir geggjaðan sprett Magnúsar Þórs en beint á Franko.
Eyða Breyta
37. mín
Það verður að segjast að það blæs nokkuð hraustlega hér í Keflavík og menn eiga erfitt með að hemja boltann ef hann fer í loftið.
Eyða Breyta
34. mín
Víkingar hreinsa fyrirgjöf Davíðs í horn á síðustu stundu. Ekkert verður úr horninu en Keflavík heldur pressunni.
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Fer harkalega í Gumma Magg og uppsker fyrir það gult.
Eyða Breyta
30. mín Mark - víti Harley Willard (Víkingur Ó.)
Öruggt, Sindri í rangt horn.
Eyða Breyta
29. mín
Víti

Víkingar fá víti!!!!!!

Vidmar fellur með tilþrifum við litla snertingu.

Mjög vafasamur dómur.
Kíki á youtube í hálfleik og felli dóm á það þá.

Uppfært.

Eftir endurskoðun er ómögulegt að dæma um hvort dómurinn sé réttur. Svo Guðmundur Ársæll nýtur vafans í þetta sinn.
Eyða Breyta
28. mín
Sindri þarf að passa sig á vindinum. Misreiknar flug boltans í hættulausri stöðu og rétt nær fingrunum í hann.


Eyða Breyta
25. mín
Darraðadans í teig Keflavíkur eftir aukaspyrnu frá hægri. Boltinn skoppar á milli manna eins og pinball og stefnir í netið þegar Keflvíkingar bjarga á línu.
Eyða Breyta
23. mín Mark - víti Adolf Mtasingwa Bitegeko (Keflavík)
Öruggt efst í hægra markhornið. Franko átti aldrei séns þótt hann hafi farið í rétt horn.
Eyða Breyta
22. mín
Víti
Keflavík fær vítaspyrnu. Klaufalegt hjá Emir sem lagðist hreinlega fyrir Þorra og tók hann niður.
Eyða Breyta
20. mín
Willard spólar sig fram hjá nokkrum varnarmönnum og á skot úr D-boganum hárfínt yfir. Gestirnir beittir undan vindinum.
Eyða Breyta
17. mín
Eli Keke með skot af löööööngu færi. Talsvert yfir líka.
Eyða Breyta
14. mín
Svakalegur barningur í leiknum og lítið um færi.
Eyða Breyta
10. mín
Eli Keke í alskonar bulli. Hreinsar beint í fætur Þorra sem er rétt við hann og straujar hann svo en boltinn á Gunnólf sem á skot beint á Franko.
Eyða Breyta
6. mín
Eftir klafs á vítateig Keflavíkur fær Víkingur horn. Það er tekið stutt og svo kross sem er skallaður inn í teiginn aftur en Gummi Magg með skot yfir af stuttu færi.

Þarna var tækifæri en Gummi hafði lítin tíma og náði ekki að halda skotinu niðri.
Eyða Breyta
5. mín
Þorri Mar með frábæra snertingu inn á teiginn en Vignir bjargar með tæklingu, horn sem Keflavík fær en ekkert verður úr.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Gestirnir hefja leik hér í golunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir áhugasama sem ekki komast á leikinn er vert að minnast á að leikurinn er í beinni á youtube rás Keflavíkur Keflavík TV
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn í dag er síðasti heimaleikur Ísaks Óla Magnússonar sem verið hefur fyrirliði Keflavíkur oftar en ekki í sumar.

Bandið í dag ber hins vegar Magnús Þór Magnússon.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ólsarar lentu í smá basli á leið hingað til Keflavíkur en keyrt var á rútu þeirra er þeir tóku stopp í Borgarnesi til að næra sig. Rútan stóð þar kyrrstæð á bílastæði þegar ökumaður bifreiðar missti stjórn á henni og endaði á rútunni.

Smá hnökrar þar á ferð en ný rúta var fenginn á staðinn og Ólsarar mæta til leiks í kvöld eftir að hafa biðið heilan fótboltaleik eða um 90 mínútur eftir nýrri rútu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram á Þjóðhátíðardaginn, 17. júní í Ólafsvík. Þá vann Keflavík 0 - 1 sigur með marki Adams Árna Róbertssonar.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin eru hlið við hlið í stöðutöflu deildarinnar og liðið sem vinnur í dag verður fyrir ofan. Víkingarnir eru í 6. sæti með 24 stig og sjö stigum frá Þórsurum sem eru í 2. sæti sem gefur sæti í Pepsi Max-deildinni. Heimamenn í Keflavík eru með 22 stig í 7. sætinu.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið er af dýrari gerðinni í dag því Guðmundur Ársæll Guðmundssson sem dæmir alla jafna í Pepsi Max-deildinni dæmir leikinn. Adolf Þ. Andersen og Guðmundur Ingi Bjarnason eru á línunum og Ólafur Ingi Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn. Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Keflavíkur og Víkings frá Ólafsvík í Inkasso-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Nettaóvellinum í Keflavík.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
7. Grétar Snær Gunnarsson
9. Guðmundur Magnússon
10. Sorie Barrie
11. Harley Willard
13. Emir Dokara (f)
17. Kristófer Jacobson Reyes ('82)
22. Vignir Snær Stefánsson ('76)
23. Vidmar Miha ('82)

Varamenn:
12. Baldur Olsen (m)
8. Martin Cristian Kuittinen ('82)
14. Sallieu Capay Tarawallie ('76)
19. Breki Þór Hermannsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
33. Ívar Reynir Antonsson ('82)

Liðstjórn:
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson
Kristján Björn Ríkharðsson
Ejub Purisevic (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristmundur Sumarliðason

Gul spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('74)

Rauð spjöld: