
ÍBV
1
1
KA

0-1
Elfar Árni Aðalsteinsson
'18
Gary Martin
'49
, víti
1-1

1-1
Hallgrímur Mar Steingrímsson
'94
, misnotað víti

18.08.2019 - 16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jamie Robinson
Maður leiksins: Halldór Páll Geirsson
Hásteinsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jamie Robinson
Maður leiksins: Halldór Páll Geirsson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Jonathan Glenn
('72)

Óskar Elías Zoega Óskarsson
8. Priestley Griffiths
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin

11. Víðir Þorvarðarson
18. Oran Jackson

26. Felix Örn Friðriksson
('82)

77. Jonathan Franks
('78)

92. Diogo Coelho
- Meðalaldur 5 ár
Varamenn:
93. Rafael Veloso (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
17. Róbert Aron Eysteinsson
('72)

19. Breki Ómarsson
('78)

19. Benjamin Prah
('82)
- Meðalaldur 26 ár


Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs
Matt Garner
Jóhann Sveinn Sveinsson
Hjalti Kristjánsson
Sonja Ruiz Martinez
Gul spjöld:
Oran Jackson ('41)
Benjamin Prah ('92)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elfar Árni skallar yfir eftir hornspyrnu og Robinson flautar leikinn af.
Hallgrímur Mar hleypur af velli strax eftir leik og inn í klefa. Tekur algjöran sprett af velli.
Hallgrímur Mar hleypur af velli strax eftir leik og inn í klefa. Tekur algjöran sprett af velli.
92. mín
Gult spjald: Benjamin Prah (ÍBV)

Brýtur rosalega klaufalega af sér á vítateigslínunni.
88. mín
Hvorugt liðið er líklegt til að bæta við marki. Sjáum hvað setur. Sennilega 3+ mínútum bætt við.
83. mín
Óskar Zoega fer inní Almarr sem kom á hlaupinu upp völlinn. Robinson ákveður hinsvegar að spjalda hann ekki.
82. mín

Inn:Benjamin Prah (ÍBV)
Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Síðasta skipting ÍBV í leiknum.
81. mín
KA þarf að gefa meira í, ætli þeir sér öll stigin þrjú. Þetta hefur aðeins hægst hjá þeim síðustu mínútur og leikurinn meira farið fram á vallarhelmingi KA.
72. mín
Leikurinn er farinn af stað. Halldór Páll heldur leik áfram eftir smá nudd frá Sonju Ruiz.
71. mín
Halldór Páll situr á vellinum og þarf aðhlynningu. Hvað hefur gerst hef ég ekki hugmynd. Boltinn var víðsfjarri.
68. mín
Halldór Páll bjargar Eyjamönnum með tæklingu utan teigs og er rétt á undan Ásgeiri í boltann sem var að sleppa einn í gegn.
66. mín
David Cuerva með aukaspyrnu 5-7 metrum frá vítateig ÍBV sem endar framhjá markinu.
65. mín
Þarna skall hurð nærri hælum! Eftir fyrirgjöf frá vinstri gerði Elfar Árni vel, skýldi boltanum og náði skoti/sendingu fyrir markið þar sem Callum Williams var hársbreidd frá því að tækla boltann í netið en náði ekki til boltans.
59. mín
Gary Martin brýtur á Almarri eftir markspyrnu Halldórs Páls. Þeir liggja báðir.
Gary fær tiltal frá dómaranum.
Gary fær tiltal frá dómaranum.
58. mín

Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Út:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Fyrsta skipting leiksins er gestanna.
57. mín
Fyrirliðinn, Almarr Ormarsson klúðrar hér algjöru dauðafæri.
Frábært samspil KA-manna á stuttu svæði innan og við vítateig ÍBV sem endar með því að Nökkvi Þeyr finnur Almarr í fætur. Hann er kominn einn á móti Halldóri en á skot framhjá markinu. Ótrúlegt!
Frábært samspil KA-manna á stuttu svæði innan og við vítateig ÍBV sem endar með því að Nökkvi Þeyr finnur Almarr í fætur. Hann er kominn einn á móti Halldóri en á skot framhjá markinu. Ótrúlegt!
55. mín
Glenn ekki langt frá því að komast einn gegn Jajalo en Jajalo kemur út á hárréttum tíma og nær til boltans. Torfi virtist halda aðeins í Glenn en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma.
49. mín
Óskar Zoega átti langa sendingu upp völlinn, yfir varnarlínu KA. Þar var Gary Martin mættur sem sparkaði síðan knettinum inn í teiginn nokkuð blindandi. Þar kom Glenn á ferðinni við vítapunktinn þar sem Callum Williams hleypur í hliðina á honum.
Þannig var aðdragandinn að jöfnunarmarki ÍBV.
Þannig var aðdragandinn að jöfnunarmarki ÍBV.
49. mín
Mark úr víti!

Gary Martin (ÍBV)
Stoðsending: Jonathan Glenn
Stoðsending: Jonathan Glenn
Gary Martin jafnar metin!
Sendir Jajalo í vitlaust horn og staðan orðin jöfn!
Sendir Jajalo í vitlaust horn og staðan orðin jöfn!
48. mín
Glenn fiskar víti!
Callum Williams hleypur í hliðin á honum eftir sendingu inn í teig frá Gary Martin.
Callum Williams hleypur í hliðin á honum eftir sendingu inn í teig frá Gary Martin.
45. mín
Priestley Griffiths missir boltann á stórhættulegum stað. KA-menn breika hratt en Eyjamenn rétt ná að bjarga sér fyrir horn.
Í kjölfarið flautar Robinson til hálfleiks. Gestirnir leiða eftir 45 mínútur 1-0.
Í kjölfarið flautar Robinson til hálfleiks. Gestirnir leiða eftir 45 mínútur 1-0.
41. mín
Gult spjald: Oran Jackson (ÍBV)

Fyrir brot á Hallgrími Mar nokkrum metrum fyrir utan vítateig ÍBV.
31. mín
Neinei, það er Gary Martin sem tekur spyrnuna sem fer í hausinn á einum KA-manni í varnarveggnum og aftur fyrir.
31. mín
Klaufalegt brot hjá David Cuerva rétt fyrir utan vítateig KA. Eyjamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem Felix ætlar sér að taka.
28. mín
Ekkert verður úr horninu sem Eyjamenn eru í bölvuðu basli að hreinsa frá í tvígang. Endar með því að Hallgrímur Mar á bjartsýnistilraun, viðstöðulaust skot sem endar í sundlauginni.
28. mín
KA-menn halda áfram að hamra járnið meðan það er heitt og David Cuerva á skot utan teigs sem Halldór Páll rétt nær að blaka í horn.
27. mín
Hallgrímur Mar með fína spyrnu, framhjá veggnum og á nærstöngina sem Halldór Páll gerir vel og handsamar boltann eftir góða "skutlu".
20. mín
Priestley Griffiths með skot tilraun nánast frá miðju eftir að Jajalo hafi farið í smá skógarhlaup. Boltinn hinsvegar víðsfjarri markinu.
18. mín
MARK!

Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Elfar Árni býr til þessa sókn og endar hana með marki!
Elfar Árni fer illa með Óskar Elías Zoega, fær boltann og snýr bakinu í markið. Hann er sterkari í baráttunni við Óskar sem fellur við. Hleypur síðan með boltann í átt að teignum, rennir boltanum til vinstri á Hallgrím sem leikur á varnarmann ÍBV á síðan fyrirgjöf frá endalínunni þar sem Elfar er mættur og kemur boltanum yfir marklínuna nánast á línunni sjálfri.
Elfar Árni fer illa með Óskar Elías Zoega, fær boltann og snýr bakinu í markið. Hann er sterkari í baráttunni við Óskar sem fellur við. Hleypur síðan með boltann í átt að teignum, rennir boltanum til vinstri á Hallgrím sem leikur á varnarmann ÍBV á síðan fyrirgjöf frá endalínunni þar sem Elfar er mættur og kemur boltanum yfir marklínuna nánast á línunni sjálfri.
17. mín
Nökkvi Þeyr með sprett upp völlinn, KA menn eru 4 á 4 og hann hleypur inná völlinn. Bæði Hallgrímur og Elfar Árni bjóða sig í góð hlaup en Nökkvi hreinlega gerir ekkert nema sparka boltanum alltof fast í átt að teignum. Boltinn fer aftur fyrir. Þarna var illa farið með gott hlaup.
16. mín
Franks með hornspyrnuna sem endar hjá Glenn. Hann er einn og óvaldaður og á máttlaust skot beint á Jajalo. Þetta var furðulegt allt saman, enginn sá almennilega hvar boltinn endaði en hann endaði sennilega undir Jajalo sem sat ofan á boltanum.
16. mín
Jonathan Franks reynir skot innan teigs sem Callum Williams nær að tækla fyrir skotið. Franks tók of mikinn tíma í þetta.
12. mín
Oran Jackson brýtur á Elfar og KA-menn fá aukaspyrnu. Fór aftan í Elfar þegar hann var að taka við boltanum og byggja upp skyndisókn.
11. mín
David Cuerva hefur skilað grímunni sem hann hóf leikinn með. Hún hefur sennilega eitthvað verið að trufla hann.
10. mín
Hallgrímur tekur spyrnuna, Torfi kemur í hlaupinu á nærstöngina en á misheppnað skot framhjá markinu.
9. mín
Hallgrímur Mar með fyrsta skot leiksins á markið en Halldór Páll gerir vel og ver í horn. Boltinn er lagður út á Hallgrím sem á skot við vítateigslínuna sem Halldór ver.
7. mín
Þetta byrjar allt saman mjög rólega hér á vellinum. Trommuslátturinn í stuðningsmönnum KA heldur fólki við efnið.
Fyrir leik
Leikurinn fer að byrja.
Ég var að telja áhorfendur í báðum stúkunum, samtals 68 áhorfendur.
Reyndar í þessum töluðu orðum voru átta stuðningsmenn KA að labba í stúkuna og því fjölgar þeim áfram.
Ég var að telja áhorfendur í báðum stúkunum, samtals 68 áhorfendur.
Reyndar í þessum töluðu orðum voru átta stuðningsmenn KA að labba í stúkuna og því fjölgar þeim áfram.
Fyrir leik
Það munar ekki miklu á mætingu stuðningsmanna ÍBV og KA hér fimm mínútum fyrir leik.
Fyrir leik
ÍBV gæti fallið á morgun.
Tapi þeir í dag og nái Víkingur í stig gegn KR þá er ÍBV formlega fallið úr deildinni.
Tapi þeir í dag og nái Víkingur í stig gegn KR þá er ÍBV formlega fallið úr deildinni.
Fyrir leik
Ian Jeffs þjálfari ÍBV skoraði fjögur mörk í 4.deildinni í gær með KFS gegn Kóngunum.
Fyrir leik
Akureyringar breyta tveimur leikmönnum í liðinu sem lagði Stjörnuna að velli, 4-2, í síðustu umferð.
Ásgeir Sigurgeirsson fer á bekkinn á meðan Ívar Örn Árnason er utan hóps en hann er farinn út í skóla. Inn koma Alexander Groven og Nökkvi Þeyr Þórisson.
Ásgeir Sigurgeirsson fer á bekkinn á meðan Ívar Örn Árnason er utan hóps en hann er farinn út í skóla. Inn koma Alexander Groven og Nökkvi Þeyr Þórisson.
Fyrir leik
Eyjamenn gera þrjár breytingar á liðinu sem tapaði gegn Víkingi R. í síðustu umferð. Sigurður Arnar Magnússon fer á bekkinn ásamt Matt Garner en Sindri Björnsson er utan hóps.
Jonathan Glenn kemur inn í liðið í staðinn ásamt Óskari Zöega Óskarssyni og Diogo Coelho.
Jonathan Glenn kemur inn í liðið í staðinn ásamt Óskari Zöega Óskarssyni og Diogo Coelho.
Fyrir leik
KA vann Stjörnuna í síðustu umferð í miklum markaleik 4-2 á meðan ÍBV tapaði gegn Víkingi í Víkinni 3-1.
Fyrir leik
KA vann fyrri leik þessara liða í sumar 2-0 á Akureyri. Mörk KA skoraði Daníel Hafsteinsson og Nökkvi Þeyr Þórisson seint í leiknum.
Fyrir leik
Um er að ræða fyrsta leik 17. umferðar í deildinni.
ÍBV situr á botni deildarinnar með fimm stig á meðan KA er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Á milli liðanna er síðan Grindavík með 17 stig en liðið tekur á móti HK seinna í dag.
ÍBV situr á botni deildarinnar með fimm stig á meðan KA er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Á milli liðanna er síðan Grindavík með 17 stig en liðið tekur á móti HK seinna í dag.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Callum George Williams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Iosu Villar
9. Elfar Árni Aðalsteinsson

10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
('58)

21. David Cuerva
('71)

25. Torfi Tímoteus Gunnarsson
29. Alexander Groven
- Meðalaldur 6 ár
Varamenn:
1. Yankuba Colley (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
('58)

16. Brynjar Ingi Bjarnason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Sæþór Olgeirsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
('71)
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Branislav Radakovic
Halldór Jón Sigurðsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: