Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍR
0
1
FH
0-1 Birta Stefánsdóttir '51
Marta Quental '93
19.08.2019  -  18:00
Hertz völlurinn
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Rjómablíða á Hertz vellinum.
Dómari: Sindri Snær A van Kasteren
Maður leiksins: Erna Guðrún Magnúsdóttir
Byrjunarlið:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m)
Bjarkey Líf Halldórsdóttir
2. Elísabet Lilja Ísleifsdóttir
3. Irma Gunnþórsdóttir
3. Linda Eshun
5. Álfheiður Bjarnadóttir ('69)
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
10. Sigrún Erla Lárusdóttir
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f)
15. Edda Mjöll Karlsdóttir ('52)
26. Anna Bára Másdóttir

Varamenn:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
4. Viktoría Sól Birgisdóttir
6. Sara Rós Sveinsdóttir
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir
20. Hekla Dís Kristinsdóttir ('69)
24. Marta Quental ('52)

Liðsstjórn:
Sigurður Þ Sigurþórsson (Þ)
Tara Kristín Kjartansdóttir
Helga Dagný Bjarnadóttir
Ásgeir Þór Eiríksson

Gul spjöld:
Elísabet Lilja Ísleifsdóttir ('88)

Rauð spjöld:
Marta Quental ('93)
Leik lokið!
FH sækir hér 3 stig og þá er staðfest að ÍR er fallið úr Inkasso deildinni
Viðtöl og skýrsla í kvöld
93. mín Rautt spjald: Marta Quental (ÍR)
Fyrir brot á Ernu sýnist mér
92. mín
Rannveig á hér geggjað skot sem endar í stönginni, þá berst boltinn til Margrétar en ÍR komast fyrir. Vörnin hjá ÍR búin að vera góð í dag
91. mín
Inn:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (FH) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
88. mín Gult spjald: Elísabet Lilja Ísleifsdóttir (ÍR)
86. mín
Eins og Sindri var duglegur á flautunni í fyrri hálfleik þá er hann ekki að nota hana mikið þessa stundina, FH-ingum til mikils ama. Mikið brotið á þeim en Sindri er búinn með sinn flautuskammt í dag
83. mín
SENUR! Margrét tekur hornið og það er mikill darraðardans í teig ÍR-inga. Birta endar á því að skjóta en Auður ver á línu. Gestirnir vilja meina að boltinn hafi farið inn! Ég bara sá þetta ekki nógu vel til að dæma það
82. mín
14 hornspyrna FH í leiknum. Heimakonur hreinsa sem fyrr
81. mín
Helena fær aftur stungusendingu inn fyrir vörnina og hún er aftur rangstæð. Örugglega komnar 10 rangstöður hjá FH í leiknum
80. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
79. mín
Helena var að skora eftir flotta stungusendingu en hún er sem fyrr í leiknum rangstæð
76. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Út:Nótt Jónsdóttir (FH)
74. mín
Erna liggur eftir á vellinum eftir samstuð við Mörtu. Vonum að hún geti haldið leik áfram
73. mín
Ótrúlegt, þarna hélt maður að Nótt væri um það bil að tvöfalda forystuna þegar hún fær stungusendingu inn en hún bara gleymir að taka með sér boltann svo heimakonur hreinsa
69. mín
Inn:Hekla Dís Kristinsdóttir (ÍR) Út:Álfheiður Bjarnadóttir (ÍR)
Þessi skipting búin að liggja í loftinu nokkuð lengi en það var eitthvað vandamál með eyrnalokkinn hjá Heklu svo þess vegna tafðist þetta
68. mín
Rannveig fær boltann eftir hornið og reynir skot, en Auður nær að blaka boltanum yfir markið. Annað horn sem ekkert kemur úr
67. mín
FH-ingar fá hér enn eitt hornið
66. mín Gult spjald: Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
66. mín
Allt brjálað þessa stundina. FH vildu fá víti -þá hlaupa ÍR í sókn og Helena kemur með ljóta tæklinga og fær verðskuldað gult spjald
65. mín
Aldís gerir vel og hleypur upp völlinn og reynir skot en varnarmaður ÍR kemst fyrir og dúndrar boltanum útaf
59. mín
Inn:Ingibjörg Rún Óladóttir (FH) Út:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH)
59. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
58. mín
FH fá nú sína 11. hornspyrnu, ná þær að nýta eins og áðan? Svarið er nei.
57. mín
Valgerður liggur eftir á vellinum eftir árekstur við einhvern ÍR-ing, sá ekki hvern. Hún fer út af til að fá aðhlynningu
55. mín
Helena fær flotta sendingu inn fyrir vörn ÍR-inga frá Nótt en hún er rangstæð, enn og aftur
52. mín
Inn:Marta Quental (ÍR) Út:Edda Mjöll Karlsdóttir (ÍR)
51. mín MARK!
Birta Stefánsdóttir (FH)
Stoðsending: Margrét Sif Magnúsdóttir
LOKSINS LOKSINS LOKSINS koma gestirnir boltanum í netið og það eftir hornspyrnu! Þær þurftu níu æfingaspyrnur en loks tókst þetta. Margrét tekur spyrnuna og tekur við mikið klafs í teignum en mér sýnist Birta ná að pota boltanum inn á endanum
51. mín
Og tíunda hornspyrnan. Þær verða að fara að nýta þetta
49. mín
Jæja níunda hornspyrnan. Mjög vond spyrna, beint á Auði sem grípur boltann
47. mín
FH tekur nú sína áttundu hornspyrnu. Þær nýta hana ekki eins og hinar 7
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn. Nú byrja gestirnir með boltann en þær leika í sínum bláu varabúningum í dag
45. mín
Hálfleikur
Sindri flautar leikinn af, bætti engu við enda engar tafir í leiknum.
Markalaust í háfleik, þetta gæti komið fólki á óvart. FH-ingar verið mikið meira með boltann en eru ekki að ná að skapa sér mikið af dauðafærum. Heimakonur hafa varist vel það sem af er. Spurningin er ná þær að halda út?
44. mín
FH fær sjöundu hornspyrnuna sína í leiknum. Spyrnan léleg enn og aftur
Það hefur nákvæmlega engin hætta skapast eftir öll þessi föstu leikatriði gestanna
43. mín
Nótt fær hér stungusendingu inn fyrir vörn ÍR-inga og skorar en hún er enn og aftur dæmd rangstæð
42. mín
Erna með flott sendingu inn í teig en Valgerður á skalla rétt yfir markið
41. mín
Aldís spólar sig í gegnum nokkra ÍR-inga og tekur skot rétt fyrir utan teig en skotið er vel yfir
38. mín
Frábær sókn hjá FH. Aldís fær frábæra sendingu inn í teig en hittir ekki boltann nægilega vel og skotið er yfir markið
35. mín
Rannveig reynir nú skot út á miðjum velli en Auður á ekki í miklum vandræðum með það og grípur boltann örugglega
34. mín
FH fá nú aukaspyrnu á hættulegum stað þegar brotið er á Helenu, hægra megin rétt fyrir utan teig. Helena tekur spyrnuna sjálf en hún er hátt yfir markið
32. mín
Erna vinnur boltann vel og nikkar honum til hægri á Margréti en skotið hennar er hátt yfir
31. mín
Sjötta hornspyrna FH í leiknum. Þær verða að fara að nýta þetta. Það gera þær þó ekki
27. mín
Fimmta hornspyrna FH í leiknum. Það kemur ekkert úr henni rétt eins og áður
25. mín
Nú fær FH aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig
Margrét tekur en spyrnan er beint í vegginn
24. mín
Erna reynir fyrirgjöf í tvígang inn í teig ÍR en þær ná að hreinsa
23. mín
Hér fær FH sína 4 hornspyrnu. Heimakonur ná að hreinsa boltann í burtu
21. mín
Þarna munaði litlu! Erna kemur með flotta sendingu fyrir, Helena ætlar að skalla boltann inn en Auður nær að koma höndunum yfir boltann!
16. mín
FH-ingar enn og aftur dæmdar rangstæðar. Aldís Kara í þetta sinn
Þetta verða þær að passa betur
15. mín
Helena á hér frábæra sendingu inn fyrir vörn heimakvenna á Nótt en hún er rangstæð svo það verður ekkert úr þessu
12. mín
Edda Mjöll fær hér boltann rétt fyrir utan teig FH-inga og nær skot en það er laust svo Aníta á ekki í vandræðum þetta
10. mín
FH fær hér sitt þriðja horn
10. mín
Fyrsta rangstaðan dæmd í leiknum á 10 mínútu. Það var Valgerður sem var rangstæð
8. mín
Aftur fær Helena stungusendingu inn fyrir vörnina en Elísabet kemst fyrir boltann og setur hann út af vellinum. FH fær horn
5. mín
Elísabet tók hér vitlaust innkast, þetta má ekki gerast mikið hjá ÍR ef þær ætla sér eitthvað í leiknum
4. mín
FH fær fyrsta horn leiksins. Það kemur ekkert úr því
4. mín
FÆRI! Helena fær frábæra stungusendingu inn fyrir vörn ÍR en hún skýtur rétt framhjá!
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Sindri þetta loksins af stað, rúmum 4 mínútum of seint.
Fyrir leik
Jæja þetta er að hefjast! Liðin eru nú að ganga inn á völlinn eftir að hafa stoppað örstutt í búningsklefum liðanna til að stilla saman strengi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn og þau má sjá hér til hliðanna
Fyrir leik
Staðan er þannig í deildinni að ef ÍR tapa í kvöld þá á liðið ekki ennþá möguleika á að halda sér uppi í Inkasso-deildinni. Þær verða því hreinlega að fá stig úr þessum leik til að eiga minnsta möguleika á að fara ekki rakleiðis niður í 2. deild
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 21. júní í Kaplakrika og þar sigruðu FH 6:0
Fyrir leik
Þá hefur ÍR skorað fæst mörkin (3) í deildinni og fengið á sig flest (57).

Á meðan hefur FH fengið á sig næst-fæstu mörkin (15) í deildinni ásamt Haukum og skorað næst-flest (41) á eftir Þrótturum.
Fyrir leik
Gengi liðanna hefur verið afar ólíkt á tímabilinu.

ÍR situr í neðsta sæti deildarinnar með 1 stig. Þetta stig fékk liðið í 30. júlí í 0-0 jafntefli við Augnablik. Annars hefur liðið tapað hinum leikjunum 12 og oft á tíðum nokkuð stórt. Síðasti leikur ÍR fór fram 13. ágúst þar sem þær töpuðu 1:0 fyrir ÍA.

Á meðan situr FH í 2. sæti aðeins einu stigi frá Þrótti sem er í efsta sæti deildarinnar. Í síðustu 5 leikjum hafa þær unnið 4 sinnum og gert 1 jafntefli. Jafnteflið kom úr stórskemmtilegum leik við Tindastól sem endaði 4-4. Í síðasta leik sem fór fram 13. ágúst gegn Grindavík sigruðu FH 3:0.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍR og FH í Inkasso deild kvenna.

Leikurinn hefst á slaginu 18:00 á Hertz vellinum
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('80)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
3. Nótt Jónsdóttir ('76)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('59)
9. Rannveig Bjarnadóttir
15. Birta Stefánsdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('91)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('59)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
25. Björk Björnsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir ('59)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('80)
8. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('91)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('76)
28. Birta Georgsdóttir ('59)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Árni Freyr Guðnason
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Helena Ósk Hálfdánardóttir ('66)

Rauð spjöld: