Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Afturelding
1
1
Augnablik
0-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '65
Darian Elizabeth Powell '85 1-1
23.08.2019  -  19:15
Varmárvöllur - gervigras
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Smá kuldi en logn. Fínasta veður
Dómari: Skúli Freyr Brynjólfsson
Maður leiksins: Samira Suleman
Byrjunarlið:
33. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Margrét Regína Grétarsdóttir
4. Inga Laufey Ágústsdóttir
5. Janet Egyir
9. Samira Suleman
10. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
16. Sara Dögg Ásþórsdóttir
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
19. Darian Elizabeth Powell
20. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)

Varamenn:
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
8. Ólína Sif Hilmarsdóttir
14. Erika Rún Heiðarsdóttir
17. Halla Þórdís Svansdóttir
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Krista Björt Dagsdóttir
24. Jóney Ósk Sigurjónsdóttir

Liðsstjórn:
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Margrét Selma Steingrímsdóttir
Elfa Sif Hlynsdóttir
Sigurjón Björn Grétarsson
Marsý Dröfn Jónsdóttir
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Darian Elizabeth Powell ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lýkur með jafntefli! Skýrsla og viðtöl sem fyrst
91. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Fáum við dramatík í lokin?
89. mín
DAUÐAFÆRI. Samira keyrir upp hægri vænginn og sendir inn í teig á Ólínu en skotið er rétt framhjá
87. mín
Augnablik fær horn. Það kemur ekkert úr því
85. mín MARK!
Darian Elizabeth Powell (Afturelding)
Stoðsending: Samira Suleman
1-1
Samira keyrir upp hægri kantinn og sendir inn í teig þar sem Darian lúrir og hún sigrar loks Telmu í markinu.

Þetta verða vonandi skemmtilegar lokamínútur, bæði liðin munu gera allt til að fá stigin 3
84. mín
Afturelding fær hornspyrnu. Sara tekur og Darian nær skallanum en Telma er örugg í markinu og grípur knöttinn
81. mín
Skúli búinn að sleppa því að dæma hendi á Aftureldingu þrisvar í röð en dæmir nú úti á miðjum velli stuðningsmönnum Augnabliks til mikillar gleði
80. mín Gult spjald: Birta Birgisdóttir (Augnablik)
Fyrir að sparka boltanum í burtu
78. mín
Frábær sókn hjá gestunum. Ísafold vinnur boltann og nikkar yfir á Vigdísi sem færir hann til hægri á Birtu og hún sendir hann út vinstra megin á Ísafold sem tekur skotið en það er varið. Þá berst boltinn til Söndru en skotið hennar er rétt framhjá
75. mín
Telma liggur hér eftir. Samira fékk sendingu inn fyrir vörnina og Telma kemur hlaupandi út á móti og kastar sér á boltann á meðan Samira kemur á fullum krafti í hana. Hún er nú staðin á fætur og ákveðin í að halda leik áfram
73. mín
Aftur er Vigdís á ferðinni! Hún fær sendingi frá Þórdísi held ég inn í teig en skýtur rétt framhjá. Hún hefur gjörbreytt leiknum eftir að hún kom inn á!
73. mín
Inn:Ísafold Þórhallsdóttir (Augnablik) Út:Hildur Lilja Ágústsdóttir (Augnablik)
71. mín
FÆRI hjá Augnablik. Birta fær boltann á vítateigslínunni og tekur flott skot en það er rétt yfir markið!
70. mín
Aftur kemst Vigdís ein inn fyrir vörnina en núna skýtur hún of snemma og skotið er laust sem Íris á ekki í vandræðum með
67. mín
FÆRI! Samira tekur á rás upp hægri vanginn og keyrir inn í teig, fer léttilega framhjá Elínu í vörninni og kemur boltanum á Darian en Telma ver mjög vel. Loksins er eitthvað að gerast í þessum leik
65. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Augnablik)
MARK! Glórulaus sending hjá Margréti Regínu til baka, Vigdís nýtir sér það sko heldur betur og klárar örugglega framhjá Írisi. Hún kom inn á fyrir um mínútu síðan!!
63. mín
Inn:Birta Birgisdóttir (Augnablik) Út:Brynja Sævarsdóttir (Augnablik)
Tvöföld skipting hjá Augnabliki
63. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Augnablik) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)
Vigdís fær hér að spila síðasta hálftímann en hún er fædd 2005 og er mikið efni. Hún skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik gegn Tindastóli. Endurtekur hún leikinn hér?
62. mín
Darian fær boltann rétt fyrir utan teig og reynir skot en það er alls ekki gott og fer langt framhjá
59. mín
Samira fær stungusendingu inn fyrir vörn Augnabliks en Telma er sneggri og skýlir boltanum út af. Markspyrna
57. mín
Afturelding fær hornspyrnu, þær taka hornið stutt. Það kemur ekkert úr þessu
52. mín
Augnablik fær aukaspyrnu mitt á milli vítateigs og endalínu sem Sandra tekur. Ágætis spyrna en Samira kemur boltanum í burtu
50. mín
Fyrsta alvröu skot Aftureldingar, Darian með sendingu á Hafrúnu og hún tekur skotið en það er rétt framhjá. Þetta lítur betur út hjá þeim núna
49. mín
Afturelding fær hér horn eftir að skot Hafrúnar endar í varnarmanni Augnabliks. Sara Dögg tekur en Augnablik ná að hreinsa
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn - Hann verður vonandi skemmtilegri en sá fyrri!

Nú byrja heimakonur með boltann en þær leika að vanda í sínum rauðu búningum
45. mín
Hálfleikur
Staðan markalaus í hálfleik hér á Varmárvelli.

Frekar leiðinlegur fyrri hálfleikur og vantar upp á hjá báðum liðum ef þau ætla ða ná að klára þetta í seinni.

Augnablik hefur aðallega verið að senda langar sendingar fram sem hefur ekki verið að virka vel og það vantar svolítið upp á að liðið hjá Aftureldingu fylgi sóknarmönnum framar þegar þær sækja, uppspilið er frekar hægt.

Vonandi fáum við skemmtilegri seinni hálfleik
45. mín Gult spjald: Darian Elizabeth Powell (Afturelding)
45. mín
+1

Darian fær flotta sendingu inn í teig en Telma kemur á móti og þær skella saman og fær Darian gult spjald að launum.
45. mín
Hafrún með flottan bolta fyrir markið og Darian hoppar upp í skalla en misreiknar sig og Telma grípur
43. mín
Hafrún á hér frábært skot sem strýkur slánna. En hún er svo dæmd rangstæð svo þetta hefði aldrei staðið ef boltinn hefði endað í netinu
41. mín
Sandra heldur boltanum vel og ákveður bara að skjóta hér rétt fyrir utan teig. Skotið er ágætt en það fer framhjá markinu
40. mín
Jæja 5 mínútur eftir af þessum bragðdaufa fyrri hálfleik. Ætli við fáum smá action undir lok fyrri hálfleiks?
37. mín
Ágætis sókn hjá gestunum. Eyrún keyrir upp kantinn eftir sendingu frá Söndru, Janet tekur af henni boltann en hún vinnur hann aftur og kemur með sendingu inn í. Þórdís Katla er í mikilli baráttu en Lovísa nær að koma honum í burtu
33. mín
Flott sókn hjá Aftureldingu! Darian vinnur boltann og kemur með flotta sendingu á Samiru sem fer framhjá Elínu en þá er Telma mætt og hirðir boltann
31. mín
Þá er komið að heimkonum að sækja, flott spil á mili Darian og Margrétar sem endar með sendingu sem er ætluð Samiru en Telma nær til boltans á undan. Telma búin að vera mjög örugg í dag
30. mín
Augnablik fær hér horn. Fínn bolti hjá Söndru, Elín nær skoti fyrst og svo skalla en þessi tækifæri ógnuðu ekki. Afturelding hreinsar
24. mín
Afturelding fær hér aukaspyrnu á flottum stað eftir "brot á Darian. Mér fannst þetta ekki vera neitt. Ragna kemur með flottan bolta en sem fyrr er Telma ákveðin og handsamar knöttinn
22. mín
Fín sókn hjá Aftureldingu. Hafrún fær flott stungusendingu inn fyrir vörn Augnabliks en Telma er fljótari og handsamar boltanum og kemur honum strax í leik
19. mín
Þórdís liggur hér eftir eftir einhvers konar samstuð við Janet. Guðjón er að spjalla við Þórdísi á hliðarlínunni og athuga hvort allt sé í lagi, jú er svarið hún er nú komin inn á aftur
15. mín
Ágætis tilraun hjá Augnabliki og fyrsta skot á markið í leiknum. Þarna var Sandra á ferðinni en hún reyndi skot sem endaði í höndunum á Írisi. Hefði þurft aðeins meiri kraft í skotið
11. mín
Þá sækja heimakonur. Margrét fer upp vinstri kantinn og ætlar að senda á Samiru í teignum en Augnablik nær að hreinsa
10. mín
Þá rjúka gestirnir í sókn og gera vel, Þórdís Katla fær flotta sendingu en Íris nær fyrr til boltans.
9. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins, Afturelding fær hana. Fín spyrna, smá ringulreið í teignum en Telma nær að koma höndunum yfir boltann
8. mín
Afturelding fær hér aukaspyrnu á ágætis stað. Virkilega slök spyrna og Augnablik hreinsa
4. mín
Nú er komið að Aftureldingu að sækja. Darian með flotta stungusendingu á Samiru en hún er dæmt rangstæð
2. mín
Augnablik byrja leikinn á að sækja að marki heimakvenna. Þær ná að koma boltanum inn í teig en Íris Dögg kýlir boltann langt í burtu
1. mín
Leikur hafinn
Skúli er búinn að flauta þetta af stað! Augnablik byrjar með boltann en þær leika í sínum grænu og hvítu búningum
Fyrir leik
Nú eru liðin að ganga inn á völlinn. Þetta er alveg að hefjast
Fyrir leik
Fyrir áhugasama þá er verið að sýna leikinn í beinni á Afturelding TV á Youtube. Mæli eindregið með því ef þið nennið ekki á völlinn!
Fyrir leik
Jæja þá eru byrjunarliðin dottin inn og þau má sjá hér til hliðanna!

Vilhjálmur heldur sig við nákvæmlega sama lið og síðast sem tapaði 3:1 gegn Tindastól

Júlli gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik, Ragna Guðrún kemur inn fyrir Margréti Selmu.
Fyrir leik
Skoðum nú aðeins markahæstu leikmenn liðanna:

Hjá Aftureldingu er Darian Elizabeth Powell markahæst með 6 mörk og fylgir Hafrún Rakel Halldórsdóttir fast á eftir með 5 mörk

Hjá Augnablik er Helga Marie Gunnarsdóttir markahæst og næstar koma Þórdís Katla og Ásta Árnadóttir með tvö mörk hvor.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 26. júní og þar unnu Augnablik 1:0 sigur. Það var Þórdís Katla sem skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu.
Fyrir leik
Augnablik situr í 8. sæti deildarinnar með 14 stig, aðeins einu stigi frá fallsæti. Það er því ljóst að sigur í dag er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Augnablik hefur aðeins skorað 11 mörk í sumar en fengið á sig 23 stykki.
Það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá þeim í síðustu leikjum. Þær hafa tapað síðustu þremur leikjum, fyrst gegn Haukum, svo stórt tap gegn Þrótturum og loks síðasta sunnudag gegn Tindastóli.
Augnablik sigruðu síðast ÍA í leik sem spilaður var 15. júlí.
Fyrir leik
Afturelding situr í 5. sæti deildarinnar með 20 stig. Þá hefur liðið skorað 25 mörk en fengið á sig 19. Þær unnu síðast leik 8. ágúst en sá leikur var gegn ÍR og vann Afturelding þar stórsigur, 9:0.
Þær hafa síðan tapað tveimur leikjum í röð, fyrst gegn Haukum og síðast 2:0 á mánudaginn gegn toppliði Þróttar.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu. Hér í kvöld fer fram 15. umferð í Inkasso-deild kvenna þar sem Afturelding tekur á móti Augnabliki á Varmárvellinum klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
4. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
4. Brynja Sævarsdóttir ('63)
5. Elín Helena Karlsdóttir
7. Sandra Sif Magnúsdóttir
8. Ragna Björg Einarsdóttir
14. Hildur María Jónasdóttir
18. Eyrún Vala Harðardóttir ('63)
19. Birna Kristín Björnsdóttir
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir ('73)

Varamenn:
1. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
10. Ísafold Þórhallsdóttir ('73)
11. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('63)
13. Ísabella Arnarsdóttir
15. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
17. Birta Birgisdóttir ('63)
17. Eva Alexandra Kristjánsdóttir
23. Hugrún Helgadóttir

Liðsstjórn:
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)

Gul spjöld:
Birta Birgisdóttir ('80)

Rauð spjöld: