Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Þór
1
1
Leiknir R.
Alvaro Montejo '27 1-0
Bjarki Aðalsteinsson '35
Valur Gunnarsson '36
1-1 Stefán Árni Geirsson '59
24.08.2019  -  16:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fínasta veður!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('81)
Orri Sigurjónsson
Aron Elí Sævarsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('42)
23. Dino Gavric
24. Alvaro Montejo
27. Rick Ten Voorde ('70)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Tómas Örn Arnarson
2. Elmar Þór Jónsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('70)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('81)
14. Jakob Snær Árnason ('42)
18. Alexander Ívan Bjarnason
88. Nacho Gil

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Hannes Bjarni Hannesson
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:
Hermann Helgi Rúnarsson ('64)
Sveinn Elías Jónsson ('71)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan. Þórsarar geta ekki verið sáttir og eru Leiknismenn það örugglega ekki heldur.

Skýrsla og viðtöl koma inn von bráðar.
95. mín
Aron Birkir með frábæra spyrnu upp völlinn, en varnarmaður Leiknis er á undan í boltann og skallar hann á Eyjó.
92. mín
Leiknismenn fengu mjög gott færi eftir aukaspyrnu. Náðu bara ekki að pota boltanum yfir línuna.
90. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
90. mín
Uppbótartíminn er hafinn.
90. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
88. mín
Orri lá eftir skotið og nú liggur Alvaro eftir. Þórsarar eru búnir með sínar skiptingar. Alvaro er að fara út af, börurnar kallaðar til. Nei, Alvaro heldur áfram leik.
88. mín
RÉTT FRAM HJÁ!

Orri Sigurjónsson fær flugbraut fyrir utan teig og reynir skotið. Boltinn fer rétt fram hjá markinu. Fínasta tilraun.
84. mín
Nacho og Jóhanni Helga lendir saman á miðjum vellinum. Mannskapurinn róaður í kjölfarið.
82. mín
Senur í Njarðvík. Magni að jafna einum færri!
81. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
80. mín
Þá förum við inn í síðustu 10 mínúturnar. Jóhann Helgi að koma inn á hjá Þór.
78. mín
Alvaro á skot úr erfiðu færi. Fram hjá markinu. Alvaro hefur verið öflugur í leiknum. Hann er allt í öllu í sóknarleik Þórs.
77. mín
Aftur vill Leiknir fá víti. Ármann Pétur hoppar upp á Nacho sem fellur í teignum. Aftur sér Sigurður Hjörtur enga ástæðu til að dæma víti.
75. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
74. mín
Leiknismenn gera tilkall til þess að fá víti, en ekkert dæmt.
73. mín
RANGSTÖÐUMARK!

Aron Elí missir boltann klaufalega. Sævar Atli á skot sem Aron Birkir ver. Sólon nær frákastinu og skorar, en flaggið fer á loft. Rangstaða.
72. mín
Í hinum leik dagsins í Inkasso-deildinni var Njarðvík að komast 1-0 yfir gegn Magna. Fallbaráttan rosalega spennandi.
71. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
70. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Rick Ten Voorde (Þór )
69. mín
,,Upp með ykkur" kallar einn stuðningsmaður Þórs.
68. mín
Stuðningsmenn Þórs pirraðir á sínum mönnum. Eru að skapa sér lítið einum fleiri í augnablikinu.
67. mín
Stefán Árni kraftmikill. Vinnur boltann og spilar honum skemmtilega með Sólon. Að lokum reynir Sólon sendingu í svæði, en Aron Birkir er á undan Stefáni í boltann.
64. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
63. mín
Í fyrri hálfleik skoraði Þór gegn gangi leiksins, núna gerði Leiknir það. Þetta verður mjög svo athyglisverður síðasti hálftími.
62. mín
DAUÐAFÆRI! Það er komið líf í þetta. Alvaro með geggjaða sendingu. Leiknismaðurinn missir af boltanum og fær Rikki T dauðafæri. Skalli hans er fram hjá markinu. Þvílíkt færi þarna fyrir Þórsara.
60. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Efnilegur leikmaður út, efnilegur leikmaður inn.
59. mín MARK!
Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
LEIKNISMENN JAFNA!

Það er ekkert annað! Karakter í Leiknismönnum. Sá ekki alveg aðdragandann, en boltinn dettur fyrir Stefán Árna rétt fyrir utan teig. Hann nær mjög góðu skoti og Aron Birkir kemur engum vörnum við.
55. mín
Alvaro fær góða sendingu inn fyrir og kemst í ágætis stöðu. Skot hann er hins vegar beint á Eyjó. Auðveld varsla fyrir fyrirliða Leiknis.
53. mín
Meiri kraftur í heimamönnum þessa stundina. Skiljanlegt.
51. mín
Stuðningsmenn Leiknis hvetja sína menn áfram. Gott að eiga góða stuðningsmenn að.
49. mín
Darraðadans í teig gestana. Leiknismenn ná bægja hættunni frá í bili.
48. mín
Flott fyrirgjöf. Alvaro nær að koma höfðinu í boltann, en hann fer örugglega fram hjá markinu.
47. mín
Leiknismenn breyta engu í hálfleik. Gyrðir áfram í miðverðir. Tveir miðjumenn, tveir kantmenn og Sólon frammi.
47. mín
Var að fá þau tíðindi að rauða spjaldið í fyrri hálfleiknum hefði verið mjög harður dómur miðað við útsendingu Þórsara frá leiknum. Gult hefði væntanlega verið réttur dómur.
46. mín
Leikur hafinn
Byrjað aftur!
45. mín
Þessi hálfleikur var mjög tíðindamikill. Leiknismenn voru heilt yfir sterkari, en Þórsarar komust yfir gegn gangi leiksins um miðbik hálfleiksins. Tæpum 10 mínútum eftir markið sauð allt upp úr þegar Fannar Daði lá eftir baráttu við Bjarka Aðalsteins um boltann. Bjarki fór svolítið hátt með fótinn og lá Fannar eftir það. Eftir fund með línuverðinum reif Sigurður Hjörtur, dómari, upp rauða spjaldið. Leiknismenn gjörsamlega brjáluðust og voru nokkrir á varamannabekknum spjaldaðir. Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari, fékk rauða spjaldið.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig Leiknismenn koma út í seinni hálfleikinn. Þeir hafa verið mjög góðir í fyrri hálfleiknum. Þetta verður erfitt einum færri.
45. mín
Hálfleikur
+2

Nacho brýtur á landa sínum, Alvaro, fyrir utan teig. Þórsarar fá aukaspyrnu á góðum stað. Rikki T tekur aukaspyrnuna, en hún fer beint í fangið á Eyjó. Það síðasta sem gerist í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
+2 í uppbótartíma
45. mín
Nacho kominn á hörkusprett upp völlinn en Sigurður Hjörtur stoppar leikinn vegna þess að Rikki T liggur eftir. Rikki T hélt um höfuð sitt og því stoppaði Sigurður leikinn.

Leiknismenn ekki sáttir. Sigurður Hjörtur verður ekki boðinn velkominn í Breiðholtið eftir þennan leik. Það er nokkuð ljóst!
44. mín
Gyrðir er kominn í miðvörðinn í stað Bjarka. Spurning hvort við sjáum einhverjar breytingar hjá Leikni í hálfleik.
42. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Meiðsli.
41. mín
40. mín
Leiknismenn verið betri í fyrri hálfleiknum. Þetta rauða spjald er blaut, og þá meina ég blaut, tuska í andlitið.
36. mín Rautt spjald: Valur Gunnarsson (Leiknir R.)
Gult og rautt á bekkinn. Vali vísað burt. Leiknismenn algjörlega trylltir. Þórsarar glaðir í stúkunni.
36. mín Gult spjald: Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Mótmæli
35. mín Rautt spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
BÍDDU HA? Fór svolítið hátt með fótinn í baráttu um boltann og liggur að mér sýnist Fannar Daði eftir. Sigurður tók góðan fund með línuverði og reif upp rauða spjaldið í kjölfarið. Leiknismenn algjörlega trylltir og ég held að þeir hafi eitthvað til síns máls. Verður gaman að fá viðbrögð við þessu eftir leik.

Í blaðamannaðstöðunni héldum við að þetta yrði gult spjald, en svo var ekki.
33. mín
Ósvald með fína sendingu fyrir markið. Hjalti með skallann, en hann er framhjá markinu.
27. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Sveinn Elías Jónsson
HVER ANNAR?

Þetta kemur gegn gangi leiksins, Leiknismenn verið sterkari síðustu mínútur. Alvaro er alltaf hættulegur og þarna kemur hann boltanum fram hjá Eyjó í marki Leiknis. Fékk boltann í teignum eftir að Sveinn Elías vann boltann.

Breiðhyltingar kvarta yfir hættusparki í aðdragandanum. Sigurður Hjörtur dæmir ekki.
26. mín
Stefán Árni með skemmtilegan Zidane-snúning. Það er klappað í stúkunni.
24. mín
Alvaro ógnar hinum megin á vellinum. Á skot vinstra megin í teignum sem Eyjó á í engum vandræðum með.
23. mín
VÍTI? Leikmaður Leiknis fellur í teignum, en Sigurður Hjörtur er viss í sínu máli og dæmir ekki. Hefði alveg verið hægt að dæma víti á þetta.
22. mín
Þetta var FÆRI! Frábær hornspyrna og Gyrðir í frábæru færi. Skalli hans rétt yfir markið. Hugsanlega besta færi leiksins.
21. mín
Sólon með skalla að marki eftir fyrirgjöf inn í teignum. Skallinn er laus, í jörðina og beint á Aron Birki. Stuttu síðar fékk Stefán Árni gott skotfæri. Aron Birkir ver skot hans með fótunum. Leiknismenn hættulegir.
18. mín
Nokkuð jafnræði með liðunum þessar fyrstu 18 mínútur.
17. mín
Alvaro með geggjaðan sprett sem endar með skoti fyrir utan teig, minnti á það sem Sólon gerði áðan. Útkoman í þetta skiptið var skot fram hjá markinu.
14. mín
Besta tilraun leiksins hingað til! Sólon Breki kemur á ferðinni og á gott skot fyrir utan teig. Aron Birkir gerir mjög vel í að verja það!
14. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Fyrir tæklingu á miðjum velli.
10. mín
Þórsarar geysast upp kantinn. Fannar Daði á sprettinum og leggur hann út á Aron Elí sem kemur í "overlap-ið". Sending Arons fer af Leiknismanni og í horn.

Það kemur ekkert út úr horninu...
6. mín
Ég myndi segja að Leiknismenn séu að spila 4-3-3, en menn eru mjög hreyfanlegir.

Eyjó

Kristján Páll - Bjarki - Nacho - Ósvald

Árni Elvar - Hjalti - Gyrðir

Vuk - Sólon - Stefán Árni
5. mín
Sólon í ágætis skotfæri utarlega í teignum. Skot hans er þó lauflaust og beint í fangið á Aroni. Æfingabolti myndu einhverjir segja.
4. mín
Leiknismenn byrja að sækja að marki Þórs. Fá hér hornspyrnu. Boltinn fer af Leiknismann og yfir markið.
2. mín
Þór virðist stilla upp í 4-4-2 til að byrja með.

Aron Birkir

Bjarki Þór - Dino - Hermann Helgi - Aron Elí

Sveinn Elías - Orri - Sigurður Marinó - Fannar Daði

Alvaro - Rikki T
1. mín
Leikur hafinn
Keyrum þetta í gang!
Fyrir leik
Ekkert rosalega margir mættir í stúkuna. Nokkrir Leiknismenn sem hafa gert sér ferð norður. Gaman að sjá það!
Fyrir leik
Fyrir leik
Sævar Atli, sem hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum í sumar, er á bekknum hjá Leiknismönnum. Hann hefur verið að glíma við einhver meiðsli. Vuk Oskar er kominn aftur í lið Leiknismanna eftir meiðsli. Það eru gleðitíðindi fyrir Breiðhyltinga!
Fyrir leik
Ég er mættur á völlinn, leikmenn eru að hita upp og byrjunarliðin eru komin inn.

Þór: Aron Elí Sævarsson, Fannar Daði Malmquist, Hermann Helgi Rúnarsson og Sigurður Marinó Kristjánsson inn fyrir Tómas Örn Arnarsson, Ágúst Þór Brynjarsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson og Jakob Snæ Árnason.

Leiknir: Árni Elvar Árnason, Kristján Páll Jónsson og Vuk Oskar Dimitrijevic inn í byrjunarliðið, Ernir Bjarnason, Ingólfur Sigurðsson og Daníel Finns út.
Fyrir leik
Það er annar leikur í Inkasso-deildinni í dag og hefst hann einnig klukkan 16:00. Það er mjög athyglisverður leikur. Njarðvík mætir Magna. Njarðvík er á botninum með 11 stig og Magni í 11. sæti með 16 stig.

Við erum auðvitað með beina textalýsingu frá þeim leik líka. Smelltu hér til að skoða textalýsinguna frá Njarðvík.
Fyrir leik
Ernir Bjarnason gerði sigurmarkið gegn Þrótti í síðustu umferð fyrir Leiknismenn. Ernir er í banni í dag. Hjá Þór er Jónas Björgvin Sigurbergsson í leikbanni.
Fyrir leik
Hilmar Árni, spámaður umferðarinnar
Hilmar Árni Halldórsson, fyrrum Leiknismaður, spáði í umferðina í Inkasso-deildinni fyrir Fótbolta.net.

Þór 0 - 1 Leiknir R.
Hörkuleikur milli tveggja góðra liða. Hvorugt liðið tapað í þó nokkurn tíma en ég ætla að tippa á útisigur. Sólon Breki skorar fyrir Leiknismenn.
Fyrir leik
Þórsarar áttu ekki sinn besta leik gegn Haukum á heimavelli í síðustu umferð. Fyrri hálfleikurinn var arfaslakur, en liðið náði að bjarga jafntefli með fínum seinni hálfleik. Leiknismenn hafa ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum. Þeir unnu Þrótt R. 2-1 í síðustu umferð.
Fyrir leik
Til að horfa á viðtal við fyrirliða Þórs, Svein Elías Jónsson, smelltu hér.
Fyrir leik
Fyrir leik
Að stöðu liðanna. Það er mikið undir í dag. Þór er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig og er Leiknir í fjórða sætinu með 29 stig. Leiknir þarf hreinlega að vinna í dag til þess að blanda sér í baráttuna um efstu tvö sætin. Ef Þór vinnur í dag fer liðið upp fyrir Gróttu í annað sæti deildarinnar.

Þessi leikur er í 17. umferð Inkasso-deildarinnar.
Fyrir leik
Fyrir leik
Leikurinn hefst klukkan 16:00 og því tilvalið að nýta daginn í að skella sér á völlinn. Það er auðvitað stórleikur í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16:30 (Liverpool - Arsenal), en það er hægt að fylgjast með honum í símanum eða taka hann á VOD-inu í kvöld!
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð. Ég verð með beina textalýsingu úr Þorpinu á Akureyri þar sem Þór og Leiknir R. eigast við í mikilvægum leik í Inkasso-deild karla.

Endilega fylgist með!
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
2. Nacho Heras
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Stefán Árni Geirsson
8. Árni Elvar Árnason
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
20. Hjalti Sigurðsson ('90)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('60)

Varamenn:
6. Andi Hoti
10. Sævar Atli Magnússon ('60)
10. Daníel Finns Matthíasson
10. Ingólfur Sigurðsson ('90)
10. Shkelzen Veseli
14. Birkir Björnsson
26. Viktor Marel Kjærnested

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson

Gul spjöld:
Árni Elvar Árnason ('14)
Eyjólfur Tómasson ('36)
Ósvald Jarl Traustason ('75)

Rauð spjöld:
Bjarki Aðalsteinsson ('35)
Valur Gunnarsson ('36)