Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
19:15 0
0
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
19:15 0
0
FH
Mjólkurbikar karla
19:15 0
0
KR
Breiðablik
3
2
Sparta Prag
0-1 Christina Marie Burkenroad '3
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '14 1-1
1-2 Christina Marie Burkenroad '35
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '77 2-2
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '79 3-2
11.09.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: Skýjað, skúrir og svolítill hliðarvindur. Vertu velkomið íslenska haust.
Dómari: Eleni Antoniou (Grikkland)
Áhorfendur: 512
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
Fjolla Shala ('64)
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('90)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir ('90)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
6. Isabella Eva Aradóttir
6. Þórhildur Þórhallsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('64)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:
Þorsteinn H Halldórsson ('30)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('60)
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar vinna 3-2 sigur eftir frábæran viðsnúning. Þær eru því í fínum málum fyrir seinni leik liðanna sem spilaður verður í Prag þann 26. september næstkomandi.
93. mín
Síðasta tilraun gestanna. Þær reyna skot utan teigs en setja boltann rétt yfir!
92. mín
Þarna var séns til að loka leiknum!

Berglind Björg í ágætri stöðu en nær ekki að finna Öglu Maríu sem var mætt á fleygiferð inná teig.
90. mín
3 mínútur í uppbót.
90. mín
Inn:Sóley María Steinarsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
87. mín
Úff. Nú skapast hætta í vítateig Blika en mér sýnist það vera Kristín Dís sem nær að hreinsa á síðustu stundu.
86. mín Gult spjald: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Sparkar boltanum í burtu eftir að aukaspyrna var dæmd á Blika.
86. mín
Arrg. Þarna munar engu að Berglind sleppi í gegn. Var að vinna kapphlaupið við hafsenta gestanna en féll svo við áður en hún náði að leggja boltann fyrir sig í skot.
82. mín
Nú þurfa Blikar að halda fókus. Gestirnir voru að vinna horn. Þær taka það stutt áður en boltinn er settur á fjær en þar skallar hin hávaxna Odehnalová yfir.
79. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
JÁÁÁÁ!

Þvílíkar mínútur!

Karólína Lea kemur Breiðablik yfir!

Hildur náði að leggja boltann út í skot eftir mikinn barning í teignum. Karólína var ekkert að flækja málin heldur setti þéttan bolta niðri í fjærhornið.
77. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
JESS!

Annað geggjað mark hjá Blikum.

Breiðablik átti aukaspyrnu úti á miðjum velli. Selma Sól setti boltann upp í hægra hornið á Ástu sem kom á hlaupinu og sendi fyrir. Þar var Berglind Björg mætt til að skalla boltann í netið eins og í fyrra marki Blika.

Vel gert!
72. mín
Inn:Jorian Nicole Baucom (Sparta Prag) Út:Karolína Krivská (Sparta Prag)
69. mín
Vá!

Þarna munar engu!

Flott spil hjá Blikum í teignum. Áslaug Munda þræðir boltann inn á Alexöndru sem laumar honum svo áfram í geggjaðan séns á Hildi sem skýtur framhjá!

Hildur er reyndar dæmd rangstæð í kjölfarið. Smá bíó.
69. mín
Áhorfendatölur: 512 á vellinum.
65. mín
Flott pressa hjá Berglindi. Vinnur boltann af varnarmanni gestanna og brunar inn á teig. Er undir pressu frá varnarmanni og nær ekki alveg nógu góðu skoti til að sigra Dorsey sem heldur áfram að verja frá Blikum.

Ekkert að því að Berglind hafi klárað sjálf þarna en Agla María var mætt á harðaspretti með henni til vinstri og hefði líka verið möguleiki.
64. mín
Agla María vinnur horn fyrir Blika sem hún tekur sjálf. Boltinn dettur fyrir Heiðdísi í teignum en hún setur hann hátt yfir.
64. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
Hildur verið einn besti leikmaður Blika í sumar. Vonandi nær hún að rífa sínar konur upp í næsta gír.
63. mín
Inn:Natálie Kavalová (Sparta Prag) Út:Jacqueline Marie Simpson (Sparta Prag)
Tvöföld skipting hjá Sparta Prag.
63. mín
Inn:Christiana Solomou (Sparta Prag) Út:Pavlína Nepokojová (Sparta Prag)
60. mín Gult spjald: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Brotið á Karólínu sem bregst illa við og fær gult spjald fyrir viðbrögðin. Eleni hefði nú alveg mátt spjalda þá sem braut líka.
59. mín
Aftur reynir Agla María skot en það er auðvelt viðureignar fyrir Dorsey.
58. mín
AGLA MARÍA!

Blikar með góða pressu og þær vinna boltann. Agla María fær hann í fæturnar og reynir skot en Dorsey ver frá henni.
52. mín
Karolína Krivská er búin að vera öflug í framlínu tékkneska liðsins. Nú var hún að sýna á sér nýja hlið og reyna skot utan teigs. Setti boltann þó vel yfir.
50. mín
Jesús minn Sonný Lára!

Fær sendingu til baka frá Heiðdísi, virðist vera með allt "under control" en setur boltann beint í Karolína Krivská sem var komin í pressu. Bjargar sér svo fyrir horn með því að verja frá Karolínu. Algjör óþarfi og enn skjálfti til baka hjá Blikum.
48. mín
Næstum því!

Selma Sól gerir virkilega vel í að komast framhjá varnarmönnum Sparta Prag og nær hættulegri fyrirgjöf á fjærstöngina. Þar er Alexandra mætt en boltinn er í erfiðri hæð og hún nær ekki góðu skoti.

Flott byrjun hjá heimakonum.
47. mín
Blikar byrja seinni hálfleikinn af krafti. Ná að skapa sér hálffæri og vinna svo hornspyrnu sem ekkert verður úr.

Það er heldur betur að bæta í rigninguna og það er þónokkur vindur sem blæs framan á Blika.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Hvorugt liðanna gerir breytingu.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og gestirnir leiða 2-1 í hálfleik. Leikurinn hefur verið nokkuð jafn. Bæði lið hafa fengið sín færi en markheppnin hefur verið með gestunum sem hafa nýtt sér klaufagang í Blikavörninni og eru komnar með tvö dýrmæt útivallarmörk í veganesti.

Vonum að Blikum takist að leiðrétta varnarleikinn hér í seinni hálfleik og setja nokkur mörk á gestina. Þær geta það svo sannarlega ef þær ná að fínstilla sig.
45. mín
Arrg! Berglind Björg dæmd rangstæð eftir fallega sendingu Karólínu Leu. Þarna fór síðasta tækifæri fyrri hálfleiksins.
42. mín
Fín tilraun hjá Blikum. Karólína reynir skot við hægra vítateigshornið en setur boltann framhjá fjærstönginni.
35. mín MARK!
Christina Marie Burkenroad (Sparta Prag)
Stoðsending: Karolína Krivská
Úff. Gestirnir komast aftur yfir með ansi klaufalegu marki.

Fjolla reynir að hreinsa úr teignum en boltinn dettur furðulega fyrir Heiðdísi og Krivská sem eru í baráttunni. Sonný er komin úr stöðu og ætlar að reyna við boltann en Krivská nær að stinga stóru tánni í boltann og leggja hann fyrir markið þar sem Burkenroad er mætt til að skila honum í netið.
34. mín
Þarna ver Sonný vel frá Krivská. Ringelová hafði farið heldur illa með Heiðdísi og náði að lauma boltanum á Krivská sem náði skoti úr þröngu færi en Sonný lokaði markinu.
32. mín
Karolína Krivská heldur áfram að stríða varnarmönnum Blika. Fann sér pláss á vítateigslínunni og reyndi skot sem fór rétt yfir.
30. mín Gult spjald: Þorsteinn H Halldórsson (Breiðablik)
Steini fær gult. Sagði eitthvað sem hinni grísku Eleni á flautunni mislíkaði.
29. mín
Agla María tekur hornið. Lyftir boltanum inná teig og mér sýnist það vera Kristín Dís sem skallar rétt framhjá.
28. mín
AGLA MARÍA!

Þvílíkur sprettur hjá Öglu Maríu. Leikur inn á völlinn og framhjá þremur varnarmönnum áður en hún hleður í flott skot sem Dorsey gerir vel í að verja í horn.
24. mín
BERGLIND!

Berglind Björg á skot úr teignum sem smellur í þverslánni á marki Sparta Prag.

Þarna munaði litlu.
22. mín
Þetta er galopið ennþá. Nú eru það Blikar sem skapa hættu. Berglind Björg stingur varnarmenn Sparta Prag af og nær að leggja boltann út í teig en þar missa bæði Alexandra og Karólína Lea rétt svo af boltanum!
19. mín
Aftur smá bras í öftustu línu Blika. Burkenroad fær boltann óvænt í teignum eftir einhvern misskilning en lyftir boltanum aðeins yfir markið.
14. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
VÁÁÁÁ!

Blikar jafna með gullfallegu marki. Selma Sól spilar á Öglu Maríu sem er komin inn á völlinn og þannig opnast fyrir Áslaugu Mundu sem tekur utan á hlaupið. Agla María spilar út til vinstri á hina eldfljótu Áslaugu Mundu sem kemst upp að endamörkum áður en hún sendir boltann fyrir.

Þar gerir Berglind Björg virkilega vel í að stinga sér fram fyrir varnarmann og skalla boltann í netið.
12. mín
DAUÐAFÆRI!

Karolína Krivská á stórhættulega sendingu inn á teig þar sem Pavlína Nepokojová er mætt ALEIN á fjærsvæðið með fullt af plássi og tíma en hún neglir YFIR!

Blikar anda léttar.
10. mín
Blikar eru hressast. Selma Sól fékk frítt skot rétt utan teigs en setti boltann vel yfir.

Stuttu síðar vinna þær hornspyrnu. Agla María setur lágan bolta út í teig. Boltinn er hreinsaður út á Áslaugu Mundu sem reynir skot/fyrirgjöf en Karólína Lea er dæmd rangstæð í þeirri mund sem hún reynir skot.
9. mín
Fín sókn hjá Blikum. Alexandra vinnur boltann eftir útspark og kemur honum á Karólínu Leu sem lyftir honum inn á teig á Berglindi. Hún nær skoti að marki en Dorsey er vel með á nótunum og ver frá Berglindi.
7. mín
Sparta Prag fær hornspyrnu. Pleuler setur fínan bolta fyrir en gestirnir ná ekki að stýra boltanum á rammann.
5. mín
Blikar bíta frá sér og vinna horn. Selma Sól tekur spyrnuna og setur hana á fjærsvæðið. Þar rís Simpson hæst og skallar frá.
3. mín MARK!
Christina Marie Burkenroad (Sparta Prag)
Stoðsending: Lucie Martínková
Úff. Martraðarbyrjun hjá Blikum.

Burkenroad kemur Sparta Prag yfir strax í upphafi leiks. Lucie Marínková sendir inn á teig þar sem Burkenroad tekur við boltanum, snýr af sér varnarmann og leggur boltann fallega í hornið.

Ofboðslega slappur varnarleikur þarna og Sonný stóð frosin í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Berglind Björg sparkar leiknum í gang. Blikar sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Blikar leika í svörtu í dag. Svartar treyjur og stullur, skærgrænir sokkar. Gestirnir eru hvítar frá toppi til táar.
Fyrir leik
25 mínútur í leik og allt að verða reddí. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Blikar gera eina breytingu frá deildarleiknum gegn HK/Víking á föstudag. Selma Sól kemur inn í liðið fyrir Sóley Maríu.
Fyrir leik
Ég vil nýta tækifærið og hvetja knattspyrnuáhugafólk til að mæta á völlinn og styðja við fulltrúa Íslands í Meistaradeildinni.

Við fáum að sjá leik tveggja hörkuliða og það ætti enginn að verða svikinn af því að kíkja á Kópavogsvöll í kvöld.
Fyrir leik
Sparta Prag hefur áður mætt íslensku liði í Meistaradeildinni en liðið lék við Stjörnuna í 32-liða úrslitum haustið 2017 og hafði þá betur, 2-1, samanlagt.
Fyrir leik
Andstæðingar Blika eru Tékklandsmeistarar en liðið sigraði tékknesku deildina með yfirburðum á síðustu leiktíð. Innanborðs eru margar tékkneskar landsliðskonur sem við ættum að þekkja ágætlega eftir landsleikjarimmur Íslands og Tékklands í undankeppni HM. Framundan er því krefjandi verkefni fyrir Kópavogsliðið.
Fyrir leik
Dómarateymið í dag kemur frá Grikklandi. Eleni Antoniou er dómari leiksins og aðstoðardómarar á línunum eru þær Chrysoula Kourompylia og Zoi Papadopoulou. Eirini Pingiou er skiltadómari.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn. Hér verður bein textalýsing frá viðureign Breiðabliks og Spörtu frá Prag í Tékklandi í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Megan Lynn Dorsey (m)
2. Adéla Odehnalová
4. Petra Bertholdová (f)
6. Jacqueline Marie Simpson ('63)
7. Lucie Martínková
8. Clare Pleuler
9. Christina Marie Burkenroad
12. Eliska Sonntágová
16. Markéta Ringelová
23. Karolína Krivská ('72)
29. Pavlína Nepokojová ('63)

Varamenn:
77. Ivana Pizlová (m)
3. Jorian Nicole Baucom ('72)
10. Aneta Pochmanová
15. Christiana Solomou ('63)
18. Natálie Kavalová ('63)
26. Gabriela Matousková
28. Klára Cvrcková

Liðsstjórn:
Iva Mocová (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: