FH
3
0
Grindavík
Steven Lennon '16 1-0
Steven Lennon '50 , víti 2-0
Marc Mcausland '51
Morten Beck Guldsmed '60 3-0
28.09.2019  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Fullkomnar haustaðstæður, rennisléttur iðagrænn grasvöllur, sól, andvari og 12 stiga hiti.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson ('88)
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('81)
11. Atli Guðnason ('56)
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
8. Kristinn Steindórsson ('88)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('56)
22. Halldór Orri Björnsson ('81)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lýkur með öruggum sigri FH.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
+1

Stúkan er bara að standa sig ágætlega í lokahvatningunni í sumar.

FH mun leika í Evrópukeppni sumarið 2020.
90. mín
Bara 2 mínútur í uppbót.
88. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (FH) Út:Davíð Þór Viðarsson (FH)
Auðvitað!

Kóngurinn í Krikanum fær heiðursskiptingu að sjálfsögðu. Hér klappa allir, stúkan og leikmennirnir inni á vellinum.

Kóngurinn í Krikanum kveður með fingurkossum.
87. mín
Dauðafæri!

Halldór Orri með sendingu á fjær þar sem Jónatan er fyrir opnummarki en missir.
84. mín
Gary Martin var að setja í Garðabæ og verður nær örugglega markakóngur PepsiMax-deildarinnar, nú þyrfti Lennon tvö til að klára með gullskó.
81. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
Brandur verður Davíð fyrir aftan Halldór.
80. mín
FH farnir að lina pressuna, held að gestirnir séu býsna glaðir með það.
77. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Primo (Grindavík)
75. mín
Jónatan með skot utan teigs sem varnarmenn Grindavík henda sér fyrir, boltinn upp í loftið og Majewski gerir vel að grípa þennan undir pressu frá Andersen.
74. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Brot á miðjum vellinum.
72. mín
Falleg sending frá Þórði inni í teiginn en Brandur nær ekki að skalla þennan í upplögðu færi.
70. mín
Andersen með skot rétt framhjá utan teigsins.
68. mín
Inn:Hermann Ágúst Björnsson (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
66. mín
Stanslaus pressa FH núna, ætla ekkert að gefa nein grið.
64. mín
Andersen með skallann yfir aftur eftir sendingu frá vinstri.
62. mín
Gary Martin var að skora í Garðabæ, hann hefur leikið fæsta leiki "kónganna" og það þýðir að hann tæki Gullskó, Lennon þá silfrið og Hilmar Árni fengi bronsskó!
60. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (FH)
Stoðsending: Brandur Olsen
Nú gætum við séð mörkin hrúgast inn.

FH héldu boltanum lengi, Brandur fær hann úti á vinstri væng og leggur hann á fjær þar sem Andersen skallar hann yfir Majewski og hann dettur í fjærhorn.
58. mín
Dagur er á vinstri vænginn og Diego Diz inn á miðju.

Jónatan kemur inn vinstra megin fyrir Atla.
56. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Klappað fyrir afmælisbarninu Atla sem var í dag að leika leik númer 300 fyrir FH!
56. mín
Inn:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík) Út:Stefan Ljubicic (Grindavík)
55. mín
Tufa kippir Mateo í hafsentinn og Sigurður fer niður á miðju, Stefán verður einn frammi.
54. mín
Tölum um þessa íþrótt, Grindavík eiga í fullu tré við FH en "tveggja mínútna galheit" breyta öllu.

Nú þurfa gestirnir á öllum sínum karakter að halda.
53. mín
Eins og mál standa núna er Steven Lennon að ná gullskónum, með jafnmörg mörk og Hilmar Atli en í færri leikjum.
51. mín Rautt spjald: Marc Mcausland (Grindavík)
Game over, FH vinna boltann upp úr miðjunni, Björn stingur í gegn á Atla sem er clean through en McAusland tekur hann niður.

Hárrétt.
50. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Neglir þessum í mitt markið eftir tveggja skrefa tilhlaup, Maciej tekur skutluna og vítið öruggt.

Evrópa í Krikanum.
49. mín Gult spjald: Maciej Majewski (Grindavík)
Björn stakk í gegn á Lennon sem fór framhjá Maciej sem fellir hann við að reyna að ná boltanum.
49. mín
FH FÁ VÍTI!!!

Majewski brýtur á Lennon.
48. mín
Björn Daníel fær skallafæri upp úr horninu en beint á markmanninn.
47. mín
FH byrja sprækt, vinna horn eftir góðan túr upp vinstri kant.
46. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í síðustu 45 af fótbolta í Krikanum.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn leiða og Evrópudeildarsætið í þeirra höndum.

Grindvíkingar eru alls ekkert að leggjast á jörðina til að gefast upp neitt, búnir að vera fínir.
45. mín
Mínúta í uppbót.
45. mín
Eftir ca. 50 sendingar sín á milli fá FH horn eftir skot Þóris að marki.

Ekkert varð úr horninu.
43. mín
Sýnist FH ætla að halda boltanum út hálfleikinn bara.

Láta hann rúlla á milli án þess að gera atlögu.
40. mín
Enn eru Grindvíkingar að fá skotfæri sem þeir negla í varnarmenn eða yfir, flott skyndisókn þar sem Mateo neglir að marki en Guðmann kemst fyrir og síðan neglir Primo frákastinu hátt yfir af teignum.
38. mín
Stjarnan kemst yfir í Garðabæ.

FH mega ekki misstíga sig...
37. mín
Rétt framhjá!

Elías kemst framhjá Þórði og sendir inn í teiginn, Stefán hendir sér í skutluskalla sem sneiðir framhjá á nærstönginni.
34. mín
Pressa Grindvíkingar er að verða töluverð, búnir að fá hér horn og innköst sem gætu gefið hættu...en hefur enn ekki orðið.

FH eru komnir aftarlega á völlinn satt að segja.
29. mín
Darraðadans í teig FH.

Nokkur skotfæri uppúr horni Grindvíkinga sem varnarmenn stíga fyrir þar til boltinn dettur á vítateigslínuna fyrir Aron sem neglir á markið en Guðmundur kemst fyrir skotið og Björn lúðrar í innkast.
28. mín
Það eru Grindvíkingar sem eru að sækja þessa stundina.
25. mín
Þessi leikur enn í járnum, Grindvíkingar eru óhræddir að koma upp völlinn og hafa verið nálægt því að búa til góð færi.
22. mín
Þvílíka varslan!

Frábær sókn FH þar sem boltinn gengur manna á milli inni í teignum, Atli leggur út í teiginn á Brand sem neglir að marki en Maciej ver frábærlega með fótunum úr teignum þar sem annað skot kemur en of laust og beint á hann.
19. mín
Hliðarverkun dagsins er auðvitað markakóngsbaráttan.

Lennon er þá kominn í 12 mörk, einu minna en Hilmar Árni sem er markahæstur.
16. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Guðmann Þórisson
Mark komið í leikinn!

Hornspyrna sem skallast töluvert um teiginn, Guðmann á fjær skallar út á vítapunkt þar sem Lennon skýtur í markið með því að negla boltann í jörðina og í netið.

Evrópusætið nálgast...
14. mín
Primo fær frábært færi hér úr teignum eftir sókn sem fór hratt milli vængja en skotið er beint á Daða.
13. mín
Þetta byrjar rólega í dag, bæði lið að þreifa fyrir sér.
12. mín
Af einhverjum ástæðum eru Grindvíkingar bara með 6 leikmenn á bekknum í dag...
9. mín
Grindavík stilla upp í 442

Majewski

Marinó - McAusland - Zeba - Elías

Primo - Mateo - Aron - Diego Diz

Stefán - Sigurður
7. mín
Fyrsta færi FH fellur fyrir fætur Þóris sem á skot hátt yfir úr teignum.

Þetta var alvöru séns.
6. mín
Fyrsta skotið er Grindavíkur.

Aron fyrir utan en hátt yfir.
4. mín
3. mín
FH eru í sínu alþekkta 4231.

Daði

Þórður - Guðmann - Guðmundur - Þórir

Davíð - Björn

Atli - Brandur - Lennon

Beck Andersen
1. mín
Leikur hafinn
Rúllum af stað.

Heimamenn sækja í átt að Álfaskeiðinu, Grindvíkingar í átt að Góu.
Fyrir leik
Stórfréttir af umgjörðinni, Frikki Dór er fjarverandi í dag.

Í hans stað á mæknum er bróðir hans, Jón Ragnar...
Fyrir leik
Liðinn labba hér inná.

Þú finnur augljóslega pressuna frá heimamönnunum í stúkunni.
Fyrir leik
Mikið bras hefur verið á leikskýrslu gestanna, við bendum á byrjunarliðsþráðinn þegar tenging milli KSÍ og síðunnar kemur, lið gestanna kom inn kl. 13:15 þar.

Fyrir leik
Dómarateymi dagsins er klárt.

Þorvaldur Árnason mun flauta, honum til aðstoðar með flögg og rödd í eyra eru Oddur Helgi Guðmundsson og Kristján Már Ólafs.

Fjórði dómarinn er Pétur nokkur Guðmundsson og með þeim fylgist vökulu eftirlitsauga hann Frosti Viðar Gunnarsson.
Fyrir leik
Það er einn FH-ingur sem þekkir heimaklefann hjá Grindvíkingum.

Brynjar Ásgeir Guðmundsson kom aftur heim í Kaplakrika eftir tveggja ára veru í Grindavík síðasta haust.

Enginn Grindvíkingur á bakgrunn í FH.
Fyrir leik
Það eru tveir lykilmenn sem horfa úr stúkunni í dag vegna agabanns í kjölfar áminninga.

Pétur Viðarsson FH-megin og Gunnar Þorsteinsson Grindavíkurmegin. Skörð í báðum liðum þar.
Fyrir leik
Þetta er þrítugasta viðureign þessara liða i efstu deild.

FH hefur unnið 19 þessara leikja, 4 sinnum hefur orðið jafntefli og 6 leiki hafa Grindvíkingar unnið.

Það eru þó komnar nú 10 viðureignir síðan Grindavík vann FH síðast, það var í ágúst 2010.

Síðan þá hafa FH unnið 7 leiki og jafnteflið í sumar annað tveggja jafntefla sem hafa komið síðan. Svo það er grettistak sem Hafnfirðingar hafa!
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða í Grindavík lauk með markalausu jafntefli þar sem FH - ingar misnotuðu vítaspyrnu.

Svo líklega verður nú ekki um vanmat heimamanna að ræða í dag.
Fyrir leik
Leikurinn er annar tveggja í lokaumferðinni sem hefur virkilega þýðingu.

Með sigri hér í dag krækja FH í 3.sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni, jafntefli eða tap heimamanna gæfi Stjörnumönnum tækifærið á að ná því af þeim.

Grindvíkingar féllu eftir jafntefli við Valsmenn og leika því í dag lokaleik sinni í bili í efstu deild.
Fyrir leik
Hér í dag fer fram leikur heimamanna í FH og Grindvíkinga í lokaumferð PepsiMax-deildarinnar.

Jább, við erum á leið í lengsta undirbúningstímabil Evrópu eftir daginn í dag.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr Kaplakrika!
Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
4. Rodrigo Gomes Mateo
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
14. Diego Diz
18. Stefan Ljubicic ('56)
22. Primo ('77)
23. Aron Jóhannsson (f) ('68)
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
24. Vladan Djogatovic (m)
4. Pálmar Sveinsson
5. Nemanja Latinovic
11. Símon Logi Thasaphong ('77)
19. Hermann Ágúst Björnsson ('68)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('56)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Helgi Þór Arason
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:
Maciej Majewski ('49)
Sigurður Bjartur Hallsson ('74)

Rauð spjöld:
Marc Mcausland ('51)