Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Haukar
1
2
Fram
0-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson '23
Kristófer Dan Þórðarson '62 1-1
1-2 Þórir Guðjónsson '103
13.06.2020  -  14:00
Ásvellir
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og blíða - gervigrasið lítur nokkuð vel út
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Máni Mar Steinbjörnsson (Haukar)
Byrjunarlið:
30. Jón Freyr Eyþórsson (m)
3. Máni Mar Steinbjörnsson
5. Sigurjón Már Markússon
6. Þórður Jón Jóhannesson ('75)
7. Aron Freyr Róbertsson ('59)
9. Tómas Leó Ásgeirsson
10. Kristófer Dan Þórðarson
14. Páll Hróar Helgason
17. Kristófer Jónsson
18. Nikola Dejan Djuric ('90)
24. Viktor Máni Róbertsson ('63)

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
4. Fannar Óli Friðleifsson
11. Gísli Þröstur Kristjánsson
13. Arnór Pálmi Kristjánsson ('63)
16. Birgir Magnús Birgisson ('59)
16. Oliver Helgi Gíslason ('90)
18. Valur Reykjalín Þrastarson ('75)

Liðsstjórn:
Igor Bjarni Kostic (Þ)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Þórður Jón Jóhannesson ('31)
Nikola Dejan Djuric ('43)
Aron Freyr Róbertsson ('55)
Arnór Pálmi Kristjánsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eftir framlengingu fer Fram áfram. Þetta var kaflaskiptur leikur, en Framarar reyndust sterkari í framlengingu.

Ég þakka samfylgdina.
118. mín
Fred búinn að setja sokkana niður og minnir á Oli McBurnie, leikmann Sheffield United. Veit ekki alveg með þetta.
117. mín
Nú fer hver að verða síðastur að jafna þetta hjá Haukum. Fram virðist vera að sigla í 32-liða úrslitin.
115. mín
Kristófer með fínan bolta upp á Oliver sem kemur honum inn á teiginn á Tómas Leó. Hann nær hins vegar ekki að athafna sig inn á teignum. Sendingin hjá Oliver hefði getað verið betri.
113. mín
Fred með hörkuskot sem Jón Freyr gerir vel í að verja. Framarar líklegri til að gera þriðja markið en Haukar að jafna.
112. mín
Inn:Andri Þór Sólbergsson (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
Þórir varð fyrir hnjaski og kemur út af. Síðasta skipting Fram.
107. mín
Fín spyrna hjá Tómasi Leó inn á teiginn og Oliver á skalla sem fer ekki langt yfir markið. Flott tilraun.
107. mín Gult spjald: Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Níunda spjaldið í þessum leik.
106. mín
Leikur hafinn
Síðasti hálfleikur þessa leiks, bókað.
105. mín
Hálfleikur
Nú er bara spurning hvort að Haukar séu með nóg eftir á tankinum til að svara.
104. mín
Framarar voru ekki langt frá því að skora í sókninni fyrir hornspyrnuna. Þá náðu þeir að bjarga, en þeim tókst það ekki í hornspyrnunni sjálfri.
103. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MARK!!! Framarar aftur komnir yfir og það eftir hornspyrnu. Þórir mætir á nærstönginga, stingur sér og skorar.
97. mín
Hættulegt færi hjá Fram! Boltinn fyrir markið, en þeir ná ekki að stýra boltanum nægilega mikið á markið.
95. mín
Fram í mjög álitlegri sókn, en Þórir missir boltann frá sér í þann mund er hann er að fara í skotið.
91. mín
Haukar byrja framlenginguna vel. Spila sig í gegn og á Tómas Leó fast skot vinstra megin í teignum. Það er hins vegar úr þröngu færi og vel fram hjá.
91. mín
Leikur hafinn
Þá er framlengingin hafin.
90. mín
Framlenging!

Fram fékk svo sannarlega kjörið tækifæri til að klára þetta undir lokin en skot Fred fór fram hjá markinu. Hann nagar sig væntanlega í handabökin.
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Inn:Oliver Helgi Gíslason (Haukar) Út:Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bæði lið skipta fyrir framlenginguna.
90. mín
Inn:Jökull Steinn Ólafsson (Fram) Út:Tumi Guðjónsson (Fram)
90. mín Gult spjald: Arnór Pálmi Kristjánsson (Haukar)
4-4 í gulum spjöldum.
90. mín
Haukar eiga í kjölfarið góða sókn, en varamaðurinn Arnór Pálmi á skot sem varnarmaður Fram skallar í burtu.
90. mín
VÁÁÁÁÁÁ!!!

Sigurjón missir boltann eins og hann gerði áðan og Fred sleppir einn í gegn. Hann lætur vaða en boltinn fram hjá markinu. Þetta var dauðafæri!
90. mín
Stefnir allt í framlengingu hérna, eða verður kannski einhver dramatík? Frekar rólegt yfir þessu.
89. mín
Nikola með bjartsýnistilraun fram hjá markinu.
85. mín
Verður bara að segjast að Fram hefur ekki mikið sýnt í þessum seinni hálfleik. Haukarnir alla vega að gefa þeim alvöru leik hérna.
83. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Fellir Nikola í skyndisókn. Ekki nema sjöunda gula spjaldið í þessum leik...
81. mín
Fáum við framlengingu?
77. mín
Sigurjón Már tapar boltanum í öftustu línu, en er heppinn að Fram nær ekki að nýta sér þetta. Að sama leyti klaufalegt hjá gestunum að nýta þetta ekki.
76. mín
Nikola Dejan með fína tilraun frá vinstri en Ólafur Íshólm kemur báðum höndum á boltann.

Meiri kraftur í Haukum þessa stundina.
75. mín
Inn:Valur Reykjalín Þrastarson (Haukar) Út:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
Haukar nýta bara þrjár skiptingar í venjulegum leiktíma, ekki allar fimm.
70. mín
Nikola Dejan að valda vörn Fram alls konar usla. Hann er með mikinn hraða með boltann við fæturnar. Keyrði þarna á vörn Fram og átti fyrirgjöf, en gestirnir ná að hreinsa í burtu.
69. mín
Ágætlega spilað hjá Fram fyrir utan teiginn. Albert Hafsteins á svo skot utanfótar sem fer fram hjá markinu. Mjög lítil hætta.
68. mín
Fram sækir hratt og lítur sóknin mjög álitlega út, en þá stígur Máni Mar inn í hárréttum tíma og bjargar málunum.
66. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram)
Markaskorarinn út af.
66. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Alexander Már Þorláksson (Fram)
Tvöföld breyting hjá Fram.
64. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (Fram)
Frekar seinn og Þórður Jón liggur eftir.
63. mín
Inn:Arnór Pálmi Kristjánsson (Haukar) Út:Viktor Máni Róbertsson (Haukar)
Viktor hefur átt svolítið erfitt uppdráttar í dag.
62. mín MARK!
Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
Stoðsending: Nikola Dejan Djuric
MARK!!! Heimamenn jafna!

Nikola Dejan Djuric á frábæran bolta fyrir og Kristófer Dan mætir á fjærstöngina og klárar! Haukar 1 - 1 Fram.
62. mín
Háloftabolti og rangstöður að einkenna leikinn í augnablikinu.
59. mín
Inn:Birgir Magnús Birgisson (Haukar) Út:Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
Fyrsta breyting heimanna. Birgir kemur í hægri bakvörðinn.
58. mín Gult spjald: Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram)
Fyrir að stöðva hraða sókn Hauka.
58. mín
Aukaspyrna sem Albert tekur hægra megin við vítateiginn. Framarar vilja í kjölfarið fá víti, en ekkert dæmt.
56. mín
Albert með aukaspyrnu frá vinstri sem Arnór Daði skallar yfir markið. Besta tilraun Fram til þessa í síðari hálfleiknum, og að ég held sú fyrsta.
55. mín Gult spjald: Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
Þriðja gula spjaldið sem Haukar fá.
54. mín
Hrikalega vel gert hjá Nikola. Fær boltann vinstra megin, keyrir inn og á gott skot tiltölulega rétt fram hjá. Mjög vel gert hjá honum.
51. mín
Það vantar upp á gæði hjá Haukum á síðasta þriðjungnum; vantar þessa góðu lokasendingu.
46. mín
Leikur hafinn
Þá byrjum við aftur á Ásvöllum. Ná Haukar að koma til baka eða nær Fram að landa sæti í 32-liða úrslitunum?
45. mín
Hálfleikur
Staðan 1-0 í hálfleik, Hilmar Freyr Bjartþórsson með markið fyrir Fram á 23. mínútu. Staðan er sanngjörn miðað við hvernig þessi leikur hefur þróast.

Tökum okkur 15 mínútuna hlé og komum svo með seinni hálfleikinn.
45. mín
Næstum því!

Hilmar Freyr næstum því búinn að skora aftur rétt fyrir leikhlé. Boltinn dettur fyrir hann utarlega í teignum og hann á skot, en varnarmenn Haukar gera vel og henda sér fyrir. Í hornspyrnunni í kjölfarið á Þórir skalla rétt yfir markið.
44. mín
Leikur baráttu og mistaka síðustu mínúturnar. Ekki mikið um færi - því miður.
43. mín Gult spjald: Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Fyrir brot við hliðarlínuna hægra megin. Ákveðinn hiti í þessu.
43. mín
Gult spjald á bekkinn fyrir tuð. Í alvöru? segir Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
39. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Tryggvi Snær, sem er í láni frá KR, kemur inn á fyrir Hlyn.
38. mín
Hlynur Atli, fyrirliði Framn, að biðja um skiptingu. Heldur um öxlina og liggur í grasinu. Áfall fyrir Fram að missa hann af velli.
36. mín
Flott sókn hjá Fram. Alexander fær boltann og leggur hann út á Þóri sem á skot rétt fram hjá. Næstum því annað mark fyrir gestina.
33. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Fyrir svipað brot og hann lenti sjálfur í áðan.
31. mín Gult spjald: Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
Gult spjald á fyrirliða Hauka fyrir brot á Alex Frey út við hliðarlínu.
30. mín
Fram er með yfirhöndina í þessum leik. Haukar hafa lítið komist áleiðist þessar síðustu mínútur.
26. mín
Fram vill fá víti þegar Alexander fellur í teignum, en Aðalbjörn dæmir í staðinn hornspyrnu. Hilmar greinilega með sjálfstraustið í lagi eftir markið og reynir að 'volley-a' boltann fyrir utan teig. Frekar hátt yfir markið hjá honum, en í lagi að reyna.
23. mín MARK!
Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
MARK!!!

Fram kemst yfir og það er Hilmar Freyr sem skorar með góðu föstu skoti niðri með jörðinni hægra megin í teignum.

Fram sendir boltann inn fyrir vörnina, Albert nær til boltans og kemur honum á Fred sem framlengir á Hilmar. Hann fær tíma til að athafna sig og skorar. Laglegt mark og Fram komið í forystu.
19. mín
Nikola Dejan fer niður í teignum, en ekkert dæmt. Mjög líklega rétt að dæma ekkert.
18. mín
Haukar fá aukaspyrnu á 30 metrunum. Tómas Leó lætur bara vaða, en fer beint í vegginn. Slök spyrna.
14. mín
Haukar að spila 4-2-3-1 með Kristófer Jónsson, fæddan 2003, sem fremstan á miðjunni og Tómas Leó sem fremsta mann.

Fram að spila tígulmiðju með Þóri og Alexander saman frammi og Fred þar fyrir aftan. Albert og Hilmar Freyr draga sig út á vængina.
9. mín
Daði Lárusson, markvarðarþjálfari Fram, er mættur á sinn gamla heimavöll. Hann spilaði með Haukum í nokkur ár, var meðal annars með liðinu í efstu deild árið 2010.
7. mín
Framarar í hættulegu færi hinum megin! Endar með því að Albert Hafsteins á gott skot, rétt fram hjá markinu.

End-to-end leikur þessar fyrstu mínútur.
6. mín
Hættulegt! Aron Freyr með fasta fyrirgjöf sem Ólafur Íshólm slær í teiginn. Framarar ná að hreinsa og Haukar fá hornspyrnu. Það kemur lítið úr henni þó.
2. mín
Fred á fyrstu skottilraun leiksins, en hún fer beint í varnarmann Hauka og í innkast.
1. mín
Leikur hafinn
Þórir Guðjónsson á upphafssparkið. Fram sækir í átt að Vallarhverfinu.

Fámennt en góðmennt í stúkunni.
Fyrir leik
TÍU mínútna viðvörun!
Fyrir leik
Fyrir leik
Það er hálftími í upphafsflaut. Það viðrar vel til á Ásvöllum, sól og það hefur oft blásið meira en núna. Tilvalið að skella sér á fótboltaleik þegar það er loksins hægt að gera það!
Fyrir leik
Haukar þurfa að hafa góðar gætur á Fred Saraiva og Alexander Má sem skoruðu báðir tvennu í sigrinum á Álftanesi.
Fyrir leik
Báðir þjálfarar eru búnir að skila inn sínum byrjunarliðum.

Haukar gera þrjár breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn Elliða um síðustu helgi. Sigurjón Már Markússon, Aron Freyr Róbertsson og Páll Hróar Helgason koma inn í byrjunarliðið fyrir Kristin Pétursson, Fannar Óla Friðleifsson og Daða Snæ Ingason.

Fram gerir einnig þrjár breytingar á liði sínu. Hlynur Atli Magnússon kemur inn í vörnina og koma Tumi Guðjónssonog Hilmar Freyr Bjartþórsson einnig inn í liðið fyrir Jökul Stein Ólafsson, Harald Einar Ásgrímsson og Aron Kára Aðalsteinsson.
Fyrir leik
Jón Sveinsson er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. ón er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram með 312 leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu á 9. áratugnum. Hann þjálfaði 3. flokk Fram áður en hann tók við meistaraflokk liðsins.

Igor Bjarni Kostic tók við þjálfun Hauka eftir síðustu leiktíð og gerði hvorki meira né minna en fimm ára samning við félagið. Igor Bjarni hefur undanfarin ár starfað í Noregi, meðal annars fyrir norska knattspyrnusambandið. Igor Bjarni er sonur Luka Kostic, sem þjálfar yngri flokka í Haukum.
Fyrir leik
Í leikjum þessara liða í 1. deild í fyrra enduðu leikar 1-1 í Safamýri og 2-1 fyrir Haukum á Ásvöllum.

Hvað gerist í dag?
Fyrir leik
Haukar unnu Elliða 3-1 í fyrstu umferð hér á Ásvöllum á meðan Fram lagði Álftanes að velli 4-0. Haukar féllu úr 1. deild í fyrra og leika í 2. deild í sumar. Fram er áfram í 1. deild og er spáð sjötta sæti þar af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.

Haukar 3 - 1 Elliði
1-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('2)
1-1 Pétur Óskarsson ('67)
2-1 Oliver Helgi Gíslason ('80)
3-1 Daði Snær Ingason ('84)
Rautt spjald: Sæmundur Sven A Schepsky, Elliði ('45)

Álftanes 0 - 4 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson ('18)
0-2 Frederico Bello Saraiva ('28)
0-3 Frederico Bello Saraiva ('39)
0-4 Alexander Már Þorláksson ('42)
Rautt spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson, Fram ('52)
Fyrir leik
Það verður stuð og stemning á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Fram í umferð tvö í Mjólkurbikar karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og mun ég segja frá því helsta sem gerist í leiknum hér í þessari textalýsingu.

Fótboltasumarið er byrjað, fögnum því!
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Tumi Guðjónsson ('90)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Þórir Guðjónsson ('112)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon (f) ('39)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('66)
33. Alexander Már Þorláksson ('66)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('39)
11. Jökull Steinn Ólafsson ('90)
11. Magnús Þórðarson ('66)
32. Aron Snær Ingason ('66)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Andri Þór Sólbergsson
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('33)
Hilmar Freyr Bjartþórsson ('58)
Albert Hafsteinsson ('64)
Fred Saraiva ('83)
Jökull Steinn Ólafsson ('107)

Rauð spjöld: