Ásvellir
sunnudagur 14. júní 2020  kl. 13:00
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Frekar hlýtt, skýjað, blautt og smá vindur
Maður leiksins: Mikaela Nótt Pétursdóttir (Haukar)
Haukar 5 - 4 Víkingur R.
0-1 Nadía Atladóttir ('19)
1-1 Sæunn Björnsdóttir ('20)
1-2 Brynhildur Vala Björnsdóttir ('37)
2-2 Vienna Behnke ('67)
3-2 Vienna Behnke ('120, víti)
4-2 Sæunn Björnsdóttir ('120, víti)
4-3 Tara Jónsdóttir ('120, víti)
4-3 Harpa Karen Antonsdóttir ('120, misnotað víti)
4-3 Telma Sif Búadóttir ('120, misnotað víti)
5-3 Regielly Halldórsdóttir ('120, víti)
5-4 Þórhanna Inga Ómarsdóttir ('120, víti)
5-4 Chante Sherese Sandiford ('120, misnotað víti)
5-4 Ástrós Silja Luckas ('120, misnotað víti)
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
5. Birna Kristín Eiríksdóttir ('106)
6. Vienna Behnke
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('84)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('118)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Dagrún Birta Karlsdóttir
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
22. Ásta Sól Stefánsdóttir ('106)
23. Sæunn Björnsdóttir
25. Elín Björg Símonardóttir ('62)

Varamenn:
1. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Berglind Þrastardóttir ('84)
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('118)
9. Regielly Halldórsdóttir ('106)
16. Elín Klara Þorkelsdóttir ('62)
30. Helga Ýr Kjartansdóttir
39. Berghildur Björt Egilsdóttir ('106)

Liðstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Thelma Björk Theodórsdóttir
Viktoría Diljá Halldórsdóttir
Rún Friðriksdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:
Ásta Sól Stefánsdóttir ('27)

Rauð spjöld:
@ Helgi Fannar Sigurðsson
120. mín Leik lokið!
Haukar sigra eftir vítaspyrnukeppni!
Þær mæta Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í 16-liða úrslitum.
Viðtöl og skýrsla koma síðar í dag.

Eyða Breyta
120. mín Misnotað víti Ástrós Silja Luckas (Víkingur R.)

Eyða Breyta
120. mín Misnotað víti Chante Sherese Sandiford (Haukar)

Eyða Breyta
120. mín Mark - víti Þórhanna Inga Ómarsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
120. mín Mark - víti Regielly Halldórsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
120. mín Misnotað víti Telma Sif Búadóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
120. mín Misnotað víti Harpa Karen Antonsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
120. mín Mark - víti Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
120. mín Mark - víti Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Öruggt.
Eyða Breyta
120. mín
Víkingar klúðra!
Eyða Breyta
120. mín Mark - víti Vienna Behnke (Haukar)
Öruggt í vinstra hornið!
Eyða Breyta
120. mín
Vienna tekur fyrsta vítið fyrir Hauka!
Eyða Breyta
120. mín
Framlengingu er lokið. Við erum að fara í vítaspyrnukeppni.
Eyða Breyta
120. mín
Nadía að sleppa í gegn en Chante les leikinn vel og hreinsar í innkast!
Eyða Breyta
118. mín Harpa Karen Antonsdóttir (Haukar) Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
116. mín
Kristín Fjóla með skot fyrir utan teig sem Halla ver.
Eyða Breyta
114. mín
Lítið að frétta. Nú fer hver að verða síðastur að forða þessu frá vítaspyrnukeppni!
Eyða Breyta
109. mín
Haukar fá aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu fyrir Sæunni. Það verður þó ekkert úr þessu.
Eyða Breyta
107. mín
Hornspyrnan frá Töru er slök og fer beint aftur fyrir.
Eyða Breyta
107. mín
Víkingur á aukaspyrnu. Telma gefur fyrir en Haukar skalla í horn.
Eyða Breyta
106. mín Berghildur Björt Egilsdóttir (Haukar) Ásta Sól Stefánsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
106. mín Regielly Halldórsdóttir (Haukar) Birna Kristín Eiríksdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
105. mín
Fyrri hálfleik framlengingar er lokið.
Eyða Breyta
105. mín
Nadía sloppin í gegn en er of lengi að ákveða hvað hún ætlaði að gera og Haukar komast í boltann. Þetta var gott færi!
Eyða Breyta
104. mín
Berglind leikur á varnarmann Víkings og kemur sér í ágætis stöðu. Hún er þó stöðvuð áður en hún nær að koma boltanum á markið.
Eyða Breyta
99. mín
Haukar eiga aukaspyrnu fyrir framan miðjubogann. Sæunn reynir bara skot á mark en Halla ekki í vandræðum með þennan bolta.
Eyða Breyta
97. mín
Frábær hornspyrna frá Sæunni ratar á kollinn á Dagrúnu sem skallar yfir úr dauðafæri!
Eyða Breyta
96. mín
Haukar eiga aukaspyrnu. Sæunn á lúmskt skot sem Halla ver í marki Víkings. Enn ein hornspyrnan.
Eyða Breyta
95. mín
Haukar ná ekki að gera sér mat úr horninu.
Eyða Breyta
95. mín
Vienna á fast skot í átt að marki Víkings en Halla ver. Hornspyrna!
Eyða Breyta
93. mín
Bæði lið varkár í upphafi framlengingar.
Eyða Breyta
91. mín
Fyrri hálfleikur framlengingar er hafinn!
Eyða Breyta
91. mín Margrét Friðriksson (Víkingur R.) Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið. Erum á leið í framlengingu!
Eyða Breyta
90. mín
Haukar í dauðafæri en Elín hittir boltann ekki nógu vel.
Eyða Breyta
90. mín
Víkingar eru einum færri eins og er. Unnbjörg ekki komin inn og virðist ekki vera að fara að spila meira í dag.
Eyða Breyta
89. mín
Unnbjörg liggur eftir í grasinu og virðist þjáð. Vonandi ekkert alvarlegt.
Eyða Breyta
88. mín
Sæunn spyrnir fyrir en ekkert verður úr.
Eyða Breyta
87. mín
Birna fær gott færi en skot hennar varið af Höllu í marki Víkings. Hornspyrna.
Eyða Breyta
87. mín
Tæpar 4 mínútur eftir og hvorugt lið líklegt eins og er. Fáum við framlengingu?
Eyða Breyta
84. mín Ástrós Silja Luckas (Víkingur R.) Freyja Friðþjófsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
84. mín Berglind Þrastardóttir (Haukar) Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
83. mín Tara Jónsdóttir (Víkingur R.) Brynhildur Vala Björnsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
81. mín
Víkingur fær hornspyrnu eftir ágætis sókn. Þær koma boltanum í markið en dæmdar brotlegar í aðdraganda.
Eyða Breyta
80. mín Helga Rún Hermannsdóttir (Víkingur R.) Fanney Einarsdóttir (Víkingur R.)
Haukar fá aukaspyrnu dálítið fyrir utan teig Víkings. Sæunn gefur fyrir markið en Víkingar skalla frá.
Eyða Breyta
76. mín Helga Rún Hermannsdóttir (Víkingur R.) Fanney Einarsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
75. mín
Lítið um dýrðir síðustu mínútur. Trúi þó ekki öðru en að bæði lið vilji sækja sigur í venjulegum leiktíma. Þetta verða spennandi lokamínútur.
Eyða Breyta
69. mín
Víkingur fær aukaspyrnu nokkuð langt frá marki Hauka. Dagmar ákveður þá að skjóta en Chante ver auðveldlega.
Eyða Breyta
67. mín MARK! Vienna Behnke (Haukar)
Sunna á glæsilega fyrirgjöf út á fjær sem ratar á ennið á Viennu sem stangar boltann í netið! 2-2!
Eyða Breyta
65. mín
Frábær fyrirgjöf frá Sæunni en Vienna mokar boltanum yfir markið!
Eyða Breyta
65. mín
Heiða fær sendingu inn fyrir vörn Víkings en Halla í markinu nær til boltans á undan henni.
Eyða Breyta
63. mín
Haukar líta alls ekki nógu vel út núna. Kominn pirringur í þær.
Eyða Breyta
62. mín Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) Elín Björg Símonardóttir (Haukar)

Eyða Breyta
60. mín
Víkingur vill fá víti en ekkert dæmt. Sá þetta ekki alveg nógu vel.
Eyða Breyta
60. mín
Haukar virtust ætla að taka yfir leikinn í byrjun seinni hálfleiks en Víkingar hafa komist inn í þetta aftur.
Eyða Breyta
59. mín
Víkingur fær aðra hornspurnu. Smá klafs inni á teig en boltinn fer út af í markspyrnu.
Eyða Breyta
58. mín Elma Rún Sigurðardóttir (Víkingur R.) Stefanía Ásta Tryggvadóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
57. mín
Víkingur fær hornspyrnu sem rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
55. mín
Laust skot Stefaníu fer beint á Chante.
Eyða Breyta
55. mín
Unnbjörg á flott hlaup upp kantinn og er felld. Aukaspyrna fyrir utan teig Hauka.
Eyða Breyta
53. mín
Haukar eiga sókn sem lofar góðu en endar með skoti Elínar í varnarmann víkings.
Eyða Breyta
52. mín
Nadía í daaauuuuuðafæri en Chante ver frá henni!


Eyða Breyta
50. mín
Sæunn á flotta sendingu á Viennu sem brunar inn á teig Víkings. Vörn gestanna sér þó við henni.
Eyða Breyta
48. mín
Haukar hafa verið meira og minna með boltann hér í byrjun seinni. Þær ætla klárlega að finna jöfnunarmark sem fyrst.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað aftur!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Patryk flautar til hálfleiks! Staðan 1-2 fyrir Víking.

Þetta hefur verið baráttuleikur þar sem Haukarnir hafa heilt yfir búið til betri marktækifæri. Það eru þó mörkin sem telja!

Tökum smá pásu og komum svo með seinni háfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Enn eitt hornið sem Haukar fá. Líklega síðasti séns fyrir hlé.
Eyða Breyta
44. mín
Boltinn frá Viennu svífur yfir allan pakkann.
Eyða Breyta
43. mín
Haukar fá hornspyrnu sem Vienna gerir sig klára í að taka. Jafna Hauka fyrir hlé?
Eyða Breyta
40. mín
Sæunn elskar að skjóta af löngu færi og í þetta sinn fer skot hennar rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
38. mín
Heiða á flotta fyrirgjöf en Vienna hittir boltann ekki nægilega vel og boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
37. mín MARK! Brynhildur Vala Björnsdóttir (Víkingur R.)
Þórhanna á háa sendingu inn á teig Hauka og eftir mikið klafs kemur Brynhildur boltanum í netið! Má sitja spurningamerki við vörn Hauka þarna.
Eyða Breyta
30. mín
Vienna vinnur boltann á vallarhelmingi Víkings og kemur honum á Elínu sem kemur sér inn á teig Víkings. Haukar ná þó ekki að gera sér mat úr þessu.
Eyða Breyta
28. mín
Harka í þessu síðustu mínútur!
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Ásta Sól Stefánsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
24. mín
Freyja virtist vera að vinna boltann af Dagrúnu fyrir framan vítateig Hauka en er dæmt brotleg. Víkingsliðið ekki sátt.
Eyða Breyta
22. mín
Góð sókn Hauka endar með skoti frá Sæunni fyrir utan teig. Halla nær þó að verja.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Sæunn bætir strax upp fyrir mistökin!! Á frábært skot fyrir utan teig sem syngur í netinu. 1-1!
Eyða Breyta
19. mín MARK! Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Sæunn á hræðilega sendinu til baka ætlaða Chante. Nadía kemst inn í boltann og afgreiðir boltann örugglega í netið!
Eyða Breyta
18. mín
Bæði lið náð upp ágætis spili hér á fyrstu mínútunum. Án þess þó að skapa neitt að viti.
Eyða Breyta
13. mín
Stefanía á góða fyrirgjöf fyrir mark Hauka en enginn nær til boltans.
Eyða Breyta
12. mín
Víkingur fær sína fyrstu hornspyrnu.
Eyða Breyta
10. mín
Sæunn á skot af löngu færi sem Halla ver auðveldlega.
Eyða Breyta
9. mín
Fínasti bolti inn á teiginn frá Viennu en Mikaela skallar yfir.
Eyða Breyta
9. mín
Haukar eiga sína aðra hornspyrnu. Vienna tekur.
Eyða Breyta
8. mín
Víkingur á mjög flott uppspil en sóknin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
5. mín
Hornspyrnan afar slöpp frá Sæunni. Fer rakleiðis aftur fyrir.
Eyða Breyta
5. mín
Haukar eiga fína sókn sem endar með skoti Kristínar Fjólu. Halla ver í horn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. Víkingur hefur leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Þetta er að bresta á!
Eyða Breyta
Fyrir leik
10 mínútur í leik!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Patryk Emanuel Jurczak. Honum til aðstoðar verða þeir Daniel Victor Herwigsson, og Samir Mesetovic. Hafþór Bjartur Sveinsson er svo varadómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og þau má sjá hér til hliðar á síðunni.

Víkingar gera þrjár breytingar frá sigurleiknum gegn Gróttu í síðustu umferð. Dagný Rún Pétursdóttir, Rut Kristjánsdóttir og Elma Rún Sigurðardóttir fara út úr byrjunarliðinu. Stefanía Ásta Tryggvadóttir, Fanney Einarsdóttir og Freyja Friðþjófsdóttir koma inn í þeirra stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er einn bikarleikur sem hefst á sama tíma og leikurinn sem við fylgjum eftir hér í dag. Þar tekur Augnablik á móti Grindavík.
Svo mætast Keflavík og Afturelding klukkan 14:00.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þess má geta að liðið sem sigrar í dag fer í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Nú þegar er ráðið að sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis verður mótherjinn þar. Dregið var í gær.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingur er á sínu fyrsta tímabili eftir sambandsslit við HK. Sameiginlegt lið HK/Víkings féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og tekur Víkingur sæti í Lengjudeildinni í ár (HK spilar í 2.deild í sumar). John Andrews tók við þjálfun liðsins í vetur eftir að hafa komið Völsungi frá Húsavík upp í næstefstu deild í fyrra.

Jakob Leó er áfram við stjórnvölinn hjá Haukum með Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur sér við hlið.
Haukar enduðu í 4.sæti næstefstu deildar á síðasta tímabili þar sem þær tóku við sér þegar leið á tímabilið eftir slæma byrjun.

Víkingi er spáð 8.sæti í Lengjudeildinni í spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar. Það hefur ekki komið fram enn sem komið er hvar Haukakonum er spáð.

En nóg um það í bili. Í dag snýst allt um Mjólkurbikarinn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingur vann 5-3 útisigur á Gróttu í framlengdum leik í 1.umferð.

Haukar sátu hins vegar hjá í þeirri sömu umferð og hefja sitt bikar-tímabil hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk!
Ég býð ykkur velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og Víkings R. í 2.umferð Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn hefst klukkan 13:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
0. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('91)
2. Dagmar Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir (f) ('83)
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('58)
10. Telma Sif Búadóttir
13. Margrét Eva Sigurðardóttir
18. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
21. Fanney Einarsdóttir ('76) ('80)
22. Nadía Atladóttir
30. Freyja Friðþjófsdóttir ('84)

Varamenn:
12. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
5. Koldís María Eymundsdóttir
6. Elísa Sól Oddgeirsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
11. Elma Rún Sigurðardóttir ('58)
16. Helga Rún Hermannsdóttir ('76) ('80)
19. Tara Jónsdóttir ('83)
24. Margrét Friðriksson ('91)
26. Ástrós Silja Luckas ('84)
27. Ólöf Hildur Tómasdóttir

Liðstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Þorleifur Óskarsson
Eyvör Halla Jónsdóttir
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: