Eimskipsvöllurinn
miðvikudagur 24. júní 2020  kl. 19:15
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og bliða ekkert að því.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Logi Hrafn Róbertsson
Þróttur R. 1 - 2 FH
0-1 Morten Beck Guldsmed ('5)
1-1 Djordje Panic ('31)
1-2 Morten Beck Guldsmed ('55)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
13. Sveinn Óli Guðnason (m)
2. Sindri Scheving
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('45)
8. Aron Þórður Albertsson
10. Magnús Pétur Bjarnason ('60)
14. Lárus Björnsson ('76)
20. Djordje Panic ('67)
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson ('45)

Varamenn:
1. Franko Lalic (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('45)
9. Esau Rojo Martinez ('60)
11. Dion Acoff ('67)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('45)
22. Oliver Heiðarsson ('76)
24. Guðmundur Axel Hilmarsson

Liðstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Srdjan Rajkovic
Árni Þór Jakobsson
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson

Gul spjöld:
Birkir Þór Guðmundsson ('13)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
FH hefur sigur hér á Eimskipsvellinum og er komið áfram í 16.liða úrslit.
Eyða Breyta
92. mín
Þróttarar í færi en Daði bjargar í horn.
Eyða Breyta
92. mín
Gunnlaugur Hlynur með sendingu inn á teiginn sem Daði handsamar.
Eyða Breyta
89. mín
Tækifærunum fer fækkandi fyrir Þrótt. En þeir eru að pressa örlítið.
Eyða Breyta
85. mín
Þróttur fær horn.
Eyða Breyta
82. mín
Acoff með skot sem Daði slær í horn.
Eyða Breyta
81. mín
Sindri sækir horn fyrir Þrótt.
Eyða Breyta
80. mín
Ákveðin ládeyða yfir þessu. Viljum fjör síðustu 10
Eyða Breyta
78. mín
Acoff tætir og tryllir og sækir horn.
Eyða Breyta
76. mín Oliver Heiðarsson (Þróttur R.) Lárus Björnsson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
76. mín Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH)
Hörður færir sig yfir hægra meginn
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (FH)
Rígheldur í Acoff sem nær fyrir vikið ekki að setja í fluggírinn.
Eyða Breyta
73. mín
Rólegt yfir þessu þessa stundina.
Eyða Breyta
70. mín
Fh með aukaspyrnu á hættulegum stað sem Daníel setur rétt fram hjá stönginni.
Eyða Breyta
67. mín Dion Acoff (Þróttur R.) Djordje Panic (Þróttur R.)
Dion Acoff mætir inná fyrir markaskoraran.
Eyða Breyta
65. mín
Sveinn framarlega í markinu og Björn Daníel með skot af 60 metrum. Ekki nálægt því einu sinni.
Eyða Breyta
60. mín Esau Rojo Martinez (Þróttur R.) Magnús Pétur Bjarnason (Þróttur R.)

Eyða Breyta
58. mín
Jónatan Ingi í dauðafæri óvænt í teignum, lyftir boltanum yfir Svein en Atli Geir Gunnarsson bjargar á ótrúlegan hátt á línu með Morten Beck í bakinu.
Eyða Breyta
55. mín MARK! Morten Beck Guldsmed (FH), Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Skallar boltann inn af stuttu færi eftir hornspyrnu, Þetta lá í loftinu.
Eyða Breyta
55. mín
Þórir með skot í varnarmann og afturfyrir.
Eyða Breyta
53. mín
Daníel Hafsteins í færi eftir hik hjá Svein Óla en Sveinn ver í horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
52. mín
Illa farið með Þróttara. Lárus með flottan sprett upp vinstri vænginn og Þórður brýtur í tvígang á honum alveg klárlega. En Einar dæmir ekkert.
Eyða Breyta
51. mín
Þung pressa FH en ekki að skapa færi á fyrstu mínútum síðari hálfleiks.
Eyða Breyta
49. mín
Brot dæmt á Aron Þórð við vítateig FH og Gunnar allt annað en sáttur. Fær róandi orð í eyra frá Einari Inga.
Eyða Breyta
48. mín
Þórir reynir skot en vel yfir. Kraftur í FH í byrjun.
Eyða Breyta
47. mín
Boltinn siglir í gegnum pakkann og afturfyrir.
Eyða Breyta
47. mín
FH fær horn.
Eyða Breyta
45. mín Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.) Daði Bergsson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
45. mín Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Hafþór Pétursson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þróttarar að setja talsverða pressu á gestina síðustu mínútuna en ekki að skapa afgerandi færi. Einar flautar svo til hálfleiks.

Þróttarar voru lengi í gang en glæsimark Djordje Panic gaf þeim ágætis boost.
Eyða Breyta
45. mín
Frábær sprettur hjá Lárusi Björnsyni sem vinnur horn.
Eyða Breyta
44. mín
Morten Beck í dauðfæri á markteig en Sveinn Óli staðsetur sig frábærlega og viðbrögðin ekki síðri og ver frábærlega.
Eyða Breyta
40. mín
Þróttarar heppnir, Guðmundur Friðriks með hræðilega sendingu sem Þórir kemst inní. Keyrir í átt að marki og á skot en Sveinn ver og handsamar svo boltann.
Eyða Breyta
38. mín
ÚFF Þórir Jóhann með skot úr aukaspyrnunni sem fer hárfínt framhjá.
Eyða Breyta
37. mín
FH fær aukaspyrnu í vítateigsboganum.
Eyða Breyta
36. mín
Góð sóknarlota Þróttar endar með skalla frá Láurusi Björnsyni. En yfir fer boltinn. Það er að lifna yfir þessu.
Eyða Breyta
35. mín
Markið hefur stuðað gestina ögn og að sama skapi blásið heimamönnum baráttuanda í brjóst.
Eyða Breyta
31. mín MARK! Djordje Panic (Þróttur R.)
Maaaaark!!!!!

Þvílíkt mark hjá Djorde!!!!!!

Fær boltann í fætur um 25 metra frá marki rekur hann aðeins áfram í átt að teignum og smyr hann í samskeytin. Daði hreyfði sig ekki á línunni. Hér er allt jafnt!
Eyða Breyta
29. mín Björn Daníel Sverrisson (FH) Baldur Sigurðsson (FH)
Þórður kemur aftur inná. Fannst hann hafa farið verr út úr sínu atviki en það er Baldur sem hefur lokið leik.
Eyða Breyta
27. mín
Tveir FHingar liggja á vellinum. BaLdur pg að mér sýnist Þórður Þorsteinn. Báðir standa upp en mér sýnist Þórður hafa lokið leik.
Eyða Breyta
23. mín
Daníel Hafsteins með skot í vegginn úr aukaspyrnu. Gestirnir að herða tökin aftur. Morten í færi aftur en skallar yfir.
Eyða Breyta
21. mín
Lárus Björnsson liggur eftir á vellinum og fær aðhlynningu. Bæði lið út að hliðarlínu í vatnssopa og stuttan taktíkfund.
Eyða Breyta
16. mín
Guðmundur Friðriksson með skot af löngu færi eftir hornið en hittir boltann illa.
Eyða Breyta
15. mín
Heimamenn fá horn hér eftir laglega sókn. Magnús Pétur að ógna.
Eyða Breyta
13. mín Gult spjald: Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
Braut af sér áðan. Einar beitti hagnaði en spjaldar hann svo eftir á.
Eyða Breyta
10. mín
Gestirnir því sem næst einokað boltann hér í upphafi. Þróttarar í balsi með tengja á milli manna gegn pressu FH.
Eyða Breyta
7. mín
Aron Þórður tapar boltanum og togar Baldur niður til að stöðva skyndisókn. Uppsker tiltal frá Einar
Eyða Breyta
5. mín MARK! Morten Beck Guldsmed (FH)
Maaark!

Morten skorar með skalla frá markteig eftir fyrirgjöf frá hægri. Einfaldlega miklu sterkari en varnarmenn Þróttar og skilar boltanum í netið.
Eyða Breyta
3. mín
Daníel Hafsteinsson leikur inn á teig Þróttara og er kominn í ansi vænlega stöðu þegar Þróttarar komast loks fyrir. Sveinn Óli tekur síðan boltann.
Eyða Breyta
2. mín

Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið að stað. Það eru gestirnir sem hefja leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rétt um 10 mínútur í leik. Aðstæður er bara skrambi fínar. Hægur vindur, sól og um 13 gráðu hiti. Teppið er nokkuð slétt eins og við má búast en hef ekki tekið eftir því að það hafi verið vökvað ennþá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er eins og við var að búast eitthvað um breytingar hjá liðunum. Steven Lennon. Björn Daníel og Hjörtur Logi fá sér sæti á bekknum. Gaman að sjá Loga Hrafn Róbertsson byrja hjá FH en sá drengur er fæddur 2004.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við erum mættir á völlinn en mér til furðu er blaðamannaboxið læst. Við erum samt í sólskinsskapi enda sól og blíða og Þróttarar höfðingjar heim að sækja. Njótum veðursins á meðan við bíðum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það má búast við talsverðum róteringum í byrjunarliðum beggja liða í kvöld en leikið er þétt þetta sumarið og þjálfarar án efa með hugann við að reyna stýra álagi á leikmenn eins vel og hægt er.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH fór alla leið í úrslit bikarsins í fyrra ár sem liðið beið lægri hlut fyrir Víkingum. Pétur Viðarsson fékk rautt spjald í úrslitaleiknum og er því ekki löglegur með FH í kvöld. Pétur reyndar hætti eftir síðasta tímabil en ákvað að taka fram skóna þegar skammt var til móts og var á varamannabekknum gegn ÍA um liðna helgi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH hefur farið vel af stað í Pepsi-Max deildinni og er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir eftir sigra á HK í kórnum (2-3) þar sem Steven Lennon setti tvö mörk fyrir FH og gegn ÍA í Kaplakrika (2-1) þar sem Steven Lennon og Jónatan Ingi Jónsson sáu um markaskorun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH er eins og önnur Pepsi-Max deildar lið að mæta til leiks hér í 32.liða úrslitum en Þróttur hefur leikið tvo leiki í keppninni til þessa.

Þróttarar fengu 4.deildar lið Álafoss í heimsókn á Eimskipsvöllinn í 1.umferð bikarsins. Þróttarar stilltu upp ungu liði í þeim leik en höfðu 1-0 sigur upp úr krafsinu með marki Magnúsar Péturs Bjarnasonar snemma í síðari hálfleik.

Í 2.umferð mættu Vestramenn í Laugardalin þar sem Þróttur hafði 3-1 sigur eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik. Magnús Pétur Bjarnason var á skotskónum þar líkt og gegn Álafoss með tvö mörk en Djorde Panic rak síðan smiðshöggið á sigur Þróttara og sætið í 32.liða úrslitum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanklega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Þóttar og FH í 32.liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Daníel Hafsteinsson
8. Baldur Sigurðsson ('29)
9. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('76)
16. Guðmundur Kristjánsson
26. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Þórir Jóhann Helgason
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('76)
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson ('29)
25. Einar Örn Harðarson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
35. Óskar Atli Magnússon

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('74)

Rauð spjöld: