Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Breiðablik
3
1
Fjölnir
Kristinn Steindórsson '9 1-0
1-0 Jóhann Árni Gunnarsson '51 , misnotað víti
Thomas Mikkelsen '57 , víti 2-0
2-1 Jón Gísli Ström '72 , víti
Gísli Eyjólfsson '84 3-1
29.06.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 17 stiga hiti, sól og mjög léttur vindur
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 1335
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('90)
8. Viktor Karl Einarsson ('90)
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson ('54)
11. Gísli Eyjólfsson ('90)
16. Róbert Orri Þorkelsson
30. Andri Rafn Yeoman ('70)

Varamenn:
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('90)
10. Brynjólfur Willumsson ('54)
18. Davíð Ingvarsson ('90)
18. Arnar Sveinn Geirsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('70)
77. Kwame Quee ('90)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Jökull I Elísabetarson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('30)
Damir Muminovic ('50)
Thomas Mikkelsen ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar halda áfram sigurgöngu sinni og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
94. mín
Arnór Breki setur aukaspyrnuna yfir vegginn en rétt yfir markið líka.
94. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað hérna.
93. mín
Viktor Andri með fínan sprett upp kantinn en fyrirgjöf hans fer yfir allan pakkann.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
90. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
90. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
90. mín
Inn:Kwame Quee (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
89. mín Gult spjald: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Mikkelsen hendir sér á eftir fyrirgjöf en fer beint í Atla Gunnar sem rýkur upp og ýtir honum, Atli sleppur við spjald en Mikkelsen fær spjald.
84. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Blikar að klára þennan leik hérna! Guðjón Pétur rennir boltanum á Gísla sem er með mikið pláss, tekur boltann með sér og hamrar honum með vinstri niðri í fjær.
79. mín
Thomas Mikkelsen skorar enn eitt rangstöðumarkið sitt á þessari leiktíð, væri á góðri leið með að slá markametið ef öll þessi rangstæðumörk myndu telja. AD1 með allt á hreinu og flaggaði strax.
78. mín
Dauðafæri! Höskuldur rennir honum á Brynjólf sem er aleinn en Atli gerir virkilega vel og ver frá honum.
77. mín
Brynjólfur tekur aukaspyrnu fyrir utan teiginn vinstra megin en hún er ömurleg og fer langt framhjá markinu.
75. mín Gult spjald: Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir)
Rífur Gísla niður á miðjunni í skyndisókn. Mikill hiti í þessu núna!
73. mín Gult spjald: Jón Gísli Ström (Fjölnir)
72. mín Mark úr víti!
Jón Gísli Ström (Fjölnir)
Ström vélin skorar af öryggi úr vítinu!
71. mín
Fjölnir fær annað víti! Jón Gísli Ström fær boltann inn í teig og Elfar hendir sér í tæklingu sem virðist vera í boltann en víti dæmt. Tæklingin var alvöru og ég hreinlega sé ekki hvort þetta sé réttur dómur eða ekki.
70. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Guðjón Pétur kemur hér inn á fyrir Andra Yeoman.
70. mín
Gísli fær smá flugbraut og fer á fleygiferð í gegnum miðjuna og neglir svo boltanum yfir markið.
67. mín
Inn:Jón Gísli Ström (Fjölnir) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
Ingibergur og Jóhann Árni koma hér útaf og Kristófer Óskar og Jón Gísli Ström koma inn á í þeirra stað.
67. mín
Inn:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
66. mín
Höskuldur með fína takta með boltann og kemur sér í skot en skotið fer rétt framhjá markinu.
64. mín
Arnór Breki kemst í fínt færi og neglir fast uppi á nærstöng en Anton Ari ver boltann í horn.
62. mín
Gísli reynir langan bolta inn fyrir á Mikkelsen en hann er aðeins of langur og fer aftur fyrir.
57. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Brynjólfur Willumsson
Mikkelsen setur hann öruggt til vinstri og sendir Atla í vitlaust horn. Þetta er orðinn þungur róður fyrir gestina.
56. mín
Víti Blikar! Brynjólfur fer hrikalega illa með Arnór Breka og Arnór brýtur á honum og fær á sig vítaspyrnu.
54. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Brynjólfur kemur inn á fyrir markaskorarann Kidda.
51. mín Misnotað víti!
Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
Anton Ari ver vítið frá Jóhanni Árna! Vítíð hjá Jóhanni er lélegt og Anton ver það þægilega, vítið bara rétt hægra megin við mitt markið.
50. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir fær gult spjald fyrir hendina, mér sýndist þetta vera réttur dómur.
50. mín
Víti! Ingibergur skýtur og Damir rekur hendina út og fær á sig vítaspyrnu.
46. mín
Leikur hafinn
Blikar hefja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða hér í hálfleik.
45. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (Fjölnir)
Brýtur á Gísla á miðjum velli, ekki viss um að þetta verðskuldaði spjald en þó hægt að spjalda þetta.
45. mín
3 mínútum bætt við.
44. mín
Fínt spil Blika endar með að Gísli rennir honum á Höskuld sem skýtur í varnarmann og aftur fyrir í hornspyrnu.
42. mín Gult spjald: Ásmundur Arnarsson (Fjölnir)
Ási búinn að tuða vel í dómaranum í dag og fær nú gult spjald, verðskuldað.
42. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Tæklar Gísla úti á kanti.
41. mín
Frábær tækling! Kiddi Steindórs er við það að fara skora sitt annað mark en þá kemur Hans Viktor og tæklar fyrir skotið.
38. mín Gult spjald: Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Fer fyrir aukaspyrnu hjá Blikum til að stoppa skyndisókn.
36. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Fjölnir)
Alltof seinn í Anton Ara og fær gult spjald fyrir vikið.
31. mín
Fyrirgjöf frá Örvari ratar á kollinn á Ingibergi Kort en skalli hans yfir markið.
30. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Mætir einfaldlega of seint í Ingiberg Kort og tekur hann hressilega niður, rétt gult spjald.
27. mín
Damir að þræða sendingu í gegnum miðja vörn Fjölnismanna á Mikkelsen en Atli kemur út og nær boltanum á undan Mikkelsen.
26. mín
Viktor Karl við það að komast framhjá Arnóri inn í teig en Arnór nær að krækja í boltann á lokastundu og hreinsar frá.
20. mín
Viktor með enn eina fyrirgjöfina, nú á lofti en Mikkelsen nær ekki að skjóta þar sem Hans Viktor komst inn á milli.
15. mín
Oliver hleður í skot fyrir utan teig en bombar honum framhjá nærstönginni.
14. mín
Viktor Karl með fastan bolta inn á teig sem Mikkelsen hoppar á en Atli nær boltanum og Mikkelsen brýtur á honum í kjölfarið. Viktor verið sprækur í byrjun leiks.
11. mín
Arnór Breki er á undan Viktori og nær að tækla boltann í innkast áður en Viktor komst í boltann í ákjósanlegu færi.
9. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kiddi Steindórs getur ekki hætt að skora í nýju vapornum! Misskilningur hjá Fjölni þegar Oliver kemur með fyrirgjöf og Atli og varnarmaður Fjölnis, fara í sama bolta og boltinn dettur út á Kidda Steindórs sem skallar hann yfir Atla og í netið!
6. mín
Vá! Arnór Breki hleður í skot vel fyrir utan vinstra megin og hamrar boltanum í þverslánna, þetta hefði verið rosalegt mark!
4. mín
Orri Þórhalls rennir boltanum á Örvar sem reynir utanfótar skot í fyrsta fyrir utan teig en boltinn langt framhjá markinu.
3. mín
Ingibergur Kort er í fínu færi hérna hægra megin í teignum en setur boltann framhjá markinu.
2. mín
Róbert Orri var liggjandi í smá tíma núna en er staðinn upp aftur, ég sá ekkert hvað gerðist en hann getur haldið leik áfram.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnir hefja leik hér og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Veðrið er búið að leika við okkur í allan dag og er 17 stiga hiti, sól og nánast logn hérna á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Blikar gera þrjár breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn Fylki. Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Róbert Orri Þorkelsson koma inn í liðið í stað þeirra Davíðs Ingvarssonar, Guðjóns Péturs Lýðssonar og Brynjólfs Willumssonar.

Fjölnir gerir mögulega eina breytingu á liðinu frá leiknum gegn Stjörnunni. Örvar Eggertsson byrjar í stað Valdimars Inga Jónssonar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það eru flestir að spá þessum liðum misjöfnu gengi í deildinni, Blikum er spáð titilbaráttu á meðan Fjölni er spáð fallbaráttu. Það væri því virkilega óvænt ef Fjölnir myndu ná í eitthvað hér á Kópavogsvelli í kvöld en hver veit hvað gerist.
Fyrir leik
Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðinar, þeir unnu sannfærandi 3-0 sigur á Gróttu í fyrstu umferð hér á Kópavogsvelli og unnu svo 0-1 sigur á Fylkismönnum á Wurth vellinum í síðustu umferð í hörku leik.

Fjölnismenn eru með eitt stig, þeir náðu í það í fyrstu umferð þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Víking á útivelli en töpuðu síðan sannfærandi 1-4 gegn Stjörnunni á heimavelli í annari umferð.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fær Fjölni í heimsókn í þriðju umferð Pepsí Max-deild karla.
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('67)
8. Arnór Breki Ásþórsson
16. Orri Þórhallsson ('90)
23. Örvar Eggertsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('67)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson
9. Jón Gísli Ström ('67)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('90)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('67)
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson

Gul spjöld:
Örvar Eggertsson ('36)
Orri Þórhallsson ('38)
Sigurpáll Melberg Pálsson ('42)
Ásmundur Arnarsson ('42)
Grétar Snær Gunnarsson ('45)
Jón Gísli Ström ('73)
Kristófer Óskar Óskarsson ('75)

Rauð spjöld: