Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Víkingur R.
1
3
Grótta
0-1 Helga Rakel Fjalarsdóttir '13
0-2 María Lovísa Jónasdóttir '44
Stefanía Ásta Tryggvadóttir '63 1-2
1-3 Emelía Óskarsdóttir '80
07.07.2020  -  19:15
Víkingsvöllur
Lengjudeild kvenna
Dómari: Przemyslaw Janik
Maður leiksins: María Lovísa Jónasdóttir
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
Telma Sif Búadóttir
Ástrós Silja Luckas ('45)
Þórhanna Inga Ómarsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir
9. Rut Kristjánsdóttir
13. Margrét Eva Sigurðardóttir
22. Nadía Atladóttir (f)
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
12. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
6. Elísa Sól Oddgeirsdóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir
24. María Soffía Júlíusdóttir ('45)
25. Ólöf Hildur Tómasdóttir
26. Fanney Einarsdóttir

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Eyvör Halla Jónsdóttir
Davíð Örn Aðalsteinsson
Daniel Reece
Þorleifur Óskarsson
Koldís María Eymundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Sterkur útisigur hjá nýliðunum sem eru komnar í 8 stig.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
90. mín
Ná Víkingar að klóra í bakkann með elleftu hornspyrnunni sinni?

Nei. Gróttukonur eru grimmari í teignum og koma þessu frá.
88. mín
Inn:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (Grótta) Út:Rakel Lóa Brynjarsdóttir (Grótta)
87. mín
Grótta heldur skynsamlega í forystuna. Þær eru að sigla þessu heim í rólegheitunum.
80. mín MARK!
Emelía Óskarsdóttir (Grótta)
Stoðsending: María Lovísa Jónasdóttir
Hin 14 ára Emelía er að loka þessu með sínu fyrsta meistaraflokksmarki eftir stoðsendingu frá besta leikmanni vallarins, Maríu Lovísu.

María var komin upp að endalínu vinstra megin og lagði boltann svo fyrir á Emelíu sem kláraði vel af markteig.
77. mín
Inn:Lilja Lív Margrétardóttir (Grótta) Út:Edda Björg Eiríksdóttir (Grótta)
77. mín
Inn:Hulda Sigurðardóttir (Grótta) Út:Helga Rakel Fjalarsdóttir (Grótta)
75. mín
Fín sóknaruppbygging hjá Víkingum. Stefanía endar á að skjóta framhjá eftir að Nadía lagði boltann út á hana.
74. mín
Bomm. Bjargey brýtur á Dagný Rún sem var að komast á fulla ferð upp hægra megin. Víkingar fá aukaspyrnu sem Stefanía tekur. Hún spilar á Dagný Rún sem reynir viðstöðulaust skot úr teignum. Boltinn fer af varnarmanni og út fyrir teig þar sem mér sýnist það vera Rut sem reynir viðstöðulaust skot en setur boltann yfir.
73. mín
Enn eitt hornið. Ég fer að rukka aukalega fyrir þetta..

Diljá Mjöll tekur en Halla Margrét grípur..
70. mín
Inn:Emelía Óskarsdóttir (Grótta) Út:Tinna Jónsdóttir (Grótta)
Fyrirliðinn gefur sér tíma í að rölta útaf. Emelía leysir hana af.
68. mín
Þung pressa hjá Gróttu og ágæt sókn. Endar á því að Lovísa reynir langskot sem Halla Margrét þarf ekki að hafa mikið fyrir.
66. mín
Grótta vinnur sitt sjötta horn. Víkingar komnar með átta.

Diljá Mjöll tekur en setur boltann aftur fyrir.
63. mín MARK!
Stefanía Ásta Tryggvadóttir (Víkingur R.)
Loksins skiluðu hornspyrnurnar sér fyrir Víkinga!

Stefanía Ásta smurði þennan í Samúel fjær! Beint úr horninu!

Líflína...
60. mín
Það er ekki mikið að gerast annað en liðin skiptast á að taka horn. Tinna Brá er eins og drottning í teignum sínum og er að hirða allar fyrirgjafir.
55. mín
Það er svipuð saga hjá Víkingum í dag og í síðasta leik. Þær eru að fá slatta af hornspyrnum en ekki að ná að nýta sér þær.
50. mín
Tinna Jóns er nautsterk og vinnur hér horn gegn Þórhönnu. Diljá Mjöll tekur og finnur kollinn á Tinnu. Hún skallar að marki en það er þéttur pakki á milli hennar og marksins og Víkingar ná að hreinsa.
49. mín
Kolvitlaust innkast hjá Emmu og Víkingar ekki sáttir. Skiptir ekki máli í stóra samhenginu en Przemyslaw hefði nú mátt leiðrétta þetta.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn og varamaðurinn María Soffía byrjar af krafti. Vinnur horn fyrir Víkinga en Stefanía Ásta setur æfingabolta í hendurnar á Tinnu Brá.
45. mín
Inn:María Soffía Júlíusdóttir (Víkingur R.) Út:Ástrós Silja Luckas (Víkingur R.)
Heimaliðið gerir líka eina breytingu.
45. mín
Inn:Diljá Mjöll Aronsdóttir (Grótta) Út:Mist Þormóðsdóttir Grönvold (Grótta)
Ein breyting hjá Gróttu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Grótta leiðir 2-0 í kaflaskiptum leik.

Gróttukonur tóku völdin og stýrðu ferðinni eftir að hafa komist yfir en Víkingar voru svo farnar að bíta frá sér þegar leið á hálfleikinn.

Það var hinsvegar hin eldfljóta og spræka María Lovísa sem náði að tvöfalda forystu Gróttu eftir skyndisókn rétt fyrir leikhlé.

Vel gert hjá Gróttu en algjör skellur fyrir Víkinga sem voru að reyna að vinna sig inn í leikinn.

Spurning hvað Víkingar gera til að hrista upp í þessu í seinni hálfleik.
44. mín MARK!
María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
MARÍA!

Allt í einu er María Lovísa komin ein gegn Höllu og klárar fallega framhjá henni.

Grótta aldeildis að refsa Víkingum sem voru búnar að vera að gera sig líklegar.
43. mín
Tvær hendur hátt á loft frá Stefaníu Ástu sem tekur enn eitt hornið fyrir Víkinga. Hún setur boltann á fjær. Þar tekur Brynhildur Vala við honum en kemst lítið áleiðis gegn varnarmúr Gróttu sem hreinsar í annað horn. Nú prófar Brynhildur Vala að spreyta sig. Setur boltann á nær en Tinna Brá er ákveðin og grípur fyrirgjöfina.
42. mín
Fín varnarvinna hjá Sigrúnu. Nær að stíga fyrir Nadíu áður en hún finnur skotið í vítateig Gróttu.
41. mín
Rut reynslubolti er klók og nær sér í aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Gróttu. Stefanía Ásta tekur. Setur boltann á fjær. Hann endar hjá Rut eftir svokallaðan darraðadans en Rut neglir í varnarmann og boltinn af hættusvæðinu.
39. mín
Geggjaðir taktar hjá Tinnu Jóns. Tekur við útsparki nöfnu sinnar og setur boltann svo blindandi upp í hlaupaleiðina hjá Maríu Lovísu. Hún fer inná teig en nær hvorki að finna skot né samherja og þetta fjarar út.
37. mín
Víkingar fá horn eftir sókn upp hægra megin. Stefanía Ásta setur flottan bolta beint á ennið á Margréti Evu en hún skallar yfir.
35. mín
Þá er komið að markaskoraranum að reyna að setja annað. Helga Rakel með ágæta skottilraun eftir sendingu Bjargeyjar. Boltinn þó beint á Höllu.
34. mín
Þarna munar engu að Rut nái að þræða boltann inná Nadíu en Tinna Brá er vel á verði sem fyrr og er á undan í boltann. Víkingar eru komnar inn í leikinn aftur.
31. mín
Það er að losna aðeins um Dagný Rún úti hægra megin. Hún var að leggja upp skotfæri á Nadíu í teignum en það vantaði kraft í skotið sem var beint á Tinnu Brá.
27. mín
Víkingar farnar að sýna lífsmark eftir erfiðar mínútur.
26. mín
Tinna Brá reddar Gróttu þarna með tveimur flottum vörslum. Rut átti lúmska sendingu inn á Dagný Rún sem var allt í einu komin ein gegn Tinnu sem las þetta og varði. Boltinn datt út í teig á Nadíu sem lék á varnarmann áður en hún reyndi að klára en aftur varði Tinna og í þetta skiptið endaði boltinn aftur fyrir í hornspyrnu.

Víkingar klaufar í horninu. Settu boltann beint aftur fyrir.
23. mín
Gróttuliðið er miklu léttara á fæti. Þær eru hreyfanlegar og láta boltann ganga vel á meðan Víkingar virka þungar og stirðar.

Freyja brýtur á Eddu úti til vinstri og Grótta fær aukaspyrnu. Mist chippar boltanum inn á teig en Halla Margrét stígur vel út í teig og grípur boltann.
21. mín
Aftur vinna Gróttukonur horn, í þetta skiptið eftir skyndisókn. Nú tekur Rakel Lóa spyrnuna. Setur boltann utarlega í teiginn. Tinna pikkar honum út í skot á Mist sem þrumar yfir.
20. mín
Gróttan er miklu grimmari þessa stundina. Margrét Eva var að eiga flotta tæklingu sem kom í veg fyrir að Tinna Jóns kæmist í skotstöðu í teignum.

Grótta fær horn. Edda Björg tekur og setur boltann beint á hausinn á Tinnu. Víkingar verja á marklínu en Gróttukonur dæmdar brotlegar.
18. mín
Aftur hörkusókn hjá Gróttu. Hún hefst á góðum sprettu Maríu Lovísu sem er komin yfir hægra megin. Hún leggur boltann fyrir og sóknin endar á hörkuskoti Eddu Bjargar sem Halla Margrét ver vel.
15. mín
TINNA BRÁ!

Geggjuð varsla hjá markverðinum unga. Hún ver skot Brynhildar Völu úr teignum.

Þarna hefðu Víkingar hæglega getað jafnað.
13. mín MARK!
Helga Rakel Fjalarsdóttir (Grótta)
Fín pressa hjá Gróttu og þær uppskera mark!

Mér sýnist Halla verja frá Eddu sem fær svo frákastið og setur boltann í stöngina. Helga Rakel heldur pressunni svo áfram og nær að koma boltanum í netið í annari tilraun sinni.

Vel gert hjá grimmum Gróttukonum.
12. mín
Vel spilað hjá Gróttu. Lovísa leggur boltann á Eddu inná teig hægra megin. Hún reynir að klína boltanum í fjærhornið en setur hann rétt framhjá.
8. mín
Víkingar brjóta tvisvar með stuttu millibili. Grótta fær aukaspyrnu úti hægra megin í línu við miðjuhring. Emma setur boltann í átt að teignum en Víkingar vinna boltann og reyna skyndisókn. Hún endar þannig að Emma brýtur á Rut og Víkingar fá aukaspyrnu við vinstri hliðarlínu.

Þá er komið að Stefaníu að munda spyrnufótinn. Hún setur boltann inná teig en Tinna fyrirliði rís hæst í teignum og skallar af hættusvæðinu.

Við bíðum þolinmóð eftir fyrsta alvöru færinu.
2. mín
Rakel Lóa brýtur á Dagný Rún sem ætlar að taka á rás upp hægri kantinn. Víkingar fá aukaspyrnu á miðjum velli sem Telma tekur og setur háan bolta inná teig. Miðvörður Gróttu skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Przemyslaw Janik dómari hefur flautað þetta á. Grótta byrjar og leikur í átt að félagsheimili Víkinga.
Fyrir leik
Jónas Sig syngur "Hamingjan er hér" og liðin ganga til vallar. Nú fer þetta alveg að byrja.

Fínustu aðstæður. Léttskýjað og örlítil gola. Frískandi boltaveður.
Fyrir leik
Samkvæmt Instagram-síðu Víkinga munu þær stilla svona upp í kvöld:

Halla

Freyja - Telma - Margrét Eva - Þórhanna

Rut - Stefanía

Dagný - Brynhildur Vala - Ástrós

Nadía
Fyrir leik
Það er rúmt korter í leik og bæði lið á fullu í sinni upphitun. Ég hvet fólk til að drífa sig á völlinn í kvöld. Alltaf kósý í Fossvoginum á Heimavelli hamingjunnar.
Fyrir leik
Liðin áttust við í hádramatískum og spennandi leik í Mjólkurbikarnum fyrir stuttu.

Þar var boðið upp á mikla veislu. Rautt spjald, jöfnunarmark í uppbótartíma og að lokum 5-3 sigur Víkinga.

Ég er sátt ef við fáum helminginn af fjörinu frá síðasta leik hér í kvöld.
Fyrir leik
Gleðilegan þriðjudag!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og Gróttu í Lengjudeildinni.

Um er að ræða leik í 4. umferð mótsins en fyrir leik sitja heimakonur í 8. sæti með 1 stig en gestirnir eru með 5 stig í 4. sæti.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Edda Björg Eiríksdóttir ('77)
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('88)
6. Helga Rakel Fjalarsdóttir ('77)
9. Tinna Jónsdóttir ('70)
10. Bjargey Sigurborg Ólafsson
15. Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('45)
23. Emma Steinsen Jónsdóttir
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving (f)
29. María Lovísa Jónasdóttir

Varamenn:
7. Jórunn María Þorsteinsdóttir
8. Guðfinna Kristín Björnsdóttir
11. Heiða Helgudóttir
16. Hulda Sigurðardóttir ('77)
17. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('88)
18. Emelía Óskarsdóttir ('70)
21. Diljá Mjöll Aronsdóttir ('45)
25. Lilja Lív Margrétardóttir ('77)

Liðsstjórn:
Pétur Rögnvaldsson (Þ)
Magnús Örn Helgason (Þ)
Garðar Guðnason
Björn Valdimarsson
Gísli Þór Einarsson
Eydís Lilja Eysteinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: