Haukar
7
1
Fjarðab/Höttur/Leiknir
Birna Kristín Eiríksdóttir '4 1-0
Sæunn Björnsdóttir '43 2-0
Birna Kristín Eiríksdóttir '47 3-0
3-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir '60
Heiða Rakel Guðmundsdóttir '60 4-1
Elín Björg Símonardóttir '75 5-1
Sæunn Björnsdóttir '78 6-1
Elín Klara Þorkelsdóttir '88 7-1
10.07.2020  -  20:15
Ásvellir
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Oft blásið meira á Ásvöllum. Spilað undir flóðljósum
Dómari: Sveinn Þór Þorvaldsson
Maður leiksins: Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Melissa Alison Garcia ('38)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
5. Birna Kristín Eiríksdóttir ('75)
6. Vienna Behnke ('75)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f) ('64)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Eygló Þorsteinsdóttir ('64)
39. Berghildur Björt Egilsdóttir

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
9. Regielly Halldórsdóttir ('75)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('64)
16. Elín Klara Þorkelsdóttir ('75)
22. Ásta Sól Stefánsdóttir ('64)
25. Elín Björg Símonardóttir ('38)

Liðsstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Benjamín Orri Hulduson
Sigmundur Einar Jónsson
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flautar þetta bara af um leið og tíminn dettur í 90 mínútur. Haukar í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna.

Viðtöl og skýrsla koma inn síðar í kvöld.
90. mín
Uppbótartíminn líklega ekki mjög langur.
88. mín MARK!
Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar)
ANNAÐ GLÆSILEGT MARK!

Sólar mann og annan og smellir boltanum svo yfir Steinunni af einhverjum 25-30 metrum. Afskaplega vel gert.
85. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Haukar bara með boltann og gestirnir bíða eftir að leikurinn klárist.
78. mín MARK!
Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
MARK!!! Upprúllun.

Með skot rétt fyrir framan miðjubogann, fer í slána og endar inn í markinu. Sýndist hann hafa viðkomu í Steinunni.

Alvöru mark!
76. mín
Nóg að gera í skiptingum.
75. mín
Inn:Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) Út:Birna Kristín Eiríksdóttir (Haukar)
75. mín
Inn:Regielly Halldórsdóttir (Haukar) Út:Vienna Behnke (Haukar)
75. mín
Inn:Karítas Embla Óðinsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Út:Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
75. mín
Inn:Elísa Björg Sindradóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Út:Shakira Duncan (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
75. mín MARK!
Elín Björg Símonardóttir (Haukar)
MARK!!!

Elín skorar með góðu skoti fyrir utan teig. Fimmta mark Hauka. Þær leika á als oddi hér á Ásvöllum.
74. mín
Ásta Sól með tilraun af 45 metrunum. Skemmtileg tilraun yfir markið.
72. mín
Inn:María Nicole Lecka (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Út:Rósey Björgvinsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
71. mín
Sturluð sending en vantaði að klára
Berghildur á stórkostlega sendingu inn fyrir vörnina á Heiðu sem hefði getað fullkomnað þrennuna. Hún var hins vegar ekki nægilega fljót að athafna sig og Steinunn kom og náði boltanum.
67. mín
Inn:Katrín Björg Pálsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Út:Bjarndís Diljá Birgisdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
67. mín
Inn:Ársól Eva Birgisdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Út:Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
Nú gerir F/H/L tvöfalda skiptingu.
66. mín
Tvö stangarskot og eitt sláarskot
Heiða Rakel átti rétt í þessu skot í stöngina úr dauðafæri. Haukar búnar að skjóta tvisvar í stöngina og einu sinni í slá í þessum hálfleik.
64. mín
Inn:Ásta Sól Stefánsdóttir (Haukar) Út:Eygló Þorsteinsdóttir (Haukar)
64. mín
Inn:Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar) Út:Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar)
63. mín
Tvöföld breyting í vændum hjá Haukum.
62. mín
Þetta var nú aldeilis. Verið svona frekar bragðdaufur seinni hálfleikur. Svo er það bara skot í slá, mark hinum megin og annað mark strax. Svona er boltinn.
60. mín MARK!
Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Vienna Behnke
MARK!!!

Þær svara um leið! Heiða Rakel búin að leggja upp tvö og núna skorar hún. Gott hjá Haukum að svara strax með marki.
60. mín MARK!
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
MARK!!!

Freyja Karín skorar, hver önnur? Hún heldur áfram að raða inn mörkunum í sumar. Sleppur í gegn og setur boltann fram hjá Chante.
59. mín
Sláin!
Sæunn kemur á ferðinni og á rosalegt skot sem fer í slána og niður.
56. mín
Það verður bara að segjast eins og er að Haukarnir eru með sterkara lið og þær eru á leiðinni áfram í 8-liða úrslitin.
55. mín
Stöngin
Frábær sending í gegn og Elín sleppur í gegn. Ein á móti markverði en skot hennar fer í stöngina. Spurning með rangstöðu.
48. mín
Ágætis tilraun utan af velli hjá F/H/L en auðvelt fyrir Chante að grípa.
47. mín MARK!
Birna Kristín Eiríksdóttir (Haukar)
Stoðsending: Heiða Rakel Guðmundsdóttir
MARK!!!

Rosalega einfalt. Boltinn út á kant á Heiðu sem kemur honum fyrir á Birnu sem skorar sitt annað mark í dag. Líklega er þetta 'Game Over'.
46. mín
Hálfleikur
Keyrum seinni hálfleikinn í gang.
45. mín
Hálfleikur
Verið býsna þægilegt fyrir Hauka, en F/H/L voru ekki langt frá því að minnka muninn rétt fyrir leikhlé. Nú tökum við fimmtán og komum svo aftur.
45. mín
Þarna vantaði bara að setja enni á boltann
Gestirnir næstum því búnir að minnka muninn á besta tíma. Boltinn fyrir markið en þær náðu ekki að koma enni á boltann. Þarna munaði ekki miklu.
43. mín MARK!
Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Mikaela Nótt Pétursdóttir
MARK!!!

Haukar komast 2-0 yfir á markamínútunni. Eftir hornspyrnu kemur Mikaela boltanum fyrir markið þar sem Sæunn stýrir boltanum inn.
38. mín
Inn:Elín Björg Símonardóttir (Haukar) Út:Melissa Alison Garcia (Haukar)
Melissa borin af velli. Ég er ansi hræddur um að fótboltasumrinu hennar sé lokið. Sendum henni batakveðjur. Elín Björg kemur inn á.
34. mín
Þetta lítur illa út
Melissa liggur eftir á vellinum sárþjáð. Rann á vellinum. Það er oftast verst þegar þú meiðist er enginn leikmaður er nálægt þér.

Það er verið að kalla eftir börum. Úff... Þetta er hrikalegt.
31. mín
Það getur verið hættulegt að klúðra svona mörgum færum. Gestirnir við það að koma sér í gott færi en Helga bjargar vel á síðustu stundu.
29. mín
Melissa með skot hægra megin í teignum en boltinn nokkuð langt fram hjá markinu. Heiðarleg tilraun samt.
28. mín
Haukar vaða í færum
Núna fær Mikaela frían skalla nánast upp við markið eftir hornspyrnu. Hún skallar yfir.

Núna eiga Haukar að vera búnar að skora þrjú mörk að minnsta kosti.
27. mín
HVERNIG?
Mikaela á stórkostlega sendingu inn fyrir vörnina á Birnu. Hún er komin ein í gegn og leggur hann fyrir á Heiðu sem hittir ekki boltann almennilega. Þetta átti að vera mark númer tvö.
25. mín
Fyrsta tilraun gestana
Shakira fær sendingu inn fyrir vörnina en skot hennar er laflaust og beint á Chante. Varnarmenn Hauka gerðu vel í að halda við hana og trufla hana í skotinu.
19. mín
Heiða Rakel sleppur í gegn en skot hennar er auðvelt viðureignar fyrir Steinunni. Gripinn.
17. mín
Haukarnir þurfa að passa upp á rangstöðuna. Eru trekk í trekk dæmdar rangstæðar. ,,Hvaða bull er þetta?" segir Jakob Leó, þjálfari Hauka, ósáttur við línuvörðinn.
10. mín
Haukarnir stjórna þessu algerlega og gestirnir komast lítt áleiðis. Chante hefur ekkert þurft að gera þessar fyrstu mínútur fyrir utan það að hvetja lið sitt áfram.
7. mín
Birna stórhættuleg
Birna Kristín er afar lunkin við að koma sér í færi. Henni var rétt í þessu stungið í gegn en Steinunn var rétt á undan henni í boltann.
6. mín
Haukar verið mikið sterkari aðilinn hingað til.
4. mín MARK!
Birna Kristín Eiríksdóttir (Haukar)
Stoðsending: Heiða Rakel Guðmundsdóttir
MARK!!!!!

Þetta var ekki lengi gert og þetta lá í loftinu. Heiða Rakel á fyrirgjöf í teiginn sem dettur fyrir Birnu. Nú klárar hún. Ég verð að setja spurningamerki við Steinunni í marki F/H/L. Þetta skot var á nærstöngina.
3. mín
Hvernig var þetta ekki mark?
Melissa með flotta fyrirgjöf, niðri með jörðini, út í teiginn á Birnu Kristínu sem á skot í stöngina. Þetta var dauðafæri. Haukar fengu svo frákastið en skotið yfir markið.
2. mín
Bæði lið að stilla upp í 4-2-3-1.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað, tíu mínútum áður en leikurinn átti upphaflega að byrja.
Fyrir leik
Enn er leikurinn stopp.
Fyrir leik
Ekki mikil seinkun
Seinkunin virðist hins vegar ekki vera mikil og það styttist í að liðin gangi út á völlinn. Verður kannski ekki alveg leikið til miðnættis.
Fyrir leik
Ímyndið ykkur ef það verður framlenging og vítaspyrnukeppni. Þá verður örugglega bara leikið til miðnættis - eitthvað svoleiðis. Veisla.
Fyrir leik
Það er seinkun
Klukkan orðin 20:15 og liðin enn út á velli að hita upp. Það er seinkun en ekki vitað hversu löng hún er. Bikarleikurinn sem var í 2. flokki áðan að hafa áhrif, en hann var framlengdur.
Fyrir leik
Gestirnir eru mættar út á völl að hita. Fimm mínútur í að leikurinn eigi að hefjast en mér sýnist stefna í einhverja seinkun.
Fyrir leik
F/H/L
Fjarðab/Höttur/Leiknir er eiginlega of langt nafn til að skrifa það ítrekað í þessari textalýsingu.

Hér með skrifa ég F/H/L þegar gestirnir eiga í hlut.
Fyrir leik
Stundarfjórðungur í leikinn og Fjarðab/Höttur/Leiknir er ekki að hita upp á keppnisvellinum. Veit ekki hvort þær séu að hita annars staðar upp á svæðinu - það hlýtur eiginlega að vera.
Fyrir leik
Það var bikarleikur í 2. flokki að klárast á keppnisvellinum. Haukar eru mættar út að hita upp, en ekki gestirnir. Tuttugu mínútur til stefnu.
Fyrir leik
Ég hef sagt það áður að það er fátt betra en fótboltaleikur á föstudagskvöldi. Það er tilvalið að skella sér í stúkuna á Ásvöllum og sjá hér bikarslag af bestu gerð.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Meðalaldurinn á byrjunarliði Hauka eru 22,3 ár, en hjá gestunum er það 21,4 ár. Varamannabekkirnir skríða rétt yfir 18 árin í meðalaldri. Ung lið að mætast hér í kvöld.
Fyrir leik
Gaman að fylgjast með:

Haukar: Sæunn Björnsdóttir er öflugur miðjumaður með mjög mikla reynslu þrátt fyrir að vera fædd 2001. Í Haukum eru líkar tvær stelpur fæddar 2004 sem hafa spilað alla leiki til þessa á tímabilinu, þær Elín Klara Þorkelsdóttir og Mikael Nótt Pétursdóttir.

Fjarðab/Höttur/Leiknir: Freyja Karín Þorvarðardóttir. Í liði Fjarðab/Hattar/Leiknis er einnig mjög efnileg stelpa fædd 2004. Freyja er búin að fara ótrúlega vel af stað í 2. deildinni og skora fimm mörk í þremur leikjum. Haukar þurfa að hafa góðar gætur á henni.
Fyrir leik
Lykilmenn:

Haukar: Chante Sandiford er lykilmaðurinn í liði Haukar. Markvörður og fyrirliði liðsins. Líklega besti markvörður Lengjudeildarinnar.

Fjarðab/Höttur/Leiknir: Elísabet Eir Hjálmarsdóttir. Lið Fjarðab/Hattar/Leiknis er mjög ungt, en Elísabet er ein reynslumesta stelpan í liðinu þrátt fyrir ungan aldur.
Fyrir leik
Aðrir leikir í bikarnum í dag:
18:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
19:15 KR-Tindastóll (Meistaravellir)
19:15 Þróttur R.-FH (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Stjarnan-Selfoss (Samsungvöllurinn)
20:00 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
Fyrir leik
Leiðin í 16-liða úrslitin
Haukar unnu Víking Reykjavík í vítaspyrnukeppni eftir að liðin skildu jöfn 2-2. Fjarðab/Höttur/Leiknir hefur þurft að fara í gegnum einum leik meira. Þær unnu Hamrana í vítaspyrnukeppni og tóku svo Sindra 5-0 í síðustu umferð.
Fyrir leik
Haukar eru í þriðja sæti Lengjudeildar kvenna með átta stig eftir fjóra leiki. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í fjórða sæti 2. deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Haukaa og Fjarðbyggðar/Hattar/Leiknis frá Ásvöllum í Hafnarfirði.

Leikurinn er í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna og er bikarævintýri í boði.
Byrjunarlið:
Steinunn Lilja Jóhannesdóttir
4. Rósey Björgvinsdóttir ('72)
7. Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir ('67)
8. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir ('67)
11. Adna Mesetovic
14. Ýr Steinþórsdóttir
15. Elísabet Eir Hjálmarsdóttir
16. Hafdís Ágústsdóttir
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('75)
23. Shakira Duncan ('75)

Varamenn:
5. Katrín Björg Pálsdóttir ('67)
9. Elísa Björg Sindradóttir ('75)
12. Mist Björgvinsdóttir
21. Ársól Eva Birgisdóttir ('67)
21. Karítas Embla Óðinsdóttir ('75)
22. María Nicole Lecka ('72)

Liðsstjórn:
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)
Hugrún Hjálmarsdóttir
Sonja Björk Jóhannsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: