Þróttur R.
0
1
FH
0-1 Andrea Mist Pálsdóttir '16
10.07.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Logn og 11 gráður
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Andrea Mist Pálsdóttir
Byrjunarlið:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('79)
6. Laura Hughes
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('46)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Morgan Elizabeth Goff
13. Linda Líf Boama
16. Mary Alice Vignola
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
20. Friðrika Arnardóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir ('46)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
3. Mist Funadóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
9. Stephanie Mariana Ribeiro ('79)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('46)
18. Andrea Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Sóley María Steinarsdóttir
Egill Atlason
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:
Morgan Elizabeth Goff ('15)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svakalegum leik hér í Laugardalnum lokið!
90. mín Gult spjald: Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Fær spjald fyrir að sparka boltanum eftir að dómarinn dæmir
90. mín
Þróttur fær hornspyrnu. Spyrnan er ekki góð og fer hún beint afturfyrir.

87. mín
Þróttur er að reyna allt sem þær geta til að ná inn jöfnunarmarjinu en FH eru virkilega þéttar
84. mín Gult spjald: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Of sein í þessa tæklingu á Andreu Mist
79. mín
Inn:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH) Út:Madison Santana Gonzalez (FH)
FH að þétta miðjuna enn meira!
79. mín
Inn:Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R.) Út:Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.)
Þróttur fer í þriggja manna varnarlínu
77. mín
Ólöf Sigríður við það að sleppa í gegn en hún nær ekki nægum krafti í skotið svo það er auðveæt fyrir Telmu
75. mín
Virkilega vel varið hjá Telmu en það var dæmd rangstæða á Þrótt svo þær fá ekki hornspyrn
70. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
FH er að þétta miðjuna með þessari skiptingu. Núna eru Andrea Mist og Sísí báðar djúpar á miðjunni og Rannveig kemur inn fyrir framan þær
70. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Úlfa kemur inn í hægri bakvörðinn
64. mín
Þróttur er með stífa pressu á FH þessar síðustu mínútur og komast FH-ingar varla yfir miðju.

Markið liggur í loftinu fyrir Þróttara
61. mín
Frábær sókn hjá Þrótti!

Sóley kemur með boltann inn í völlinn þar sem hún hefur mikið pláss. Hún á flotta sendingu inn fyrir á Lindu en Andrea Marý kemst fyrir skotið.

Enn og aftur verður ekkert úr hornspyrnu Þróttar
56. mín
Úfff!

Svakaleg tækling hjá Evu Núru á Morgan en sem betur fer sleppur hún ómeidd frá þessu og Eva Núra sleppur við spjald
54. mín
Geggjuð tækling hjá Morgan þegar Birta er við það að sleppa í gegn.

Ákveðinn áhætta að fara á rassinn inn í teig en Morgan gerir þetta vel.
53. mín
Seinni hálfleikur byrjar frekaar rólega en FH er meira með boltann
46. mín
Leikur hafinn
Sinni hálfleikurinn farinn af stað.

Þróttur gerir tvær breytingar en FH enga
46. mín
Inn:Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Þróttur búnar að breyta leikskipulaginu. Linda er ein uppi á topp og Mary Alice og Ólöf Sigríður eru á köntunum. Ísabella og Laura eru fremri á miðjunni með Álfu fyrur aftan. Síðan eru það Sóley, Morgan, Sigmundína og Beta í vörninni.
46. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Frekar tíðindalitlum fyrrihálfleik lokið þar sem liðin skiptust á að halda boltanum á milli sín
37. mín
Frábær sending hjá Mary Alice inn fyrir vörn FH á Ólöfu Sigríði sem kemur með fína fyrirgjöf en FH nær að hreinsa frá. Hreinsunin er hins vegar ekki góð og fer beint í lappirnar á Andreu sem á frekar máttlaust skot sem Telma grípur örugglega
34. mín
Inn:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Út:Taylor Victoria Sekyra (FH)
Taylor virðist hafa meiðst hér í bakinu og þarf að fara af velli. Andrea Marý kemur inn í miðvörðinn fyrir hana
33. mín
Friðrika er fljót að koma boltanum í leik. Linda á fínan sprett sem endar með vinstri fótar skoti sem Telma ver virkilega vel.

Ekkert verður úr hornspyrnunni
33. mín
FH fær aukaspyrnu hér á miðjum vallarhelming Þróttar. Taylor kemur með sendinguna en Friðrika grípur vel inní
30. mín
Lítið að frétta í leiknum en FH er mun meira með boltann þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum
25. mín Gult spjald: Birta Georgsdóttir (FH)
Uppsafnað hjá Birtu búin að toga mikið í treyjuna hjá Mary Alice þegar hún fer af stað í sprettina
23. mín
Frábær sprettur hjá Mary Alice upp allan völlin og vinnur hornspyrnu sem ekkert verður úr fyrir Þrótt.
16. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (FH)
VÁ!!!

Geggjuð aukaspyrna hjá Andreu Mist sem fer beint upp í samúel. Óverjandi fyrir Frikku í markinu.

Sanngjarnt þar sem FH hefði átt að fá vítaspyrnu þar sem Morgan var inn í teig þegar hún fékk boltann í hendina
15. mín Gult spjald: Morgan Elizabeth Goff (Þróttur R.)
Ver skotið frá Andreu Mist og FH fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig
10. mín
Frábært spil hjá Þrótti sem endar með fínu skoti frá Andreu en Telma ver virkilega vel.

Hornspyrnan er fín en Álfa skallar framhjá
4. mín Gult spjald: Taylor Victoria Sekyra (FH)
Linda að sleppa ein í gegn og Taylor togar í hana.

Ekkert verður úr aukaspyrnunni sem Þróttur fékk
4. mín
Hrafnhildur Hauksdóttir fær hér alltof mikinn tíma og nær fínu skotið en það fer rétt framhjá
1. mín
Leikur hafinn
Þróttur byrjar hér með boltann
Fyrir leik
Lið FH er eftirfarandi:

Telma er í markinu. Hrafnhildur, Ingibjörg, Taylor og Valgerður Ósk mynda varnarlínuna. Sísí er öftust á miðjunni með Andreu Mist og Evu Núru fyrir framan sig. Madison og Birta eru á sitthvorum kantinum og Helena Ósk er uppi á topp
Fyrir leik
Lið Þróttar er eftirfarandi:

Friðrika er í markinu. Beta, Sigmundína, Morgan og Mary Alice mynda varnarlínuna. Álfa, Lea Björt, Laura og Andrea Rut mynda tígul miðju. Síðan eru þær Linda g Ólöf Sigríður uppi á topp
Fyrir leik
Aðstæður eru eins og best á er kosið hér í Laugardalnum þegar liðin klára upphitun og ganga inn til búningsklefa
Fyrir leik
Guðni og Árni Freyr gera samtals þrjár breytingar á hópnum sínum. Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu en þær Úlfa Dís og Rannveig fara á bekkinn og Ingibjörn Rún og Valgerður Ósk koma inn.

Síðan kemur Elísa Lana inn í hópinn
Fyrir leik
Nik gerir samtals fjórar breytingar á hópnum fyrir leikinn í dag og þar með þrjár á byrjunarliðinu. Stephanie Ribero, Ísabella Anna og Sóley María fara allar á bekkinn og þær Sigmundína, Lea Björt og Ólöf Sigríður koma inn í byrjunarliðið.

Síðan er Mist Funadóttir komin inn í hópinn en Margrét Sveinsdóttir er ekki í hóp, spurning um meiðsli þar.
Fyrir leik
Liðin eru bæði nýliðar í Pepsí Max deildinni og mættust einmitt í síðustu umferð. Sá leikur var spilaður í Kaplakrika og endaði hann 2-1 fyrir Þrótti.

Mikil harka var í leiknum og vildi FH fá vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik og fékk Guðni Eiríksson þjálfari FH að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.
Fyrir leik
Liðin eru bæði að koma inn í Mjókurbikarinn núna og er þetta því fyrsti bikarleikurinn hjá báðum liðum á þessu tímabili
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Þróttar og FH í 16-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('70)
17. Madison Santana Gonzalez ('79)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('70)
24. Taylor Victoria Sekyra ('34)
26. Andrea Mist Pálsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('70)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('70)
15. Birta Stefánsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('34)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Árni Freyr Guðnason
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Taylor Victoria Sekyra ('4)
Birta Georgsdóttir ('25)
Helena Ósk Hálfdánardóttir ('90)

Rauð spjöld: