Meistaravellir
föstudagur 10. júlí 2020  kl. 19:15
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Magnús Garðarsson
Maður leiksins: Thelma Lóa Hermannsdóttir
KR 4 - 1 Tindastóll
0-1 Laufey Harpa Halldórsdóttir ('36)
1-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('52)
2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('58)
3-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('64)
4-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('71)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
0. Ana Victoria Cate
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Katrín Ómarsdóttir ('73)
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('85)
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('73)
24. Inga Laufey Ágústsdóttir ('45)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('85)
30. Thelma Lóa Hermannsdóttir

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('85)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Hlíf Hauksdóttir ('73)
16. Alma Mathiesen ('45)
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir ('85)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('73)
22. Emilía Ingvadóttir

Liðstjórn:
Þóra Hermannsdóttir Passauer
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
93. mín Leik lokið!
Þetta var sannarlega leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Gestirnir voru frábærar í þeim fyrri en KR-ingar náðu að rétta úr kútnum í þeim síðari og fara áfram í 8-liða úrslit eftir 4-1 sigur.

Ég þakka fyrir mig. Minni á viðtöl og skýrslu seinna í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
Annar síðasti séns. Tindastóll fær aukaspyrnu úti hægra megin. Jackie setur boltann inná teig en liðsfélagar hennar ná ekki til boltan.
Eyða Breyta
92. mín
Síðasti séns hjá Tindastól. Þær fá horn og upp úr því skapast hætta en þær eru dæmdar brotlegar.
Eyða Breyta
90. mín
Hallgerður brýtur á Ölmu ca. 30 metrum frá marki. Hlíf tekur stutt og spilar til hægri. Þetta er hinsvegar illa framkvæmt og Tindastóll vinnur boltann strax.
Eyða Breyta
87. mín Rósa Dís Stefánsdóttir (Tindastóll ) María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
86. mín
Amber!

Gerir vel og lokar á skot Hildar.
Eyða Breyta
85. mín Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)
Önnur tvöföld skipting hjá KR.
Eyða Breyta
85. mín Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)

Eyða Breyta
83. mín
ANNA!

Frábær sókn hjá Tindastól. Murielle fer upp hægra megin og rennir boltanum út í teig. Þar er varamaðurinn Anna Margrét mætt en skýtur yfir!
Eyða Breyta
80. mín
Tindastóll freistar þess að minnka muninn. Voru að vinna horn en í seinni hálfleiknum eru það KR-ingar sem eru grimmari og skalla þetta frá.
Eyða Breyta
75. mín Anna Margrét Hörpudóttir (Tindastóll ) Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
73. mín Hlíf Hauksdóttir (KR) Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR)
Tvöföld KR-skipting.
Eyða Breyta
73. mín Þórunn Helga Jónsdóttir (KR) Katrín Ómarsdóttir (KR)

Eyða Breyta
71. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (KR), Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Katrín Ásbjörns er að gera út um leikinn með góðu skallamarki eftir hornspyrnu!
Eyða Breyta
69. mín
Thelma Lóa er búin að vera mjög flott í seinni hálfleiknum. Var að eiga lipurlegan snúning og þrumuskot sem Amber varði í horn.
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
Ekki viss hvort að það var Aldís eða María sem fékk spjald fyrir brot úti á miðjum velli. Skráum þetta á Maríu þar til annað kemur í ljós.
Eyða Breyta
66. mín
Bjartsýnistilraun frá Maríu Dögg. Reynir skot langt utan af velli sem fer vel framhjá. Lítill taktur hjá Tindastól þessa stundina.
Eyða Breyta
64. mín MARK! Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR), Stoðsending: Katrín Ómarsdóttir
Thelma Lóa kemur KR í góða stöðu!

Hún klárar vel eftir fallega stungusendingu Katrínar Ómars.

Amber hefði reyndar átt að gera betur þarna. Lék skora framhjá sér í markmannshornið.
Eyða Breyta
63. mín
Nú falla KR-ingar aftar og láta boltann ganga sín á milli. Tindastólskonur aðeins búnar að missa dampinn eftir öflugan fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
60. mín Hrafnhildur Björnsdóttir (Tindastóll ) Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll )
Fyrsta skipting Stólanna. Hrafnhildur kemur inná miðjuna.
Eyða Breyta
58. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (KR), Stoðsending: Alma Mathiesen
Skjótt skipast veður í lofti!

Eftir arfaslakan fyrri hálfleik eru KR-ingar komnar yfir!

Katrín Ásbjörns skilar frábærri fyrirgjöf Ölmu i markið með þrumuskoti.
Eyða Breyta
54. mín
Laufey Harpa vinstri bakvörður Tindastóls á fína skottilraun eftir ágæta sókn gestanna en setur boltann framhjá fjær.
Eyða Breyta
52. mín MARK! Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR), Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
MAAARK!

Nú voru það KR-ingar sem reyndu skyndisókn og hún svínvirkaði.

Þórdís setti geggjaðan bolta inná teig á Thelmu Lóu sem tók vel á móti honum og kláraði framhjá Amber.
Eyða Breyta
51. mín
Stórhætta. Ingibjörg með eitthvað sprell í markinu. Lætur Murielle teyma sig út úr teignum. Murielle sendir boltann svo fyrir opið markið en KR-ingar hreinsa.
Eyða Breyta
49. mín
Vel gert Ingibjörg. Er snögg út úr markinu og nær að hreinsa upp stungusendingu sem var ætluð Murielle.
Eyða Breyta
49. mín
Vel gert Hugrún. Étur boltann af Þórdísi sem var fullkærulaus. Stólarnir snúa vörn í sókn og vinna horn.

Jackie tekur og setur boltann aftur út í teig á Murielle. Hún nær skotinu en Ingunn hendir sér fyrir.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
KR-ingar sýna hörku í byrjun seinni hálfleiks og eru nálægt því að skapa sér séns. Alma varamaður rétt missir af hættulegri fyrirgjöf frá vinstri.
Eyða Breyta
45. mín Alma Mathiesen (KR) Inga Laufey Ágústsdóttir (KR)
Ein hálfleiksskipting hjá KR. Þórdís Hrönn færir sig í vinstri bakvörð, Ana Cate til hægri. Kristín Erna á vinstri vænginn og Alma á þann hægri.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur og Lengjudeildarlið Tindastóls leiðir.

Leikurinn var jafn framan af en Tindastóll fór svo að búa sér til stórhættulega sénsa úr skyndisóknum á meðan KR-ingar voru í brasi með að skapa eitthvað á síðasta þriðjungi.

Forystan sanngjörn og við köllum áfram eftir betri liðsframmistöðu frá öllum þessum öflugu einstaklingum í Vesturbænum.

Við tökum okkur korterspásu og bíðum spennt eftir að sjá hvað liðin gera í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Aftur Amber!

Ver fast skot Katrínar virkilega vel (ég sleppi eftirnafninu viljandi því ég sá ekki hvor Katrínin átti þessa þrusu).

Boltinn fer aftur fyrir í horn en þau hafa ekki verið að nýtast KR-ingum hingað til og gera það ekki heldur í þetta skiptið.
Eyða Breyta
44. mín
Amber!

Loksins kom eitthvað frá KR og þá gerir Amber frábærlega.

Þórdís Hrönn þræddi Katrínu Ásbjörns í gegn, hún reyndi skot en Amber var vel á tánum og varði frá henni.
Eyða Breyta
43. mín
Þetta er skelfilegt hjá KR þessar mínúturnar. Ákvarðanataka og gæði í sendingum eru lítil sem engin. Fyrsta snerting að svíkja leikmenn og þær eru undir í allri baráttu.
Eyða Breyta
40. mín
Leikurinn er stopp um stund eftir að Hugrún Páls meiðist. Hún harkar svo sem betur fer af sér. Er búin að eiga frábært fótboltasumar hingað til. Spilaði sinn hundraðasta meistaraflokksleik um daginn og hefur aldrei verið í betra standi.
Eyða Breyta
36. mín MARK! Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll )
MAAARK!

Matröð KR-inga heldur áfram og Tindastóll nær hér forystunni!

Ingibjörg nær ekki að grípa sendingu inn á teiginn heldur flæmir hendinni einhvern veginn í boltann sem dettur á fjærsvæðið.

Þar er vinstri bakvörðurinn Laufey Harpa grimmust og kemur boltanum í markið.

Stúkan sem er að mestu skipuð stuðningsmönnum Tindastóls fagnar vel!
Eyða Breyta
35. mín
KR-ingar ætla ekki að hleypa gestunum í fleiri skyndisóknir. Þórdís Hrönn beitir hér boltabrögðum og brýtur á Laufey. Tindastóll fær aukaspyrnu á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
33. mín
Það er sama tuggan um KR-liðið. Nú áttu þær séns á að sækja hratt á Stólana. Þórdís bar boltann hratt upp á miðjunni og var með Thelmu Lóu með sér gegn þremur öftustu mönnum Tindastóls.

Þær þurftu hinsvegar að bíða alltof lengi eftir meiri stuðningi og þurftu að snúa við og byrja sóknina upp á nýtt.
Eyða Breyta
28. mín
STÖNGIN!

Ja hérna hér. Aftur eru gestirnir nálægt því að skora!

Nú spilar Jackie Aldísi Maríu eina í gegn. Hún gerir allt rétt.. Keyrir að markinu, leikur framhjá Ingibjörgu en setur boltann svo í stöngina!
Eyða Breyta
26. mín
SAMÚEL!

Vá! Aftur ryðst Murielle inná teig, kemst framhjá Ingunni og neglir svo í samskeytin nær!

Boltinn dettur fyrir Aldísi Maríu sem var komin á fleygiferð til að fylgja þessu eftir en hún hittir boltann illa og setur hann framhjá.

KR-ingar búnar að vera meira með boltann en Stólarnir vita nákvæmlega hvernig þær ætla að refsa.
Eyða Breyta
23. mín
Nú var Lára Kristín að munda skotfótinn hinumegin. Hún fékk boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnu KR, lét vaða viðstöðulaust en setti boltann framhjá.
Eyða Breyta
20. mín
Aftur ógna gestirnir!

Aldís María leikur inn á völlinn og reynir skot en það er beint á Ingibjörgu.

Markvissari sóknarleikur hjá Tindastól en heimakonum.
Eyða Breyta
18. mín
Erlendu leikmennirnir í Tindastól að sýna gæði sín hérna. Jacqueline sem héðan í frá verður kölluð Jackie í textalýsingunni var að pakka Láru saman á miðjunni, vinna af henni boltann og spila Murielle í 1v1 stöðu gegn Ingunni.

Murielle tók sér kannski fulllangan tíma í þetta og reyndi að leika á Ingunni í þrígang í stað þess að taka bara skot á markið. Ingunni tókst að endingu að koma sér fyrir og vinna boltann.
Eyða Breyta
17. mín
Þetta höfum við séð áður í gegnum árin. Lára Kristín fær boltann á eigin vallarhelmingi, snýr og setur svo geggjaðan bolta upp í vinstra hornið á Þórdísi Hrönn. Þórdís kemur boltanum svo inn á teig en KR-ingum tekst ekki að finna skotið.

Lúxussending frá Láru þarna.
Eyða Breyta
15. mín
Við bíðum eftir næsta alvöru marktækifæri. Hvorugt liðið spilar passíft hér en gengur illa að skapa sér sénsa gegn aggressívum andstæðingum.
Eyða Breyta
7. mín
Vó!

Stórhættuleg sókn hjá gestunum. Jackie stingur boltanum inn fyrir á hina eldfljótu Aldísi Maríu sem kemst ein gegn Ingibjörgu.

Ingibjörg er fljót út úr markinu og nær að vera á undan Aldísi í boltann. Stórhættulegt.
Eyða Breyta
4. mín
Lið Tindastóls:

Amber

Sólveig - Bryndís - Hallgerður - Laufey

Kristrún - María Dögg

Aldís María - Jacqueline - Hugrún Páls

Murielle
Eyða Breyta
3. mín
Gestirnir vinna horn eftir góða pressu. Jackie tekur og setur boltann út í teig þar sem Murielle losar sig og reynir viðstöðulaust skot á lofti. Hún hittir boltann þó illa og setur hann lausan framhjá.
Eyða Breyta
2. mín
Lið KR:

Ingibjörg

Inga Laufey - Laufey - Ingunn - Ana Cate

Katrín Ómars - Lára Kristín

Kristín Erna - Katrín Ásbjörns - Þórdís Hrönn

Thelma Lóa
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta færið er KR-inga. Katrín Ásbjörns er við það að finna skotið í vítateig gestanna en Laufey Harpa nær að koma sér fyrir á ögurstundu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Game on!

Thelma Lóa tekur upphafsspyrnuna fyrir KR sem leika með bakið í félagshúsið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jess. Liðin eru komin út á völl og þetta er að skella á. Mikið samgleðst ég heimakonum að komast loksins í bolta eftir allt sem á undan hefur gengið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er langur fótboltadagur hjá Þórunni Helgu, Bryndísi Rut, Hallgerði og eflaust fleirum en þær voru að þjálfa á Símamótinu í allan dag. Hafa vonandi náð að setjast aðeins niður á milli atriða.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er örstutt í þetta og byrjunarliðin klár eins og sjá má hér til hliðar. Þar er ekkert óvænt. Bæði lið vinna áfram með svipaðar pælingar og í síðustu deildarleikjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin drógust einnig saman í bikarnum í fyrra og mættust á Meistaravöllum þann 28. júní 2019.

Þá varð úr hörkuleikur sem KR-ingar unnu 1-0 með marki frá Betsy Hassett sem nú leikur með Stjörnunni.

Þáverandi markvörður Tindastóls, Lauren Amie Allen, átti þá algjöran toppleik, en hún hefur nú fært sig yfir á Akureyri og spilar með Þór/KA. Amber Kristin Michel er komin í markið hjá Stólunum og mikilvægt að hún standi vaktina vel hér á eftir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er áhugaverður leikur fyrir margar sakir. Liðin leika í sitthvorri deildinni. KR í Pepsi Max og Tindastóll í Lengjudeildinni.

KR eru stigalausar á botni efstu deildar en Tindastóll í 2. sæti í Lengjunni og því í raun aðeins lið Keflavíkur á milli þeirra ef við horfum á heildar stöðutöflu allra deilda.

Áhugaverðara er að KR-ingar eru nýlausar úr sóttkví og klæjar rækilega í tærnar að sækja fyrsta sigur sumarsins eftir erfiða byrjun.

Á meðan KR var í kví spilaði Tindastóll þrjá leiki og undirbúningur liðanna hefur því verið töluvert ólíkur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl!

Hér verður boðið upp á beina textalýsingu frá viðureign KR og Tindastóls í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Hallgerður Kristjánsdóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir ('87)
10. Jacqueline Altschuld
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('75)
17. Hugrún Pálsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir ('60)
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
8. Hrafnhildur Björnsdóttir ('60)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
15. Anna Margrét Hörpudóttir ('75)
19. Birna María Sigurðardóttir
23. Rósa Dís Stefánsdóttir ('87)

Liðstjórn:
Berglind Ósk Skaptadóttir
Ingibjörg Fjóla Ástudóttir
Guðrún Jenný Ágústsdóttir
Eyvör Pálsdóttir
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Ágúst Eiríkur Guðnason

Gul spjöld:
María Dögg Jóhannesdóttir ('68)

Rauð spjöld: