Stjarnan
0
3
Selfoss
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir '42
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir '50
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir '63 , misnotað víti
0-3 Dagný Brynjarsdóttir '77
10.07.2020  -  19:15
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Ágætis hitastig, blæs smá gola á annað markið. Annars toppaðstæður
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 170
Maður leiksins: Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
7. Shameeka Nikoda Fishley
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett
15. Katrín Mist Kristinsdóttir
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('60)
17. María Sól Jakobsdóttir ('58) ('66)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('66)

Varamenn:
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('66)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('58)
19. Elín Helga Ingadóttir
20. Lára Mist Baldursdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('66)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Guðný Guðnadóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Hildur Laxdal
Óskar Smári Haraldsson
Rajko Stanisic
Elfa Björk Erlingsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

Þessu er lokið hér á Samsungvellinum í Garðabæ. Selfoss verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin eftir öruggan 0-3 sigur!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
90. mín
+3

Hugrún Elvarsdóttir fær boltan úti hægramegin og keyrir inn á völlinn og á skot sem fer framhjá.
90. mín
90 mínútur á klukkunni hér á Samsungvellinum og ég ætla að tippa á 5 mínútur í uppbót.
88. mín
Snædís María kemur með hættulegan bolta fyrir frá vinstri en Hildigunnur setur boltan frmhjá.

Besta færi Stjörnunar í kvöld!
85. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
85. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
82. mín
Það hefur lítið sem ekkert verið að frétta sóknarlega hjá Stjörnunni hér í síðari hálfleik. Þær eru ekki að ná að opna þessa Selfossvörn sem hefur verið hrikalega öflug hér í kvöld.
79. mín
Inn:Þóra Jónsdóttir (Selfoss) Út:Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
79. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Markaskorarinn út
77. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
MAAAAARK!!

Markið kemur upp úr aukaspyrnu á miðjum velli. Boltin kom fyrir og Stjörnustúlkur skalla boltan ekki langt og boltin endar hjá Barbáru sýndist mér sem kom með boltan fyrir þar sem Dagný var og hún setur boltan í netið

Selfoss á leiðinni í 8-liða úrslitin.
75. mín
Það er gaman hjá Selfyssingum í stúkunni og láta þau vel í sér heyra.
73. mín
Jasmín fær boltan úti hægra meginn og kemur með boltan fyrir ætlaða Snædísi en Áslaug á undan í boltan og kemur boltanum í burtu.
69. mín
Inn:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss) Út:Tiffany Janea MC Carty (Selfoss)
67. mín
Magalena kemur með fyrirgjöf beint á kollinn á Hólmfríði sem nær ekki að stýra boltanum á markið.

Magdalena og Hólmfríður verið allt í öllu í sóknarleik Selfossar í kvöld!
66. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan)
66. mín
Inn:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Út:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
63. mín Misnotað víti!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
NÆR EKKI ÞRENNUNNI HÉR!!

Setur boltan hátt yfir markið.
63. mín
SELFOSS FÆR VÍTI!!

Magdalena fær boltan úti hægra megin og keyrir inn á teig og Anna María tekur hana niður
62. mín
Hólmfríður kemur með boltan fyrir á Magalendu sem náði ekki tökum á boltanum og boltin afturfyrir
60. mín
Inn:Hugrún Elvarsdóttir (Stjarnan) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
Sædís heldur ekki leik hér áfram. Virðist hafa fengið höfuðhögg og Kristján Guðmundsson tekur engan séns með hana.
59. mín
Sædís og Hólmfríður lenda saman og Sædís liggur eftir á vellinum, vonum að það sé allt í lagi með Sædísi
58. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan)
Kristján Guðmundsson gerir hér sína fyrstu skiptingu og reynir að hressa upp á sóknarleik Stjörnunar.
55. mín
VÁÁÁA

Magalena ætlar sér fyrirgjöf en það endar með góðri marktilraun og þarf Birta að hafa sig alla við í marki Stjörnunar og blakar boltanum í horn

Clara tekur hornspyrnuna og skalli Hólmfríðar framhjá markinu.
54. mín
HVAÐ GERIST ÞARNA??

Betsy kemur með boltan fyrir og Fishley og Kaylan hlaupa saman sem endar með því að Fishley er dæmd brotleg
50. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
MAAAAAAAARK!

Hólmfríður Magnúsdóttir á þetta frá A-Ö. Fær boltan vinstramegin og klobbar Jasmíni keyrir síðan inn á völlinn og kemur boltanum út til hægri á Magdalenu sem á fyrirgjöf og var Hólmfríður ekki lengi að koma sér inn á teiginn og skallar boltan yfir Birtu í marki Stjörnunar

2-0!
48. mín
Sædís með góða hornspyrnu beint á Jasmíni sem misreiknaði flugið á boltanum og nær ekki skallanum á markið
46. mín
DAUÐAFÆRI!!

Tiffany á góðan sprett inn á teig og leikur sér aðeins með boltan áður en hún kemur svo með boltan á Dagnýju sem var mætt inn á teiginn en hún hittir boltan ílla og boltin yfir markið.

Þarna hefði Dagný átt að gera betur og miðavið viðbrögð hennar þá veit hún það sjálf.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á Samsungvellinum

Selfyssingar fara með 0-1 forskot inn í hálfleik.
44. mín
María Sól kemur sér inn á teiginn en skot hennar rétt framhjá.
42. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Hólmfríður fær boltan inn fyrir frá Magdalenu og klárar framhjá Birtu í marki Stjörnunar.

Það hlaut að koma að þessu!
40. mín
Clara með hornspyrnu frá vinstri og boltin fyrir og Dagný Brynjarsdóttir fellur eftir bakhrindingu inn í teig

Þarna hefði Kristinn Friðrik getað flautað víti.
38. mín
ÞESSI SENDING!!

Magnalena með geggjaða utanfótar snuddu innfyrir ætlaða Tiffany sem kemur sér í gegn en Tiffany rétt missir af boltanum í kapphlaupi við Birtu sem kom sér á undan í boltan.
34. mín
Hólmfríður gerir vel!!

Anna María fær boltan í vinstri bakverðinum finnur strax Hólmfríði sem keyrir af stað og kemur sér framhjá Örnu Dís og keyrir inn á völlinn og lætur vaða en skot hennar beint á Birtu í markinu.

Selfoss stúlkur töluvert líklegri hérna þessa stundina.
29. mín
Tiffany fær boltan og Ingjbjörg Lúcía brýtur á henni og Selfoss fær aukaspyrnu á stórhættumlegum stað rétt fyrir utan teig.

Magdalena tekur spyrnuna en setur boltan hátt yfir.
28. mín
Jasmin Erla fær boltan inn á miðjunni og ætlaði sér fyrirgjöf sem endar í marktilraun en boltin beint á Kaylan í marki Selfossar
27. mín
Hólmfríður fær boltan fyrir utan teig og reynir skot sem fer af varnarmanni Stjörnunar og boltin hrekkur á Dagnýju Brynjars sem rennur í skotinu og boltin framhjá
25. mín
Hólmfríður sterkari en Arna Dís hérna úti vinstra megin og vinnur boltan og finnur Tiffany sem var í hlaupi innfyrir en hún er flögguð rangstæð.
21. mín
Stuðningsmenn Selfossar kalla eftir víti hér!!

Hólmfríður fær boltin eftir fyrirgjöf frá Magdalenu sýndist mér og Ingibjörg Lúcía virðist fella hana

Frá mínu sjónarhorni var þetta klárt víti en ekkert dæmt!
19. mín
Jana Sól á fínan sprett upp vinstra megin nær svo að snúa með boltan í baráttu við Áslaugu Dóru og kemur boltanum yfir á Fisley sem setur boltan beint á Kaylan í marki Selfossar.
17. mín
Jafnræði með liðunum hér fyrstu 17 mínútur leiksins,bæði lið búin að eiga góða spretti en við bíðum enþá eftir fyrsta markinu hér.
16. mín
Tiffany kemur boltanum inn á Magdaelenu sem kemur boltanum fyrir en Stjarnan nær að hreinsa.
11. mín
Tiffany fær sendingu innfyrir frá Clöru Sigurðardóttir og setur boltan í netið en flögguð rangstæð.
6. mín
OG HINUMEGIN SELFOSS!!

Hólmfríður kemur með boltan fyrir og þar mætir Anna María á fleygi ferð og lætur vaða en boltin yfir!
5. mín
JANA SÓL!

Fær sendingu frá Fishley milli hafsenta Selfossar og er sloppin í gegn en skot Jönu beint á Kaylan. Þarna hefði Jana geta gert betur!
3. mín
Byrjar afskaplega rólega hérna. Selfoss heldur þó meira í boltan.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn

Birna Jóhannsdóttir á upphafspyrnu leiksins
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn á eftir Kristinn Friðrik dómara leiksins og liðin gera sig klár í upphafsflaut leiksins.
Fyrir leik
Gaman að sjá allt fólkið frá Selfossi sem gerði sér leið í bæinn til að styðja sínar stelpur sínar hér í kvöld.
Fyrir leik
15 mínútur í leik og liðin út á velli að gera sig klár í leikinn og áhorfendur eru sömuleiðis að týnast í stúkuna. Vonandi fáum við skemmtilegan leik hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Bæði lið hafa unnið deildarkeppnina en ekkert lið hefur unnið bikarinn oftar en Valur og eru þær með alls 13 titla í þessari keppni.

Stjarnan hafa sigrað keppnina þrisvar og vann liðið síðast árið 2015 eftir einmitt 2-1 sigur á Selfossi.

Selfoss hafa aðeins sigrað keppnina einu sinni en þær fengu KR í úrslitum bikarisins í fyrra og þurfti framlengingu til að ráða því hvort liðið yrði bikarmeistari og höfðu stelpurnar frá Selfossi betur 2-1.
Fyrir leik
Leiðin inn í þessi 16-liða úrslit hjá þessum liðum er engin þar sem öll Pepsí Max-deildar liðin koma beint inn í 16-liða úrslitin.

Þetta verður hinsvegar áhugaverður leikur fyrir þær sakir að gengi liðana í deildarkeppnini er hinsvegar nákvæmlega það sama. Bæði lið hafa unnið 2 leiki og tapað 2.

Það má því búast við hörkuleik hér í kvöld.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og gleðilegan Föstudag.

Hér í kvöld eigast við Stjarnan og Selfoss í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Hvort liðið fer áfram i 8-liða úrslitin?
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir ('85)
Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty ('69)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
8. Clara Sigurðardóttir
14. Karitas Tómasdóttir ('79)
18. Magdalena Anna Reimus ('85)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('79)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
2. Eyrún Guðmundsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('69)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('79)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('85)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('85)
21. Þóra Jónsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: