Fylkir
0
1
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '9
10.07.2020  -  20:00
Würth völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Skýjað. Flóðljós. Mætti vera hlýrra.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 239
Maður leiksins: Íris Dögg Gunnarsdóttir
Byrjunarlið:
Bryndís Arna Níelsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
3. Íris Una Þórðardóttir ('91)
5. Katla María Þórðardóttir
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('79)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('63)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir
13. Ísabella Sara Halldórsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('63)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
23. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir ('91)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Þorsteinn Magnússon
Vesna Elísa Smiljkovic

Gul spjöld:
Stefanía Ragnarsdóttir ('7)
Íris Una Þórðardóttir ('31)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Og þá flautar Bríet leikinn af. 0-1 lokatölur. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
94. mín
VÁ! Berglind Rós sett fram, vinnur skallaboltann. Stefanía fær hann. Læðir honum inn á Bryndísi sem er svoooo nálægt því að ná valdi á boltanum alein í vítateignum. Tekst ekki.
93. mín
Blikar eru að loka þessu. Fylkisstelpur komast ekki að vítateignum þeirra.
91. mín
Inn:Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylkir) Út:Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
90. mín
Áslaug Munda kemst inn í vítateig og leggur boltann fyrir markið en Fylkir nær að bjarga í horn. Illa farið með góða stöðu.
86. mín
Tvöföld varnarsinnuð skipting hjá Blikum. Skynsamt hjá Steina.
85. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
85. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Það á að þétta raðirnar.
82. mín
Nú er stúkan alveg að fá nóg þegar Bryndís á frábæra tæklingu og vinnur boltann en aukaspyrna dæmd.

"Dómari þú skuldar víti" heyrist hrópað.
81. mín
Fylkisstelpur farnar að ýta ofar. Þetta verða alvöru lokamínútur! Ég get persónulega ábyrgst að við fáum annað mark.
80. mín
Vesna ekki lengi að hafa áhrif. Fær boltann í svæði, potar honum á Huldu sem framlengir á Bryndísi sem fær frítt skot á vítateigslínunni en Íris ver frábærlega.
79. mín
Inn:Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir) Út:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir)
Sara Dögg, fædd 2004, fer út af.
Vesna, fædd 1983, kemur inn.
75. mín
Agla María elskar góðar útsölur og færir sig yfir á vinstri kantinn. Röltir fram hjá Maríu sem virðist alveg búin á því.
73. mín
Sveindís fær boltann á miðjunni. María Eva með alvöru brunaútsölu og Sveindís labbar fram hjá henni. Hleypur upp kantinn, skæri og skot á nær sem Cecilía ver vel. María að eiga erfitt með hraðann Sveindísi. Lái henni hver sem vill.
72. mín
BRYNDÍS!

Sara Dögg með geggjaða sendingu fyrir á Bryndísi sem nær að teygja sig í boltann en vantaði örlítið meira sinnep! Þarna hefðu Fylkisstelpur geta jafnað.
70. mín
Gæðin sókarnlega hafa hrapað hér í seinni hálfleik hjá báðum liðum. Bæði lið með marktækifæri en ekkert hættulegt.

Það eru svona 5-10 mínútur í að Fylkir fari að taka meiri áhættur hugsa ég og þá gætu orðið læti.
66. mín Gult spjald: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Ansi óþörf og ansi skeytingarlaus tækling á nöfnu sína sem var búin að senda boltann upp völlinn.
65. mín
Liðin eru farin að missa boltann ansi mikið. Sóttkvísþreytan auðvitað fyrsta ástæða sem kemur í hugann. Nú þurfa bæði lið að auka einbeitinguna á síðasta þriðjungi.
63. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting leiksins.
62. mín
Lítið að gerast....
54. mín
RAKEL HÖNNU!

Frábær fyrirgjöf frá Hildi Þóru beint á kollinn á Rakel sem sneiðir boltann rétt fram hjá.
53. mín
Enn einu sinni eru hnökrar á samstarfi Bríetar og Friðleifs.

Enn einu sinni fellur ákvörðunin Blikamegin.

Stúkan brjáluð. Ég er sallarólegur en óska eftir leikskilningi.
50. mín
Á meðan stúkan er að tryllast yfir að öll gisk frá dómarateyminu lendi Blikamegin vil ég bæta smá kærleik á móti út í kosmósið og þakka hinni hjartahlýju og yndislegu Sunnevu Helgadóttur fyrir þá frábæra þjónustu í hálfleik að koma með hamborgara í blaðamannastúkuna. Árbærinn er uppfullur af gæðablóði.
49. mín
NÁLÆGT! Eva Rut með frábæra hornspyrnu á fjærstöngina sem Katla skallar inn í markteig en Íris er mætt og ver. Þarna stóð hurð nálægt hælum.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Fylkisstelpur hundfúlar yfir að hafa ekki fengið víti þarna áðan. Ég skal ekki segja... Vá maður.

Forystan nokkuð sanngjörn. Blikar byrjuðu mun betur og gerðu nóg til að skora mark. Leikurinn jafnaðist út eftir 20 mínútur og allt gæti gerst í seinni hálfleik.
44. mín
Eva á svokallað fallhlífaskot vel fyrir utan teig og virðist sem Íris sé óörugg með skotið. Það fer rétt yfir.
37. mín
Var þetta ENN EITT dómararuglið í sumar???

Íris sendir á Heiðdísi sem ætlar að senda í fyrsta til baka (alveg eins og annað mark Vals gegn Víkingi um daginn). Bryndís kemst í boltann. Íris hleypur á móti og rennir sér. Bryndís vippar boltanum yfir Írisi og tómt mark sem bíður hennar en Bryndís fellur um Írisi.

Bríet er um það bil í miðjuboganum og ekki í stöðu til að taka ákvörðun.

Dæmir ekkert.
34. mín
Berglind og Agla María áttu hvor sitt skotið á meðan ég skrifaði um dauðafæri Fylkis. Nóg af skotum og leikurinn farinn að opnast aðeins.
33. mín
ÚFF DAUÐAFÆRI HJÁ FYLKI!

Fylkir kemst í tvær á móti tveimur stöðu. Hulda skeiðar upp völlinn áður en hún losar boltann á hárréttu augnabliki á Bryndísi sem losnar frá varnarmanni, leggur hann á hægri fótinn en Íris ver meistaralega! Langhættulegasta færi Fylkis í leiknum. Í raun það eina.
31. mín Gult spjald: Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
Fyrir skeytingarlausa tæklingu.
29. mín Gult spjald: Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Ég skráði fyrra spjald Blika á Heiðdísi og fékk vægt hjartastopp þegar Bríet spjaldaði Heiðdísi núna en gaf henni ekki rautt.

Kom í ljós að undirritaður er mennskur og skráði ranglega fyrra spjaldið á Heiðdísi. Það var Hafrún sem fékk það spjald. Ég er búinn að laga það.
25. mín Gult spjald: Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Heiðdís virtist eiga frábæra tæklingu en aðstoðardómarinn flaggar brot. Fannst hún taka boltann. Gult spjald dæmt og Fylkir á aukaspyrnu á hættulegum stað.
22. mín
Hafrún Rakel köttar inn á völlinn og skýtur með vinstri en það er beint á markið.
21. mín
Aftur fær Sveindís flugbrautina upp hægri kantinn. Kemur með fyrirgjöf sem Cecilía nær að slá í burtu.
20. mín
Það er komið örlítið meira jafnvægi í leikinn. Hvorugt liðið að skapa sér mikið.
15. mín
Sveindís með frábæran sprett upp allan hægri kantinn. Kemur boltanum fyrir markið en þar er bara enginn mættur og boltinn rúllar í gegnum teiginn. Blikarnir mun sterkari hér fyrsta stundarfjórðung leiks.
12. mín
María með fyrirgjöf sem Kristín Dís skallar út úr teignum. Þar kemur Sara Dögg og lætur vaða en hittir boltann engan veginn.
9. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Sveindís Jane tekur innkast hratt á Karólínu sem er mætt í svæði inn í vítateig. Hún rennir boltanum fyrir þar sem Agla María er mætt og leggur boltann í netið. Flott viðbrögð hjá sóknarlínu Blika en Fylkisvörnin ansi hæg að bregðast við þarna.
9. mín
Fylkisstelpur í nokkurs konar 4-3-1-2 með Evu í holunni:

Cecilía
María Eva - Katla María - Berglind Rós - Íris Una
Stefanía - Þórdís Elva - Sara Dögg
Eva Rut
Bryndís - Hulda Hrund
8. mín
Boltinn út á Sveindísi sem á skot beint til Berglindar Bjargar sem tekur við honum en skýtur yfir.
7. mín Gult spjald: Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Stefanía fær gult spjald fyrir tog.
3. mín
Berglind með tilraun rétt framhjá. Fínn snúningur inn á teignum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. mín
Smá tæknilegir örðugleikar en hér er uppstilling Blika:

Íris
Hafrún - Kristín Dís - Heiðdís - Hildur Þóra
Alexandra - Rakel
Sveindís - Karólína Lea - Agla María
Berglind Björg
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Liðin mættust einmitt í bikarnum í fyrra þar sem Fylkir vann 1-0 sigur.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Bríet Bragadóttir og aðstoðardómarar eru Daníel Ingi Þórisson og Friðleifur Kr Friðleifsson. Varadómari er Eiður Ottó Bjarnason.
Fyrir leik
Dyggir hlustendur Fantabragða vita hvað mér finnst um varnir þessara liða svo ég ætla að leyfa mér að spá þessu 0-0 alla leið í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Bæði lið eru að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa afplánað tveggja vikna sóttkví. Fram að því höfðu bæði lið byrjað sterkt; Fylkiskonur unnið tvo leiki og gert einn jafntefli á meðan Blikar hafa unnið alla þrjá leikina sína án þess að fá á sig mark.
Fyrir leik
Leikurinn fer vissulega fram á einum besta og áhorfendavænasta leikvangi landsins.

Hann er vissulega einnig sýndur í beinni útsendingu.

En ég þakka traustið og mun gera mitt besta við að lýsa leiknum óaðfinnanlega.
Fyrir leik
Já góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu af bikarleik Fylkis og Breiðabliks sem fram fer á Würth-vellinum kl. 20:00.
Byrjunarlið:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('85)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('85)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Rakel Hönnudóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('85)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('85)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('25)
Heiðdís Lillýardóttir ('29)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('66)

Rauð spjöld: