Grótta
0
4
ÍA
0-1 Viktor Jónsson '4
0-2 Stefán Teitur Þórðarson '13
0-3 Brynjar Snær Pálsson '18
0-4 Viktor Jónsson '34
12.07.2020  -  17:00
Vivaldivöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Það er beinlínis logn á Nesinu, rennislétt gervigras og vökvað af náttúrunnar hendi. Veisla framundan!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Stefán Teitur Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason ('63)
Halldór Kristján Baldursson
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('46)
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
19. Axel Freyr Harðarson ('82)
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('63)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('46)

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
5. Patrik Orri Pétursson
9. Axel Sigurðarson ('63)
14. Ágúst Freyr Hallsson ('82)
19. Kristófer Melsted ('63)
21. Óskar Jónsson ('46)
25. Valtýr Már Michaelsson ('46)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Óliver Dagur Thorlacius ('39)
Ástbjörn Þórðarson ('60)
Axel Sigurðarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Einfalt verkefni hjá Skagamönnum í dag sem lyfta sér með sigrinum upp í annað sætið a.m.k. tímabundið.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Axel Sig vinnur sér gott skotfæri í teignum en skot hans er beint á Árna.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót...
90. mín Gult spjald: Axel Sigurðarson (Grótta)
Pirraður á Óttari sem steig hann duglega út rétt á hann...peysutog.
87. mín
Stutt aukaspyrna Gróttu er étin og Skaginn beint upp í skyndisókn, Tryggvi fær skotfæri af vítateig en Hákon ver vel.
87. mín Gult spjald: Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA)
Peysutog.
83. mín
Fimm skiptinga reglan er að gleðja...án hennar væri maður í frekar miklu tómarúmi.
82. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (Grótta) Út:Axel Freyr Harðarson (Grótta)
81. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
80. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
76. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Ólafur Valur er djúpur á miðju aftan við Jón og Brynjar.
76. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Marcus Johansson (ÍA)
Sindri fer í hafsent og Jón Gísli inn á miðju.
73. mín
Við fengum sókn!

Grótta fær aukaspyrnu og upp úr henni fær Axel Freyr skotfæri þar sem varnarmenn kasta sér fyrir skotið og bjarga í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
68. mín
Leikurinn er steyptur í það far að hvorugt liðið er að gera alvöru atlögu að marki andstæðingsins.
63. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Hrein skipti. Axel fremstur.
63. mín
Inn:Kristófer Melsted (Grótta) Út:Ástbjörn Þórðarson (Grótta)
Hrein skipti. Kristófer í bakvörðinn.
63. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
Hrein skipti. Sigurður fer á vænginn í stað Viktors.
60. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (Grótta)
Brýtur á Viktori og til að vera viss um að fá spjald neglir hann boltanum í burtu eftir að hann heyrir flaut dómarans.
55. mín
Komnar 10 mínútur í seinni og hér er beinlínis ekkert í gangi.
53. mín
Skagamenn halda nú í boltann án þess að sækja af miklu ákafa, skiljanlega auðvitað.

Eitthvað segir mér að það verði ekki viðburðarríkur síðari hálfleikurinn.
50. mín
Hér vilja Skagamenn fá brot þegar keyrt er inn í Viktor. Gunnar er nálægt þessu og dæmir ekkert, svo kemur fyrsta flautið hans í kvöld í kjölfarið þegar brotið er á Axel Frey.

Gunnar lagður af stað!
48. mín
Gróttan komin í 4-2-3-1

Óskar og Valtýr djúpir á miðju og Karl fer út á vænginn hægra megin í stað Olivers.
46. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
46. mín
Inn:Óskar Jónsson (Grótta) Út:Sigurvin Reynisson (Grótta)
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Hér hafa orðið dómaraskipti!

Gunnar Oddur tekur við flautunni af Vilhjálmi sem hefur meiðst. Gunnar var að dæma á Símamótinu í dag...er hér held ég að fá sinn fyrsta leik í efstu deild.
45. mín
Hálfleikur
Algerir yfirburðir hjá gestunum, hryllileg varnarvinna hjá heimamönnum þýðir fjögurra marka forystu ÍA í hálfleik!
44. mín
Gísli heldur áfram að fara framhjá Bjarka, sendingin inní er hinsvegar ónákvæm og Gróttan hreinsar.
40. mín
Tryggvi að leika sér í teig Gróttu og býr sér til skot sem er beint í fang Hákonar.
39. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Pirringsbrot á Stefáni.
34. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Stefán Teitur Þórðarson
Maður lifandi.

Enn og aftur einföld leið til að skora.

Stefán fær endalausan tíma utan við teig, varnarmaður stígur frá Viktori og út í hann og um leið rúllar Stefán boltanum í gegn og Viktor klárar...með hægri!

Game over klárlega!
32. mín
Ástbjörn er á bakvið alla hættu Gróttunnar og hér fer hann illa með Aron, klobbar og kemst inn í teig af harðfylgi.

Skotið er hins vegar máttlaust og beint á Árna. Ástbjörn ósáttur að fá ekki brot í aðdragandanum en hann reif sig frá Aroni og fékk hagnaðinn.
29. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Brýtur á Kristófer sem var á fullri ferð á leið inn í teiginn. Upp úr aukaspyrnunni kemur ekkert.
27. mín
Gróttan aðeins að vakna, Ástbjörn fær flugbraut og næði til að senda inní frá hægri en boltinn of hár og siglir í gegnum allan teiginn og í innkast.
24. mín
Hákon kemur í veg fyrir enn eitt Skagamark, sending frá hægri fer undir Halldór og Tryggvi er í góðu færi og skýtur á nær en nú ver Hákon í horn sem ekkert verður úr.
22. mín
Skot frá Brynjari af vítateigslínunni en þessi siglir framhjá.
21. mín
Lífsmark er með heimamönnum!

Ástbjörn sendir hann inní frá hægri og Pétur fær næði til að skalla af markteigslínunni en langt framhjá. Hér átti að gera betur.
18. mín MARK!
Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
Gróttumenn eru algerlega útúr þessum leik hér í byrjun.

Aron sendir upp vinstri vænginn þar sem Brynjar fær boltann á vítateigslínunni utarlega í teignum og lætur vaða á markið og skorar. Virkileg gott skot en boltinn kemur á nærsvæðið og það veit oft á markmannsvesen.

Cruise control hjá Skaganum.
17. mín
Tryggvi tekur þessa og skrúfar boltann rétt yfir.
16. mín
Óliver brýtur af sér rétt utan teigs...skotfæri fyrir Skagann.
15. mín
Skagamenn eru að spila 4-3-3

Árni

Hallur - Óttar - Johansson - Aron

Brynjar - Sindri - Stefán

Gísli - Tryggvi - Viktor
13. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Hræðilegur varnarleikur enn á ný. Gísli fær sendingu á bakvið bakvörð Gróttu og sendir inní, varnarmaður rennir sér fyrir boltann en leggur hann beint út í teig þar sem Stefán er aleinn og með nægan tíma á vítapunktinum og gerir engin mistök.

Alvöru brekka fyrir nýliðana!
12. mín
Langt innkast frá Stefáni inn á teig Gróttu sem skalla boltann út úr teig, aftur fær Gísli skotfærið og boltinn fer nú rétt framhjá!
11. mín
Gísli Laxdal með hörkuskot utan við teiginn sem varið er í horn.

Upp úr því hreinsa heimamenn í innkast.
11. mín
Grótta spilar 4-4-1-1 í dag

Hákon

Ástbjörn - Arnar - Halldór - Bjarki

Karl - Oliver - Sigurvin - Axel Freyr

Kristófer

Pétur.
9. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
Renndi sér duglega fótskriðu í Sigurvin og uppsker spjald.
4. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Hallur Flosason
Púff Hákon!

Fyrsta sókn Skagamanna, Tryggvi leggur boltann til baka á Hall sem sendir inní á fjær. Viktor stekkur upp og skallar laust á markið. Hákon reynir að grípa boltann en í raun slær hann inn.
2. mín
Fyrsta færið er heimamanna, sókn upp vinstri vænginn og kross inn í teig þar sem Pétur reynir bakfallsspyrnu sem fer langt framhjá.
1. mín
Gróttumenn sækja í átt að golfvellinum í fyrri hálfleik og gestirnir hlaupa í átt að Eiðistorgi.
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað á Seltjarnarnesi.
Fyrir leik
Liðin koma inn á völlinn, klár í slaginn.

Hefðbundnir búningar. Grótta blátt-blátt-gult og Skagamenn gult-svart-svart.

Dómararnir eru rauðklæddir í dag.
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn í klefa fyrir síðustu leiðbeiningar, stuðningsmannasöngur Gróttu hljómar og boltakrakkarnir flytja boltana á ætlaða staði.

Jább...það eru boltakrakkar á Vivaldi í dag...
Fyrir leik
Eins og kemur fram í innslagi hjá okkur sem fjallar um byrjunarliðin í dag er það markverðast að Kieran McGrath er ekki í hóp hjá Gróttu.

Skýringin er einföld, hann meiddist þegar hann kom inn á hjá 2.flokki í leik í vikunni og óljóst hversu lengi hann verður frá.
Fyrir leik
Takk fyrir það Brynjólfur.

Hef gaman af svona pælingum nefnilega...gamlir félagar og svona!
Fyrir leik
Skólastjórinn verður að fá að minnast á þá gleði sem honum býr í brjósti við að fá að nýta aðstöðu í skólahúsnæði við fréttaskrif.

Valhúsaskóli fullkomlega staðsettur fyrir blaðamennsku fótboltans. Nú verður maður að vanda sig!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðanna. Það ber helst til tíðinda að skoski framherjinn Kieran McGrath sem kom til Gróttu á lokdegi félagaskiptagluggans er búinn í sóttkví en þó ekki í leikmannahópi Gróttu. Hann var á bekk hjá 2. flokki félagsins á föstudgskvöldið en kom inná á 58. mínútu og skoraði mark.

Grótta vann 0 - 3 útisigur á Fjölni í síðustu umferð og frá þeim leik gerir Ágúst Gylfason eina breytingu. Axel Freyr Harðarson kemur inn fyrir Axel Sigurðarson sem sest á bekkinn.

ÍA gerði 2 - 2 jafntefli við HK í síðustu umferð. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins gerir tvær breytingar frá þeim leik. Bjarki Steinn Bjarkason og Steinar Þorsteinsson sem þurftu að fara af velli í síðasta leik eru ekki í hóp og í þeirra stað koma Brynjar Snær Pálsson og Gísli Laxdal Unnarsson inn í byrjunarliðið.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mér vitanlega eru engir leikmenn í þessum tveim liðum sem hafa leikið með báðum félögum, endilega láta mig vita af því ef það er ekki rétt hjá mér.

Einfaldast er að henda smá færslu á twitter um það og henda myllumerkinu #fotboltinet við þá færslu, þá tek ég eftir henni.

Það er líka um að gera að skella ummælum tengdum leik dagsins með slíku merki í tístheiminn, þá gætu þau endað hér í lýsingunni hjá mér.
Fyrir leik
Vilhjálmar Alvar Þórarinsson heldur um flautuna í dag, honum til aðstoðar með fána og í samskiptabúnaðinum eru Gylfi Þór Sigurðsson og Daníel Ingi Þorsteinsson.

Varadómari er Gunnar Oddur Hafliðason og í eftirlitinu í dag er Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Liðin eru frjáls og frí frá agabönnum í þessum leik, Patrik Orri hjá Gróttu kemur til baka úr banni.

Lykilleikmenn eru heilir og Gróttumenn hafa nú heimt nýjasta leikmann sinn, Kieran McGrath, úr sóttkví. Spurning hvort hann mætir til leiks á plastið á Nesinu í dag.
Fyrir leik
Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum í deildakeppnum KSÍ. Þeir leikir voru í næstefstu deild og hafa Skagamenn unnið þá alla.

Markatalan í leikjunum er 14-3 samanlagt, svo sagan er á bandi gestanna.
Fyrir leik
Í síðustu umferð unnu Gróttumenn sinn fyrsta sigur í efstu deild þegar þeir lögðu nýliðabræður sína í Fjölni 3-0 í Grafarvoginum.

Á meðan gerði ÍA 2-2 jafntefli við HK á sínum heimavelli.
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 6.umferð PepsiMax-deildarinnar (sem er í smá rugli út frá sóttkvíum), umferðin hefst á þessum leik.

Fyrir leik sitja heimamenn í 10.sæti með 4 stig en gestirnir í sæti númer 5 með 7 stig. Heimasigur myndi jafna liðin af stigum.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu af Seltjarnarnesinu hvar nýliðar Gróttu taka á móti drengjunum af Skipaskaga.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('81)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
7. Sindri Snær Magnússon
8. Hallur Flosason ('80)
9. Viktor Jónsson ('63)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('76)
93. Marcus Johansson ('76)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('80)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('76)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('76)
15. Marteinn Theodórsson ('81)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('63)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Hallur Flosason ('9)
Stefán Teitur Þórðarson ('29)
Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('87)

Rauð spjöld: