Valur
0
0
Stjarnan
13.07.2020  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Smá gola og nokkuð hlýtt
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Haraldur Björnsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason ('85)
18. Lasse Petry
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('70)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Birkir Heimisson ('85)
11. Sigurður Egill Lárusson ('70)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('15)
Lasse Petry ('54)
Valgeir Lunddal Friðriksson ('66)
Sebastian Hedlund ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Emil Atlason skallar hornspyrnu Sigurðar frá og Pétur flautar leikinn af. Markalaust jafntefli staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
93. mín
Valur fær horn. Síðasti séns leiksins.
93. mín
Sigurður Egill með góða fyrirgjöf þar sem að Lasse Petry er mættur en skalli hans er beint á Halla í markinu.
92. mín
Alex Þór með gott hlaup og lúmskt skot en það lekur framhjá markinu.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
88. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
Ussss Sebastian straujar hérna Alex sem að var að fara að hefja syndisókn.
88. mín
Hilmar ákveður að setja boltann fyrir en spyrnan er mjög slök og aftur fyrir endamörk.
87. mín
Birkir Már dæmdur brotlegur á álitlegum stað fyrir Hilmar Árna.
85. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Aron Bjarnason (Valur)
80. mín
Sigurður Egill fær hér mikið pláss og tíma og hleður í skot af 25 metrunum sem að Halli ver vel.
77. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI SIGURÐUR EGILL!!!!

Aron Bjarna fer hérna mjög illa með Daníel Laxdal og rennir boltanum fyrir á Sigurð Egil sem að skýtur yfir markið frá markteig. Algjört dauðafæri.
73. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Heimskulegt gult spjald á Halldór Orra sem að er nýkominn inná. Sparkar boltanum eftir að Pétur flautaði.
71. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Tvöföld breyting hjá Stjörnumönnum. Lítið að frétta í sóknarleik þeirra.
71. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
70. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
Fyrsta skipting Valsmanna.
66. mín Gult spjald: Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur)
Stoppar Heiðar sem að er að geysast upp í skyndisókn.
64. mín
Lasse Petry reynir skot fyrir utan teig en það er hátt yfir.
62. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Guðjón Pétur kemur þá inná í sínum fyrsta leik, samt ekki fyrsta, fyrir Stjörnuna.
61. mín
ÞVÍLÍK VARSLA hARALDUR!!!!

Aron Bjarnason með góða fyrirgjöf sem að Patrick skallar frá stuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt ver Harladur þetta. Dauðafæri.
59. mín
Sölvi Snær með skemmtilegan snúning og skot en enn og aftur nær Sebastian að kasta sér fyrir.
55. mín
AUKASPYRNAN ENDAR Í SLÁNNI!!!!!

Eins og ég sagði var þetta stórhættulegur staður fyrir Hilmar. Hann neglir aukaspyrnunni í slánna. Munar millímetrum þarna.
54. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
Brýtur á Hilmari Árna á stórhættulegum stað fyrir Breiðhyltinginn.
53. mín
Leikurinn fer mestmegnis fram við vítateig Stjörnunnar þessa stundina. Nú á Aron Bjarna góða fyrirgjöf sem að Kaj Leo skallar yfir.
50. mín
Valgeir Lunddal fer hér illa með Alex Þór og reynir skot fyrir utan teig en það er hátt yfir markið.
47. mín
Lasse Petry tekur spyrnuna og neglir boltanum í vegginn. Illa nýtt.
46. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Daníel Laxdal missir boltann klaufalega og Kristinn Freyr kominn í fína stöðu. Brynjar Gauti nær að því virðist geggjaðri tæklingu við vítateigsbogann en er dæmdur brotlegur. Ekki rétt að mínu mati. Dauðafæri.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Kalla eftir meiri skemmtun í seinni.
45. mín
Hálfleikur
Kaj tekur hornið stutt á Aron sem að setur boltann aftur fyrir endamörk. Þá hefur Pétur séð nóg og flautar til hálfleiks. Mjög bragðdaufur fyrri hálfleikur.
45. mín
Valsmenn ætla að ljúka þessum hálfleik með hornspyrnu frá Kaj Leo.
45. mín
Mikill barningur síðustu mínútur en Pétur nennir ekkert að flauta á neitt. Einni mínútu bætt við.
43. mín
Vá Sebastian með geggjaða tæklingu. Gaui Baldvins chestar boltann fyrir Sölva sem að ætlar leggja hann í hornið en Sebastian er fljótur að henda sér niður og fyrir boltann.
42. mín
Þarna kemur góð sókn hjá Stjörnunni. Heiðar setur lága fyrirgjöf sem að fer í gegnum svona 8 manns inní teignum og í innkast. Þarna hefðu Stjörnumenn þurft að gera betur.
39. mín
Alex Þór pressar hér vel og Haukur Páll missir boltann á vondum stað. Sóknin endar svo með skoti Alexs sem að fer í varnarmann og framhjá. Ekkert verður úr hornspyrnu Hilmars Árna.
37. mín
Haukur Páll liggur hér eftir, eftir návígi við Guðjón Baldvins. Lenti illa á bakinu og þarf aðhlynningu en virðist geta haldið leik áfram.
35. mín
Ennþá sækja Valsarar. Kaj Leo með fyrirgjöf sem að er aðeins of löng en Birkir Már tekur boltann í fyrsta fyrir á Patrick sem að skýtur í Daníel Laxdal og útaf. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
31. mín
Eyjó dansar hérna framhjá þremur Valsmönnum og Haukur Páll fær nóg af því og dúndrar hann niður. Heppinn að sleppa við spjald þarna.
28. mín
Gaui Baldvins chestar boltann í burtu. Skemmtilegt.
28. mín
Nú eru það Valsarar sem að fá hornspyrnu. Kaj Leo tekur.
23. mín
Hornspyrnan fer beint aftur fyrir endamörk hinum meginn.
23. mín
Stjörnumenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Hilmar Árni tekur.
19. mín
Skemmtilegt spil hjá Stjörnunni. Alex Þór chippar boltanum á Jósef sem að setur boltann fyrir en Hilmar Árni nær ekki til boltans þar.
16. mín
Þorsteinn Már kemur hér á hörkuspretti inní teiginn en Sebastian er vel staðsettur og stöðvar hann.
15. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Fyrsta gula spjald leiksins komið. Alltof seinn í tæklingu.
14. mín
Vá gott spil þarna. Aron Bjarna með geggjaða stungu á Patrick sem að setur boltann fastann fyrir þar sem að Kaj Leo hittir ekki boltann. Valsarar líklegri þessa stundina.
11. mín
Birkir Már Sævarsson með fasta fyrirgjöf en Halli er á undan Patrick í boltann.
8. mín
Nú er Aron Bjarnson að sleppa í gegn en skot hans er laust og á Halli í markinu ekki í neinum vandræðum með það. Kraftmiklir Valsarar þessa stundina.
8. mín
Kristinn Freyr aftur í færi. Fær góða sendingu frá Patrick við vítateigsbogann en skot hans er töluvert framhjá.
7. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins komið. Rasmus með geggjaða sendingu sem að Kaj Leo tekur vel á móti. Þar kemur Valgeir í overlap og rennir honum útí teiginn á Kristin Frey en skot hans í varnarmann.
4. mín
Stjörnumenn halda boltanum vel hérna fyrstu mínúturnar en eiga ennþá eftir að reyna við marktækifæri.
1. mín
Leikur hafinn
Pétur flautar leikinn á og Stjarnan byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin labba þá út á völlinn á eftir Pétri löggu, dómara leiksins, Alex Þór og Haukur Páll, fyrirliðar, ræða málin og allt fer að verða klárt fyrir þennan stórleik.
Fyrir leik
Þá eru leikmenn orðnir vel heitir og skella sér til búningsklefa, fyrir lokaorð í eyra. Spennandi leikur hérna framundan.
Fyrir leik
Óli Jó ræðir hér málin við Einar Karl, leikmann Vals, og er síðan rænt í myndatöku. Tekur af sér derhúfuna og allt.
Fyrir leik
Það eru ansi miklar líkur á því að Guðjón Pétur sé ekkert sá kátasti þessa stundina, enda enginn á Íslandi sem að þolir það jafn lítið að vera á bekknum. Allar líkur að hann verði fyrsti maður af bekk hér í kvöld.
Fyrir leik
Valsmenn mættir út á völl að hita. Það eru flottar aðstæður til fótboltaiðkunnar hér í dag og búið að væta völlinn vel.
Fyrir leik
Valsmenn mæta með óbreytt lið frá 5-1 sigrinum gegn Víking R. í síðustu umferð. Stjörnumenn gera eina breytingu á liði sínu frá þeirra síðasta deildarleik gegn Fjölni þann 21. júní. Halldór Orri fær sér sæti á bekknum og Sölvi Snær Guðbjargarson kemur inn. Guðjón Pétur Lýðsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar, byrjar á bekknum. Liðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Annar af tveimur þjálfurum Stjörnunnar er Ólafur Jóhannesson sem að var einmitt þjálfari Vals í fyrra. Þá unnu Óli og Heimir,
núverandi þjálfari Vals, að sjálfsögðu saman hjá FH. Alltaf gaman þegar að þessir tveir mætast.
Fyrir leik
Stjörnumenn nýttu sóttkvíið sitt vel og bættu við sig leikmanni. Það er enginn annar en hann Guðjón Pétur Lýðsson, fyrrum leikmaður Vals, sem að gæti leikið sinn fyrsta (samt ekki fyrsta) leik fyrir Stjörnuna í dag. Guðjón Pétur kemur á láni frá Breiðablik, þar sem að hann hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu. Þeir sem að fylgjast með fótbolta vita að Guðjón Pétur sættir sig almennt ekki við það.
Fyrir leik
Valsmenn eru með níu stig eftir fimm umferðir og unnu góðan 5-1 útisigur gegn Víking R. í síðustu umferð.

Stjörnumenn eru með fullt hús stiga en samt sem áður fyrir neðan Val með sex stig. Ástæðan er að sjálfsögðu tveggja vikna sóttkví sem að liðið þurfti að fara í. Síðasti leikur liðsins í deildinni var gegn Fjölni þann 21. júní og endaði hann með 4-1 sigri Stjörnunnar.
Fyrir leik
Komiði hjartanlega sæl og blessuð lesendur góðir og veriði velkomin á þessa beinu textalýsingu á leik Vals og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson ('71)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('62)
20. Eyjólfur Héðinsson ('71)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Guðjón Pétur Lýðsson ('62)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
8. Halldór Orri Björnsson ('71)
22. Emil Atlason ('71)
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Davíð Sævarsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('46)
Halldór Orri Björnsson ('73)

Rauð spjöld: