Origo völlurinn
miðvikudagur 15. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Rigning og léttur vindur
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 231
Maður leiksins: Sólveig Jóhannsdóttir Larsen
Valur 1 - 1 Fylkir
Elísa Viðarsdóttir , Valur ('2)
0-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('2, misnotað víti)
0-1 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('18)
1-1 Elín Metta Jensen ('24)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('22)
10. Elín Metta Jensen ('90)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('55)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('90)

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('90)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('90)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('22)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('55)

Liðstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('65)

Rauð spjöld:
Elísa Viðarsdóttir ('2)
@brynjad93 Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
90. mín Leik lokið!
Hvorugt lið virðist himinlifandi með þessa niðurstöðu. Fylkir betri síðustu mínúturnar en það verður þó að hrósa Völsurum fyrir að halda út manni færri í 90 og eitthvað mínútur.

Viðtöl og skýrsla koma hér inn seinna í kvöld!
Eyða Breyta
90. mín
Rétt áður en tvöfalda skiptingin fór fram átti Sólveig hörku skot á markið sem Sandra varði frábærlega.
Eyða Breyta
90. mín Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Diljá Ýr Zomers (Valur)

Eyða Breyta
90. mín Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)
Tvöföld skipting
Eyða Breyta
86. mín Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
84. mín
Valskonur virka mjög þreyttar og eru ekki líklegar fram á við. Eru hinsvegar ekki heldur að gefa mörg færi á sér.
Eyða Breyta
79. mín
Vallarþulurinn les upp áhorfenda tölurnar: 231 áhorfandi á Origo vellinum í kvöld.
Eyða Breyta
78. mín
Elín Metta vinnur hér boltann á vinstri kantinum en er með klaufalega sendingu inn á völlinn, eiginlega bara beint á leikmann Fylkis. Þegar þær eru við það að komast í færi brjóta þær af sér og Valur á aukaspyrnu.

Elín er búin að hlaupa á við tvo framherja í leiknum og spurning hvort þreytan sé orðin ansi mikil.
Eyða Breyta
76. mín
Elín reynir glórulaust skot lengst utan af velli og Fylkisstúlku og afturfyrir. Spurning hvort þreytan sé farin að segja til sín.

Hallbera tekur hornspyrnuna eins og venjulega, en ekkert verður úr.
Eyða Breyta
71. mín Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
70. mín
Aukaspyrna á fínum stað eftir að boltinn fór í höndina á Málfríði.

Hulda tekur spyrnuna, gefur á Þórdísi Elvu sem lætur reyna á skotið en skotið langt yfir.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Missir af boltanum og er of sein í tæklingu, kominn smá hiti í Elínu Mettu. Fylkiskonur búnar að vera að reyna að pirra hana síðustu mínútur.
Eyða Breyta
61. mín
Elín Metta pressar hér á varnarmenn Fylkis og Cecilía er komin mjög framarlega. Fylkir reynir að hreinsa en boltinn berst á Málfríði Ernu sem er fljót að hugsa og skýtur, en skotið fram hjá.
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Fær hér gult spjald fyrir að rífa niður Elínu Mettu, smá pirringur í Elínu eftir brotið sem axlar utan í Stefaníu.

Aukaspyrnin há og löng og Cecilía grípur auðveldlega.
Eyða Breyta
58. mín Tjasa Tibaut (Fylkir) Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Tjasa kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir Fylki!
Eyða Breyta
56. mín
Boltinn berst út á Málfríði Ernu sem nær föstu skoti með jörðinni en varnarmenn Fylkis taka við boltanum.
Eyða Breyta
55. mín Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)

Eyða Breyta
52. mín
Rólegar fyrstu mínútur, Valsarar leyfa Fylki að halda boltanum á miðjunni og bíða bara þolinmóðar eftir að þær komi ofar.
Eyða Breyta
48. mín
Þórdís Elva reynir skot af mjög löngu færi, beint á Söndru í markinu.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur hér á Hlíðarenda og bæði lið búin að vera spræk.

Valsarar hafa verið ögn meira með boltann eins og ég minntist á hér áðan en eru manni færri og því líklegt að þreyta fari að segja til sín í seinni hálfleik. Fylkisstúlkur hafa þó ekki gefið neitt eftir og hafa sýnt það að þær eru fljótar að refsa ef Valsarar gleyma sér á verðinum.
Eyða Breyta
41. mín
Valskonur líklegri þessa stundina án þess þó að skapa sér alveg nógu góð færi. Full oft að reyna aðeins of erfiðar, langar sendingar fram á við.
Eyða Breyta
36. mín
FRÁBÆR varsla hjá Cecilíu!

Hallbera tók hornspyrnuna og boltinn dettur beint á Hlín sem neglir á markið eftir smá klafs í vörninni en þvílík varsla hjá Cecilíu!
Eyða Breyta
26. mín Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Fylkir)
Stöðvar Dóru Maríu sem var að leggja af stað í skyndisókn.
Eyða Breyta
24. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Málfríður Anna Eiríksdóttir
Frábær undirbúningur hjá Málfríði sem var að koma inn á !

Málfríður og Hlín leika vel saman út á hægri kantinum, Málfríður tekur svo af skarið, leikur á varnarmann Fylkis og nær fyrirgjöfinni. Þar var Elín mætt og kom tánni í boltann en Cecilía ver í fyrstu tilraun. Elín nær hinsvegar frákastinu og klárar laglega.
Eyða Breyta
22. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Málfríður virðist koma hér inn á í bakvörð og Valur því aftur komnar með 4 manna varnar línu.
Eyða Breyta
21. mín
Valsstúlkur spila með þrjár í vörn eftir að Elísa fékk að sjá rauðaspjaldið. Þrátt fyrir að Valsliðið hafi verið meira með boltann hér fyrstu mínúturnar þá gera Fylkisstúlkur vel og sækja hratt á fámenna vörn Vals þegar þær vinna boltann.
Eyða Breyta
18. mín MARK! Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Fylkir)
MARK!

Sólveig leikur glæsilega á Lillý út á vinstri kantinum, kemst fram hjá henni og klárar auðveldlega í nær hornið! Fagnar svo með fimleikastökkum, glæsilega gert!
Eyða Breyta
14. mín
Nú vilja Valsar vilja víti! Virðist vera tosað í Hlín Eiríks sem var komin ein í gegn en dómarinn ekki sammála!
Eyða Breyta
12. mín
Frábær aukaspyrna frá vinstri fyrir Val, sem Hallbera tekur. Boltinn dettur rétt við fjær og Lillý hársbreidd frá því að ná til boltans.
Eyða Breyta
4. mín
Dóra María með skot á markið en vel yfir.
Eyða Breyta
2. mín Misnotað víti Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Sandra ver!
Nokkuð fast nálægt hægri stönginni en Sandra í engum vandræðum með þetta!
Eyða Breyta
2. mín Rautt spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Rautt spjald og Víti hér á fyrstu mínútum!

Smá bras á varnarmönnum Vals sem virkuðu sofandi á verðinum. Boltinn berst svo á Sólveigu sem er í góðu færi en Elísa togar hana niður í teingum. Réttilega rautt spjald og víti held ég.
Eyða Breyta
Fyrir leik Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn ásamt dómurum, lið Vals í rauðum aðalbúningum en lið Fylkis í hvítum varabúning.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar.

Valur gerir þrjár breytingar frá því í bikarleiknum, Ásdís, Diljá og Dóra María koma inn en í staðinn fara þær Ída Marín, Bergdís Fanney og Málfríður setjast á bekkinn.

Fylkir gerir einungis eina breytingu og inn í byrjunarliðið kemur Sólveig Jóhannesdóttir Larssen og utan hóps er Sara Dögg Ásþórsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mótið hefur bryjað vel hjá báðum liðum og þá sérstaklega hjá Valsstúlkum, sem sitja á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Fylkir er svo í þriðja sæti með 7 stig eftir aðeins þrjá leiki þar sem eins og flestum er kunnugt þurftu leikmenn Fylkis í sóttkví eftir að upp kom Kórónuveirusmit í hópnum. Bæði lið eru því taplaus, en Fylkir hafa gert eitt jafntefli.

Síðustu leikir:
Bæði lið léku í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í síðustu viku og eftir 3-1 sigur gegn ÍBV eru Valur komnar áfram í 8-liða. Fylkir eru hinsvegar úr leik eftir naumt tap gegn Breiðablik, sem sitja einmitt í 2.sæti deildarinnar, einnig með fullt hús stiga.

Síðasti leikur í deildinni hjá Val var 3-0 sigur gegn Stjörnunni en Fylkir gerðu 2-2 jafntefli við nýliðana í Þrótti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Vals og Fylkis sem fer fram á Origovellinum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
0. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('86)
3. Íris Una Þórðardóttir
5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir ('71)
15. Stefanía Ragnarsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir ('58)
19. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('71)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
23. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
30. Tjasa Tibaut ('58)
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('86)

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('26)
Stefanía Ragnarsdóttir ('59)

Rauð spjöld: