Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Breiðablik
1
2
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '47
Thomas Mikkelsen '50 , víti 1-1
1-2 Einar Karl Ingvarsson '81
19.07.2020  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Bongó og gola.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1621 manns.
Maður leiksins: Kristinn Freyr Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('31)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson
10. Brynjólfur Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('77)
30. Andri Rafn Yeoman ('46)
77. Kwame Quee

Varamenn:
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson ('31)
19. Hlynur Freyr Karlsson
25. Davíð Ingvarsson
31. Benedikt V. Warén ('77)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Ólafur Pétursson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('20)
Brynjólfur Willumsson ('32)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aukaspyrnan er slök og Ívar Orri flautar til leiksloka. 2-1 sigur Vals staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma seinna.
90. mín
Aukaspyrna fyrir Breiðablik utan af kanti. Síðasti séns Blika.
90. mín
Hornspyrna Höskulds er beit yfir markið. Líklegast búið.
90. mín
Höskuldur með skot í varnarmann og framhjá. Hornspyrna.
90. mín
Höskuldur reynir skot innan úr teignum en það er framhjá markinu. Fjórum mínútum bætt við.
85. mín
Kwame geysist hérna inní teiginn og reynir fyrirgjöf en Hannes er vel á verði og handsamar knöttinn.
83. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Patrick tekur sinn tíma í þetta. Blikar ekki hrifnir af því.
81. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
EINAR KARL MEÐ GEGGJAÐ MARK!!!

Einar nýkominn inná sem varamaður. Smyr aukaspyrnunni í samskeytin. Anton Ari átti ekki séns.
80. mín
Nei nú er ég alveg hættur að skilja. Enn eina ferðina brýtur Brynjólfur klaufalega. En Ívar ætlar ekki að spjalda hann aftur. Þetta er rugl.
78. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Lasse Petry (Valur)
77. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Neibb. Hann kemur hér útaf.
75. mín
Viktor tekur hér klaufalega við boltanum meiðir sig í kjölfarið. Virðist samt vera krampi þannig mögulega getur hann haldið áfram.
73. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
Tæklar Kidda aftan frá. Hárrétt. Nóg af gulum í þessum leik.
68. mín
Alexander Helgi kemur með góðan bolta inná Kidda Steindórs en skot hans er framhjá. Fínt færi og góð sókn.
67. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
66. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Birkir lætur Brynjólf finna fyrir því. Mjög groddaraleg tækling.
65. mín
Brynjólfur má nú þakka Ívari fyrir þetta. Alltof seinn í Rasmus á gulu spjaldi og hefði vel verið hægt að spjalda hann þarna. Valsarar alveg trylltir og Heimir og Óskar rífast.
63. mín
Vááá þarna munaði litlu. Spyrnan er góð á fjærstöngina þar sem að Patrick er mættur. Skallinn er fastur en beint á Anton sem að bregst hratt við.
63. mín
Valsarar fá hornspyrnu. Kaj tekur.
57. mín
Alexander Helgi reynir hér skot langt fyrir utan teig og það er beint á Hannes í markinu.
54. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Valur)
Brýtur á Alexander út á kanti.
51. mín
Thomas kemst hérna næstum því í góða stöðu eftir frábæra sendingu Alexanders Helga en nær ekki að taka nægilega vel við boltanum og Birkir Már kemur boltanum frá.
50. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Sendir Hannes í vitlaust horn. Þetta er leikur!!
49. mín
BLIKAR FÁ VÍTI!!!!!

Sebastian rífur Thomas niður eftir horn. Mjög klaufalegt.
47. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
ÞETTA VAR FÁRÁNLEGT!!!!!

Aron Bjarna skýtur frá vítateigshorninu og Anton Ari slær boltann beint á Kaj Leo sem að er í dauðafæri en hittir ekki boltann. Það er hins vegar í lagi því að Kristinn Freyr hirðir frákastið og skallar í autt markið. Algjört sprellimark.
46. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Blikar gera breytingu í hálfleik. Andri þurfti aðhlynningu undir lok fyrri hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Ívar Orri til hálfleiks. Nokkið skemmtilegur leikur bara þrátt fyrir markaþurrð.
45. mín
Þremur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
43. mín
Kwame fær boltann á hægri kantinum og köttar inn og á fast skot í nær hornið. Hannes er vel staðsettur og handsamar boltann.
40. mín
ALLT AÐ VERÐA VITLAUST!!!!

Eftir hornspyrnu Blika gerist allskonar skrítið. Damir skallar að marki, Hannes kýlir frá, Kwame skallar að marki og fær Kristinn Frey á eftir sér og biður um víti, Thomas skallar og Sebastian olnbogar hann. Ívar dæmir ekkert. Þetta var pjúra víti samkvæmt VAR herberginu í fjölmiðlastúkunni.
38. mín
Brynjólfur stingur boltanum á Kidda Steindórs sem að kemur með fasta fyrirgjöf en Thomas er sentímeter frá boltanum. Blikar í stúkunni kalla eftir víti, sem að hefði verið fráleitur dómur.
37. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
Brýtur á Thomas en sóknin heldur áfram. Ívar Orri að leyfa gott flæði í kvöld.
32. mín Gult spjald: Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
32. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Aðeins að hitna í kolunum hérna. Valur fær aukaspyrnu og Patrick er ósáttur við hversu mikið Brynjólfur er fyrir og hrindir honum. Þeir fá báðir gult.
31. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Jæja þá fer Elfar Freyr útaf og hann virðist bara mjög ósáttur við það. Mjög svo áhugavert. Virðist hafa fengið höfuðhögg og liðsfélagar hans beinlínis ráku hann útaf.
27. mín
Elfar er mættur aftur inná völlinn og ætlar ekki neitt útaf. Voða spes allt saman.
26. mín
Elfar Freyr er eitthvað vankaður hérna og virðist vera að fara útaf. Sá ekki hvað gerðist.
24. mín
Oliver með góða aukaspyrnu inná teiginn sem að Thomas nær að reka tánna í en boltinn fer yfir markið.
20. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Eftir aukaspyrnu Blika geystast Valsarar uppí sókn sem að endar með skoti frá Birki Má yfir markið. Oliver braut á Kaj Leo í aðdragandanum og fær gult spjald að launum.
19. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Kaj Leo með klaufalega sendingu til baka sem að Thomas kemst inní. Hann tekur á rás og er við það að sleppa í gegn þegar að Rasmus tekur hann niður. Hárrétt hjá Ívari.
17. mín
Skemmtileg tilraun hjá Brynjólfi. Fær lága fyrirgjöf frá Kwame og reynir að hæla hann á lofti en hittir boltann ekki nægilega vel og skotið fer framhjá.
15. mín
Lítið um fína drætti þessa stundina eftir þessar þrjár mínútur af góðum sóknum.
9. mín
KAJ LEÓ Í DAUÐAFÆRI!!!!

Aron kemur með lága fyrirgjöf sem að Viktor nær ekki til og er Kaj Leó einn gegn Antoni inná teignum en skot hans er fráleitt og beint á Anton í markinu. Þarna átti Færeyjingurinn að gera betur.
8. mín
Kaj Leó með stungusendingu á Patrick sem að nær að koma sér í stöðu en Anton Ari ver skot hans vel. Hinum meginn er Andri Rafn kominn í fína stöðu en skot hans er beint á Hannes.
6. mín
Kaj Leó reynir hér að taka boltann á lofti við vítateigslínuna en skotið er hátt yfir. Valsarar sprækari á upphafsmínútunum.
5. mín
Elfar Freyr skallar hornspyrnuna frá.
5. mín
Valur fær fyrstu hornspyrnu leiksins sem að Kaj Leó ætlar að taka.
3. mín
Patrick Pedersen fær boltann skyndilega inní teignum og skorar, en er réttilega flaggaður rangstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Þá ganga liðin til vallar og allt fer að verða til reiðu hér á Kópavogsvelli. Snoðaður Ívar Orri ætlar að stjórna þessum leik í dag.
Fyrir leik
Við erum að velta því fyrir okkur hérna í blaðamannastúkunni hvernig Blikar eru að stilla upp. Ætli þeir séu ekki bara í 3-4-3 með Andra Rafn og Kwame sem vængbakverði. Ég hef samt ekki hugmynd.
Fyrir leik
Blikar gera tvær breytingar frá tapleiknum gegn KR. Viktor Karl Einarsson er í leikbanni og því ekki með í dag og þá sest Davíð Ingvarsson á bekkinn. Inn í þeirra stað koma þeir Kristinn Steindórsson og Kwame Quee.

Valsarar mættu Stjörnunni í síðustu umferð og gerðu þar markalaust jafntefli. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, mætir með óbreytt lið á Kópavogsvöllinn. Liðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Þá er Anton Ari einnig að mæta sínum gömlu félögum í Val en hann varð einmit Íslandsmeistari með liðinu 2017 og 2018.
Fyrir leik
Aron Bjarnason, sóknarmaður Vals, mætir á sinn gamla heimavöll en hann spilaði með Breiðablik frá 2017-2019 þegar að hann var seldur til Újpest í Ungverjalandi. Valsarar fengu Aron svo á láni fyrir þetta tímabil.
Fyrir leik
Viktor Karl Einarsson, sem að hefur farið vel af stað með Breiðablik á þessu tímabili, er í leikbanni og mun því ekki spila leikinn í dag.
Fyrir leik
Valsarar sitja í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig. Gengi þeirra hefur verið sveiflukennt og hafa þeir ekki ennþá unnið leik á heimavelli. Hins vegar hafa þeir unnið alla leiki sína á útivelli á tímabilinu. Sannfærandi.
Fyrir leik
Heimamenn í Breiðablik eru í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig. Þeir hófu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni. Það hefur hins vegar hallað aðeins undan fæti hjá þeim undanfarið og hafa þeir ekki náð sigri í seinustu þremur leikjum. Fyrsti tapleikur þeirra kom í síðustu umferð gegn KR.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Breiðabliks og Vals í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('83)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason
18. Lasse Petry ('78)
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('67)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('78)
5. Birkir Heimisson ('83)
11. Sigurður Egill Lárusson ('67)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('19)
Patrick Pedersen ('32)
Sebastian Hedlund ('37)
Aron Bjarnason ('54)
Birkir Már Sævarsson ('66)
Lasse Petry ('73)

Rauð spjöld: