Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Grótta
1
0
Haukar
María Lovísa Jónasdóttir '25 1-0
21.07.2020  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild kvenna
Dómari: Uchechukwu Michael Eze
Maður leiksins: Tinna Brá Magnúsdóttir (Grótta)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
10. Bjargey Sigurborg Ólafsson
11. Heiða Helgudóttir ('59)
15. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
18. Emelía Óskarsdóttir ('82)
21. Diljá Mjöll Aronsdóttir
23. Emma Steinsen Jónsdóttir
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving (f) ('82)
25. Lilja Lív Margrétardóttir ('59)
29. María Lovísa Jónasdóttir ('73)

Varamenn:
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('59)
6. Helga Rakel Fjalarsdóttir ('82)
9. Tinna Jónsdóttir
17. Sofía Elsie Guðmundsdóttir
19. Signý Ylfa Sigurðardóttir ('82)
39. Lilja Davíðsdóttir Scheving

Liðsstjórn:
Pétur Rögnvaldsson (Þ)
Magnús Örn Helgason (Þ)
Þór Sigurðsson
Garðar Guðnason
Björn Valdimarsson
Gísli Þór Einarsson
Edda Björg Eiríksdóttir
Eydís Lilja Eysteinsdóttir

Gul spjöld:
Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-0 sigur hjá Gróttu í kvöld. Þessi tvö lið skipta um sæti í stöðutöflunni. Grótta er komið upp í 3.sæti og Haukar í 4.sæti.

Viðtöl og Skýrsla í vinnslu.
90. mín
Elín Klara á flottann sprett upp miðjuna en skotið hjá henni er kraftlítið.
90. mín Gult spjald: Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Stoppar sókn Góttu.
89. mín
Heiða Rakel á skot að marki fyrir utan vítateig en Tinna Brá grípur boltann í markinu.
86. mín
FÆRI!
Það kemur löng sending inn fyrir í vítateig Gróttu. Þar er Sæunn mætt en nær ekki alveg í boltann. Tinna Brá gerir vel og kemur ákveðin út úr markinu og tekur boltann.
82. mín
Inn:Signý Ylfa Sigurðardóttir (Grótta) Út:Lovísa Davíðsdóttir Scheving (Grótta)
82. mín
Inn:Helga Rakel Fjalarsdóttir (Grótta) Út:Emelía Óskarsdóttir (Grótta)
80. mín
VÁ þarna munaði litlu!
Sæunn gerir virkilega vel inn á miðjunni og fer fram hjá tveimur leikmönnum Gróttu. Hún nær svo að stinga boltanum inn fyrir vörn Gróttu og þar er Regielly á fleygiferð. Tinna Brá gerir hinsvegar vel og kemur út á móti henni og lokar á hana.
76. mín
Grótta fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Hauka. Diljá tekur spyrnuna en það verður ekkert úr henni.
74. mín
Eitthver misskilningur þarna á milli Emmu og Tinnu í markinu Emma ætlar að gefa boltann niður á Tinnu Brá en sendingin var alls ekki nógu góð og Tinna Brá horfir á eftir boltanum fara aftur fyrir mark Gróttu. Haukar fá hornspyrnu sem ekkert varð úr.
73. mín
Inn:Eydís Lilja Eysteinsdóttir (Grótta) Út:María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
Markaskorarinn fer af velli.
71. mín
Grótta fær hornspyrnu sem að Diljá tekur. Fín spyrna sem ratar á kollinn á Emmu, en hún hittir hann ekki nægilega vel.
70. mín
Inn:Regielly Halldórsdóttir (Haukar) Út:Elín Björg Símonardóttir (Haukar)
68. mín
Grótta fær aukaspyrnu á miðjum velli. Mist spyrnir boltanum inn á teig Hauka. Þar nær Diljá skallanum en Chante grípur boltann.
66. mín
Liðin eru búin að vera skiptast á því að halda boltanum hér á síðustu mínútum.
61. mín
Kristín Fjóla á skot sem Tinna Brá gípur í markinu.
59. mín
Inn:Edda Björg Eiríksdóttir (Grótta) Út:Lilja Lív Margrétardóttir (Grótta)
59. mín
Inn:Rakel Lóa Brynjarsdóttir (Grótta) Út:Heiða Helgudóttir (Grótta)
57. mín
Inn:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar) Út:Birna Kristín Eiríksdóttir (Haukar)
Birna Kristín fer út af. Hún var haltrandi inn á vellinum og sast svo niður.
54. mín Gult spjald: Lovísa Davíðsdóttir Scheving (Grótta)
Fyrir brot á Birnu.
52. mín
Þessi fór rétt yfir! Eftir ágætt spil hjá Haukum endar sóknin með skoti frá Kristínu Fjólu sem fer rétt yfir!
47. mín
Haukar fá aukaspyrnu nánast við vinstri hornfána Gróttu. Mist skallar boltann sem kemur inn á teiginn í burtu og kemur hættunni frá.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni er byrjaður!
45. mín
Inn:Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar) Út:Eygló Þorsteinsdóttir (Haukar)
Tvöfuld skipting hjá Haukum í hálfleik.
45. mín
Inn:Erla Sól Vigfúsdóttir (Haukar) Út:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
45. mín
Hálfleikur
Baráttumikill fyrri hálfleikur hér á Seltjarnarnesi. Bæði lið búin að vera sækja og spila boltanum ágætlega á milli sín. Grótta 1 Haukar 0.
45. mín
Haukar fá hornspyrnu sem fer aftur fyrir markið. Lítði eftir og Tinna Brá sparkar út.
42. mín Gult spjald: Eygló Þorsteinsdóttir (Haukar)
Fyrir brot á Bjargey.
39. mín
Úr horninu ná Haukar að skora!
Sæunn tekur hornið. Boltinn skoppar inn í markteignum hjá Gróttu en markið dæmt af vegna rangstöðu að ég held. Ég sá ekki alveg hver kom boltanum í markið.
39. mín
Vienna nær að fara upp vinstri kantinn og eitthvernveginn dettur inn í teig. Það var þó ekkert á þetta og Grótta setur boltann aftur fyrir markið og Haukar fá horn.
38. mín
Ágætt spil hjá Haukum sem endar með því að þær ná að koma boltanum inn í vítateig Gróttu. Sá ekki hver var með sendinguna en Vienna tók allavegana við henni og nær skoti. Tinna Brá ver boltann út í teig og þar er Mist á undan Viennu í boltann og kemur honum frá.
36. mín
Diljá með ágæta stungu inn á Maríu Lovísu en Mikaela í vörninni er sneggri og nær að koma hættunni frá.
32. mín
Haukar fá aukaspyrnu vinstra megin við vítateig Gróttu. Sæunn tekur spyrnuna og boltinn fer í gegnum allann teiginn án þess að nokkur leikmaður nær til hans. Grótta fær markspyrnu.
30. mín
Haukar fá hornspyrnu sem Vienne Behnke tekur en ekkert verður úr.
25. mín MARK!
María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
Stoðsending: Emelía Óskarsdóttir
Það er komið mark!!
Emelía með frábæra sendingu inn fyrir vörn Hauka. Þar er María Lovísa ein á sprettinum og klárar færið. Chante kom út á móti henni og reyndi að loka á markið en María Lovísa gerir vel!
1-0 fyrir Gróttu!
23. mín
Aftur er brotið á Bjargey á svipuðum stað. Grótta tekur aukaspyrnuna og setur boltann inn í vítateig Hauka en lítið er um bláar treyjur þar.
22. mín
Dagrún Birta brýur á Bjargey á miðjum vellinum. Grótta fær aukaspyrnu og tekur hana, en stuttu seinna eru Haukar komnir með boltann.
20. mín
Birna Kristín á skot að löngu færi, en Tinna Brá grípur hann.
19. mín
Haukar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Gróttu. Það verður ekkert úr henni.
17. mín
Það er mikil barátta inn á vellinum í kvöld.
11. mín
Fín sókn hjá Haukum. Hukar pressa Gróttu þegar þær spila út frá markmanni. Flott spil á hægri kantinum hjá Elínu og Sunnu gerir það að verkum að þær ná að koma boltanum fyrir og ná skoti en það fer beint á Tinnu Brá í markinu.
8. mín
Haukar fá aukaspyrnu vinstra megin við vítateig Gróttu. Tinna Brá grípur boltann.
7. mín
Nokkrar aukaspyrnur í krinum miðjuna hér á fyrstu mínútum. Bæði lið láta finna fyrir sér.
5. mín
Vienna Bahnke brýtur á Bjargey á miðjum vallarhelmingi Gróttu. Þær taka aukaspyrnuna hratt. Lovísa gerir virkilega vel og nær að fara upp vinstri kantinn. Hún finnur Maríu Lovísu sem nær að komast upp að markinu en það er farið aftan í hana. Grótta vill víti og frá mínu sjónarhorni var alveg hægt að flauta á brotið.
1. mín
Haukar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Gróttu sem ekkert verður úr.
1. mín
Leikur hafinn
Grótta byrjar með boltann.
Fyrir leik
Hjá Haukum er ein breyting frá 3-1 tapi gegn Víking R í síðustu umferð. Elín Simonardóttir kemur inn í liðið fyrir Heiðu Rakel.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.
Tinna Jónsdóttir, fyrirliði Gróttu er ekki í hóp í kvöld en hún fékk höfuðhögg í síðasta leik.
Emelía Óskarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Tinnu.

Heiða og Lilja Lív koma sömuleiðis inn fyrir Helgu Rakel og Rakel Lóu.
Fyrir leik
Þessi tvö lið eru í 3. og 4.sæti með sama stigafjölda. Haukar hafa skorað átta mörk og fengið á sig sjö, en Grótta hefur skorað fimm og fengið á sig fjögur.

Bæði lið hafa unnið tvo leiki, tapað tveimur og gert eitt jafntefli.
Fyrir leik
Leikurinn hefst kl.19:15 ásamt tveimur öðrum leikjum í deildinni. Tindastóll tekur á móti Fjölni og Víkingur R spilar á móti Völsung.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Í kvöld fer fram hörku leikur. Grótta tekur á móti Haukum í Lengjudeild kvenna.
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
5. Birna Kristín Eiríksdóttir ('57)
6. Vienna Behnke
6. Berglind Þrastardóttir
16. Elín Klara Þorkelsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('45)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Eygló Þorsteinsdóttir ('45)
25. Elín Björg Símonardóttir ('70)

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
9. Regielly Halldórsdóttir ('70)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir ('45)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('45)
39. Berghildur Björt Egilsdóttir

Liðsstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Rún Friðriksdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Benjamín Orri Hulduson
Sigmundur Einar Jónsson
Tinna Björk Birgisdóttir

Gul spjöld:
Eygló Þorsteinsdóttir ('42)
Sæunn Björnsdóttir ('90)

Rauð spjöld: