Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Grótta
1
1
Víkingur R.
Karl Friðleifur Gunnarsson '2 1-0
1-1 Atli Hrafn Andrason '54
23.07.2020  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða blautt teppi. Getur ekki klikkað
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Arnar Þór Helgason
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
5. Patrik Orri Pétursson
9. Axel Sigurðarson
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('86)
17. Kieran Mcgrath ('65)
19. Kristófer Melsted
20. Karl Friðleifur Gunnarsson ('65)
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson ('80)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('65)

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
6. Sigurvin Reynisson ('65)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('86)
19. Axel Freyr Harðarson ('65)
21. Óskar Jónsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Pétur Theódór Árnason
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('60)
Óliver Dagur Thorlacius ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan hér á Vivaldi í kvöld. Gróttumenn héldu út og ganga sáttir frá velli með 1 stig.
92. mín
Sölvi með skalla að marki eftir innkast. 4 mín bætt við.
88. mín
Víkingar fá annað horn.
87. mín
Niko með skot í varnarmann og afturfyrir horn,
86. mín
Inn:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
85. mín
Óttar Magnús í skotfæri eftir undirbúning Ágústar en boltinn beint á Hákon.
84. mín
Nauðvörn hjá Gróttu!

Arnar hendir sér fyrir tvö skot úr teignum og er nánast örugglega að bjarga marki!
80. mín Gult spjald: Atli Barkarson (Víkingur R.)
Fær gult fyrir dýfu innan teigs. Ónögulegt að dæma héðan
80. mín
Inn:Halldór Kristján Baldursson (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
78. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
77. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
77. mín
Kristófer Orri í færi eftir hornið en hittir ekki markið úr fínu færi. Meiðist í þokkabót og leggst í grasið.
76. mín
Grótta fær horn.
74. mín
Hvernig sá Elías ekki þessa hendi á Arnar Þór!!!

Ég held að Víkingar hafi verið rændir vítaspyrnu hérna.
71. mín
Grótta fær hornspyrnu.
70. mín
Axel Sigurðar hittir ekki boltann í fínu marktækifæri. Þessa sénsa verður Grótta að nýta.
70. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
sóknarsinnuð skipting.
67. mín
Víkingar fá horn.
65. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Grótta) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Grótta)
Þreföld skipting hjá Gústa.
65. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
65. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta) Út:Kieran Mcgrath (Grótta)
64. mín
Óttar með skalla eftir fyrirgjöf Atka en nær ekki að stýra honum á markið.
63. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Hindrun á Ástþór.
62. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Togar Víking niður á miðjum vellinum.
60. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Eins klárt spjald og það gerist. Tekur Ágúst niður þegar hann er kominn 87% framhjá honum.
58. mín
Illa farið með góða stöðu. Óttar og Ágúst í fínum séns en spila illa úr þvi og tapa boltanum.
54. mín MARK!
Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Mark!

Eitthvað varð undan láta.

Snörp sókn upp hægri vænginn og Davíð með fyrirgjöfina sem Óttar rétt missir af. Atli lúrði fyrir aftan hann og kastar sér á boltann og skorar með þessu fína flugskalla sem Hákon ver í stöngina og inn.

Opna vonandi leikinn.
53. mín
Ágúst Eðvald með slakt skot yfir eftir ágæta sókn Víkinga upp hægra meginn.
52. mín
Atli Hrafn með skot úr þröngu færi en beint í hendur Hákons.
47. mín
Ástbjörn fær óvænta flugbraut inn á teiginn og keyrir inn í átt að marki. Hleður í skot en framhjá fer boltinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir byrja með boltann hér í síðari hálfleik og þurfa að sýna miklu meira en þeir gerðu í þeim fyrri ætli þeir sér eitthvað út úr þessum leik.


Sá þetta betur en ég þá.
45. mín
Hálfleikur
Óvænt staða í hálfleik verður að segjast en ég get ekki verið sammála vallarþul þeirra Gróttumanna sem talar um frábæran leik. Jú kannski fyrir þá sem eru yfir en þetta hefur verið fótboltalegt gjaldþrot á löngum köflum.
39. mín
Víkingar í þrígang beðið um hendi á síðustu fimm mínútum. Ómögulegt fyrir mig að dæma um það héðan.
38. mín
Víkingar fá horn. Heldur Grótta út fram að hálfleik?
36. mín
Hákon með stórbrotna markvörslu frá Atla Hrafni sem dettur í gegn eftir undirbúning nafna síns Barkarsonar. Erlingur svo með skalla yfir.
35. mín
Pressa Víkinga að þyngjast,
32. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Truflar Hákon í útsparki. Víkingar vildu fá hendi eftir hornið en var lítið í því.
32. mín
Skot í varnarmann og aftur fyrir frá Óttari. Hornspyrna.
31. mín
Viktor Örlygur með lipra takta og sækir aukaspyrnu í skotfæri fyrir Óttar Magnúns.
28. mín
Ég velti því fyrir mér hvort Sölvi Geir sé eitthvað tæpari en venjulega. Hann virðist nánast eingöngu sparka með vinstri, réttfættur maðurinn.
24. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í ágætisfyrirgjafarstöðu.
18. mín
Lúmskur bolti frá Erlingi inn á teiginn en Grótta hreinsar.

Ástbjörn með fyrirgjöf á hinum endanum en boltinn í innkast.
15. mín
Það verður bara að segjast að Víkingar hafa verið frekar lélegir hér fyrsta korterið. Geta mun betur og Arnar eflaust langt frá því sáttur á hliðarlínunni.
14. mín
Frábær bolti frá Atla Barkar inn í teiginn frá vinstri en engin Vikingur nógu gráðugur til að ráðast á boltann.
10. mín
Gestirnir halda boltanum, Grótta liggur vel til baka og eru þéttir.
8. mín
Heimamenn koma boltanum frá á endanum.
7. mín
Víkingar fá horn eftir lipurt spil upp hægra meginn.
4. mín
Kraftmikil byrjun hjá heimamönnum og svo sannarlega nokkuð óvænt.
2. mín MARK!
Karl Friðleifur Gunnarsson (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
Mark!

Heimamenn eru komnir yfir strax í blábyrjun. Karl rís hæst í teignum og skallar hornspyrnu Kristófers í slánna og inn
2. mín
Heimamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Heimamenn hefja leik
Fyrir leik
Örstutt í leik og liðin að ganga til vallar. Vonumst að sjálfsögðu eftir spennandi og skemmtilegum leik.

Það má skjóta því að annar af markahæstu mönnum deildarinnar Óttar Magnús Karlsson hefur skorað jafn mörg mörk í sumar og allt Gróttuliðið eða alls 7 stykki.
Fyrir leik
Greyhound með Swedish House Mafia hljómar í græjunum. Virkilega gott ræktarlag þar á ferð og gefur leikmönnum örugglega smá boost í upphitun.
Fyrir leik
Ef þið eruð ekki nú þegar á leiðinni þá hvet ég ykkur til þess að rífa ykkur upp og skella ykkur á völlinn. Veðrið er stórkostlegt og Hamborgarar og Pizzur að venju í boði á Vivaldi.
Fyrir leik
Það má auðvitað ekki gleyma að minnast á því að Kieran Hugh Dolan Mcgrath er að byrja sinn fyrsta leik hjá Gróttu. Hann kom inná á 92. mínútu í tapi liðsins gegn KA á dögunum en áhugavert verður að fylgjast með hvernig þeim skoska mun reiða af í kvöld.
Fyrir leik
Spámaðurinn

Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Vals í Pepsi Max deild kvenna er spámaður Fótbolta.net fyrir þessa áttundu umferð.

Grótta 2 - 6 Víkingur R.
Víkingar vinna annan leikinn í röð 6-2. Óttar Magnús og Nikolaj með tvennur og Sölvi og Kári með sitt hvort skallamarkið eftir aukaspyrnur. Grótta skorar tvö klafsmörk eftir horn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Grótta gerir breytingar á liðinu sem tapaði gegn KA á Akureyri um liðna helgi, Sigurvin Reynisson, Pétur Theodór Árnason fara út fyrir þá Óliver Dag Thorlacius og Kieran Mcgrath.

Víkingar gera sömuleiðis breytingar á liði sínu frá 6-2 sigrinum á ÍA. Kristall Máni Ingason og Nikolaj Hansen fara út fyrir Sölva Geir Ottesen og Atla Hrafn Andrason.
Fyrir leik
Aðstæður

Það er allt til alls fyrir flottann leik á Vivaldi í kvöld. Sólin skín skært, tiltölulega hægur blástur og hitastigið um 15 gráður.

Vallarstarfsmenn keppast við að vökva völlinn og allt er að verða klárt fyrir það sem verður vonandi skemmtilegur leikur.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Liðin hafa mæst alls sex sinnum í opinberum leikjum samkvæmt gagnagrunni KSÍ.

Grótta hefur ekki unnið neina af þeim viðureignum, einni hefur lokið með jafntefli og Víkingar sigrað alls fimm sinnum.

Markatalan úr þessum viðureignum er 8-17 Víkingum í vil
Fyrir leik
Grótta

Grótta hefur verið í basli framan af móti. Viss stígandi hefur þó verið í leik þeirra eftir erfið töp í fyrstu þremur uferðunum. 4-4 jafntefli gegn HK á heimavelli sem og 0-3 útisigur á Fjölni í Grafarvogi settu stig á töfluna fyrir Gróttu sem sitja þó í 11. og næstneðsta sæti með 4 stig fyrir leik kvöldsins eftir töp í síðustu tveimur leikjum,
Fyrir leik
Víkingur

Víkingar hafa verið óstöðugir þessar fyrstu sjö umferðir mótsins. Eftir dapra byrjun gegn Fjölni og KA tóku þeir FH í karphúsið í þriðju umferð. Tvö töp fylgdu í kjölfarið, gegn KR þar sem allir þrír starting miðverðir Víkinga fengu rautt spjald og gegn Val þar sem þeir voru allir í banni. Liðið hefur þó náð sér á strik á ný og hefur lagt HK og ÍA að velli í síðustu tveimur leikjum.

Sölvi Geir Ottesen er gjaldgengur á ný í lið Víkings í dag eftir að hafa tekið út þriggja leikja bann og ef Halldór Smári Sigurðsson hefur náð sér af meiðslum sem hann hlaut gegn HK má reikna með því að Sölvi,Halldór og Kári verði sameinaðir á ný í vörn Víkinga sem eru gleðitíðindi fyrir þá.

Víkingar sitja fyrir leikinn í 5.sæti með 11 stig en gætu með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum lyft sér í annað sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Gróttu og Víkings í 8.umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('67)
10. Óttar Magnús Karlsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f) ('77)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason ('78)

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson ('78)
11. Dofri Snorrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
23. Nikolaj Hansen ('67)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason ('77)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Benedikt Sveinsson
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Atli Hrafn Andrason ('32)
Viktor Örlygur Andrason ('63)
Júlíus Magnússon ('70)
Atli Barkarson ('80)

Rauð spjöld: