Meistaravellir
föstudagur 24. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 12 gráður og 8 m/s.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
KR 3 - 0 FH
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('23)
2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('31)
3-0 Angela R. Beard ('54)
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
0. Ana Victoria Cate
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('80)
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('72)
10. Hlíf Hauksdóttir
16. Alma Mathiesen ('80)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('65)
28. Angela R. Beard
30. Thelma Lóa Hermannsdóttir

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('65)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('72)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('80)
24. Inga Laufey Ágústsdóttir ('80)

Liðstjórn:
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Guðlaug Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
93. mín Leik lokið!
Aðalbjörn flautar hér til leiksloka. Sannfærandi hjá KR í kvöld.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Meistaravöllum.
Eyða Breyta
89. mín
Hvernig dæmir Aðalbjörn ekki víti á FH inga þarna??

Thelma Lóa fær boltann og þræðir boltann inn á Angelu sem fellur inn á teig en Aðalbjörn dæmir ekkert.
Eyða Breyta
85. mín
Þjálfararnir ekkert að gera mér hlutina einfalda með öllum þessum skiptingum en áfram gakk!
Eyða Breyta
80. mín Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Hrafnhildur Hauksdóttir (FH)

Eyða Breyta
80. mín Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH) Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)

Eyða Breyta
80. mín Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Birta Georgsdóttir (FH)

Eyða Breyta
80. mín Inga Laufey Ágústsdóttir (KR) Alma Mathiesen (KR)

Eyða Breyta
80. mín Þórunn Helga Jónsdóttir (KR) Lára Kristín Pedersen (KR)

Eyða Breyta
76. mín
FÆRI KR

Thelma Lóa fær boltan fyrir framan teig FH og setur boltann út á Kristínu Ernu sem á fyrirgjöf og boltinn endar hjá Ölmu sem á skot en boltinn rétt yfir markið
Eyða Breyta
75. mín
Stundarfjórðungur eftir hér á Meistaravöllum.
Eyða Breyta
72. mín Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skilað góðu dagsverki hér í dag.
Eyða Breyta
69. mín Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH) Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)

Eyða Breyta
69. mín Birta Stefánsdóttir (FH) Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)

Eyða Breyta
69. mín
TVÖFÖLD SKIPTING HJÁ FH
Eyða Breyta
65. mín Kristín Erla Ó Johnson (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)

Eyða Breyta
64. mín
KR setur boltann í netið en hendi dæmd

Thelma Lóa sleppur ein í gegn og er komin alein á móti Telmu og á skot sem er varið en Thelma fær boltann í hendina áður en hún rennir boltanum í netið.
Eyða Breyta
63. mín
DAUÐAFÆRI FH

Hrafnhildur með geggjaða aukaspyrnu úti hægra meginn og boltinn fyrir og boltinn endar á hausnum á Rannveigu en skalli hennar rétt framhhjá!!
Eyða Breyta
60. mín
ANGELA

Keyrir af stað í átt að teignum og fær allan tíman í heiminum fyrir framan teig FH en skot hennar alls ekki gott.

Þarna hefði Angela átt að gera betur.
Eyða Breyta
57. mín
Valgerður kemur boltanum upp hægri vænginn á Birtu Georgsdóttir sem kemur með boltann fyrir og þar mætir engin blá treyja og Birta ekki sátt með að enginn skyldi ráðast á boltann þarna.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Angela R. Beard (KR), Stoðsending: Thelma Lóa Hermannsdóttir
Thelma Lóa fær boltan úti á hægri kantinum og kemur með boltann fyrir þar sem Angela var mætt og tekur eina snertingu áður en hún setur boltann hnitmiðað í netið.

Game over fyrir FH stúlkur?
Eyða Breyta
52. mín
EVA NÚRA

Fær boltann fyrir utan teig og á skot sem var nálægt því að fara yfir Ingibjörgu í marki KR en hún nær að slá boltann áður en hún grípur hann síðan.
Eyða Breyta
47. mín
THELMA LÓA

Fær boltann við teiginn hægra meginn og leikur aðeins inn á völlinn áður en hún lætur vaða en Telma í marki FH ver.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafin
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Aðalbjörn flautar hér til hálfleiks. KR stúlkur fara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn.

Tökum okkur korters pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Ana Victoria á fyrirgjöf beint á Katrínu sem nær ekki nógu góðum skalla og boltinn framhjá
Eyða Breyta
41. mín
Sigríður Lára á skot fyrir utan teig en skotið ekki nógu gott og beint á Ingibjörgu í marki KR
Eyða Breyta
39. mín
KR-ingar halda áfram að pressa hátt á FH-ingana og eru þær líklegri til að bæta við marki hér fyrir hálfleik.
Eyða Breyta
31. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (KR), Stoðsending: Alma Mathiesen
KATRÍÍÍÍÍÍN ÁSBJÖRNSDÓTTIR GETUR EKKI HÆTT AÐ SKORA!!!!

Angela á fyrirgjöf frá vinstri og boltinn aðeins of fastur fyrir Ölmu Mathiesen sem nær honum þó og kemur með fyrirgjöf þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt og stangar boltann í netið!

2-0.
Eyða Breyta
30. mín
HORNSPYRNA FH.

Ingibjörg fær boltan inn á teig en skalli hennar er rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
28. mín
KR STÚLKUR VILJA FÁ VÍTI!

Angela keyrir hér inn á teig og virðist á henni brotið en Aðalbjörn segir áfram með leikinn.
Eyða Breyta
23. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
MAAAAAAAAAAARK!!

Aukspyrna hér við miðjuhringinn endar inn á teig og eftir mikið klafs inn á teig FH inga endar boltan hjá Katrínu Ásbjörnsdóttir sem setur boltann í netið!

Katrín Ásbjörnsdóttir er alvöru markaskorari og það sýnir hún hér.
Eyða Breyta
22. mín Gult spjald: Taylor Victoria Sekyra (FH)
Brýtur klauflega á Katrínu Ásbjörnsdóttir.
Eyða Breyta
20. mín
Við bíðum enþá eftir fyrsta alvöru færi leiksins.

Það hlýtur bara að fara að koma!
Eyða Breyta
15. mín
Angela og Katrín Ásbjörnsdóttir allt í öllu í sóknarleik KR-inga hérna fyrsta stundarfjórðunginn. Katrín Ásbjörnsdóttir fær boltann við miðjuna og setur boltan strax út til vinstri á Angelu sem vinnur hornspyrnu fyrir KR-inga sem ekkert varð úr.

KR stúlkur byrja betur.
Eyða Breyta
10. mín
Katrín Ásbjörnsdóttir keyrir af stað og leggur boltann út til vinstri á Angelu sem á fyrirgjöf fyrir boltinn en Katrín Ásbjörnsdóttir sem var ekki lengi að koma sér inn í teiginn missir af boltanum.
Eyða Breyta
7. mín
Angela kemur með fyrirgjöf frá vinstri og boltinn ratar beint á Katrínu Ásbjörnsdóttir sem á skalla beint á Telmu.
Eyða Breyta
6. mín
Ekkert að frétta hérna fyrstu sex mínutur leiksins.
Eyða Breyta
1. mín
Jóhannes Karl þurfti að gera breytingu hér fyrir leik en Katrín Ómarsdóttir meiddist í upphitun og inn kemur Hlíf Hauksdóttir
Eyða Breyta
1. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins og FH stúlkur eiga hana.

Boltinn yfir allan pakkan og afturfyrir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafin

KR-ingar eiga upphafsspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn á eftir Aðalbirni Heiðari dómarar leiksins. Allt að verða til reiðu.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin tvö ásamt dómurum leiksins eru mætt út á völl að hita.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Guðni Eiríksson þjálfari FH stillir upp óbreyttu liði frá tapinu gegn ÍBV í síðustu umferð þegar liðið tapaði 0-1

Andrea Mist Pálsdóttir er enþá á meiðslalista FH stúlkna. Við spurjum Guðna Eiríks út í stöðu hennar hér eftir leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jóhannes Karl Sigursteinsson gerir eina breytingu á KR liðinu frá jafnteflinu í síðustu umferð þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Kristín Erna sest á tréverkið og inn fyrir hana kemur Ana Victoria Cate en hún tók út leikbann í síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH situr á botni deildarinnar með aðeins einn sigur og 5 töp sem gefur okkur þrjú stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR stúlkur sitja í niunda sæti deildarinnar með einn sigur, einn jafntefli og þrjú töp.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. En þessi lið sitja í niunda og tiunda sæti deildarinnar og sigurvegarinn hér í kvöld getur andað aðeins léttar inn i þriggja - fjögurra liða pakka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 19:15
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan Föstudag kæru lesendur!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og FH í Pepsí Max-deild kvenna. Þessi leikur átti að fara fram í 4. umferð en var frestað þar sem KR-liðið var í sóttkví.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('80)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
14. Valgerður Ósk Valsdóttir ('69)
17. Madison Santana Gonzalez
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('69)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('80)
24. Taylor Victoria Sekyra
28. Birta Georgsdóttir ('80)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('69)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir ('80)
13. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('80)
15. Birta Stefánsdóttir ('69)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('80)
30. Arna Sigurðardóttir

Liðstjórn:
Hlynur Svan Eiríksson
Margrét Sif Magnúsdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Sandor Matus
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Taylor Victoria Sekyra ('22)

Rauð spjöld: