Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
70' 2
1
Breiðablik
KR
2
0
Fjölnir
Óskar Örn Hauksson '54 1-0
Kristján Flóki Finnbogason '62 2-0
30.07.2020  -  19:15
Meistaravellir
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 13 gráður og léttskýjað á Bö-völlum
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: Bannaðir
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson - KR
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('67)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed ('55)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('82)
23. Atli Sigurjónsson ('55)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Tobias Thomsen ('55)
8. Finnur Orri Margeirsson ('67)
14. Ægir Jarl Jónasson ('55)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('82)
30. Jökull Tjörvason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('19)
Pablo Punyed ('37)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þægilega og sannfærandi klárað hjá KR. Fjölnir fékk örfá færi. Íslandsmeistararnir verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin... annað kvöld, held ég.
90. mín
Komið í uppbótartíma. 4 mín bætt við.
87. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
86. mín
KR kemur boltanum í markið. Alex Freyr. Flaggaður rangstæður.
85. mín
Kristján Flóki með skot framhjá.
84. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Fjölnir)
82. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
74. mín
Hans Viktor Guðmundsson stálheppinn að fá ekki gult spjald þegar hann stöðvar Kristin Jónsson sem var í hröðu upphlaupi. Furðulegt að spjaldið fór ekki upp.
69. mín
Flott tilraun! Tobias með þéttingsfast skot en Sigurjón Daði ver af öryggi.
67. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
65. mín
KR-ingar halda áfram að einoka boltann. Eru með öll öld á þessu sem stendur og Fjölnismenn alls ekki líklegir.
62. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
ÞARNA!

Flóka brást ekki bogalistin aftur. Setti boltann snyrtilega í hornið eftir að Kristinn Jónsson kom boltanum á hann!

KR-ingar með öll spil á hendi.
61. mín
DAUÐAFÆÆÆÆRI! Kristján Flóki í dauðafæri en nær ekki að stýra boltanum á markið. Framhjá. Átti að gera miklu betur!
60. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Christian Sivebæk (Fjölnir)
Sivebæk ekki áberandi í þessum leik. Alls ekki.
59. mín
Arnþór Ingi með skalla á markið en beint á Sigurjón Daða.
58. mín
Kennie Chopart með skot úr aukaspyrnu af löngu færi! Sigurjón blakar boltanum yfir.
55. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
55. mín
Inn:Tobias Thomsen (KR) Út:Pablo Punyed (KR)
54. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Frábær sending frá miðjunni, Atli Sigurjónsson skyndilega sloppinn. Markvörður Fjölnis kemur út á móti en Atli setur boltann framhjá honum.

Boltinn virðist á leiðinni inn en Óskar Örn tekur af allan vafa og klárar að koma honum yfir línuna!
51. mín
Pablo Punyed með skot af löngu færi en boltinn meðfram jörðinni og beint á Sigurjón Daða í markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
45. mín
Hálfleikur
KR haft ákveðna yfirburði en eru væntanlega svekktir yfir því að hafa ekki náð að skapa sér fleiri opin færi.

0-0 í hálfleik!
44. mín
Fjölnir fær tvær hornspyrnur í röð. Úr þeirri síðari skapast mikil hætta við marklínuna en Beitir handsamar knöttinn að lokum. Stutt í hálfleik.
43. mín
Kristján Flóki með skot! Finnur Tómas á sendingu á Flóka sem nær skoti, nokkuð þröngt færi en Sigurjón Daði ver prýðilega.
40. mín
Atli skallar yfir eftir aukaspyrnu.
39. mín
Atli Sigurjóns með hættulega sendingu inn í teiginn og KR vinnur hornspyrnu.

Sigurjón Daði markvörður Fjölnis náði að slá boltann í burtu.
37. mín Gult spjald: Pablo Punyed (KR)
Fyrir brot.
35. mín
Rólegt yfir leiknum og þá er helsta umræðuefnið í fréttamannastúkunni að Kristinn Jónsson hafi rakað af sér víkingaskeggið vígalega.

Skipun frá konunni segja gárungarnir.
33. mín
Jóhann Árni á skriði en Atli Sigurjónsson með virkilega góða tæklingu, fer í boltann og stöðvar Jóhann. Egill Arnar dómari dæmir ranglega aukaspyrnu.
31. mín
Hefur ekki gengið vel hjá KR að opna Fjölni að undanförnu. Gestirnir að verjast vel.
30. mín
Orri Þórhallsson, leikmaður Fjölnis, þurfti aðhlynningu en getur haldið leik áfram.
25. mín
Jóhann Árni með fyrirgjöf sem Beitir handsamar.
23. mín
KRISTJÁN FLÓKI MEÐ STANGARSKOT! Óskar Örn með sendingu frá vinstri á Flóka sem setti hann í fyrsta, í stöngina! KR-ingar roooosalega nálægt þessu þarna.
21. mín
Orri Þórhallsson með skot í varnarmann. Fjölnismenn aðeins að minna á sig sóknarlega.
19. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Of seinn í tæklingu á miðjum vellinum.
16. mín
KR-ingar herja á mark Fjölnis núna. Kalla eftir hendi og svo dettur boltinn á Finn Tómas sem var í fínu færi en Sigurjón Daði náði að verja.
15. mín
Kennie Chopart með skot sem breytir um stefnu af varnarmanni. Hornspyrna.
13. mín
Menn í fréttamannastúkunni eru að giska á 75% - 25% í Ball possession. KR-ingar leyfa Fjölni lítið að klukka boltann.
8. mín
KR-ingar búnir að eiga ansi margar fyrirgjafir á upphafskaflanum. Leikurinn fer nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Fjölnis.
7. mín
Stórhætta við mark Fjölnis eftir fyrirgjöf sem Óskar Örn átti frá vinstri! Fyrirgjöf sem varð að marktilraun sem Sigurjón Daði átti í smá vandræðum með og í kjölfarið skapaðist darraðadans.
4. mín
Ingibergur Kort með laglegan snúning fyrir utan teig KR-inga en skýtur vel yfir markið. Fyrsta marktilraun leiksins kemur frá gulum.
2. mín
KR-ingar fá hornspyrnu. Atli Sigurjónsson tekur spyrnuna. Fjölnismenn koma boltanum frá, önnur fyrirgjöf frá Atla en KR nær ekki að skapa sér færi.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnir byrjar með knöttinn. Gestirnir sækja í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Leiðinlegt að fleiri geta ekki notið leiksins í kvöld. Hér er prýðisveður fyrir fótboltaleik og völlurinn lítur vel út hjá Magga Bö. KR-ingar taka vel á móti þeim fjölmiðlamönnum sem hingað eru mættir. Þetta verður kósí kvöld í fréttamannastúkunni.
Fyrir leik
Spámaður leiksins er Andri Már Eggertsson, íþróttafréttamaður Vísis: "Ég held að þetta fari 3-0 fyrir KR. Ekkert vanmat í kvöld"
Fyrir leik
Það er vægast sagt sérstök stemning á KR-vellinum enda leikið fyrir luktum dyrum og áhorfendur því engir. Það segja mér fróðir menn að aldrei hafi eins margir sóst eftir því að vera í gæslu!

Vallarþulurinn heldur samt sínu striki. Tónlistin ómar og hann ætlar að kynna liðin af mikilli ástríðu.
Fyrir leik
KR-ingar gera aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu frá síðasta deildarleik. Finnur Orri Margeirsson dettur á bekkinn og Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn en hann snýr aftur eftir smávægileg meiðsli.

Rúnar Kristinsson teflir fram mjög öflugu liði í kvöld. Ætlar alla leið í bikarnum, auðvitað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Sigurjón Daði Harðarson, 2001 módel, er í markinu hjá Fjölni en Atli Gunnar Guðmundsson á bekknum.

Ingibergur Kort Sigurðsson byrjar hjá Fjölni. Hann fékk rautt fyrir að slá Hauk Pál Sigurðsson í tapleik gegn Val í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar og mun taka út leikbann í Íslandsmótinu en ekki bikarkeppninni.
Fyrir leik
KR og Fjölnir mættust hér á Meistaravöllum í Pepsi Max-deildinni þann 22. júlí og þar enduðu leikar með 2-2 jafntefli. Pálmi Rafn Pálmason og Atli Sigurjónsson skoruðu mörk KR-inga en fyrir Fjölni skoruðu Jóhann Árni Gunnarsson og Ingibergur Kort Sigurðsson.

Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildarinnar með þrjú stig, öll eftir jafntefli. Íslandsmeistarar KR eru sem stendur í öðru sætinu.
Fyrir leik
ÁHORFENDUR BANNAÐIR

Í dag voru hertar reglur kynntar á Íslandi vegna kórónuveirunnar en þar var mælst með því að kappleikir fullorðna verði frestað til 10. ágúst. KSÍ segir að staðan verði endurmetin 5. ágúst.

Það fara fram leikir í Mjólkurbikar karla í kvöld en leikið verður án áhorfenda. Fótbolti.net verður með fréttaritara á völlunum sem skila textalýsingum heim í stofu.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld, velkomin með okkur á Meistaravelli þar sem KR og Fjölnir eigast við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leikinn og flautar til leiks 19:15. Eðvarð Eðvarðsson og Gunnar Helgason eru aðstoðardómarar en Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari.
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('46)
8. Arnór Breki Ásþórsson
16. Orri Þórhallsson
20. Peter Zachan
21. Christian Sivebæk ('60)
23. Örvar Eggertsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('87)

Varamenn:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
9. Jón Gísli Ström
10. Viktor Andri Hafþórsson ('46)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('60)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('87)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Arnór Ásgeirsson
Kristinn Ólafsson

Gul spjöld:
Örvar Eggertsson ('84)

Rauð spjöld: